Þjóðviljinn - 16.12.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.12.1950, Qupperneq 4
ÞJÓÐVILJINN Laugardagui' 16. des. 1950. Þjóðviljinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áþ-) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14,00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Afrek svörtu samfylkingarinnar „Það er alger lágmarkskrafa, að þegar í stað fáist kaup í samræmi við útreiknaða vísitölu hvers mánaðar, og felur þingið væntanlegri sambandsstjórn að fylgja þeirri kröfu vægðarlaust fram við ríkisstjórnina.“ Þannig lauk meginsamþykkt síöasta Alþýðusam- bands um dýrtíöina og kaupgjaldiö. Áður haföi þingiö rakið hinar ömurlegu afleiðingar gengislækkunarinnar, „samdrátt atvinnulífsins og gífurlegar verðhækkanir allra lífsnauösynja." Ef lágmarkskröfum verklýössamtak- anna fengizt ekki framgengt fól þingiö sambándsstjórn „að spyrna við fótum, stöðva kjararýrnun þá, er af þessu hefur leitt, og hef ja sókn fyrir því, sem *•* tapazt hefur, batnandi lífskjörum. 5*# „Felur þingið hinni væntanlegu sambands- stjórn að setja öllu ofar að sameina verklýðsfé- 4 lögin til samstilltra átaka í þessu efni. | „Þingið leggur ríka áherzlu á, að væntanlgg f~ stjórn A.S.Í. hafi forustu um. að félögin leggi gam- A eiginlega til þeirrar baráttu, sem framundan er, *' meðal annars með því að sambandsfélögin sam- ræmi uppsagnarákvæði samninga sinna betur en orðið er . . .“ AlþýðusambandsþingiÖ markaði stefnu sína skýrt og skorinort, þannig að vaMhöfunum átti ekki að dyljast hvaö í húfi væri ef enn væri gengið á rétt launþega. Ef allt heföi veriö með felldu heföi sá skilningur mótað allar tillögur ríkisstjórnarinnar og störf alþingis. En því fer víös fjarri að svo hafi orðið, þvert á móti virðast ráðamenn þjóðarinnar líta á meginsámþykkt Al- þýðusambandsþings sem ómerkt hjal og viðurlög þau sem sambandsstjórn er falið að framkvæma sem innantómt oröagjálfur. Þeir samþykkja eins og ekkert hafi í skorizt aö hækka tolla og skatta um ca. 10 milljónir, þeir til- kynna nýjar veröhækkanir dag eftir dag. og nú hafa þeir kórónað fyrirlitningu sína á alþýðusamtökunum meö tiilög-u um þaö að vísitalan veröi bundin í 122 stigum og aukin dýrtið aö engu bætt frá næstu áramótum. Óvíða í heimi myndu heildarsamtök vinnandi fólks vera óvirt á jafn gegndarlausan hátt. En hvaö veldur þessari óvirðingu, hvað veldur þeirri ró ríkisstjórnarinnar að hún skuli þora að ráðast í slikar aðgerðir eftir samþykkt Alþýðusambandsþings. Skýringin er sú aö ríkisstjórn auömannastéttarinnar þykist nú eínnig drottna yfir heildarsamtökum alþýðunnar. Þaö er hin svarta samfylking gengislækkunarflokkanna og Al- þýðuflokksbroddanna sem veldur ró stjórnarherranna. Sama daginn og ríkisstjórnin flutti frumvarp sitt um aukna skatta og tolla. á nauðsynjum voru Alþýöuflokks- broddarnir að afhenda agentum atvinnurekenda meiri- hluta stjórnar Fulltrúaráös verklýðsfélaganna í Reykja- vík, og er þá að undra þótt ríkisstjórríin telji sér fært aö láta alvarlegustu samþykktir Alþýöusambandsins sem vind um eyru þjóta. En hversu lengi veröur þessi smán þoluö? Það er engum efa bundið aö miklum meirihluta fulltrúanna á Alþýðusambandsþingi var fullkomin alvara með sam- þykkt þeirri :sem hér hefur verið vitnaö til, og hún er í samræmi við vilja verkamanna um land allt. En til þess að fylgja samþykktinni eftir þarf annaö og meira en undirlægjuhátt og samstarf viö agenta auömannastétt- arinnar innan verkalýðshreyfingarinnar. Stefna Alþýöu- flokksbroddanna færir alþýöunni ófarnaö; nú er tími til kominn að verkairíenn geri uppreisn. Fa§tir liðir eins .og„ venjulégá. Kl. 2Ö.3Q Leikþáttu^ „Rósir allt . áriá“, eftir Julio Dantas. —1 Leikstjóri: Þói-a Borg. Leikendur,: Emilia Borg og: Elín Ingvarsdóttir. 20.55 Upplestr- ar úr nýjum bókum — og tónleik- ar. 22.00 Fréttir og veðutfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dag- skrárlok. EIMSKIF: Brúarfoss er á Vestfjörðum, lest ar frosinn fisk. Dettifoss fór frá N.Y. 10.12. til Reýkjavíkur. Fjall- foss fór frá Reykjavík 13.12. vest ur og norður og til útlanda. Goða foss kom til Gautaborgar 14.12, fer þaðan til Hull og Reykja- víkur. Lagarfoss fór frá Reykja- vik kl. 22.00 i gærkvöld 15.12. til Akureyrar. Selfoss fór frá Amster dam 14.12 til Rotterdam og Leith. Tröliafoss kom til New York 10.12 fér þáðan væntanlega 29.12 til Reykjavíkur. Laura Dan fór frá Halifax 7.12, væntanleg um hádegi á morgun 16.12. til Reykjavíkur. Vatnajökull fóri frá Kaupmanna- höfn 11.12, til Reykjavikur. Skipadeild SIS Arnarfell er væntanlegt til Reykjavíkur n.k. mánudag, frá Spáni. Hvassafell er væntanlegt til Akureyrar á morgun, frá Stettin. Ríkisskip Hekla fer frá Reykjavik i kvöld aústur um iand til Akureyrar. Esja er á Áustfjörðum á austur- leið. Herðubreið fer frá Reykjavík á mánudaginn til Breiðafjarðar- og Vestfjarðahafna. S.kjaldbreið var væntanleg til Sauðárkróks í gærkvöld á norðurleið. Þyrill er i • Reykjavík. Ármann á að fara frá Reýkjavík í dag til Vestmannar eyja. Rafinagnsskömmtunin. I dag (laugardag) mun ekki verða straumlaust neinsstaðar á orku- veitukerfi Sogsvirkjunarinnar þar eð apennulækkun er að jafnaði mun minni á laugardögum og sunnudögum. BM- 5 á venjulegum stað. Stundvísi. SÖLUBÚÖIR verða opnar til kl. 10 í kvöld. Listsýningin i Sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar við Freyju- götu er opin daglega frá kl. 2 til 10 e. h. Norman Krasna: EISKH EIIT Sýning í Iðnó annað kvöld, sunnudag klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl, 4—7. — Sími 3191 Síðasla sýning fynr jól. Úr fórum Jóns Arnasonar. „Þafi er gullfallegt. Það verður undrasafn.“ sagði Guðbrandur Vigfússon um þjóðsögurnar. — Bók- in segir frá þjóðsagnasöfnuninni og hinum mörgu hjálp- armönnum Jóns um land allt, er einskonar myndasafn af mönnum og málefnum síðustu aldar. Útgefandi er Finnur Sigmundsson. Af hinum mörgu mönnum, er hér ,koma við sögu, skulu ^ hér aðeins nefnd fjölskylda Sveinbjarnar Egilssonar, Gröndal og frú Þuríður Kúld, Jón forseti, síra Sigurður Gunnarsson, síra Björn í Laufási, síra Arni Helgason, síra Skúli Gíslason, Bólu-Hjálmar, síra. Guðmund'ur á Kvennabrekku, Matthías, síra Sveinn Níelsson, síra Gunn ar á Hálsi, Jón á Gautlöndum, Jón Borgfirðingur og Maurer. Herra Jón Arason. Eftir Guðbrand Jónsson. Höfuðrit um ævi Jóns Arason- ar og aldarbrag siðskiptaaldar. — Hefðarútgáfa gefin út á 400. ártíð Jóns og sona hans. Fonnannsævi í Eyjúm. Eftir Þorstein Jónsson í Laufási. Merkilegur uppdráttur með örnefnum og bátamiðum Vestmannaéyja fylgir. — Þetta er öndvegisbók um langa og djarfa og farsæla sjó- sókn. — Kjörbók allra, er sjónum unna. Þjóðsagnakver Magnúsar Bjarnasonar frá Hnappavöllunr Þetta er gamalt þjóðsagnasaín, sem nú er ]mi prentað í fyrsta sinn. í safninu er margt óþekktra sagna, og um sumt harla fornlegar. Jóharin Gunnar Ólafsson skrifar um höfundinn og merkileg örlög .þans og kversins. Fornir dansar. Þetta eru hin gömlu danskvæði, sem þeir Jón Sigurðsson og Grundtvig söfnuðu, í nýrri aukinni útgáfu eftir Ólaf Briem með teikningum Jóhanns Briem. Útgáfan er afar vönduð og mun þetta vera ein fegursta bók síðnstu ára. Saga mannsandans. Menningarsaga Ágústs H. Bjarnasonar. „Þetta rit er stór virki, fróðlegt og, menntantli og alþýðlega skrifað. Bókin veitir lesandanum kynni af ýmsum mestu liugsuðum og andans stórmennum, sem uppi hafa verið, og síðast en ekki sízt, hún fær hann til að hugsa sjálfan,'* segir Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum í ritdómi. FYRIR YNGRA FÖLKIÐ: <r ■ Vaskir drengir. Drengjasaga eftir Dóra Jónsson. Gerist á Vestfjörðum. Bráðskemmtileg saga við hæfi vaskra drengja. Kóngsdóttirin fagra. Ævintýri eftir Bjarna M. Jónsson. ÁlfaguII. Ævintýri eftir Bjarna M. Jónsson. „Frábærar barnabækur," sagði síra Jakob Kristinsson í ritdómi. Jólavísur. Eftir Ragnar Jóhannesson með myndum eftir Halldór Pétursson. Vísurnar, sem börnin syngja iim jólin. Vísnabókin. Valið hefur Símon Jóh. Ágústsson. Teikningar eftir Hall- dór Pétursons. — Bókin, sem öll bórn vilja eignast. Sagan af Helgu Karlsdóttur. Ævintýri úr þjóðsögunum með myndum, gerðum 1867, af Lorenz Frölich. —Skemmtilcgustu þjóðsagnamyndirnar. HlaðbúS.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.