Þjóðviljinn - 24.01.1951, Side 4

Þjóðviljinn - 24.01.1951, Side 4
1 ÞJ OÐVILJIN N Miðvikudagur 24. janúar 1951, Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. „Stjórnarðiidstaða" Alþýðuflokksins ,.Stjórnarandstaöa“ AlþýSuflokksins er með mjög sérstæðum blæ. Meöan flokkurinn var 1 ríkisstjórn batt hann kaup- " gjaldsvísitöluna. í stjórnarandstööu þykist hann í orði vera mjög andvígur vísitölubindingu, en í verkalýðsfé- lögunum vinnur hann öllum árum aö því að agentar kaupbindingarmanna fái sem mest völd. Msðan Alþýðuflokkurinn var 1 ríkisstjórn undirbjó hann gengislækkunina með veröbólgustefnu sinni og kall a,ði Benjamín til landsins, í stjórnarandstöðu þykist liann í orði vera mjög andvígur gengislæklcuninni, en vinnur um leið að því öllum árum að gengisiækkunaragentarnir fái sem mest völd í verkalýöshreyfingunni. Meðan Alþýðuflokkurinn var í ríkisstjórn hóf hann skipulegar aðgerðir til að draga saman framkvæmdir og koma á atvinnuleysi. í stjórnarandstööu þykist hann vilja berjast gegn atvinnuleysi í orði en vinnur aö því í verki aö hjálpa atvinnuleysisagentunum til aukinna valda í verkalýösféi ögunum. Þannig mætti taka eitt dæmið af öðru. Þótt Alþýöu- flokkurinn þykist vera andvíkur stjórnarflokkunum og stefnu þeirra. heldur það samstarf áfram sem skipulagt var í valdatíð fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins. Það eina sem hefur bieytzt er aö í Alþýöublaðinu er haldið uppi orðaskvaldri gegn samstarfsflckkunum. Tilgangur þess er sá einn aö blekkja almenning, að sundra andstööunni gegn stjórn atvinnuleysis og eymdar. Oröaskvaldrið skipt ir afturhaldsflokkana engu máli, hitt skiptir hins vegar öllu máli að rnóta aöstoðar Alþýðuflokksbroddanna til að tryggja völd atvinnurekendaagenta eins og Friðleifs Frið- rikssonar og annarra slíkra. Frarasékti og S.Í.F. Tíminn tekur í gær upp kaflann um SÍF úr grein Þjóðviljans um thorsarana og bætir við þessari athuga- sernd: „Þess minnist Þjóðviljinn ekki, að meðan Áki Jakobs- son var sjávarútvegsmálaráðherra, hafði hann ekkert við einokun SÍF að athuga, heldur samþykkti hana fúslega.“ Þessi- athugasemd Tírnans er alger uppspuni. Meðan Áki Jakobssón var sjávarútvegsmálaráðherra þverneitaði hann að staðíesta einokun SÍF á saltfiskútflutningnum, en hún hefur því aöeins gildi að hún sé staðfest af ráð- herfa. Þá neyddist Hálfdán Bjarnason einnig til aö gera samning við helztu saltfiskheildsala Ítalíu um skiptingu á íslenzka saltfiskinum milli þeirra og stofnaði hringinn SIR sem þessir aðilar voru þátttakendur í. Þetta gerbreyttist 1947 þegar Framsóknarflokkurinn komst í ríkisstjórn, þvl eitt fyrsta verk þeirrar stjórnar var aö staðfvsía einokun SÍF, og fara'ekki sögur af því aö Framsóknarráðherrarnir hafi haft nokkuö við það að athuga. Þá leysti Hálfdán Bjarnason umsvifalaust upp hring þann sem hann hafði neyðzt til aö stofna og annast nú sjálfur heiidsölu á öllum saltfiskinum ásamt ítölskum gróðafélaga sínum. AÖrir áðilar fá ekki að kaupa saltfisk þó þeir bjóði mun hærra verð en Hálfdán Bjarna- son eins og margsinnis hefur veriö rakið hér í blaoinu. En það er hægt aö afnema einokun SÍF með öðru móti en því aö ráöherra neiti áð staöfesta hana. Ef ákveð inn hluti saltfiskframleiðenda neitar aö fella sig við hana íellur hún úr gildi. Samband íslenzkra samvinnufélaga ræður yfir nægri saltfiskframleiöslu til að rjúfa einokun SÍF, en gerir þaö ekki. Þvert á móti situr Vilhjálmm’ Þór sem fastast í SÍF-stjórninni og virðist kunna þar mætavel við sig við hlið Richards Thors. Er svo aö sjá sem hann hafi einhvern annarlegan hag af því aö taka þátt í þeirri einokun sem Tíminn telur þyngsta baggann á útveginum , KK. 20. „Fótafúinn“ skrifar Bæjar- póstinum eftirfarandi: — „Ég er orðinn gamall sem á grön- um má sjá, og hef ekki fylgzt nægilega vel með tímanum. Þeg ar ég var ungur þekktist þáð ekki, að óbreyttir almúgamenn þyrftu að telja fram til skatts, enda hef ég aldrei lært þiá list svo vel sé. Þar sem ég er gigt- veikur og slitinn á sál og lík- ama.hugðist ég nú sem oftar að nota kostaboð skattstofunnar um aðstoð við framtal og fór því sem leið liggur í Alþýðuhús ið, en þar eru skrifstofur henn- ar. Er þangað kom, var margt fólk fyrir í sömu erindagerðum. Sumt voru gamalmenni, eins og ég, aðrir voru fatláðir o.s.frv. en eitt var sameiginlegt öllu þessu fólki, sem , þarna beið. Allir þurftu að standa upp á endann frammi á gangi. Ég geri ekki ráð fyrir að skattstof an ráði yfir svo miklum húsa- kosti, að hún geti séð af her- bergi fyrir biðstofu þessa daga sem mest er að gera við fram- tölin, en væri ekki hægt að koma bekkjum eða stólum fyrir á ganginum þeim til þæginda sem lengi þurfa að bíða en erf- itt er að standa allan tímann? Fótafúinn". □ Iívar er vinningaskráin? Bréf frá SD: — „Ég keypti happdrættisskuldabréf rikis- sjóðs í A-flokki, á sínum tíma, én varð fyrir því óláni að glata bréfinu. Nú er það komið í leit- irnar, og fimm sinnum hefur verið dregið í þessum flokki. Nú hugði ég gott til glóðarinn- ar, að grennslast eftir því hvort ég hefði ekki unnið, og fór til ríkisféhirðis. Þar gat ég fengið upplýsingar um þirjú skiptin, sem dregið hefur verið, en eng- ar um tvö fyrstu skiptin. Vinn- ingalisti yfir þau var ekki til, og ekki gat stúlka sú er af- greiddi mig gefið neinar upplýs- ingar um hvar ég gæti fengið þær. Mér þótti þetta, að von- um allhart, og vil því biðja þig bæjarpóstur, að koma á framfæri fyrir mig spurningu um, hvar hægt sé að fá þessa vinningalista. — SГ. □ Lífvörðurinn til taks. „Nú fer Eisenhower að koma. Hann hefur verið í göngum og eftirleitum um Vestur-Evrópu þvera og endilanga til þess að reyna að tryggja framgang fyr irætlana Bandaríkjanna. Eftir fréttum að dæma hefur honum ekki allstaðar verið tekið með óskiptum fögnuði, því að marg- víslegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að vernda hans dýrmæta líf. Vonandi verða ís- lendingar ekki eftirbátar ann- irra um að gera viðeigandi ráð- stafanir. Þáð var strax spor í rétta átt, að fjarlægja úr forn- sölum alla byssuhólka, riffla, skammbyssur og fallstykki. Nú ir líka hægt að grípa til liðsins 'rá 30. marz. Það mun eiga að /erða einskonar Iífvörður, varla rétt að kalla heiðursvörð. Senni lega verður það látið standa með vissu millibili á leiðinni frá Keflavík og hingað. En hvernig er það, væri ekki rétt að fjarlægja allt grjót sem er á þeirri leið? Ég man ekki bet- ur en að nærri stappaði að illa færi fyrir einhverjum höfðingja sem þarna þurfti að fara um, vegna þess að menn voru eitt- hvað að fitla við grjót, ekki langt frá veginum. Að vísu mun hafa komið í ljós, áð grjót- nemarnir höfðu ^kkert illt í huga, en allur er varinn bezt- ur. — Ks“ B' JT ZW wlij_zm Lárétt: 1 furða — 4.+ 5. snjór — 7 sniðhallt -— 9 bringa — 10 skán — 11 títt — 13 óm — 15 . auk -— 16 sýður. Lóðrétt: 1 ending — 2 hik — 3 fer í fiskitúr — 4 menntastofnun — 4 skrafhreif — 7 eldstæði — 8 hefur eignarréttinn — 12 kaðall —- 14 eldsneyti — 15 snemma. Lausn á n r. 19. Lárétt: 1 tákna — 4 sá •— 5 fb — 7 slæ — 9 ami —• 10 tók — . 11 gat — 13 ai — 15 ið — 16 ógnun. Lóðrétt: 1 tá — 2 kól — 3 af — , 4 svara — 6 lokuð — 7 sig —• 8 ætt — 12 ann — 14 ló — 15 in. ísíisksalan. Hinn 22. þ.m. seldi Jón Þorláks- son 3610 kit í Grimsby fyrir 11977 pund. Hinn 23. þ.m. seldi Geir 3354 kit í Grimsbý fyrir 12486 pund og er það þriðja bezta salan á þessu ári. Eimsfeip Brúarfoss er i Reykjavík, fer í dag 24.1. til Grimsby. Dettifoss kom til Gdynia 21.1. . fer þaðan til Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavikur. Fjallfoss er í Reykja vík. Goðafoss fór frá Reykjavík 17.1. til N.Y. Lagarfoss fer frá Roykjavík 23.1. austur og norður um land. Selfoss fór frá Reykja- vík 15.3. vestur og norður og til Amsterdam og Hamborgar. Trölla foss fór frá Reykjavik 15.1. til St. Johns og N.Y. Audumla hefur væntanlega farið frá Immingham 22.1. til Reykjavikur. Rífeissklp Hekla er væntanleg til Reykja- víkur í dag að vestan og norðan. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið var vænt anleg tii Akureyrar í gærkvöldi. Skjaldbreið var væntanleg til R- víkur í gærkvöld. Þyrill er i Faxa- flóa. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Fastir liðir eihs og venjulega. — Kl. 18.15 Framburðar- kennsla í ensku. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 ísl.-kennsla; H. fl. -— 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðmund- ur M. Þoriáksson kermari flytur erindi: Frá Þingvallavatni — sið- ara erindi). b) Karlakór Akureyr- ar syngur; Áskell Jónsson stjórn- ar (plötur). c) Þórunn Elfa Magn- úsdóttir rithöfundur flytur . síðara erindi sitt um sænsku skáldkon- una Victoríu Benedictsson. d) Andrés Björnsson les úr ævisögu Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi, eftir Þórodd Guðmunds- son. 22.10 Passíusálmur nr. 3. 22.20 Da.nslög, (plötur). 22.45 Dagskrár- lok. Kvenkápu stolið á dansleik. Að kvöldi hins 18. þ.m. var stol- ið kvenkápu á dansleik, sem hald- inn var í Tivolí. Kápa þessi er hinn mesti for-látagripur, græn að lit með s.tórum lfraga og er perlu- saumur neðan á kraganum hring- inn í kring. Vasar eru stórir og rn^ð perlusaumi. Kápan er við, ermar víðar um olnboga en þröng- ár um úlnliði. Ef einhver kynni að vita hvar kápa þessi er. niður komin, er hann góðfúslega beðinn að láta rannsóknarlögregluna vita. Knattspyrnufélagið Þróttur. Tafl- og bridgeæfing fellur niður á föstudaginn, en í stað þess verð- ur almennur fundur kl. 8. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Alda Hoffritz á Selfossi og Hilrn ar. Friðrikss., Mið- ’-u koti í Þykkvabæ. Rafmagnsskömmtunin. í dag verður straumlaust, kl. H-12, á svæði sem nær yfir Hlíð- arnar, Norðurmýri, Rauðarárholt- ið, Túnin, Teigana og svæðið þar norð-austur af,- Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Sigurði Páls syni í Hraun- gerði, ungfrú Guðrún Brynjólfsdóttir á Selfossi og Árni Sigursteinsson, iðnnemi. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. -Jóni Thórarensen ungfrú Málfríður Jóhannsdóttir og Sverrir Örn Valdimarsson, prent- ari.i Heimili þrúðhjónanna verður að Hofsvallagötu 61. Menntamál, nóv.— des.—heftið 1950, er komið. út. Efni: ,,Það er svo bágt að standa í stað'* (Á.H.), Friðrik Hjartar: Samtengingar — Kommu reglur, Björn H. Jónsson: Söfnua gamalla kennslubóka. Mann — eða hvað? Sira Hermann Hjartar- son. Dánarminning. Arngrímur Kristjánsson fimmtugur (Á.H.), Afmælisvísur til Arngríms Krist-, jánssonar (S.E. og St. J.), Stein- þór Guðmundsson sextugur (Á.H.), Friðrik Bjarnason siötugur, Sitt af hverju tagi. Fermingarbcirn, sem fermast eiga í fríkirkjunni á þessu ári eru beðin að koma til viðtals í fríkirkjuna á fimmtudag kl. 6. —- Sr. Þorsteinn Björnsson. Næturlæknlr er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum, síml 5030. Ungbarrtavernd Lílniar, Templara- sundi 3 er opin þriðjudaga kl. 3.15 til 4 e. h. og- fimmtudaga kl. 1.30 til 2.30 e, h. Einungis tekið á móti börnum er fengið hafa kíghósta eða hlotið ónæmisaðgerð gegn hon-' um. Ekki tekið á móti kvefuðum börnum. HVI.flFIN.GUR F U N D II K veröur haltlúu: föstudaginn 26. janúar kl. 8.45 á Þórsgötu 1. Umræðuefni: BÖKMENNT- IK OG ÞJÖÐFÉLAGSMÁL F ramsöguinaður: SVEINN BEKGSVEINSSlON. Stjórniu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.