Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. april 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Einar Bragi Sigurðsson: Borg í Kóreu eftir bandaríska árás Síðan styrjöidin í Kóreu hófst, hefur iðulega verið talað inn napalmsprengjur í útvarps- og blaðafregnum. Ég var til skamms tíma alls ófróður um þetta drápstæki, enda harla lít- ill áhugamaður um hernaðar- tækni. En fyrjr nokkrum dögum rakst ég á stutta blaðagrein um napalm og varð af henni nokk- nrs vísari. Napalm er þéttað (konden- seráð) benzín í hlaupkenndu formi. Það er sett í geyma, sem springa, þegar þeir falla á jörðina, og kviknar þá í benzín- hlaupinu.' Það dreifist um stórt svæði, brennur með mjög sterk- úm hita, og bálið má heita ó- slökkvandi. Napalmsprengjunum er varp- gð úr flugvélum fyrst og fremst yfir óvarðar borgir til að brenna þær til ösku og toírtíma þar öllu Iífi. Þegar bandaríski herinn stóð i nánd við landamæri Mansjúríu á ofanverðu fyrra ári, lýsti MacArthur því yfir, að í allri Kóreu væri varla nokkurt skot- mark til lengur, sem ,,hernaðar- iega þýðingu" hefði. Um sama leyti var frá því skýrt, að cinni milljón napalmsprengna hefði verið varpað í einu á óvarða ltórveska borg með 100 þúsund íbúum. ★ Hafið þiff gert ykkur grein fyrir, hvað felst á bak við þessa „látlausu" fregn? Ég fyrir mitt íeyti verð að játa, að ég hafði litla hugmynd um það, áður en ég las þessa grein. Eitt hið ömurlegasta við langvarandi styrjaldir er einmitt það, að við verður hálfsljó fyrir ógn- um þeirra. En það er háska- legur sljóleiki. Þess vegna skul- nm við reyna að hugsa okkur „aðeins“ þennan eina atburð svo nærri, að við hefðum neyðzt til að horfa á hann. Þú sem býrð í Reykjavík. Hugsaðu þér, að þú hafir verið staddur austur á Þingvöllum og komið aftur til Reykjavíkur, þegar nýlega var búið að varpa á borgina 550 þúsund napalm- sprengjum — tíu sprengjum á hvern íbúa, eins og í hinni ó- vörðu kórversku borg. — Ein sprengja myndi vinna ærið tjón, ef hún félli á Menntaskól- ann eða Miðbæjarbarnaskólann, þegar á kennslustund stæði — hvað þá nokkur þúsund? Hugs- aðu þér, livernig umhorfs yrði á Landsspítalanum, Landakoti, Elliheimilinu Grund og barna- heimilum og skólum bæjarins. svo að aðeins sé minnzt á þá staði, þar sem minnstar vonir væru um undankomu. Og vel mættu þeir, sem eiga þá hug- sjón æðsta að draga ísland inh í stríð, gera sér Ijóst, að benzín- bál fer ekki í manngreinarálit, skilur ekki milli kommúnista og kapítalista. Þú sem átt heima á.Akureyri. Hugsaðu þér, að þú hefðir skroppið á skíðum inn á Gler- árdal að gamni þínu. Þegar þú kemur aftur til bæjarins er búið að varpa yfir hann 70 þúsund napalmsprengjum. Þar sem áður var Menntaskólinn, hafa 400 efnileg ungmenni ver- ið brennd til bana í sætum sín- um. Barnaskólinn, Gagnfræða- skólinn, klæðaverksmiðjan Gefj un, skóverksm. Iðunn, Hótel Kea og verzlunarhús Kea eru orðin að ,;iík“-brennsluofnum, þar sem þúsundir barna, ungl- inga og friðsamra karia og kvenna hafa verið brennd lif- andi. Bærinn allur er eitt eld- haf, allt líf hans slokknað. Þú sem ert búsettur í Vest- mannaeyjum. Hugsaðu' þér, að þú hafir farið á báti umhverfis Eyjar til að njóta náttúrufeg- urðarinnar, sem alls staðar mætir augum þínum. Allt 1 einu sérðu hóp flugvéla stefna yfir bæinn og varpa yfir hann 35 þúsund napalmsprengjum — 300 á elliheimilið í Skálholii, 900 á gagnfræðaskólann að Breiðabliki, hálfu þúsundi á Sjúkrahúsið — 10 sprengjum á hvern íbúa í bænum, barnið i vöggu sem öldunginn á grafar- bakkanum. Enginn Vestmanna- eyingur getur gleymt aðfara- nótt hins 8. janúar 1950, þegar efsta hæðin á Hraðfrystistöð Vestmannaeyja stóð í björtu báli og tveir hraustir menn háðu helstríð sitt úti á Faxa- skeri. Þeir sem muna þá nótt, hljóta að skilja þær skelfingar, sem felast bak við hinar stutt- orðu stríðsfréttir. * Eg veít, að forhertir bófar yppa öxlum kæruleysislega, þegar þeir heyra svona fréttir, og segja: „Stríð er strið“. En þetta er ekki stríð. Með stríði hefur verið átt við baráttu milli hermanna. En svona að- farir eru yfirlögð útþurrkun alls lífs, skipulögð ncorð á milljónum varnarlausra borg- ara. Gereyðingarfangabúðir Hitlers eru líknarstofnanir á móti svona villimennsku. Þar voru fangarnir „gasaðir" fyrst, svo að þeir stykkju ekki út úr vögnunum á leið í líkbrennslu- ofnana. Ofnarnir höfðu ekki undan að brenna á heilum sól- arhring nema nokkrar þúsund- ir. En í Kóreu eru 100 þúsund manns brennd lifandi á nokkr- um klukkustundum. Ég vék eitt sinn í ræðu að þeirri hættu, sem sjálfri tilveru íslenzku þjóðarinnar stafaði aí, að ísland hefur verið dregið inn í stríðsfélág stórvelda. Þá stóð upp einn æðsti embættis- maður landsins, hámenntaður, vel gefinn maður, og vildi eyða því máli með jþeirri röksemd, að sá, sem óttaðist dauða sinn, dæi þúsund sinnum, en hinn þó aðeins einu sinni. Ég undraðist þá og undrast enn, að nokikur skuli geta haft þvílíka hluti að fiflskaparmálum. Það er al- kunna, að óðasti stríðsæsinga- maður íslands, Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra, hefur skriðið á fjórum fótum af ótta við sína eigin þjóð. Trú- ir því nokkur, að það sé a.f karlmennsku, að hann og hans nótar hafa gengið trylltustu hernaðaröflum heunsins á hönd? Hitt vitum við, að þeir leggja á það ofurkapp að trylla íslenzka alþýðu, hrinda, henni með sér út í ógæfuna, hræða hana frá þvi að taka virkan þátt í baráttu gegn skuggaverk- um skálkanna. Þeirri hræðslu vildi ég ekki verða gripinn, jafnvel þótt hún bjóði manni þá fátæklegu huggun að losna við að vera drepinn oftar en einu sinni. ★ Getur nokkur ærlegur ís- lenzkur maður hugsað sér að Þegar maður er borinn þeim sökum, að vera haldinn kvala- losta og morðfýsn á borð við Hitler og að maður hafi í ræðu flutt þann þokkalega boðskap, að tortimingu saklauss fólks í gasofnum sé sjálfsögð eða að manni sé það helzt hugleikið að grafa menn lifandi; ja þá veit maður satt að segja ekki hvernig bregðast skuli við. Á að taka ákærandann alvarlega? Líklega er það réttast að reyna í alvöru að bera hönd fyrir höfuð sér, þótt óneitanléga eigi maður á hættu, að verða að athlægi. Tilefni þessara hugleið inga minna eru 2 greinar sem Jón Brynjólfsson skrifaði fyrir Kron-kosningarnar í Alþýðu- blaðið; Nánar kynntur: J.B., stjórnarmeðlimur í KRON, skrifstofustjóri hjá H.f. „Brú“ og innstur koppur í búri hjá Alþýoublaðinu og Alþýðuflo&kn um. eiga þátt í að leiða þvílíkar ógn- ir yfir aðrar þjóðir ? Allir munu þeir s’vara þeirri spurningu neit- andi. Og þó er gereyðingarstríð- ið gegn kórversku þjóðinni háð í nafni okkar, mín og þín. Mað- ur að nafni Thor Thors hefur rétt upp hvíta, snyrtilega hönd sína vestur í Lake Success til að gefa til kynna, að banda- ríska auðvaldið megi brenna 100 þúsund Kórverja lifandi á nokkrum klukkustundum í nafni íslenzku þjóðarinnar. Uppi í stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg sitja sex menn, sem veittu honum umboð til þess: Ólafur Thors, Bjarni Benedikts- son, Björn Ólafsson, Steingrím- ur Steinþórsson, Hermann Jón- asson og Eysteinn Jónsson. Þeir þágu til þess heimild af meiri- hluta þeirrar samkundu, scm daglega kemur saman í alþing- ishúsinu við Austurvöll og vill lúta bera virðingu fyrir sér. Og suðu-r á Bessastööum situr Sveinn Björnsson og lætur sér 1 fyrri greininni segir Jón ‘Brynjólfsson að ég hafi flutt fræðsluerindi á KRON-sam- komu um efni sem hneykslaði hann svo að hann gekk af fundi með öðrum tilgreindum manni. Lýsir Jón m. a. með miklum fjálgleik þeim ægilegu áhrifum, sem hann hafi orðið fyrir, að hlusta á kafla úr þýddri ræðu eftir kínverskan hershöfðingja, sem ég hafi les- ið. Segir Jón að ég „fyrir hönd hershöfðing,jans“ hafi lýst mannréttindamálum hjá þess- um nýju ráðamönnum Kína- veldis, þau voru þegar komin á það hátt stig og bróðurkær- leikurinn svo óviðráðanlega sterkur að þeir höfðu „tilbúnar opnar grafir handa andstæðing unum. Ekki var þess getið, svo að ég minnist þess, hvort þeir áttu að fara lifandi eða dauðir ofan í grafirnar". — Þannig skrifar Jón Br. orð- nægja að vera nefndur herra forsetinn. En hver æiiegur Is- lendingur myndi með stclti og virði.-jgu kalla hann HERRA FORSETANN um aMur og ævi, ef hann segði af sér forseta- störfum til að mótmæla þéírri smán, sem íslenzku þjóðinni er gcrð með aðild Islanus að gcr- eyðingaræðinu í Kóreu. Hef ég nú ekki ge-rt mig sekan um að hylma yfir með þeim, sem gáfu þingmönnunum umboð? Nei. Meðan öll helztu áróðurstæki eru í höndum hinna stríðsóðu, er ekki heimilt að áfellast þá, sem afræktir hafa verið ævilangt, þótt þeir láti blekkjast af hinum látlausa áróðri. Islenzka þjóðin hefur á fullgildan hátt sannað sakleysi sitt. Hún háði sjö alda baráttu fyrir sjálfstæði sínu, af því að hún vildi lifa frjáls í landi sínu en ekki ánauðug á amerískri atómstöð. Islenzka þjóðin getur ekki gleymt því, ef einn ís- Framhald á 6. síðu. rétt í Alþýðubl. fimmtud. 12. apríl s.l. Þrem dögum síðar eða sunnud. 15. apríl er minni hans þó farið að skerpast því þar staðhæfir hann að andstæð- ingarnir hafi átt að fara kvikir ofan í opnu grafirnar. Orðrétt segir Jón: „Þessi ógeðfelldi hoðskapur framkvæmdastjórans, kemur í kjölfar þeirra óhugnanlegu fregna, að komið hafi í ljós að menn hafj verið grafnir lifandi i Kóreu. Hver er munurinn á opnu gröfunum í Kína og gasofnum. Hitlers? Hann er enginn." Þarna höfum við það. Fagn- aðarerindi mitt til Kronfélag- anna er þetta: Ef þið eruð á móti mér, skulið þið grafnir lifandi, eða settir í gasofna, eins og Hitler gerði, því að munurinn er enginn! Ég vil taka það fram, þótt Framh. á 6. siðu. ísluifur Högnason: AÐ ELTAST VÍÐ FlFLASKAP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.