Þjóðviljinn - 17.01.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 17.01.1951, Page 3
Mi'ðvikudagua' 17. janúar 1951. ÞJÓÐVILJINN s «r íhald og Framsókn krefjast þess að fá að selja reykvískri æsku brennivín. Þeir íurðulegu aíburðir gerðust á Alþingi síð- astliðinn mánudag, að obbinn aí þingmönnum Sjálístæðisílokksins og Framsóknarflokksins sam- einuðust um að fella tillögu Skúla Guðmundsson- car um bann við brennivínssölu á dansleikjum í- þróttafélaga og annarra æskulýðsfélaga í Reykja- vík. Afhjúpaðist þar berlega yfirdrepsskapur og hræsni þessara flokka í sambandi við þau vanda- mál að skapa æskunni raunveruleg skilyrði til heil- brigðs skemmtanalífs. Það hittist vel á, að þing- menn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skyldu sýna þennan hug til æskunnar einmitt á sama tíma sem sum málgögn þeirra í höfuðstaðnum eru stútfull af vandlætingarskrifum og bindindis- predikunum út af vínveitingum á dansleikjum æskulýðsfélaganna. Með því að vísa á bug tillögu Skúla Guðmunds- sonar taka þingmenn Sjálístæðisflokksins og Fram- cóknarflokksins á sig að fullu ábyrgðina á því ó- fremdarástandi sem nú ríkir í skemmianalífi höf- uðstaðarins, sem m. a. kemur fram í því, að íþrótta- og menningarfélög hafa ofsatekjur af brennivíns- sölu til unglinga og sum æskulýðsfélög fá hvergi inni í samkomuhúsunum með skemmtanir sínar nema samkomuhúsin fái að selja mannskapnum brennivín. Með því að fella tillögu Skúla neita þessir þingmenn reykvískri æsku um lagfæringu á þessu ófremdarástandi. Undanfarna daga hafa Reykjavíkurblöðin gagn rýnt ákaft brennivínssölu á dansleikjum æskulýðs- félaganna oq í því sambandi vikizt lítillega að Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík. Það skal hér tek- ið fram, að ÆFR hefur hreinan skjöld í þessu máli, að því leyti, að hún hefur aldrei haft eyris tekjur af brennivínssölu en hefur stundum orðið að sæta þeim afarkostum samkomuhúsanna, að forráða- menn húsanna fengju að selja brennivín á dans- leikjum, sem ÆFR hefur gengizt fyrir. Verður sú hlið málsins rædd og rakin ýtarlega í næstu æsku- lýðssíðu. Á þessu stigi skulu aðrar athugasemdir gerðar. ALÞJÓÐASAMBAND LÝÐRÆÐISSINNAÐRAR ÆSKU Stofnskrá 3. kaili * Markmið b) Að vinna að virkri þátttöku æskunnar í efnahagsmálum, stjórnmálum og menningarmálum, að afnámi hverskyns takmarkana og flokkana, í sambandi við kyn, kennsluaðferð ir, heimkynni, efnaliag, eða þjóðfélagsstöðu, trú, pólitíska skoðun, lit eða kynþátt. —• Að tryggja lýðræðissinnaðri æsku málfrelsi, prentfrelsi, trúfrelsi, funda- og félagafrelsi og frelsi til að aðstoða við stofnun lýðræðissinnaðra æsku- lýðsfélaga, þar sem þau eru ekki fyrir. , c) Að vinna að góðum menntunar- og vinnuskilyrðum, og skil- yrðum til að nota tómstundirnar, og að vinna að stofnun menntunar, menningar og skemmtifélaga meðal æskulýðsins. d) Með tiiliti til núverandi vöntunar á sameinuðum, þjóðlegum, æskulýðsnefndum, að gera allt sem sambandinu er mögu- legt, til að koma á frjálsri og skipulagðri samvinnu og sam- einingu æskulýðshreyfinganna á þjóðlegan mælikvarða. e) Að gera allt sem sambandinu er mcgulegt, til að kenpa yngri kynslóðinni alþjóðlegar hugmyndir og ábyrgðartil- finningu. f) Að túlka áhugamál æskunnar á alþjóðlegum vettvangi. í alþjóðasamtökum, og hvar sem mögulegt er að vekja eftir- tekt slíkra samtaka á áhugamálum æskulýðsins. Að vekja almenningsálitið í heiminum til meðvitundar um liinar brýnu þarfir æskunnar. Að halda sem nánustu sambandi við öll önnur samtök, með svipaða stefnuskrá, og leita stuðnings fólks, sem framarlega stendur í opinberu lífi. Framhald á næstu æskulýðssíðu. Æskan öll verður að berjast Selja æskunni bara brennivín. Fyrst er að líta á það, að tillaga Skúla genrur í þá átt, að vínsala verði l.önnuð í þeim samkomuhúsum i Reykjavík sem æskulýðsff lög borgarinnar eiga kost á að fá leigð undir ■skemmtanir sínar og dansleiki. Tillagan er sem sé jákvæð og miðar að því að skapa æsk- unni heilbrigt og brennivíns- laust skemmtanalíf. Á Skúli þakkir skyldar fyrir að flytja þessa tillögu. Æska höfuðborg- arinnar á í vök að verjast gegn brennivínssamkomuhúsun- um, flestir skemmtistaðir eru henni lokaðir, nema hún vilji kaupa brennivín. Brennivíns- sala er öruggur gróðavegur og brennivínssalarnir, einstakling- ar og félög, láta sér í léttu rúmi liggja, þótt æskan sé viðskipta- vinurinn. Leyfið er frá lög- reglustjóra og þess vegna selja þem brennivín. Spillingin,. sem siglir í kjölfar þessarar brenni- vinssölu, er deginum ljósari og er óþarft um hana að tala frekar. Andstaða gegn tillögu á Al- þingi um að banna lögreglu- stjóra að leyfa vinsölu á skemmtunum æskulýðsfélag- anna lýsir vel þeim hug, sem viðkomandi alþingismenn bera til æskunnar, vandamála henn- ar og þroskaskilyrða. I>eim er sama, þótt æskunni sé selt brennivín, þeir vilja beinlinis að það sé gert. Þetta er öll um- hyggjan. Það skýrast mörg atriði æskulýðsmálabaráttu und anfarinna ára, þegar meirihluti alþingis afhjúpar á þennan hátt hug sinn til æskunnar. Bein kraía. En þegar betur er að gáð, kemur annað og meira í ljós. Svo sem kunnugt er rekur v Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur eina umfangsmestu brennivíns- sölu í Reykjavik í húsi sínu við Austurvöll og Samband ungra Framsóknarmanna (all- ir ungir Framsóknarmenn á íslandi) hefur mikla brenni- vínssölu upp á lofti í stórhýsi einu við Laugaveginn. Andstað an gegn tillögu um að banna vínsölu á þessum stöðum vegna æskunnar er í raun og veru ekkert annað en bein krafa um að þessir pólitísku aðilar fái að halda aðstöðu siimi áfram seni brennivínssalar í Reykjavík. — Verður komið að' þessum þætti nánar síðar hér í blaðinu. Hvaðan hefur lög- reglustjóranum komið vald til að veita undanþágu frá áfengislögunum um vínveifingar í opin- berum samkomu- stöðum? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað. Áfengislögin gera aðeins ráð fyrir einum veitingastað í Reykjavík með áfengisútsölu. Vínveitingaleyfi má að visu veita undir sérstök- um kringumstæðum, sem alls ekki eru fyrir hendi á opinber- um og almennum dansleikjum í Reykjavík. Ofan á það bæt- ist, að það varðar beinlínis við lög að selja unglingum undir 21 árs aldri brennivín, en ung- lingar undir þeim aldri eru í hópum á margnefndum dans- leikjum íþrótta- og æskulýðs- féiaga, svo sem öllum er kunn- ugt — einnig áfengisvarna- nefnd og lögreglustjóra. Vill lögreglustjóri vera svo vænn að svara ofanritaðri fyr- spum ? Virðingarverð ■ # » f starfsemi. Ekki má svo skiljast við þetta mál að þessu sinni, að minnast ekki á þá starfsemi sem Ungmennafélag Reykjavík- ur og Góðtemplarareglan halda uppi í þeim samkomustöðum, sem þessir aðilar ráða yfir. Slikt vérður aldrei nógsamlega þakkað. Aðsóknin að þessum samkomustöðum sannar, að reykvísk æska kann vel að meta kosti heilbrigðs skemmt- analífs, og hún krefst heil- brigðs skemmtanalífs. * 1 ŒSKULYflSSlÐRII Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar — sambands ungra sósíalista RITSTJÖRAR: Guðlaugur E. Jónsson Halldór B. Stefánsson Sig Guðgeirsson (áb.) * Þeim mun lengur sem líður á veturinn, kemur það betur og betur í ljós, hve möguleikar æskunnar, sem komin er á vinnualdur, hafa þrengzt. Af koman hefur aldrei verið lé- legri en i vetur hjá þeirri æsku, sem er að byrja að tengja von- ir við sitt vinnuþrek. Fyrir framhaldsskólafólk hefur þessi vetur verið erfiður vegna sí- versnandi afkomu heimilisfeðr- ana. Margt af námsfólki hefur orðið að hætta námi um stund- arsakir eða alveg.. Þeir seir lokið hafa námi, finna nú hvað eftir annað, að þeirra er ekki þörf, þrátt fyrir alla viðleitni þeirra til að auka starfshæfn- ina. — Ungir menn útskrifað- ast i hópum. Það eru menn sem vegna velgengni undan- farinna ára, hafa getað gert áætlanir sinar um menntun að veruleika — en áætluninni um vinnu að lokinni menntun hef- ur ekki staðizt. Við eigum orðið hópa af vel- hæfum ungum mönnum, sem hafa þjálfað sig til ákveðinna starfa, sumir utanlands, en þeir fá ekki aðstöðu til að láta til sín taka, þjóðfcilag auð- mannanna þarf ekki á þeim að lialda, lætur þá vinna störf, sem eru þeim annarleg, eða hver sem er gæti gert, eða sem oft gerist — þeir eru atvinnu- lausir. Það er kannski héniugást fyrir auðstéttina að losna við suma hæfustu vísindamennina, því að þeir eru alltaf með hug- myndir, sem ekki falla í kerf- ið hjá auðstéttinni. Þannig er ástandið um miðja 20. öldina á íslandi hjá þeim, sem vilja vinna. Þetta ástand er aðeins smásýnishorn úr þeim veruleika öngþveitis- ins, sem auðstéttin skapar með því að stjórna þjóðfélaginu með tilliti til sín, en ekki þess fólks, sem vinnur. Baráttan gegn auðstéttinni, hefur frá síðustu aldamótum verið í höndum afa okkar og feðra. Þeir hafa unnið þýð- ingarmikla sigra, þótt aðstað- an hafi oft verið ósegjanlega erfið. Ábyrgð okkar er mikil. Okkur er falið að varð- veita þá sigra, sem afar okkar og feður hafa þegar unnið og i krafti þeirra sigra eigum við að bæta við stórkostlegri vinn- ingum, heldur en verkalýðurinn hefur áður unnið. Af öllum störfum, sem við vinn'um, verður þátttakan í bar áttunni t'yrir frelsi verkalýðs- ins þýðingarmest. Það er fyrst og fremst hún, sem skiptir máli, hvernig svo sem einka- viðliorfin eru á stundinni. Við skulum frá byrjun gera okkur ljóst, að livernig sem ástatt er nú fyrir hverjum og einum okkar, þá kemur að því, að nauðsynin kallar okkur til bar- áttunnar, kannski á harkalegri hátt og við verri aðstæður, ef við gleymum því eitthvert tíma bil að halda okkur við efnið. Kjörorð okkar verður að vera: Aldrei að víkja. Upphaf þessa greinarkorns fjallaði um meðferð auðvalds- ins á þeirri æsku, sem er vinnu fær, vil] vinna og þarf að vinna. — Allt útlit er fyrir, að ástandið fari versnandi. Það er þessvegna ekki aðeins æskunnar sem þegar er atvinnulaus að leggja allán sinn kraft í bar- áttuna gegn auðvaldi atvinnu- leysisins, það er hlutverk allrar vinnandi æsku að leggja fram sinn skerf. Það er öll verka- lýðsæskan, sem verður að taka þátt í baráttunni gegn atvinnu- lej'sinu, vegna þeirra, sem eru atvinnulausir, vegna þeirra, sem eru að verða atvinnulaus- ir eins og vegna þeirra, sem vinna fullir af ótta við atvinnu leysi og skort. Stærstu atlögur okkar gegn, auðvaldinu eru fólgnar í öfl- Framhald á 6. síðu. Jjt1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.