Þjóðviljinn - 14.03.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.03.1951, Síða 3
ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur lí. mgrz ‘1951 — (3 Á verða (AIþýðan krefst ankiniiar atviimu Atvinnuleysið er alvarlegasta. 1 vandamál alþýðumanna um þess ar mundir. Spursmálið um atvinnu eða atvinnuleysi er spurningin um það hvort íslenzk alþýða getur lifað menningarlífi í landi sínu, eða hvort hennar býða sams- ,konar hörmungar og hér við- gengust á árunum milli 1930 og 1940. Spurningin er um það hvort rúgbrauð og makarín á aftur að verða aðalfæðan á borðum alþýðunnar, hvort börnin eiga aftur að verða föl og vannærð með kroniskt kvef. Nú er svo komið að um þús- und manns hér í Reykjavík hafa orðið atvinnuleysinu að bráð, og svo virðist sem at- vinnuleysingjunum fjölgi stöð- ugt. Þetta fólk er þegar faiið að kenna grimmilega á krepp- unni. Þetta fólk hefur þjóðfé- lagið þegar svift öllum mögu- leikum til þess að lifa menning- arlífi. Hlutskipti þess er skort- urinn, sem verður sárari, með hverjum deginum sem líður. Læknarnir gætu þegar sagi margar ískyggilegar sögur uin börn, sem þjást af næringar- sikorti. Auðmennirnir sem stjórna landinu hafa engar áhyggjur af þessu ömurlega ástandi. Þeim hefur ekki þótt taka því að út- rýma. þessu böli og nægir í því sambandi að minna á hin fleygu orð bcrgarstjórans í Reykjavík endur fyrir löngu. Þvert á móti þykir valdhöf- uniim atvinnuleysið hið æskileg asta ástand. Það skapar að þeirra dómi þægilega eftirspurn á vinnumarkaðnum og er lík- legt til þess að halda aftur af launakröfum frá hendi þeirra, sem enn hafa atvinriu, það gef- ur þeim aðstöðu til þess að deila og drottna. Þetta er skýringi.i á hinu glæpsamlega kæruleysi ríkis- stjórnarinnar, AJbingis og bæj- arstjórnarinrar í Reykjavík á þessu mikla örlagaspursmáli þúsunda alþýðumanna. Hvert mannsbarn veit að stjórnarvöldin gætu á örskömm um tíma útrýmt atvinnuleys- inu gjörsamlega ef minnsti vilji væri fyrir hendi, af þeirra hálfu. ' Stórt skref i þá átt væri að gera nauðsynlegar endurbætur á gömlu togurunum, sem nú eru látnir ónotaðir. Ef þessi skip yrðu látin fiska í salt, myndu um 300 manns fá pláss á þeim og álika margir fengju atvinnu ,við verkun aflans í landi. Þetta væri ekkert klakahögg, engin kleppsvinna, heldur hár- rétt ráðstöfun, frá þjóðhags- legu sjónarmiði. Nú er ákveðið að tveir þess- ara togara fari á veiðar. Það var barið í gegn fyrir harðfylgi v-erkalýðsfélaganna, og látlaus- ar kröfur sósíalista í bæjar- stjórninni. Þetta ætti að sýna mönnum það, að eina færa leið in til þess að knýja fram um- bætur í atvinnumálunum er sú að velja verkalýðsfélögunum trausta forystu og efla pólitísk samtök alþýðunnar, það er Sósíalistaflokkinn. Sem betur fer eru sifellt fleiri verkam. að gera sér þess- ar staðreyndir ljósar, það sýna kosningarnar í verkalýðsfélög- unum að undanförnu, sérstak- lega þó kosningarnar í Iðju. Þessi vetur hefur orðið mörg- um ungum manni barður skóli og fleiri og fleiri draga réttar ályktanir af reynslu sinni. Við vitum öll að hér eru nóg landgæði til þes^ að aliii' gætu haft nóg að bíta' og brenna. Al- staðar liggja verkefnin umhverf is okkur óhreyfð, alstaðar möguleikar, en ekkert er gert. Við þekkjum líka aðferðina til að vinna bug á tregðu stjórnar valdanna til þess að gera skyldu sína. — Við. þurfum að- eins að stíga skrefið.. Við þurf- um að losa okkur við svikarana úr trúnaðarstöðum í verkalýðs- félögunum — mennina sem alltaf eru reiðubúnir til þess að fórna hagsmunum okkar, fjöld- ans, fyrir hagsmuni auðvalds- ins, gegn lítilfjörlegum prósent um handa sjálfum sér. Við verðum að endurheimta Alþýðu sambandið og gera það aftur að því góða vopni sem það var og á að vera alþýðunni. Við höfum þegar hafið sókn- ina, niðurlægingartímabili verkalýðshreyfingarinnar er að ljúka. Svarta samfylkingin sem hrifsaði völdin í samtökum okk ar riðar til falls og hún mun hrynja. Undir rústunum munu svo svikararnir við verkalýðinn, krataforingjarnir verða að ei- lífu grafnir. H. sendi frönsku stjórninni mótméeli Eins og getið var um hér Frakkar eru ein þeirra, og í í Þjóðviljanum á sínum tima þriðja lagi er hér um að lét franska ríkisstjórnin ræða eina alþjóðaæskuiýðs- loka aðalbækistöðvum Al- sambandið í heiminum. (Tel- þjóðasambands lýðræðissinn- ur innan sinna vébanda yfir aðrar æsku í París í janú- 70 milljónir æskufólks í 76 armánuði síðastliðnum. Var löndum). Frönsku stjóminni alþjóðasambandinu gefinn bárust mótmæli hvaðanæva mánaðarfrestur til að flytja að frá meðlimasamtökum al- eigur sínar úr landinu. Þessi þjóðasambandsins og ýmsum furðulega ráðstöfun frönsku öðriun aðilum, þar sem ráð- stjórnarinnar hefur að von- stöfun stjórnarinnar var for- um mælzt mjög illa fyrir um dæmd harðlega. Æskulýðs- allan heim, þar eð í fyrsta fylkingin lagi aðalbækistöðvarnar voru sósíalista settar niður í París 1946 í boði frönsku stjórnárinnar, í öðru lagi starfsemi alþjóða- — samband ungra sem er nýlega gengin í alþjóðasambandið, sendi forsætisráðherra Frakka í þessu tiíefni eftir- Síðustu ár hafa lærisveinar Mussolinis á ítalíu verið að bisa við að reyna að endurvekja íasistaflokk hans undir nafninu Félags- málahreyfing ítalíu (MSI). ítölsku verkalýðsflokkarnir og verka lýðsfélögin -hafa barizt gegn þessum uppvakningi, en ekki aðeins átt að mæta nýfasistunum heldur einnig ríkisstjórn kaþólskra og hægrikrata, sem hefur haldið verndarhendi yfir þeim. Þessi mynd sýnir ríkislögreglu dreifa með táragasi mótmælafundi verkamanna útifyrir skrifstofum MSI í Tofino Ai alþ§óðarettv(ingi saihbandsins er viðurkennd farandi mótmælaorðsendingu af Sameinuðu þjóðunum og liinn 29. janúar síðastliðinn: Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista á íslandi leyfir sér jfiér með í nafni lýðræöissinnaðx- ar æsku á íslandi að senda ýður, hr. íorsætisráð- herra Frakklands, harðorð mótmséli i tilefni af þeirri furðuíegu ráðstöfun frönsku ríkisstjórnar- innar að reka Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku með aðalbækistöðvar sínar úr París. Lýðræðissinnuð æska íslands álítur þessa ráð- stöfun alvarlegt brot á viðurkenndum lýðræðisregl- um og mikinn álitshnekki fyrir París sem heimsborg og franska gestrisni. Meo þessari ráðstöfun kastar franska ríkis- stjórnin aðeins rýrð á sjálfa sig og afhjúpar sig sem verkfæri amerískra heimsvaldasinna, en megnar livergi að trufla eða draga úr baráttu hinnar lýð- ræðissinnuðu æsku heimsins fyrir varanlegum friði og betri framtíð. Geysilegur vígbúnaður á sér ' nú stað. Ö!1 orka, auðvaldsheims ins er styllt inn á eitt verkefni: vopnaframleiðslu. Innan þriggja ára telja burgeisarnir að hin- um efnalegu skilyrðum styrjald arreksturs verði fullnægt. Aðeins eitt skortir á: fólkið vill ekki láta slátra sér. Hví- líkur skortur á föðurlandsást og drottinhollustu. Lyga- maskína auðvaldsins er rauð- glóandi af ofkeyrslu, og véi- stjórarnir, ritstjórar auðvalds- blaðanna ganga sér til húðar eins og við höfum dæmin fyrir framan okkur, svo sem Valtýr og Stefán. En allt kemur fyrir ekki eins og eftirfarandi dæmi sanna: 1500 menn hafa nú strokið úr kanadíska herfylkinu, sem verið er að þjálfa til þátttöku í Kóreustyrjöldinni af banda- rískum lðsforingjum í Fort Lewis í Washingtonfylki á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna. Marshall, hermálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir í skýrslu, sem hann sendi ný- lega til kanadísku herstjórnar- innar. Skýrslan sýnir hvílíkum óþægindum þessi fjöldastrok hafa valdið bandarískum hern- aðaryfirvöldum. Því er bætt við að sömu sögu sé að segja af öllum öðrum kanadískum her- flokkum, sem verið sé að æía í Bandaríkjunum. Sérstök hern- aðarsendinefnd frá Kanada er nú stödd í For’t Lewis og fram- kvæmir hreinsun ,,óæskilegra“ afla meðal kánadísku hermárin- anna og liðsforingjanna, í sam- vinnu við herstjórnina á staðn- um undir leiðsögn bandarísku hernaðargagnnjósnadeildarinn- ar. • Dagskipun MacArthurs tii glæpalýðsins, sem hann lét setja á ’and í Inchon var á þessa íeið: „Takið Seoul. Þar eru stulkur og konur. Innari þriggja daga mun borgin verða okkar. Konur Seoul munu verða okkar. Þið megið taka allt sem þið finnið. Takið Seoul og þar getið þið launað ykkur sjáifír ‘. Hér hefur hinn misheppn- aði strí'ðsmaður sýnilega ætlað að stela gamalli dagskipaxi Napoleons, en orðalagið varð nákvæmlega hi'ð sama og á dag- skipunum von Brauchitsch og Koch til nazistanna í árásinni á Sovétríkin. Aðalfundur ÆFH Aðalfundur Æskrilýðsfylk- ingarinnar í Ha’fnarfirði var haldinn á sunnudaginn var kl. 2 í Góðtemplarahúsinu uppi. Var gefið yfirlit yfir fjárhag deildarinnar og starfsemi á síðastliðnu ári. Því næst var kosin stjórn og hlutu þessir kosningu: Guð- björn Sigurðsson formaður, Hinrik Vídalín ritari og Hjábnar Th. Ingimundarson gjaldkeri. Að loknu stjórnarkjöri hóf ust umræður um starfsemi deildarinnar í vetur og var ákveðið að byrja nú þegar reglulega leshringa- og mál- fundastarfsemi, og er þegar búið að tryggja hæfa leið- beinendur. Hefur hin ný- kjörna stjórn í hyggju að opna skrifstofu við fyrsta tækifæri. Mikill áhugi ríkir meðal ungra sósíalista í Hafnarfirði fyrir því að koma. upp öflugu starfi i deildinni. V- Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar — sambands ungra sósíalista RITSTJÓRAR: Guðlaugur E. Jónsson Halldór B. Stefánsson Sig Guðgeirsson (áb.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.