Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 1
Yfir 10.000 hafnarverka,- menn í London lögðu niður vinnu í gær til að mótmæía málaferlum gegn sjö starfs- bræðrum sínum, sem í gær komu enn einu sinni fyrir rétt ákærðir af brezku sósíaldemó- kratastjórninni fyrir að „æsa til ólöglegs verkfalls“. Samvinnumenn sigruðu með yfirburð- um I fullfrúakosningunum í KRON Kosningaúrslitin í KRON urðu mikill sigur fyrir alla samvinnumenn í félaginu. Hinar einróma tillögur hverfisstjórnanna og kjörnefndar fengu 2319 atkvæði, en tillögur sundrungarmanna 1575 atkvæði. Einn seðill var breyttur, 47 auðir og 6 ógildir. Atkvæði greiddu alls 3948 af 5874 sem voru á kjörskrá, en sú þátttaka nemur tveim þriðju, og má það teljast mikil þátttaka í félagskosning- um. Sundrungaragentarnir voru mjög glenntir á sunnu- dagskvöld og þóttust hafa sigurinn í hendi sér, enda beittu þeir þreföldu flokkakerfi, höfðu ótakmarkað fé og höfðu ekið mikluin fjölda fólks á kjörstað. Eftir að líða tók á talninguna og hinir algeru yfirburðir samvinnu- manna komu í ljós, urðu fulltrúar sundrungarlistans hins vegar mjög beygðir og gufuðu upp án þess að kveðja! Aðalfundur KRON verður væntanlega haldinn í maí- byrjun. Kosningarnar í KRON eru eins og áður segir mjög mik- ill sigur fyrir alla samvinnu- menn, það er að segja þá menn sem af einlægni og skilningi vilja hagnýta sér úrræði sam- vinnustefnunnar í verzlunar- málum og á fleiri sviðum og skilja og viðurkenna til hlítar það grundvallaratriði samvinnu stefnunnar að innan samvinnu félaganna eiga menn að vinna saman án tillits til stjórnmála- skoðana, trúarbragða eða ann- ars þess sem greinir menn í andstæða hópa á cörum vett- vöngum hins daglega lífs. Andstæðingum samvinnusam takanna er fyllilega ljóst að greiðasta og jafnvel eina leiðin til að vinna þeim verulegan geig- er að fá lítt þroskaða og lítt hugsandi menn innan kaup félaganna til þess að vinna gegn þessu grundvallaratriði. Framhald á 7. síðu. Snubbótt sigur* hátíð Sundrungarmenn í KRON höfðu Mjólkurstöðina Ieigða sem kosningaskrif- stofu og í fyrrakvöld héldu þeir sigurhátíð þar 4 staðnum og voru hvers kyns veitingar á boðstól- um. Voru menn. glaðir og heifir lengi kvölds, enda töldu forsprakkarnir sig hafa fengið 2200 atkvæði og þar með mikinn sigur. Þegar tölurnar bárust leystist sigurhátíðin hins vegar fljótlega upp — og eftir urðu þeir einir sem liöfðu bergt svo hraustlega á sigUrölinu að þeim var orðið alveg s'anla um úrslitin. Iranstjórn aðvarar Breta Sðndir á að setji þeir Ii3 á land í ilbadan hafi Sovét- ríkin rétt tii að hersetja norðurhémð Iran Botvinnik V/t Hussein Ala, forsætisráðherra Iran, hefur varað brezku stjórnina við að framkvæma hótun sína um að senda herskip til olíuhafnarinnar Abadan. Bronstein 6V2 1 gær lauk fjórtándu skák- inni í keppni Botvinniks og Bronsteins í Moskva um heims- meistaratitilinn og varð hún jafntefli. Þá hefur Botvinnik fengið 7Vá vinning er Bron- stein 6V2. Ala sagði, að brezk hersend- ing til Abadan væri ekki aðeins skerðing á fullveldi Irans. Ef erlent herlið rcðist inní landið hefðu Sovétríkin rétt til að her setja norðurhéruðin samkvæmt sjöttu grein samnings milli ríkj anna frá 1921. Eins og málum væri nú komið í heiminum gæti Framhald á 3. síðu. Barnadagurlnn á fimmtudaginn BABNADAGSBLAÐIÐ VEBÐUB SELT A M0RGUN Barnadagurinn er á fimmtudaginn lcemur, —hátíðardagur Hnngnrdauði ognar milljónmn Yfirvöldin í indverska fylk- inu Biliar hafa skýrt frá því, að hungurdauði vofi yfir veru- legum hluta af 40.000.000 fylkis búum. Flóð liafa eyðilagt yfir tvær milljónir tonna af korn- uppskerunni í Bihar. Utanrikismálanefnd öldunga deildar Bandaríkjaþings tók loks í gær fyrir fjögurra mán- aða gamla beiðni Indlandsstjórn ar um lán til að kaupa korn í Bandaríkjunum til að afstýra hungursneýðinni, ■ sem nú er skollin á. Orðsending tii allra velunnara Þjóðvilians Síðan Þjóðviliinn hóf göngu sína árið 1936 hefur hann ætíð átt í harðri baráttu fyrir fjárhags- legri tilveru sinni. En öll þessi ár hefur reksturshalli blaðsins ver- ið borinn uppi af einstæðri fórnfýsi þúsunda vel- unnara hans meðal þjóðarinnar. Miklar fjárfúlgur hefur íslenzk alþýða lagt fram á þessum fimmtán árum til þess að fleyta Þjóðviljanum yfir erfiðleika fjárskortsins. Ekkert annað blað á íslandi hefur fyrr eða síðar notið jaín mikils og almenns stuðnings meðal íslendinga sem Þjóðviljinn. Þessi umhyggja íslenzkrar alþýðu fyrir Þjóð- vilianum hefur byggzt á því, að verkalýðurinn hef- ur litið á hann sem sitt blað, er berðist fyrir hags- munum hans og velferð, og að þjóðin hefur litið á hann sem sitt blað, er berðist fyrir efnahagslegu, og stjórnarfarslegu sjálfstæði hennar. Af þessum ástæðum hefur brautargengi Þjóð- viljans aukizt jafnt og þétt og áskrifendatala hans hækkað. Þessi aukna útbreiðsla Þjóðviljans — ásamt margvíslegum endurbótum á rekstri blaðsins — hefur valdið því, að rekstrarhalli blaðsins hefur farið mjög minnkandi hin síðustu ár, þrátt fyrir aukna dýrtíð. Miðstjórn Sósíalistaflokksins er þeirrar skoð- unar, að með sama áframhaldi á sviði útbreiðslu og reksturs Þjóðviljans, þurfi sá möguleiki ekki að vera mjög langt undan landi, að hægt verði að reka blaðið hallalaust. En til þess þarf nýtt og mikið átak. Miðstjórnin álítur, að með því að auka áskrif- endatölu Þjóðviljans um 600 frá því sem nú er, yrði komist nálægt því marki að reka blaðið halla- laust, að óbreyttum öðrum aðstæðum. Hún hefur því ákveðið að Ltefna nú þegar til söfnunar nýrra áskrifenda að Þjóðviljanum um allt land, þannig að fyrsti áfangi söfnunarinnar verði sá að hækka áskrifendatölu Þióðviljans um 200 fyí- ir 1. júní næstkemandi. Miðstjórnin heitir á öll sósíalistafélög að beita sér ötullega fyrir þessari áskrifendasöfnun hvert á sínu félagssvaeði. Og hún heitir á alla þá íslend- inga, sem er umhugað um veg og gengi Þjóðvilj- ans, að gera sitt til þess að marki fyrsta áfangans verði náð. MIÐSTJÓRN SAMEININGARFLOKKS ALÞÝÐU — SÓSÍ ALISTAFLOKKSINS reykvískra barna og jafnframt fjársöfnunardagur fyrir starf- semi Sumargjafar, en s.l. ár komu á heimilj Sumargjafar í hin- um 7 „borgum“ samtals 1123 börn. „Barnadagurinn" á nú merkisafmæli, 30 ára, var fyrst haldinn 21. apríl 1921. Eins og að undaníöriiu gengst Sumar- gjöf fyrir hátíðahöldum, slcemmtunum og fjársöfnun fyrir starfsemina. Verða 24 slcemmtanir í 15 liúsum cr rúma 10 ]>ús. manns og eru 9 ]>ús. sæti ætluð fyrir börnin, eða vegna þeirra., en hinar slcemmtanirnar eru fyrir fullorðna. Alþýðustjórn Kóreu beitir sér fyrir friðarviðræðum Stjórn USA inst ekki heyra fritl nefndínsi Barnadagsblaðið selt á morgun. Barnadagsblaðið verður selt á morgun og afhent söluböm- um á eftirtöldum stöðum: Grænuborg, Barónsborg, Drafn arborg, Steinahlíð, Listamanna skálanum og við Sundlaugam- ar. Framhald á 4. síðu. Alþýðustjórn Kóreu beitir sér fyrir því, að við- ræður verði hafnar um frið í Kóreu. 1 gær barst forseta öryggis- Hen Jen, utanríkisráðherra al- ráðsins orðsending frá Pak þýðustjórnarinnar, þar sem hann leggur til, að hafnar verði viðræður um frið á þeim grund- velli, sem felst í samþykkt frið arþingsins í Varsjá í haust. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.