Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1951, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. apríl 1951 Að eítast... Framh. af 5. síðu óþarft kunni að vera, að ívitn- anir Jóns í þýðingu mína á ummælum Kínverjans, eru lík- astar ívitnunum Morgunblaðs- ins í Lenin. Beinar falsanir. Fjöldi íslenzkra stjórnmála- manna úr öllum flokkum hafa bæði í ræðu og riti talað um og enginn utan ef til vill Jóni Brynjólfssyni, látið sér detta í hug að meiningin væri að andstæðingurinn skyldi bókstaf lega kviksettur; Kínverjinn not- aði sama orðaleikinn þegar hann ræddi um japönsku og amerísku heimsvaldasinnana. En þessir yfirgangsseggir hafa áratugum saman þjakað frið- Napalm Framhald af 5. síðu. lenzkum maður er myrtur. 1 áratugi talar hún um Morðið sem hræðilega mannlega ógæfu. Það er vegna þess, að íslenzka þjóðin ber dýpri virðingu fyrir lífinu en nokkru öðru og elskar frið framar öllu. raá eru köld örlög, að nafn þeirrar þjóðar, sem aldrei getur gleymt Morðinu, skuli bendlað við skipulagða tortímingu milljóna af bömum, sem horfðu á sólina með sömu saklausu hrifningu í augum og börnin okkar, gamalmennum, sem ævi langt unnu lífinu af sömu þöglu trúmennsku og afi okkar og amma, feðrum og mæðrum, sem áttu þá ósk eina að fá að lifa í friði og hamingju við kyrrlát störf eins og við. En þetta eru engin óumflýjanleg örlög. Þetta þarf ekki að gerast og má ekki gerast. Enginn getur hindrað okkur í að hrópa; Stöðvið þessa glæpsamlegu villimennsku! Hættið að myrða böm framtímans! Og við þurfum ekki að láta okkur nægja að mótmæla. Sá tími er hjá liðinn, að íslenzka þjóðin átti heiðri sínum og rétti ekki annað til vamaðar í bar- áttu við ofurefli en orð öld- ungsins: „Þessa kiukku má ekki brjóta“. Friðarvilji þjóð- anna hefur í sárri þjáning tveggja heimsstyrjalda gefið öflugustu friðarsamtök, sem um getur í veraldarsögunni. Ailar góðviljaðar íslenzkar manneskjur verða að ta.ka hönd um saman við friðarunnendur annarra landa og stöðva glæpa- faraidurinn. Þar við liggur heiður okkar og réttur til hlut- deildar í hinu nýja lífi, seni fer úm heiminn. sama og varnarlausa þjóð, Kin- verjar. Kínverjinn sem ég þýddi ummælin eftir var því að vonum bituryrtur í garð þess- ara og annarra heimsvalda- sinna og óskaði þeim norður og niður með alla sína ágengni. Jón Brynjólfsson láir Kínverj- um þetta. Hann um það. Jóni þykir vitanlega upp- byggingin fyrsta árið sem al- þýðan í Kína fer með völd, eiga heldur lítið erindi til samvinnu- manna. Ef út í það er farið, hvort fremur eigi erindi inn á fræðslu- og skemmtifundi sam- vinnumanna, kvikmyndir frá Islendingabyggðum í Ameríku, eða síldveiðar fyrir 30 árum, sem hvorttveggja hefur verið haft sem fræðslu- og skemmti- atriði á þessum samkomum, þó fé ég eigi séð að það eigi meiri rétt á sér en erindi það sem ég flutti. Yfirleitt eru flutt á þess um samkomum erindi um alla heima og geima, stundum um samvinnumál, stundum ekki, allt eftir þvi hvað fyrirlesaran- um hefur fundizt sjálfum fróð- leiksefni. I tímaritum samvinnumanna, bæði innlendum og útlendum, er ritað um allskonar efni, s°m ekki snerta samvinnumálin minnstu baun. Sem dæmi nefni ég að í síðasta febrúarhefti Kooperaturéns norska, (tímarit norskra samvinnumanna) er grein um boxarauppreisnina í Kína og andi þeirrar greinar er svipaður þeirri sem ég las upp, þ. e. afstaða tekin gegn yfirgangi og kúgun erlendra heimsvaldasinna í Kína fyrr og siðar. Þessar línur læt ég nægja sem svar við greinum Jóns Brynjólfssonar og því aðeins fram komnar, að hann í síðari Alþýðublaðsgrein sinni ber sér á brjóst, og telur enga leið að hnekkja framburði sínum. Sem sagt, ég bið lesendurna velvirð- ingu, að ég hef látið tilleiðast að eltast við fíflaskapinn í Jóni. — ísleifur Högnason. 0££9 IKIS fl 01 nuÆjvIijíRq Miaoisaiw mos' VMDI3XSVJ nn?sjjc)srSuisX|Snv jwqgiPA •OlNNia ,'avaiH'ariia * diMS yia>iv[»>iiaoi ' Uia091*S0H iidiasaiA Undir eilíiðarstjörnum Eftir A. J. Cronin 138. DAGUR um honum upp um næstu mánaðamót. Getið þér gengið inn á það, Stanley?“ Stanley sagði já. Svo reis Stanley skyndilega upp frá borðinu, þó að Jói væri ekki nærri búinn að borða. Hann sagði: „Ég verð að fara í rúmið“. „Auðvitað, Stanley“, samþykkti Jói. „Alveg eins og þér viljið“. Jói var uppfullur af hjálp- semi, spratt á fætur og tók undir handlegginn á Stanley. Lára beið fyrir neðan stigann og kreppti hnefann utanum 'lítinn, rakan vasaklút. Hún bjóst til að taka undir handlegginn á Stanley, en Jói lét ekki stjaka sér í burtu. Og Stanley virtist sjálfur kjósa að halla sér að Jóa. Hann sagði ólundarlega: „Láttu mig vera, Lára“. Jói hjálpaði honum upp á herbergið hans og hjálpaði honum að hátta. Stanley fór úr hverri spjör. Nakinn minnti hann meira á gervilík en gervimann. Hann virtist alveg tilbúinn til að leggjast upp í rúmið, en áður en hann lagðist upp í rúmið þurfti hann að framkvæma smáathöfn. Hann beygði sig niður og gægðist undir rúmið, síðan reis hann upp og leit undir koddana. Hann gægðist inn í báða skápana og bak við gluggatjöldin. Svo fór hann upp í rúmið. Hann lagðist endilangur á bakið og teygði handleggi og fætur út frá sér. Sljó, galopin augu hans störðu upp í loftið. Jói læddist út úr herberginu. I anddyrinu beið Liára eftir Jóa með rauð og þrútin augu. Hún horfði fast á hann og beit á vörina. „Það er aðeins eitt sem mig langar til að segja þér“. Henni var erfitt um mál og hún dró andann ótt og títt. „Og það er áð koma ekki nálægt þessu húsi í náinni framtíð". „Svona, Lára mín“, sagði hann blíðlega. „Þú ert í vandræðum með Stan og þér veitir ekkert af allri þeirri aðstoð sem þú getur fengið". „Kallarðu það aðstoð". „Því ekki þáð“, sagði hann rólega. „Ég er afskaplega niðurdreginn yfir þessu, það máttu reiða þig á, en við verðum að horfast í augu við staðreyndir". Hann hristi höfuðið raunalega. „Stanley hefur ekki meira á vígstöðvamar að gera. Ég er að hugsa um verksmiðjumar....“. „Það 'liá að“, sagði hún biturlega. „Mér er alvara". Hann baðaði út höndunum eins og maður sem hafður er fyrir rangri sök. „Hamingjan góða, Lára, vertu nú ekki ósann- gjörn. Ég vil hjálpa ykkur báðum. Mig langar að fá Stanley niður í verksmiðjurnar, vekja áhuga hans á þeim aftur, veita honum alla þá aðstoð sem mér er unnt“. „Ef ég þekkti þig ekki, þá mmidi ég halda að þér væri alvara". „Mér er alvara. Við verðum að reyna að hjálpa hvert öðru meðan á þessu stendur. Svei mér þá, Lára, ég skal gera allt sem i mínu valdi stendur". Það varð löng þögn, hún einblíndi á andlit hans grátbólgnum augum; andardráttur henn- ar varð tíðari. „Og ég býst ekki við að þú gerir neitt", stundi hún. „Og ég hata þig fyrir þáð sem þú hefur gert.... næstum eins mikið og ég hata sjálfa mig“. Hún snerist á hæli og gekk hröð- um skrefum burt frá honum. Hann stóð kyrr og strauk sér mjúklega um kjálkann; svo brosti hann með sjálfum sér og fór út úr húsinú. ' Næsta morgun kom hann aftur um ellefu- DAVÍÐ ■ - b t r i/1 i j Í?-'W « 1 (v> leytið til að standa við loforð sitt um að taka Stanley með sér í verksmiðjurnar. Lára var farin út, en Stanley var klæddur og kominn á ról. Hann sat á stólbrík í anddyrinu og spil- aði á grammófón. Það var aúðvitað 'ágætt að spila á grammófón, en lagið sem Stanley var að spila var þannig að Jóa rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann sagði: „Hvers vegna spilið þér ekki eitthvað fjör- ugt, Stanley? Eitthvað úr Bláu stjörnunni til dæmis?" „Mér finnst þetta ágætt", sagði Stanley og setti sömu plötuna á aftur. „Þetta er eina plat- an sem mér geðjast að. Ég hef verið að spila hana í allan morgunn". Jói þvingaði sig til að hlusta enn einu sinni á plötima. Það var hræðilegt að hlusta 'á lagið og horfa á Stanley á meðan. Svo gekk Jói að grammófóninum og leit á plötuna. „Sorgar- mars“, Chopin. Jón snerist á hæli. z „Hamingjan góða, Stanley, því í ósköpunum eruð þér áð hlusta 'á þennan fjanda? Svona nú, við skulum halda af stað. Bíllinn bíður við dyrnar og allt er í lagi. Við skulum' koma í verk- smiðjumar". Þeir óku til verksmiðjannna og fóru beint inn í bræðslurúmið. Jói var búinn að undirbúa allt. Allt var fánum skreytt og Jói hafði graf- ið upp gamalt spjald sem á var letráð stórum stöfum — VELKOMINN. Þegar Stanley gekk inn í fylgd með Jóa, hættu allir að vinna og hrópuðu húrra. Nú var mikið af kvenfólki far- ið að vinna í verksmiðjunum. Jóa fannst þær miklu ódýrari og fljótvirkari en karlmennirnir, og þetta kvenfólk hrópaði ákaft húrra. Stanley horfði á þessar fagnandi konur, þessar vinnu- klæddu konur sem unnu að sprengjuframleiðslu. Þáð var eins og hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera fyrir framan allar þessar konur, hann stóð þarna eins og illa gerður hlutur. Jói hvíslaði að honum: „Segið eitthvað, Stanley. Hvað sem þér vilj- ið“. Og hann lyfti hendinni til að þagga niður í fólkinu. Herra Stanley horfði á konurnar. ?Iann sagði: „Það féll sprengja rétt hjá mér. Ég hef verið á spítala". Aftur var hrópað húrra og á meðan hvíslaði Jói: „Segið að þér séuð feginn því að framleiðsl- an sé að aukast og að þér vonið að það megi haldast". Herra Stanley endurtók hárri röddú: „Ég er feginn áð framleiðslan er að aukast og ég vona að það megi haldast". Enn var hrópað húrra, langt, gjallandi húrra. Svo tók Jói málin í sínar hendur. Hann lyfti aftur hendinni til að kveða sér hljóðs. Hann ýtti hattinum aftur á hnakka, stakk þumalfingr- inum undir vestið og ljómaði allur. Hann sagði: „Þið eruð öll ánægð yfir því áð sjá herra Stanley aftur, og þáð er ég líka. Herra Stanley er lítið gefinn fyrir að tala um það sem á daga hans hefur drifið, svo að ég ætla að segja ykk- ur dálítið í staðinn. Ég ætla ekki að segja mikið, því að þið hafið verk, að vinna fyrir ætt- jöröina, og þið megið ekki láta neitt tal tefja ykkur á því. En mig langar til að segja þetta: mig langar til að herra Stanley heyri það sjálf- ur, að við erum hreykin af lionum. Ég er hreyk- inn af því að vinna með honum, og ég veit aö þið eruð lireykin af því að vinna' "'fýrir 'hann. Við höfum gert áætlanir, herra Stanley og- ég, og hann segist vona að þiö haldið, áfrapi að leggja fram ykkar skerf hér iins og; hanú lagöi fram sinh skerf ■'f" FtáSklandi. Þið verðið áð vinna, skiljið þið, vinna sleitulaust að þvi að auka framleiðsluna. Annað var það ekki, en áð- ur en þið byrjið aftur að vinna, langar mig til að við syngjum þjóðsönginn saman og hrópurn svo dynjandi húrra fyrir herra Stanley". Það varð dálítil þögn — hátíðleg þögn, síðan sungu þau „God Save the King“. Það var mjög áhrifamikið og Jói var með tárvot augu. Þegar þau voru búin að biðja guð að blessa kónginn, hrópuðu þau húrra fyrir Stanley, þa.u lirqpuðu húrra fýrir Jóa og fyrir hverjum sem var. Svo hófust' þau haiida við sprengjurnar gagntekin: hrifningu. JÓi og Stanley lögðu af stað í ’áttina til skrifstofunnar. En þeir komust ekki mjög langt. Neðar í ganginum stóð gríðarmikil sprengja. Jói hafði ekki búið þá sprengju til, enda þótt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.