Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ÍÞROTTIR RITSTJÓRl: FRlMANN HELGASON Hvað lá á bak við „tillögu nr. 2“ I þáttum þeim er hér hafa verið ritaðir um hina ,,frjálsu“ meðferð ársþmgs ÍBR í vinmáli félaganna fimm. hefur verið dregið fram hið ömurlega hlut- verk sem ffamkvæmdastjórn handalagsins hefur leikið. Þaó hefur líka verið bent á a'ð það er i rauninni ekkert undarlegt þar sem þau stóðu beint undir verndarvæng hennar. Það hef- ur alltaf verið all erfitt verk að halda skildi yfir Bakkusi, og hefur ’hún í þvi efni sýnt mikinn „hetjuskap". Á síðustu stundu kom svo Jens Guðbjörns son með „bombu“ sem átti sjálfsagt að gera út um þetta alvarlega mál. Þetta leit ein- faldlega út. Bara hvítþvo Sig- nrð, starfsmann Ármanns við veitingarnar í Mjólkurstöðinni, bæði vínveitingar og aðrar veit- ingar, en víta Frímann fyrir að hafa sagt frá þessu opinber- lega í biaði. Jens er nú ekkert „blávatn" þegar hann fer af stað, og að sjálfsögðu taka fulitrúar félaganna fimm þátt í þessu „bombu“kasti, auk eins sjálfboðaliða ffá Skíðafélagi Reykjavíkur. Það einkennilega hefur skeð eða er að ske og á eftir að ske að af bombu þess ari hafa átt sér stað seinlátar keðjusprengingar þar sem hún smátt og smátt springur i and- lit þeirra er köstuðu. Því má skjóta inn að forsetinn, Jens og framkvæmdastjórn IBR töldu enga þörf að fara með tillögu þessa inn á þingið sam- kvæmt lögum IBR. Það er ekki fyrr en eftir nokkurt bref að varaforsetinn Erlendur Péturs- son leitar samþvkkis þingsins að fá hana rædda. En Jens vissi hvað ð gera. Hann vissi um að hyggjast gera það með því að ausa auri yfir þá, sem upplýsa þetta og gagnrýna. En það er sjálfsagt mann- legt að fara ófærar leiðir til að bjarga sér út úr ógöngun- um. Eðlilega voru hin fjögur félögin ekki sein á sér að gripa þetta hálmstrá til að breiða yfir sinn ósóma, ef hægt væri, þó að þeirra sök sé mun minni en Ármanns, séu þau þvinguö til að útvega vinveitingaleyfi á skemmtanirnar. 1 umræðunum um þetta má’. kom það fram í ávítutón að það væri alveg óviðeigandi af mönnum sem starfandi væru í íþróttahreyfingunni að hlaupa með svona í blöðin, þetta ætti auðvitað að ræða innan fjög- urra veggja. Það virðist því mega skilja það svo að þessír menn hafi þá skoðun að í svona alvarleg- um málum eigi íþróttamenn að þegja hver yfir öðrum og lofa ósómanum að dafna i skjóii þess að fáir eða engir viti um þessa óhæfu starfsemi. — Á fundum má svo samþykkja al!s konar samþykktir til að rugla a'menning og friðþægja sjálf- um sér um það a'3 a«H sé í stakasta lagi og íþrórtahreif- írgin sé s’:álfri sér trú' En góðir hálsar, málið er ekki svona einfalt. Almenn- agur í landinu hefui Irúað íþróttahreyfingunni fyrir hinni uppvaxandi æsku í trausfi þess að hún sé holl og uppalándi, á hverjum tíma ög í öllb tilliti. sem hún hefur aðstöðu til, beiti áhrifum sínum í menn- ingar og þroskaátt, bæði and- lega og líkkamlega. — Af þessu er auðsætt að almenningur tel- ur sig hafa kröfu á að fylgjast með hvort starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar beinist í þá átt sem hún opinberlega hefur gef- ið fyrirheit um e'ða hvort hún lætur sér í iéttu rúmi liggja þó eitthvað hallist á ógæfuhlið. Mál það sem hér liggur fyrir er svo alvarlegs eðlis, frá sjón- armiði aðstandenda þeirrar æsku sem íþróttafélögin standa opin fyrir, að þeir krefjast þess að fá fullvissu sína fyrir því hvort þar sé ekki markvisst unnið að bindindismálum inná við, og því öryggis að vænta þar hvað það snertir. Það er því ekkert annað að gera fyrir iþróttahreyfinguna, en að gera það afdráttarlaust upp við sig hvort hún vill vinna gegn drykkjuskap eða láta sér á sama standa á hverju veltur í þessu efni. Meira. Krafizt rannsóknar á fjárreiðnm LlD Stofnié innkaupadeildarinnar talið algerlega glatað Eins og kunnugt er munu fjármál Landssambands íslenzkra útvegsmanna hafa veriö komin á mjög alvar- legt stig á síöasta ári, og voru þá tveir framkvæmdastjór- ar sambandsins látnir hætta störfum. Hafa miklar sög- ur gengið manna á meðal um þessa atburði, en engar opinberar tilkynningar verið gefnar út, hvorki af LÍÚ né ríkisstjórninni, enda þótt aftur og aftur hafi verið beðið um slíkar skýrslur hér í blaðinu. Á laugardag skýrir Tíminn frá því að innkaupastofn- un LÍÚ hafi orðið alveg fjárþrota, og hafi skattstjórinn i; Reykjavík tilkynnt útvegsmönnum sem lögðu fram stofn. fé að það sé glatað. Mun þetta nema mjög verulegum upp hæðum. Tíminn skýrir enn fremur frá því að einn af útgerðar- mönnum þeim sem hafa orðið fyrir tapinu hafi sent dóms- málaráðuneytinu bréf, þar sem hann krefst rannsóknar á öll- um aðstæðum. Er bréf hans svohl jóðandi: „Skattstjórinn í Reykjavík hefur tilkynnt mér að stofnfé i innkaupadeild Landssambands islenzkra útvegsmanna- sé einsk is virði, tapað, og talið er að fjárþurrð fyrirtækisins hafi orðið með annarlegum hætti, en um þetta hef ég ekki getað fengið upplýsingar frá fyrirtæk inu, þrátt fyrir það að ég á sinum tíma lagði því stofnfé. Leyfi ég mér því að æskja þess að ráðuneytið Iáti rann- saka með hverjum hætti fjár- þurrð fyrirtækisins hefur að höndum borið og láti koma fram ábyrgð á hendur þeim sen® sekir kunna að reynast“. Iran HÆFNIGLÍMAN hann var að gera. nann vissi að hann hafði leitt Ármann, það ágæta félag, út á þá braut að selja brennivin í samfélagi við pólitískt félag. TiJ þessa starfs m. a. hafði hann valið fram- kvæmdastjóra ÍBR, þáð lá þv: á að finna ráð til að breiða örlítið yfir þeíta athæfi sem hlotið hafði réttláta gagnrýni Með því að fá þing ÍBR til að samþykkja tillögu í þessa átt mun Jens hafa álitið að þar með væri bjargað þvi sem bjargað varð; þ. e. þing ÍBP legði blessun sína yfir vínsöln Ármanns. Af þessu geta menr. .séð ao þáð var engin tilviljun ,að það skyldi vera Jen Guð björnsson sem bar fram „tillögv nr. 2“ á ÍBR-binginu. Það var heldiir ekki að undra þótt mað- urinn væri illa haldinn af óró- léika í forsetastól og utan þetta kvöld. Það er vel sldljanlegt að Jens hafi haft fullan hug á að reyna að þvo svo ljótan blett af jafngóðu félagi og Ármann cr, en það er kauðalegt af hon- I sfðastliðinni viku fór fram svonefnd hæfniglíma hér í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar. Þátttakendur voru 12 frá 4 félögum. Glímt var í þrem þjmgdarflokkum og voru 3 þátt- takendur í þyngsta flokki, 3 í II. fl. og 6 í III. fl. eða þeim léttastaj. Úrslit urðu þessi.: I. flckkur. 1. Rúnar Guðm.ss. Á 36 st. 2. Sveinn Þor\raldss. Á 26Vá st. 3. Sigfús Ingim.ss. Á 24 st. II. flokkur. Steinn Guðmundss. Á 37(4 st. Gauti Arnþórsson UÍA 30 st. Anton Högnason Á 2614 gt. III. flokkur. Pétur Sigurðsson Á 66y2 st. Ingólfur Guðnason Á 65 st, Kristm. Guðmundss Á 52(4 st. Aðalsteinn Sigurðsson UMF Ingólfi 47]/4 st. Baldur Kristinsson A 45 st. Ýmsir glímumenn hafa haldið því fram að glíman væri orð- in of þunglamaleg og bundin.. Hinn upprunalegi léttleiki fimni og glæsileiki þjóðaríþrótt- arinnar væri af þeim orsökum mjög hverfandi. Upp úr þess- um jarðvegi munu þessar til- lögur um hæfniglímu vera sprottnar sem tilraun til a'ð losa^ um það sem bundizt hef- ur um of þar sem byltan ein er ekki allsráðandi, heldur líka vel tekin brögð og góðar varn- ir. Fyrir þetta eru svo gefin stig. Er ætlunin með þessu sú að fá menn til að ná fjöl- breyttni i brögðum og vörnum. sem svo aftur á að knýja fram fegurri og fjölbrej'ttari glímu viðureignir. Flestir munu sam mála um að þörf sé á að fá glímuna meira lifandi og lík- ari því sem hún var áður. Það verður nú varla sagt að þessi hæfniglíma hafi upp- ifýllt þær vonir sem fyrir til lögumönnum hafa vakað, en þrátt fyrir það var þessi glíma að ýmsu leyti nær takmarki sínu en t. d. glíman í fyrra. Það er engan veginn auðvelt verk að breyta fljótlega þess- um rótgrónu venjum sem glim- an hefur tekið sér, til dæmis kyrrstaðan í byrjun og milli bragða, bolstaðan, níð, (sækj- andi lætur fallast ofan á verj- anda) standa af sér brögð o. f 1. Það tekur langan tíma að breyta öllu þessu þö: allir séu einhuga um að gera það, kenn- arar, keppendur og dómarar. Það er því engin ástæða til að líta of dökkum augum á þessa tilraun. Ef til vill er I um glímuna, þarna veriJ ó rcttri lcið; tím- inn sker úr því. Verst af öllu er aðgerðarleysið, fyrst menn eru sannfærðir um að lagfær- ingar sé þörf. Satt að segja er stórt spor stigið cf mem geta samcinast um að bæta og fegra íslenzku glímuna frá því sem hún nú er. Við höfum meiri skyldur gagn- vart henni en nokkurri ann- arri íþrótt. Þessi hæfniglima bauð ekki uppá nein sérstök tilþrif; þó voru þar innanum góðar viðureignir og einstakl* ingar; má þar nefna Gauta Arnþórsson sem vakti sérstaka athygli fyrir góða glímu svo ungur sem hann nú er. Steinn Guðmundsson er líka alltaf harðskeyttur glímumaður og sigursæll. Pétur Sigurðsson og Ingólfur Guðnason i III. fl. voru harðskeyttir og börðust þeir um efsta sætið í síðustu glímu. Gerðu þeir það óhyggi- lega því glíma þeirra var meira og minna bragðalítið reiptog, enda fengu þeir aðeins 9(4 st. út úr glimunni og hefði næsti maður verið nokkuð stigahærri hefði svo getað farið að hvor- ugur hefði sigrað i flokknurn. Tveir ungir menn vöktu athygli mína er þeir glímdu saman, það voru þeir Kristmundur Guðmundsson og Baldur Krist- insson. Þessir piltar sýndu okkur stíganda i glímu sinni, sem er litt þekkt fyrirbrigði nú til dags. Er varla um það að deila að hann gefur glim- unni líf og fegurð i stað þess reiptogs sem við eigum að venj- ast er hlé verður á glímu- viðureign. Egill Jónasson frá HSÞ.varð að hætta eftir fyrstu glímu þar sem gamalt meiðsli tók sig upp og var það skaði, því Egill glímir oft vel. Áhorfendur voru fáir. Glímufélagið Ármann sá Framhald af 1. síðu. því brezk árás á Iran leitt til heimsstyrjaldar. Verkfall heldur áfram á oliu svæði Breta í Abadan og um- hverfi. Olíuhreinsunarstöðinm þar, liinni mestu i heimi, var lokað af .brezka olíufélaginu er þrír fjórðu starfsliðsins höfðu lagt niðnr vinnu. Fjöldafundir hafa verið haldnir og hópgöng ur famar til að mótmæla arð- ráni og yfirgangi Breta. Sam- kvæmt herlögunum, sem sett ’iafa verið á olíusvæðinu, er slíkt bannað, en irönsku her- mennimir hafa hingað til *-eynzt ófáanlegir til að hefjast ’ianda gegn löndum sínum. Mót mælafundir gegn Bretum voru haldnir í borginni Isfahan inní ’andi i fyrradag. Brezka flotastjórnin vildi hvorki játa né neita i gær, hvort beitiskipið Uranus, sem fór um Suesskurðinn á austur- leið, ætti að fara til Abadan. Bandarikjamenn leggja að Bretuni að fallast á þjóð- nýtingu! Viðræður standa enn í Wash, ington milli fulltrúa frá stjórn- um Bretlands og Bandaríkjanna um þá ákvörðun Iransþings, aðl þjóðnýta. olíuiðnáðinn, sem nú er algerlega í höndum Breta. Fréttaritarar segja, að hinir bandarísku talsmenn frjálsrar samkeppni leggi fast að brezku sósíaldemókrötunum, að sætta sig við það að olíuiðnaðurinn verði þjóðnýttur að nafninu til, en reyna að koma ár sinni svo fyrir borð, að rekstur hinna þjóðnýttu olíulinda og hreinsun. arstöðva verði áfram í þeirra höndum. Sendiherra Irans í London til. kynnti brezku stjórninni í gær, að Iranstjórn áliti að viðræðurn ar í Washington væru íhlutun um iranskt innanlandsmál. Júgóslavía Framhald af 8. síðu. handa júgóslavneska hernum“. Ekki eru nema fáir dagar síð- an Júgóslavíustjórn seiuli Tru- man beiðni um bandaríska hern aðaraðstoð, Franska stjórnin tilkynntíí einnig í gær, að hiin hefði veitt Júgóslavíu 5000 milljón franka lán til þriggja ára og verður það notað til að efla hérgagna< iðnaðinn í landinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.