Þjóðviljinn - 30.03.1951, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. marz 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Réttarofsóknir Bjarna Ben. gegn verkalýðssamtökunum
Þorsteinn M. Jónsson krafðist atlt að þriggja óra fangelsisdóms yfir
forustumönnum verkalýðssamtakanna á Akureyri!
FuIItrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri Iiélt almennan
verkalýðsfund í Samkomuhúsinu á Akureyri 27. þ. m., eins og
Þjéðviljinn hefur áður skýrt frá. í sambandi við fund þenna gaf
Fulltrúaráðið út fregnmiða, þar sem rakinn er gangur málsins:
íramkotma Þorsteins M. Jónssonar í vinnudeilunum 1947, birt
hréf FuIItrúaráðs verkalýðsfélaganna til 17. júní-nefndarinnar
á Akureyri og krafa Þorsteins M. Jónssonar um ALLT AÐ
MtlGGJA ÁRA FANGELSI fyrir þá Björn Jónsson og Jón
Inginuarsson fyrir ummælin í bréfi Fulltrúaráðsins.
Sá hluti fregnmiðans er um þetta fjallar er svohljóðandi:
Eins og almenningi er ef-
la.ust kunnugt stóð yfir harð-
vítug kaupdeila á Siglufirði í
júnímánuði 1947 milli Síldar-
verksmiðja ríkisins annars-
vegar og verkalýðsfélaganna á
Norðurlandi hins vegar um
kaup og kjör hjá Síldarverk-
Kmiðjum ríkisins og fleiri að-
iljum. Verkalýðsfélögin höfðu
kosið sér sameiginlega samn-
inganefnd í þeim tilgangi að ná
fram samræmdum kjörum við
aJlar síldarverksmiðjur á Norð-
Urlandi. Um þessar mundir fór
héraðssáttasemjari Þorsteinn
M. Jónsson til Siglufjarðar til
a'ð koma á sérsamningum milli
Þróttar og Síldarverksmiðja
ríkisins og kljúfa þannig sam-
tök þeirra yerkalýðsfélaga,
sem í verkfallinu stóðu. Sátta-
semjarinn Þorsteinn M. Jóns-
son neitaði með öllu að ræða
við hina sameiginlegu samninga
nefnd verkalýðsfélaganna og
sniðgekk þannig tvímælalaust
ákvæði laga um stéttarfélög og
vinnudeilur, sem heimila félög-
um samstöðu í verkföllum eins
og oft hefur átt sér stað síð-
an, m. a. i vinnudeilum togara-
sjómanna, verkalýðsfélaganna
á Vestfjörðum og hjá fleiri að-
iljurn, Fyrirskipaði hann verka
mannafélaginu Þrótti með
klukkustundar fyrirvara að
l'ramkvæma allsherjaratkvæða-
greiðslu um miðlunartillögu
sína, en þar sem félagið gat
ekki hafið atkvæðagreiðslu
me'ð svo stuttum fyrirvara,
framkvæmdi hann hana sjálfur
án þess að hafa til þess með-
limaskrá félagsins eða kjörskrá
og tóku aðeins um þriðjungur
félagsmanna þátt í henni. Er.
í atkvæðagreiðslu, sem félagið
framkvæmdi sjálft strax á eft-
ir og mikill meirihluti félags-
manna tók þátt í, voru þessi
vinnubrögð Þorsteins fordæmd.
Vakti þessi dæmalausa fram-
koma hans að vonum almenui
andúð meðal verkamanna.
Nokkru seinna barst stjórn Full
trúaráðs verkalýðsfélaganna á
Akureyri bréf frá undirbúnings
nefnd 17. júní hátfðahaldar.na
á Akureyri og var þá kunnugt
að nefndin hafði valið sem að-
alræðumann 17. júní Þorstein
M. Jónsson. Fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna svaraði ermdi
nefndarinnar með eftirfaraudi
bréfi.
„Fulltrúaráð verkalýðsfé-
laganna hefur á fundi sínum
12. þ. m. tekið fyrir bréf
yðar, dags. 7. þ. m., til um-
ræðu og samþykkt að verða
við tilmælum yðar um þátt-
töku í hátíðahöldunum 17.
júní.
Jafnframt samþykkir full-
trúaráðið að láta í ljósi þá
skoðun sína, að óeðlilegt sé
og óheppilegt að félög þau,
sem ætlazt er til að taki
þátt í hátíðahöldunum, séu
útilokuð frá því að hafa á-
hrif á undirbúning og fram-
kvæmd þeirra, með því að
þeirn sé ekki gefinn kostur
á að eiga fulltrúa í undir-
búningsnefnd
Fulltrúaráðið lítur á val
Þorsteins M. Jónssonar, sem
aðalræðumanns hátíðahald-
nnna, sem fullkomna móðg-
un við verkalýðssamtökin,
vegna framkomu hans und-
anfarna daga gagnvart
Verkamannafélaginu Þrótti
á Siglufirði og alþýðusam-
tökunum á Norðurlandi.
Fulltrúaráðið lætur í Ijósi
þá von, að framkvæmd há-
tíðahaldanna megi framvegis
verða á annan og betri veg
en nú og mun því ekki að
þessu sinni láta mistök und-
irbúningsnefndarinnar hafa
áhrif á þátttöku sína“.
TJt af þessu bréfi krafðist
Þorsteinn M. Jónssonar máls -
sóknar á formann og ritara
fulltrúaráðsins, þá Jón Ingimars
son og Björn Jónsson sem und
irrituðu bréfið fyrir hönd full-
trúaráðsins, og krafðist þess
að þeir yrðu látnir sæta
þyngstu refsingu samkvæmt
108. gr. hegningarlaganna, en
það er allt að þriggja ára fang
elsi!
En dómurinn féll þannig, að
fyrrnefndir menn voru dæmdir
í þriú hundruð króna sekt hvor
eða 7 daga varðhald. Neituðu
þeir eðlilega að greiða sektina,
þar eð þeir töldu dóminn með
öllu óréttmætan. (
íÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl: FRlMANN HELGASON
Frá ársjnngi LBR.
Ársþingi I.B.R. er fyrir nokkru lokið. Þar voru bornar
fram ýmsar tiílögur um mál varðandi starfsemi Bandalagsins
og félaganna. Ársþingið er alltaf viðburður í íþróttalífi bæjar-
ins, og þvi eðlilegt að þess sé getið að nokkru, sem þar gerist.
Verður hér á eítir getið þess helizta sem þar gerðist.
f###############################,
Lausnin
fundin!!
„Ársþing IBR haldið 21. fe-
frúar 1951 skorar eindregið á
hæstvirtan menntamálaráð-
herra að heimila Iþróttanefnd
Ríkisins að hef ja nú þegar get-
raunastarfsemi hér á landi“.
Samningar við STEF.
Á þinginu var samþykktur
samningur sem gerður hafði
verið milli IBR f. h. íþróttafé-
laganna og STEF’s um greiðsl
ur ti) STEF’s af tónverkum þar
sem þau eru flutt í hagnaðar-
skyni, svo sem á íþróttasýning-
.um og kappleikjum, hlutavelt
um eða dansleikjum. Er þar
um að ræða sérstakt gjald sem
.samkomulag hefur náðst um
milli þessara aðila. Gildir samn
ingurinn til eins árs og er upp-
sagnarfrestur 3 mánuðir.
Fjáröflunarmál.
Mjög mikið var rætt um f jár
öflunarmál og hvaða leiðir
mundu heppilegastar til að afla
peninga til hinnar mjög svo
auknu íþróttastarfsemi. Komu
í því sambandi fram ýmsar til-
lögur sem vísað var til stjórri-
a.rinnar til nánari athugunar.
Má sérstaklega nefna tillögu
frá Guðmundi Árnasyni form.
Tennis- og Badmintonfélagsins
um að ÍBR 'leitáði fyrir sér
um að koma á svokölluðu
,,Bingo“-happdrætti eða talna-
happdrætti, sem mjög tíðkast
og er vinsælt í kvikmyndahús-
um í Bandaríkjunum. Þá var
ennfremur vísað til stjórnar
ÍBR tillögu um að stofnaður
verði minningarsjóður iþrótta-
manna. Að athuga möguleika á
að koma á samfelldri hluta-
veltu. Ennfremur athuga mögu
leika á útgáfu ljóða og vísna-
bókar 10—15 höfunda, sem til-
heyrðu íþróttahreyfingunni.
Nokkrar umræður urðu um
•réttarstöðu ráða innan ÍBR og
þá sérstaklega val i borgarúr-
val og endanlega samþykkt
þess. Málinu vísað til nefndar.
Rætt var og um hæþkun ár-
gjalda í félögunum,
Þing þstta var í tveim þátt-
um og endaði með næturhljóm-
r ;
.leikan^ yar, ‘-hljómkvjða þessi
samin “af iyrsta forseta þings-
ins og framkvæmdastjóra ÍBR
y'fir stef sem alþekkt er'ög lýs
Framhald á 7. eíðu.
Tímaritið „Allt um íþróttir"
hefur í marzhefti sínu aldeilis
látið Ijós sitt skína í brennivíns
málrim. Er áfengisvarnanefnd
þar borin þungum sökum. Þó
eru það smámunir sem hún hef
ur aðgert, á móti ýmsum mönn
um innan íþróttahreyfingarinn
ar, og er hér hið stóra högg
reitt að hálsi framkvæmda-
stjórnar ISl. Þetta óumræðilega
afbrot framkvæmdastjórnarinn-
ar er það að hún hefur fundið
að áfengissölu þcssara 5 félaga
(tímaritið talar xaunar um öll
íþróttafélögin í Reykjavík!!)
og skorar á þau að leggja hana
niður. Ritstjó'rar (Ragnar?)
tímaritsins eru ekki í vandræð-
um að finna ástæðuna fyrir
þessari „árás á íþróttafélögin í
Reykjavík". Hún er sem sé að
reyna „að ganga í augu íþrótta
manna utan höfuðstaðarins“.
Því hingað til hafi hún átt
þeim „líf sitt að launa á ISl-
þingum“.
Og svo kom lausnin á þessu
öllu saman : Reykviskir íþrótta
menn eiga að „standa saman í
fyrsta sinn“ og losa sig við
þessa „kalla“ sem eru að víta
íþróttafélög fyrir að hafa vín-
veitingar á skemmtunum sín-
um fyrir æsku þessa bæjar. Með
öðrum orðum: Þá getið þið lát-
ið drekka, áfengi á skemmtun-
Borðiennis
vinsæll leikur
Borðtennis er mjög mikið
iðkaður erlendis sem keppnis-
íþrótt. Árlega. fer fram fjöldi
landsleikja, í þessari íþrótt.
Leikur þessi er eins og marg-
ir aðrir leikir upprunnir frá
Bretum og gekk þá undir nafn
inu smátennis. Var það um
fniðja 19. öld að hann hóf
göngu sína, og breiddist mjög
ört út um nýlendur Breta. Var
hann leikinn sem samkvæmis-
leikur og mjög vinsæll í heima-
húsum, sérstaklega. eftir að
tekið var að klæða spaðana
með gúmmí eða. öðru því, sem
orsakaði meiri nákvæmni i leikn
um. Um aldamót var leikurinn
orðinn mjög útbreiddur og
mikið leikinn allt fram að og
yfir 1910, en þá tekur að dofna
mjög yfir honum, og það er
ekki fyrr en eftir fyrri heims-
styrjöld sem farið er að skipu-
leggja þennan leik, en þá varð
hann þegar vinsæll aftur um
allan heim.
Árið 1926 er svo stofnað al-
þjóðasamband um leikiiín og
nú eru 41 land sem standa að
því sambandi. Leikurinn er
skemmtiíegur og prýðis dægra-
dvöl. Er hann Íeikinn hér nokk-
uð í heimahúsum og félags-1
heimilum, án þess að um skipu-
lagða félagskeppni haff verið
að ræða sem heitið getur.
Þess má geta hér að síðan
1926 hefur farið fram heims-
meistarakeppni í borðtetinis
nema árin 1940—’46 að báðum
meðtöldum. I þeirri viðureign
hafa Ungverjar verið langsig-
Framhald á 7. síðu.
um ykkar eins og þið viljið, ó-
áreittir af mönnum sem ekki
skilja að þið þurfið peninga
og að æskan vill fá brennivín!
Þá vitið þið það góðir hálsar!
f#############################':
Tillaga nr. 2 I
Tillaga nr. 2, í bindindis-]
rnálum sem samþykkt var á|
; ársþingi ÍBR, fimmtudaginn;
15. marz:
„Að gefnu tilefni vottar
Ársþing IBR haldið 15.
marz 1951 framkvæmda-
;; stjóra sínum, Sigurði Magn-
ússyni, fyllsta traust sitt
og þakkar lionum árvekni í
starfi sínu.
Þingið álítur, að utan hans
vinnutíma fyrir IBR. sé
hann sjáltráður hver verk-
efni hann hefur með hiind-
um og átelur þingið hin ó-
iíengilegu og ómaklegu
skrif Frimanns Helgasonar
um þennan starfsmann“.
Jens Guðbjörnsson,
Guðni Magnússon,
Einar Sienaundsson,
Hanries Sigurðssori',
Reynir Sigurðsson,
Erlendur Ó. Pétursson,
Björn Björgvinsson,
Gísli Halldórsson,
; Stefán G. Björnsson,
; Jón Jónsson,
1 Haukur Eyjólfsson,
| Gunnar Sigurðsson,
; Jón Þórðarson,
Gunnar Steindórsson.
Ummæli þau, sem minnztl
er á í tillögunni voru á þessa;
leið:
„Framkvæmdastjóri þess I
(l.B.R.) Sigurður Magnús-;
son hefur veitt forstöðu vín-
veitingum þeim er Glímufé-!
lagið Ármann hefur haft í;
Mjólkurstöðinni í vetur. <
Ekki þarf að taka fram aði
;;hann hefur ekki verið lán-;
aður sem framkvæmdastjóri'
Í.B.R. heldur mun hann hafa!
tekið þetta að sér af áhuga ;
í sínum tíma“.
S#s#*#s^<