Þjóðviljinn - 11.02.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.02.1951, Síða 3
BuMudagur 11. febrúar 1851. f JÖÐTIUINN ljóð Á íyrra helmiugi f jórða ára- tugsins gaf Pablo Neruda. út kvæðabók sína Residencia en la Tierraj: Dvalarstaður á jörð, eða. jarðvist. 1 sambandi við þá útgáfu flutti Neruda boð- skap sinn um „óhreinan" skáld- skap; ljóð um vagnhjólin, kola- sekkina, tunnurnar, handverk- færin. Hann kvaðst leita að skáldskap sem væri rakur af Bvita og gufu, óhreinn eins og notúð föt, ataður fingraförum, bitinn af ís og tönnum. Um svipað leyti kvað Vilhjálmur frá Skáholti heima á Islandi: Á inilli skýja tifar tunglið bleika / og .trillubátar róa fram á mið. .Þessi athugasemd um trillubáta -í tunglskininu hefði gömlu -mönnunum þótt; lélegur skáld- skapur, liklega syndsamlegur, áreiðanlega óhreinn. Höfundur- inn birti enga stefnuskrá um ,,óhreinindi“ i kveðskap. Samt grunar mig að kvæðabók hans; Vort dagfega brauð, útkomin 1935, hafi vakið hneykslun ýmsra þeirra er ípest hneigjast að blómum og tunglskini í bók- um. Nú ■ er- þessi bók Vilhjálms •ftsfc Skáhólti komin út í þriðja sinn, aukin nokkrum nýjum kvæðum. Sá viðburður gefur ástæðu ti] að athuga ætt henn- ar og uppruna. Að- vísu er allur skáldskapur að því leyti persónulegur að hann er ein af h'fshræringum höfundar sins, fæddur af lif- andi einstaklingi sem hefur þörf fyrir að lýsa persónulegri gleði sinni eða einkasorg sem ekki verður rakin beina leið til þjóðfélagsins, heldur a. m. k. fyrst til manns sjálfs, eða kannski einnar konu, eða eins manns. Sum kvæði Vilhjálms frá Skáholti eru af þessum stig- •um En hitt skiptir meira máli ■ a£ meginefni bókar hans á.ræt ur að rekja til rísandi verka- lýðshreyfingar og sósialisma, eins og þetta hvort tveggja blasir við frá bæjardyrum ó- breytts alþýðumanns á harðn- andj kreppuárum, alþýðumanns sem orðið hefur fyrir barðinu á rangsnúnu og þvínæst glæp- • samlegu þjóðskipulagi. Ljóða- bókin Vort daglega braúð er ein þeirra tiltölulega fáu bóka sem sósíalisminn og verkalýðís- hreyfingin á Islandi geta bein- línis þakkað sér að mjög veru- legu leyti. Fi’á því sjónarmiði væri ástæða til að lýsa þessu verki nánar en hér verður þó gert í þetta sinn. En án hins sósíalíska skilnings á auðvald inu, sem skáldinu verður all- tíðrætt um, og án stéttarlegrar i samvitúnár méð . því fólki, sem höfundur á þessum árum vissi að dró svipaðart hlut og hann að h’fsins borði, hefði skáld- . skapur hans. orðið kjökur eitt ■ og marklaus kveinan. Þetta eru höfuðsannindi um bók Vil- hjálms frá Skáholti — og þarf - að undirstrika .betur þegar rak- in .verða víx'aáhrif . bókmennt- anna og sósíalismans i landinu. Það er afarmikil] skapþungi í þessum kvæðum. I hjartahita sínum hefur höfundurinn lika gefið sér takmarkaðan tíma til að byggja. þau vandlega, hnit- miða orðava] sitt, kveða. þau glæsilega. Sannleikurinn er ein- mitt sá að botn sumra kvæð- anna er suður i Borgarfirði, sumstaðar eru setningarnar hespaðar af með æðimikilli skyndingu, og kveðandi er víð- ar ábótavant en mig varði. Þó er andinn í manninum yfrið nógur til að forða hortittum og slíku góðgæti. En það hefur vantað þolinmæðina til að liggja yfir ljóðunum, það sér- staka jafnaðargeð sem getur verið á hnotskóg eftir einu orði dögum saman. Enda hefur Vilhjálmur sjálfsagt ekki ver- ið að hugsa um dýra listsköp- un fyrst og fremst, heldur leitaði geð hans sér framrásar og útrásar með þessum hætti. Er það ekki sagt 5 afsökunar- skyni, enda er verkalýðnum þeim mun meira gagn að pólit- iskum kvæðum og baráttuljóð um sem þau um leið eru auð ugri að list og búin ágætara máli. Eitt nýja kvæðið í bók inni, Frelsisdraumurinn, bendir lika til þess að skáldið geti enn náð tökum á prýðilegu formi ef hann sneri sér að verkefninu. Það er stórgott kvæði: En draumsins lif / fékk engin á- nauð deytt / hve endalaust sem / það var pínt og kvalið. En i heild minna þessi kvæði meira á hráefni en unna vöru, meira á villijurtir en stofu- tlóm, það er meira í þeim af skapi en list — en bezt er þeg- ar það hvort tv.eggja fer sam- an. Og það er gaman að óvit- andi skuli þau hlita kröfu stór- skáldsins og kommúnistans Neruda um „óhrein ljóð“, kröf- unni um alþýðuna og> lifið inn í skáldskapinn. B. B. Kon-Tiki Á Suðurhafseyjum sumum býr þjóðflokkur einn sem eng- rnn vissi hvaðan kominn var, þegar þessi sagt hefst. Ungur dýrafræðingur norskur, Thor ITeyerdahl að nafni dvelur þar á eyjunum um hríð fyrir all- mörgum árum — og fer að hugsa um uppruna granna ídnna þar suður frá. Honum kemur til hugar að þeir kunni að vera komnir frá Perú í Suð- ur-Ameriku. Bráðlega styðst þessi getgáta hans ýmsum rök- um. og margs konar. En milli Perú og þessara eyja er dálit- ið sund, uppá 8000 km. Hvernig áttu hinir fornu Perú-búar að komast þá leið ? — Heyerdahl tímasetti þessa flutninga, og komst að vitneskju um það hver farartæki hefðu verið tiltæk suður þar á þeirri tið. Ef það væri óhugsandi að slíkum far- kosti yrði siglt a!!a þessa leið þá voru aðrar röksemdir hans úr sögunni. Hvað átti hann að gero9 Hann gerði það sem skörulegast var: hann smiðaði sér fleka á borð við þá sem Ptrúbúar hinir fornu sannan- lega notuðu, og hélt á honum út á hafið við sjötta mann. Þa.ð voru níu svokallaðir balsa- triábolir, njörvaðir sem með l öndum, eins og forðum, engir oorðstokkar, engin vél, aðeins trjábolir flatir í sjónum, og hrófað upp eins konar siglum iyrir seglpjötlurnar. Þetta var vorið 1947 — og þeir komust aiia leið, heilir á húfi og höfðu íösklega hundrað daga útivist. Frá þessari siglingu segir bók- In Á Kon-Tiki‘ yfii Kyrrahaf. Og ég held hún sé tvímælalaust skemmtilegasta bók sem ég hef lengi lesið. Höfundur hennar er ekki einungis hugkvæmur vís- indamaður og hugrakkur sæ- tari. Hann er líka ótvíræður íithöfandur og ánægjuleg per- sóna. Öllu þessu lýstur samart í frásögn hans. Hún er ekki einur.gis fólgin í lýsingum á hrcðalegum stórviðrum og Jietjulegum viðbrögðum, helduf greirir þar einnig frá fræði-i mannlegum athugu.num á ferða- laginu, þannig að bókin er í eínu vísindarit og hetjusaga. Það vottar ekki fyrir hróðug- heitum yfir afrekinu, heldur er dáðin talin sjálfsögð. Og það bregður ekki fyrir væmni eða sjálfsvorkunn gagnvart erfi'S- lerkunum, heldur eru þeir liæfi- legt úriausnarefni og mátuleg hreystiraun. j Draupnisútgáfan gefur bók- ina snoturlega út, Jón Eyþórs- son þýðir hana á einkar heið- virðan hátt, og það er langt síðan ég las jafnprýðilega bók. B. B. SKAK Ritstjóri: GUBMUNDUR ARNLAUGSSON SKÁKÞÁTTUR 11. febr 1950: AfmœEisméf Taflfélagsins Taflfélag Reykjavíkur mun vera elzta skákfélag islenzkt. Það var stofnað sumarið 1900. Stofnun þess markar kaflaskipti í sögu íslenzkra. skákiðkana, og manni finnst leika um hana einhver hressandi menningar- blær, þegar maður lítur á list- ann um stofnendurna, en í þeim hópi voru meðal annars Einar Benediktsson skáld, Björn M. Olsen rektor, Indriði Einarsson rithöfundur og Ólafur Björns- son ritstjóri. Aðalforkólfurinn hefur Pétur Zóphóníasson verið, en Sigurður Jónsson fangavörð ur var fyrsti förmaður félags- ins. Félagið hefur starfað óslitið frá stofnun og ávallt verið öfl- ugasta. skákfélag landsins, enda þótt sveiflur hafi verið á starfs- þróttinum eins og alltaf vill yqrða á langri leið. Það er nú undjr forustu Guðmundar S. Guðmundssonar, sem hefur reynzt jafnvel þar og við tafl- borðið. Félagið starfar af miklu fjöri og á sérstaklega mörgum ungum og áhugasömum skák- mönnum á að skipa. Það sem mest háir félagsstarfinu eru húsnæðisvandræðin. Hcr í bæ er afar erfitt að fá viðunandi húsnæði handa félagsskap eins og þessum, ekki sizt ef hann á takmörkuðu fé úr að spila. Skákmenn standa þarna miklu verr áð vígi en íþróttamennl þeir hafa bæði minni styrk og færri leiðir til fjáröflunar. Um skeið veitti Reykjavíkurbær Taflfélaginu húsaskjól, og væri vel, ef það mætti aftur vænta stuðnings úr þeirri átt. Félagið hefur gefið út mynd- arlegt afmælisrit, sem auk þess fróðleiks, sem menn eiga von á í íslenzku riti, hefur að geyma bókaraukann „íslenzkir skák- menn á alþjóðamótum", 60 skákir með skýringum eftir Baldur Möller. Afmælismótið varð síðbúið, og er ástæðan sú, að því brást sænski taflmeistarinn Stáhl- berg, sem ráðinn var til þátt- töku, en í stað hans hefur Tafl- félagið fengið frakkneskan skák mann, Rossolimo. Nafn hans er þeim, sem þessa þætti lesa, ekki með öllu ókunnugt, því að lians hefur oft verið getið hcr. Rosso limo er síteflandi. Hann tók þátt í Amsterdammótinu, en kemur hingað beint frá Jóla- skákþinginu í Hastings. Þar hlaut hann önnur verðlaun, en efstur varð Þjóðverjinn Unzick- er. Rossolimo teflir fjörlega og skemmtilega og hlýtur oft feg- urðarverðlaun fyrir skákir sín- ar. I afmælismótinu hafa fjórar umferðir verið tefldar, en ekki er apðvelt að. átta sig á stöð- unni, þegar þetta er ritað, vegna biðskáka. Fimmta umferð fer fram í dag í Listamanna- skálanúm og hefst klukkan 1. Þá teflir Rossolimo við Stein- grím, Sturla við Friðrik, G.S.G. við Baldur, Eggert við Guðjón, Árni við Á-smund. Krókur á móti bragði. Skákin milli Rossolimos og Guðjóns M. Sigurðssonar átti sér óvenjulegan aðdraganda. Rossolimo leikur jafnan kóngs- peði i fyrsta leik, ef hann leik- ur hvitu, og teflir ítalska leik- inn, ef hann fær færi á því. Þetta var Guðjón búinn að at- huga, og hann grefur nú upp gamalt afbrigði í prússnesku vörninni (1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6), sem ekki hefur verið talið fullnægjandi. En Guðjón hafði fundið nýlegar at- huganir amerísks taflmeistara, er varpa nýju ljósi á þetta af- brigði. Hann býr sig nú undir nákvæma rannsókn á þeim tafl stöðum, sem koma fram, og ætlar sér að koma flatt upp á Rossolimo. Fyrst í stað fer allt eftir áætlun, Rossolimo gengur í „gildruna" og teflir alveg eins og Guðjón hafði gert ráð fyrir en bregður s^o allt í einu út af og velur leik, sem hvorki Guðjón né%,amdríski táflmeistar- inn höfðu gert ráð fyrir. Guð- jón lenti í all hættusamri stöðu, en þó rættist betur úr öllu en á horfðist, því að hann varðist vel og Rossolimo varð lítið á- gengt. Skákin leystist upp í jafntefli í fáum leikjum. Rotssolimo Guðjón M. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. Bfl—c4 Rg8—f6 4. Rf3—gð . Rf.6xd5 ?! Þetta hefur verið talinn vara- samur leikur. Hvítur getur nú fórnað manni þegar í stað (5. Rxf7 Kxf7 6. Df3 Ke6 7. Rc3 Rb4 8. De4 c6 osfrv.) og nær állsterkri sókn, en svartur held ur manninum. Enn betra er það framhald, sem Rossolimo veluí talið. 5. d2—d4 Bf8—b4 Þetta er leikur hins ameríska taflmeistara. Annars hafa menrt leikið hér Be6, en þá er svartur talinn fá lakara tafl. 6. c2—c3 Bb4—e7 7. Rg5xf7! Ke8xf7 8. Ddl—13f Kf7—e6 9. Df3—e4! Nú er svartur i mikilli hættrt staddur. Hópur af óþægilegum hótunum vofir yfir höfði hans, fyrst og fremst f2—f4 ásamt dxe5 og f4—f5, en einnig 0—0 og Hfdl í sambandi við dxe5. Ef hvítur ætti leik í þessari stöðu, væri skákin unnin hon- um. En Guðjóni tekst að finna vörn, er dugir. 9. — — Be7—f6! 10. 12—f 4 Rc6—a5! 11. f4—f5f Nú vinnur hvítur mann aftur, en taflið leysist upp. 11. — — Ke6—e7 12. Bc4xd5 Bc8xí5 13. De4xf5 Dd8xd5 14. 0—0 Dd5—e6 Svarti kóngurinn er enn á ber- svæði, en erfitt er fyrir hvítaií að hagnýta sér það. T. d. 15. Df2 Hhf8! 16. fxe5 Bxe5 17. Dc5? Bd6 18. Dxa5? Hxfl og mátar. 15. d4xe5 De6xf5 16. Hflxl'5 Ke7—e6 17. Hf5—fl Bf6xe5 og teflendurnir sömdu jafnteflú I örum vexti. Þetta. þing Taflfélagsins er sannkallað afmælisþing einnig að því leyti að þar mætist ung- ur og gamall. Að vísu eru héjf engir þeirra, er bezt tefldu um; aldamót, en síðustu þrjátíu árirti eiga fullgilda fulltrúa. Elstí! keppandinn á mótinu varð ís* Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.