Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN (7 lUUL' Myndir og málverk til tækifærisgjafa. Verzlun G. Sigurðssonar, Skólavörðu stíg 28. Fata- og írakkaeíni fyrirliggjandi. Gunnar Sæ- mundsson, Þórsgötu 26a, sími 7748. Seljum allskonar notuð húsgögn og aðra húsmuni í góðu standi með hálfvirði. Pakkhússalan Ingólfsstræti 11, sími 4663. Kaupum tuskur kaupir hreinar léreftstuskur. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Minningarspjöld Krabbameinsfélags Reykjavíkur urstræti 7, og í skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins fást í verzl. Remedía, Aust- Grundar. Kaupum' og seljum skíði, einnig allskonar verk- -færi. Vöruveltan, Hverfis- götu 59, sími 6922. Hér er vett- /angur hinna smærri við- 3kipti. Karlinn veit hvað hann syngur." Munið Kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Karlmannaföt — ‘ . Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt o.m.fl. Sækjum. Sendum. Söluskálinn, Klapparstíg 11. Sími 2926. \*b or Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan. Iíafnarstræti 16. Kaup — Sala umboðssala Otvarpsfónar, útvarpstæki gólfteppi, karlmannafatnað; gamlar bækur o.fl. Verzlunin Grettisgötu 31, sími 3562. Seljum snið ;á dömu- og telpukjóla. Upp-;| ! lýsingar í síma 814 5 2. J Útvarpsviðgerðir Radiovinnustofan, Lauga- veg 166. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16. Sími 1395 Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög !; giltur endurskoðandi. — *Lögfræðistörf, endurskoðun íog fasteignasala. Vonar- stræti 12. — Sími 5999. ;Auglýsinga- og teiknistofan Pictograph, [Laugaveg 10. — Sími 7335. Sendibílastöðin h.f. ; Ingólfsstræti 11. Sími 5113. : Lögfræðingar: ; Áki Jakobsson og Kristján lEiríksson, Laugaveg 27, 1. ; hæð. — Sími 1453. v Saumavélaviðgerðir- skrifstofuvélaviðgerðir S y 1 g j a, Laufásveg 19. Sími 2656. Húsgagnaviðgerðir Viðgerðir á allskonar stopp- uðum húsgögnum. Hús- gagnaverksmiðjan, Berg- þórugötu 11. Sími 81830. Aðalfundur Félags ísl. rithöfunda Félag ísl. rithöfunda hélt að- alfund sinn s. 1. sunnudag. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson var endurkjörinn formaður og Sigurður Helgason einnig end- urkjörinn ritari. Gjaldkeri var kosin Elínborg Lárusdóttir og meðstjórnendur Hagalín og Jakob Thorarensen. Til vara voru kosnir Gunnar M. Magn- úss og Helgi Sæmundsson. >eiaosi rf Farfuglar: Sumarfagnaður og skíðaferð;| í Heiðarból á miðvikudags- kvöld. Þátttaka tilkynnist í síma 9651 milli kl. 7 og 9 í kvöld. Þróttarar! v Félagsfundur í kvöld kt. 8,30' f skálánuni. ' ' Saumanámskeið Mæðrafélagsins hefst 20. apríl. Upplýsingar í síma 80349. Nokkrar kon- ur geta komist að. Veitingahúsaeigendur Framhald af 8. síðu. hefur yfir frá 1. þ. m. og láta starfsfólkið ekki gjalda þess á neinn hátt að það tók þátt í vinnustöðvuninni“. Bjarni Þórarinsson hefur verið næturvörður í Skjald- breið frá því haustið 1949, svo ekki þarf að fara í grafgötur með það af hvaða orsökum uppsögnin er runnin. — Gaman verður að sjá hve margir af þessum heiíursmönnum sýna sinn innri mann með sama hætti og Pétur Daníelsson á Skjald- breið hefur þegar gert. Málssóknir og yfirheyrzlur. Þá hafa þessir indælismenn er eiga veitinga og gistihús á Islandi hafið málarekstur mik- inn gegn starfsfólki sínu og var formaður félags starfs- fólksins í hlálfrar annarrar klukkustundar yfirheyrzlu hjá sakadómara í gær! SKiPAUTGCRf* RIKISINS Vörur. til Sands, Ólafsvíkui, Grundarfjarðar og Stykkis- hólms mótteknar til flutnings með Herðubreið verða sendar með Ármanni í dag. Þetta eru sendendur beðnir að athuga með tilliti til vátryggingar o.fl. Ármann Tekið á móti flutningi alla virka daga. Auglýsið í ÞJÓÐVILJANUM Látið okkur annast hreinsun á fiðri og dún úr göml um sængur- fötum. FiðiirJireinsun Hverfisgötu 52. Heitavatnseyðslan Framhald af 8. síðu. geymamir tæmdir þegar raf- magnið kom aftur. Hefur minnkað um nær 50 lítra. 1 Vatnsmagnið á Reykjum hef ur minnkað töluvert frá því í haust, eins og alltaf verður þegar úrkoma er lítil eða jörð frosin. Á s. 1. hausti var vatns rennslið til bæjarins 350 sek- úndulítrar, en nú er það komið niður í 305 lítra, en vatnsmagn ið mun aukast aftur þegar hlýn ar í veðri. Hitaveitustjóri biður fólk al- varlega að athuga það, að næt- urrennslið komi verst niður á því sjálfu, og eina ráðið til þess að hafa nægilegt vatn á daginn sé að loka fyrir rennsl- ið á næturnar. Sigurfari sekkur S.I. sunnudag sökk vélbátur- inn Sigurfari skammt frá Eyj- um en menn björguffust. Leki kom að Sigurfara þar sem hann var að veiðum, en skipverjar gátu haldið honum á floti næstum alla leið til lands. Var þeim bjargað í tvo báta. Aðfaranótt sunnudagsins skall á óveður á miðunum og urðu 40 bátar að liggja um kyrrt þar til veðrinu slotaði með morgninum. Sænskur námsstyrkur Sænska. rikisstjórnin mun næsta vetur veita íslenzkum námsmanni styrk til náms við sænskan háskóla. Styrkurinn er 3200 sænskar krónur, auk 300 sænskra króna í ferðakostn að. Styrkþegi dveljist við nám í Svíþjóð í 8 mánuði, frá 1. sept. 1951 til 31. maí 1952. Um- sóknarfrestur er til 31. maí, og tekur skrifstofa háskólans við umsóknum. — (Fréttatilkynn- ing frá Háskóla Islands). Bifreiðaárekstur Á sunnudaginn, kl. 13.25, varð harður árekstur milli strætisvagnsins R-1006 og leigubifreiðarinnar G-167 á gatnamótum Flókagcitu og Gunnarsbrautar. Engin meiðsl urðu á fólki við árekstur þennan. Leigubifreiðin skemmd ist mjög mikið, en strætisvagn- inn lítið. Rannsóknarlögregluna vant- ar vitni að árekstri þessum og biður sjónarvotta að gefa sig fram nú þegar. Strætisvagninn var á leið suður Gunnarsbraut en leigubifreiðinnni var ekið austur Flókagötu. Innilegustu þakkir til allra vina og vanda- manna fyrir auösýnda vináttu og samúö viö and- lát ög útför míns ástkæra eiginmanns, OLE THORSTENSEN, meö ósk um blessun guös ykkur öllum til handa. Anine Thorstensen og fjölskylda. Iíórea Framhald af 1. síðu. Þar var krafizt friðar í Kóreu þegar í stað, brottfarar erlendra herja og að Kóreu- deilan yrði útkljáð af öryggis- ráðinu með þátttöku fulltrúa frá alþýðustjórn Kína. Orð- sendingin til SÞ er sögð sam- hljóða útvarpsræðu, sem Pak flutti í fyrrakvöld frá Pyong- jang. „Stríðið verður að halda áfram“. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í gær um orðsendingu alþýðustjórílar- innar, að friður á grundvelli samþykktar friðarþíhgsins kæmi ekki til mála og dró ékki í efa, að meirihluti SÞ mýndi líta á þau orð Bandaríkjastjórn. ar sem lög. Dean Rusk, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna fyrir mál Austur-Asíu, sagði i ræðu í gær, að stríðin.u í Kóreu yrði að halda áfram. Brottvikning MacArthurs þýddi eiiga breytingu á þeirri stefnu. Bandaríska. lierstjórnin í Kóreu sagði í gær, að her henn- ar hefði haldið áfram sókn. Samvinnumenn sigmðu Framhald af 1. síðu. Þess vegna er það að þeir fjandmenn samvinnustefnunnar sem eiga Morgunblaðið og Vísi, en þau blöð álíta það sem kunnugt er eitt af sínum meg- inverkefnum að vinna gegn kaupfélögunum, hugðust nú gera höfuðárás á KRON, sem er eitt af yngstu en þó næst- stærsta lcaupfélag landsins. Á- rásin var þaulhugsuð eftir amerískum patentum, stolnum úr dánarbúi Hitlers. Starfsað- ferðin var: Skiptið ykkur í tvær fylkingar, ,,lýðræðissinna“ og „kommúnista", látið það aldrei spyi'jast að nokkur sam- vinna sé milli þessara tveggja fylkinga, heldur sé eilífur ó- friður staðfestur þar á milli. Það skal alveg ósagt látið hvort meirihluti fclagsmanna í KRON hefur tileinkað sér sósí- alistískar lífsskoðanir og fylgir Sósíalistaflokknum að málum, eða hvort meirihlutinn fylgir hinum borgaralegu flokkum að málum. En það er alveg víst að ef heildsalablöðunum, Vísi og Morgunblaðinu, tækist að egna þessa tvo hópa innan kaupfélagánna til fjandskapar og varanlegrar baráttu, þá hlyti það að leiða að því marki sem þessi blöð stefna að, hnignun og eyðileggingu fé- lagsins. Það er vissulega hörm- ung til þess að vita, að til skuli vera 1575 menn í félaginu sem hlýða hinu ameríska bergmáli Hitlers, en hitt er þá líka gleði efni hve stór meirihluti félags- manna lætur þessi óp sem vind um eyru þjóta, og hvernig ýms ir mætir menn sem fylgja borg- araflokkunum að málum hafa snúizt til beinnar andstöðu gegn sundrungarvörgunum og eyðileggingaröflum heildsala- valdsins. Og þess má vissulega vænta að ófáir af þeim sem nú létu glepjast sjái fyrr en varir að þeir hafa verið teymdir út á hættulegustu braut.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.