Þjóðviljinn - 14.03.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 14. marz 1951 Síldveiðar Norðmanna Framh. af 5. síðu ins og dugnað síldveiðimanna ber að nota betri hluta úthafs- sildarinnar til útflutnings, sölt- unar og niðursuðu. Síldarverksmiðjurnar munu einnig hafa áhuga fyrir að ná í. úthafssíldina til bræðslu þar sem fitumagn hennar er miklu meira en venjulegrar síldar. Ekki einií lenguf. Það er eitt sem við verð- um að horfast í augu við þeg ar ræðir um úthafsveiðar. Þær eru stundaðar úti á opnu hafi og við megum bú- así við samkeppni frá fiski- rnöimum annarra þjóða. Þessu megum við ekki gleyma, og á þessum vett- vangi, og hvað þetta snertir geíum við ekki treyst á ann- að en hagkvæma legu lands- Þriðjudagstón- leikar Sinfóníuhljómsveitin og Tón- listarfélagskórinn fluttu hljóm- kviðu Schuberts í h-moll og Stabat mater eftir Rossini í Þjóðleikhúsinu fyrra þriðjudags kvöld undir stjórn dr. Victors Urbancic. — Hið fyrrnefnda verk ..ófullgerða sinfónían," var flutt hér í fyrra, en þessi svana- söngur „svansins frá Pesaro," sem hljómaði fyrst fyrir rúm- um 100 árum, hefur ekki áður borizt út hingað. Flutningur sveitarinnar á hinni ljóðkenndu og angur- væru sinfóníu Schuberts ein- kenndist af hófstillingu og ör- yggi í samleik. Hins vegar skorti til lýta jafnvægi á milli hljómsveitar og söngfólks í flutningi Stabat mater; einsöng vararnir, Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Einar Sturluson og Kristvin Hallsson, sem kalla má að beri hita og þunga verksins, skiluðu að vísu mjög örðugum hlutverkum mis- fellulítið, en brast yfirleitt raddmagn að halda til jafns við hijómsveit og kór. Söngur Þur- íðar Pálsdóttur bar hér af um blæfegurð og þokkafulla og sjálfkrafa túlkun. — Samkór- inn sjálfur, um langa hríð hinn bezti hér á landi, geldur enn hinna fjölmörgu karlakóra um skort á bjartari tenórum og svartari bössum, og er raddval mun betra meðal söngmeyja kórsins; þó er hljómáferð jöfn og þægileg, og reisn yfir söngn um, einkum í hinum volduga lokakór, In sempiterna. A'ðsókn að þessum tónleikum var svo mikil, að margir urðu frá að hverfa, og tónflytjend- unum og söngstjóranum að verð leikum vel þakkað af þeim sem híýddu. Þ. Vald. okkar. TIL AÐ BYRJA MÉÐ HÖFUM VIÐ EINNIG ÞÁ YFIRBURÐI. AÐ VÍS- INDAMENN OKKAR HAFA MEIRI REYNSLU Á ÞESSU SVIÐI OG GETA ÞVl MIKLU BETUR ORÐIÐ SlLDVEIÐIMÖNNUM OKK- AR AÐ LIÐI. Það eru að hefjast tíma- mót í norskum síldveiðum. Það niunu líða nokkur ár þangað til árangurinn kem- ur að fullu í Ijós, en hann kemur. OG VIÐ VERÐUM MARKVIST AÐ STEFNA AÐ ÞVl AÐ HALDA FOR- USTUAÐSTÖÐU OKKAR BÆÐI HVAÐ SNERTIR VENJULEGAR SlLDVEIÐ- AR EÐA OTHAFSVEIÐ- AR.Þar sein við erum á und- an öðrum þjóðum í þessu efni eigum við að þakka Ðe- vóld og samstarfsmönnum hans. Þess vegna verðskulda þeir það, að hafið sem þeir rannsökuðu hefur af almenn- íngi verið nefnt Sarshafið. Anna Pétncsðóftir Framha'.d af 8. síðu. söguna á þeim árum. Aðalhlutverk leika Þorsteinn Ö. Stephensen, er fer með hlut- verk Absalons, Emelía Borg, Katrín Thors, sem fer með hlut- verk Önnu Pétursdóttur, og Einar Páls^o"' Leiktjöld og búninga hefur Gunnar Hansen gert og hann hefur einnig samið músik við leikinn. Uxtdlr eilífðarstiörxtum Eftir A.J. Cronin 1 DAGUB, hún hefði hagað sér mjög skynsamlega. Svo sett- ist hann sjálfur við stýrið og ók af stað. Hann ók hægt vegna rigningarinnar og líka til að draga ferðina á langinn. Framkoma hans var auðmjúk og lotningarfull, en samt logaði hann af ánægju yfir, hvernig allt var í pottinn búið: Stanley var í hraðlestinni og fjarlægðist þau óðum og Lára sat við hlið hans í bílnum. Hann stalst til að líta á hana. Hún sat eins langt frá honum og hægt var, starði beint fram fyrir sig; hann fann að hver taug í líkama henn- ar var þanin og hún full andúðar. Hann fann hva'ð hann varð að fara varlega; nú dugði ekki neitt nudd með hnjánum. Hann varð að nota aðra aðferð, sem tók ef til vill margar vikur, jafnvel mánuði að framkvæma. Hann varð að fara hægt, afar gætilega. Hann hafði óljósan grun um að hún hataði hann næstum. Allt í einu sagði hann dapurlegri röddu: „Ég er hraaddur um að yður geðjist ekki vel að mér, frú Millington". Þögn. Hann horfði fram fyrir sig'. „Ég hef hreint ekkert hugsað um það“, svar- aði hún dálítið háðslega. „Ó, ég veit það“. Hann hló afsakandi. „Ég átti ekki heldur við það. Ég hélt bara að þér hefðuð — hjálpað mér líti'ð eitt fyrst í stað — í sambandi við verksmiðjuna — verið mér vin- veittar — og upp á síðkastið .... æ, ég veit ekki. . . .“ „Væri yður sama þótt þér ækjuð dálítið hrað- ar“, sagði hún. „Ég þarf að fara á fund klukk- an sex“. „Sjálfsagt, frú Millington“. Hann steig á benz- ínið í botn og vagninn þaut áfram og regnið Inflúensurarmsóknir I London starfar heimsmiðstöð innflúensurannsókna á vegum heilbrigðismálastofnunar SÞ. Hún hcfur haft nóg að gera í vetur að rannsaka innflúensufaraldurinn, sem gengið hefur víða um heám. Hér sjást tveir starfsmenn í rannsóbnarstöðinni reyna innflúensuvirus frá Júgóslavíu á tilraunadýri. DAVlÐ sullaðist inn á þau. „Ég var bara að vona að þér leyfuð mér að gera allt fyrir yður sern mér er unnt, fyrst herra Stanley er farinn. Góður maður Stanley". Hann andvarpaði. „Hann hef- ur verið mér betri en enginn. Ég vildi óska að ég gæti á einhvern hátt endurgoldið honum“. Meðan hann talaði jókst rigningin allt hvað af tók. Þau voru komin út á heiðalöndin og það var mjög hvasst. Regngusurnar stóðu inu í bíl- inn meðfram blæjunum. „Hamingjan góða“, hrópaði Jói. „Þér eruð að verða gegndrepa". Lára bretti upp kragann. „Mér líður ágætlega, þakk fyrir“. „Það er ekki satt. Þér eruð alveg holdvot. Vi'ð skulum stanza andartak. Við verðum að fara i skjól. Þetta er skýfall". Og það var heldur ekki fjarri sanni og Lára var regnkápulaus og áveðurs í bíinum. Það lá í augum uppi að hún yrði innan skamms alveg gegndrepa. En hún sagði ekki neitt. Þá kom Jói auga á gömlu kirkjuna til vinstri handar, beygði skyndiíega til hliðar og nam staðar framan vi'ð kirkjudyrnar. „Fljótar nú“, sagði hann. „Flýtið yður. Þetta er alveg hræðilegt". Hann tók um handlegg hennar og dró hana út úr bílnum, og áður en hún gat áttað sig voru þau komin upp að kirkjudyrunum. Dyrnar voru opnar. „Fa'rið inn“, hrópaði Jói. „Þér ofkælizt ef þér standið úti. Þetta er voðalegt". Þau fóru inn. Þetta var lítill salur, hlýr og notalegur, hálf- rökkur var inni og daufur ilmur af vaxi og reyk- elsi. I hinum endanum var altarið, fjarlægt og óraunverulegt í gráleitu húminu. Þar var stórt messinglíkneski af Kristi á krossinum og tveir messingvasar me'ð hvitum blómum frá síðustu guðsþjónustu. Allt var kyrrt og hljótt eins og í öðrum heimi. Ekkert heyrðist nema regnhljóðið á þakinu. Jói leit í kringum sig, gekk inn ganginn og tók óljóst eftir útskornu eikarstólunum sem Stanley hafði lýst svo fjálglega. „Skringilegur gamall staður, en hann er að minnsta kosti þurr“. Svo bætti hann við fullur umhyggju. „Það styttir áreiðanlega upp innan skamms. Ég skal koma yður heim áður en fund- urinn- byrjar“. Hann sneri sér vi'ð og sá að hún stóð upp við einn kirkjustólinn og nötraði af kulda. „Hamingian góða“, sagði hann með hrífandi rödd. „Skelfingar auli get ég verið. Jakkinu yðar er rennvotur. Má ég ekki hjálpa yður úr hon- um“. „Nei. þakk fyrir“, sagði hún. „Mér líður ágæt- Iega“. Plán leit undan og beit á vörina. Hann hafði óljósan grun um að hún ætti í einhverju hugarstríði. „Já, en þér megið til, frú Millington", sagði hann með sömu blíðu, umhyggjusömu röddinni og lagði höndina á jakkabarminn hennar. „Nei. nei“, stamaði hún. „Mér líður ágætlega eins og ég hef sagt. Ég kann bara illa við mig hérna Við hefðum alls ekki átt a'ð fara hingað inn. Rigningin ....“ Ilún þagnaði og fór sjálf úr jakkanum. Hún andaði ótt og títt, hann sá hvernig br.jóst hennar hófust og hnigu undir hvítri silkiblússunni, sem var rök og féll þétt að húð hennar. Sjálfstraust hennar virtist horf- ið, hálfrökkrið, kyrrðin, regnið virtist liafa svipt hana því. Augnaráð hennar var hræðsiulegt og flöktandi. Hann starði á hana undrandi og skiln- ingslaust. Það fór aftur hrollur um hana. Allt í einu rann upp fyrir honum ljós. Hitabylgja strevmdi um Hkama hans. Hann gekk eitt spor í áttina til hennar. ,,Lára“, hvísla'ði hann. „Lára“. „Nei, nei“, stundi hún. „Ég vil fara. Ég vil . . . . “ Hann tók hana í fang sér meðan hún var að tala. Þau gripu í tryllingi hvort um ann- að og varir þeirra mættust. Áður en varir henn- ar opnuðust fyrir vörum hans, vissi hann að hún var ástfangin af honum, mánuðum saman hafði hún barizt á móti því. Fagnandi víma gagn- tók hann. I faðmlögum færðu þau sig í áttina að kórnum, að fremsta kirkjustólnum, sem var með ótal sessum og breiðari en nokkurt rúm. Hendur þeirra unnu saman, varir hennar voru heitar og rakar af ástríðu. Regnið buldi á þak- inu og húmið í kirkjunni roðnaði og umlukti þau. Og þegar fullnægjan kom steig kvein hennar í holdlegum unaði upp að altarinu. Lík- aminn á krossinum horfði niður á þau.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.