Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 '
Fasteignamatið
Framhald af 8. síðu.
þegar mikil brögð eru að verð-
lagsbreytingum er erfitt að
framfylgja því ákvæði, þar sem
möt og endurmöt verða fljótt
í ósamræmi við byggingarkostn-
aðinn. Lagði dr. Björn ríka
áherzlu á það að nauðsynlegt
væri að húseigendur fylgdúst
sjálfir vel með því að hús þeirra
séu tryggð eftir sannvirði, en
áð öðru leyti skýrði hann
þannig frá endurmatinu:
„Á 'árinu 1948 var hafizt
handa um þessa endurskoðun.
Var hún að vonum mikið verk
og tafsamt. Byrjað var á því
að taka upp aðalmál allra
húsa í bænum og því næst
reiknað út rúmmál þeirra. Út
írá rúmmálinu var svo bruna-
bótaverð húsanna samræmt
með hliðsjón af byggingarefni,
aldri og viðhaldi húsanna. Var
þessi endurskoðun framkvæmd
áf hinum dómkvöddu virðingar-
mönnum. Fóru þeir um allan
bæinn til þess að athuga ein-
stök hús, þar sem þess gerð-
ist þörf.
Meðan á endurskoðúninni
stóð hefur brunabótaverð hús-
anna verið hækkað eftir viss-
um reglum, miðað við matsár,
samkv. hækkunarstiga, er mafs ’
mennirnir gerðu, er var sam-
ræmdur raunverulegri hækkun
almenns byggingarkostnaðar,
eftir því sem næst varð kom-
izt.
Endurskoðuninni Var lokið í
tæka tíð, til þess að hægt væri
að leggjá þetta samræmda
brunabótamat til grundvallar
iðgjöldum og brunábótum á því
tryggingarári, sem höfst 1.
þ. m. Ef áframhald verður á
hækkun byggingarkostnaðar,
verður að hækka matið enn,
en það ætti að vera í bruna-
bótamötum en meðan þau voru
frá ýmsum tímum með breyti-
legu verðlagi, þ. e. miðuð við
mismunandi byggingarkost.nað.
Þrátf fyrir allar þessar að-
gerðir er þó nauðsynlegt að
húseigendur fylgist sjálfir vel
með því, að hús þeirra séu
tryggð eftir sannvirði. Er ekki
á færi annarra að fylgjast með
ýmsum atriðum er hafa áhrif
á verðmæti húsanna, t. d. breyt-
ingum, endurbótum e. þ. h. Þá
er ekki heldur loku fyrir það
skotið, að við hina umfangs-
miklu endurskoðun brunabóta-
matsins liafi í einstökum til-
fellum getað siæðzt inn vill'ur,
sem að sjálfsögðu verða strax
leiðréttar við umkvörtun. Þrátt
fyrir einhverja agnúa, sem
þannig geta alltaf átt sér stað,
má ótvírætt fullyrða, að end-
urskoðun og samræming bruna-
bótamatsins sé til mikilla bóta.
Þess má loks geta, að endur-
skoðunin hefur verið framkV.
húseigendum að kostnaðar-
Iausu“.
Leigumiðlunin
Framhald af 6. síðu.
til leigumiðlunarinnar. Auðvit-
að greiða húseigendur einnig
gjald fyrir að leigja íbúðirnar.
Leigumiðlunin er tilraun, sem
bæði er nauðsynleg fyrir hús-
eigendur og leigjendur ao tak-
ist vel. Leigjendum er því áreið
anlega enginn greiði gerður
með því að reyna að gera þessa
tilraun tortryggilega.
VVVVVWS^WWWVVVVVVWWVVVVWV^Lr^rWVUV^A/VVVWVWVV%rJVI^W%r^,VWVV^VVVUV,J
Upphaflð á endalokunum
B
ROTTFÖR Aneurin Bev-
’ans úr brezku stjórninni
er upphafið á endalokunum
fyrir Attlee og- fétaga hans í
hægri klíkunni, sem stjórnað
hefur brezka Verkamanna-
flokknum. Gremjan yfir svikum
foringjanna við hugsjónir sós-
íalismans, sem stöðúgt hefur
breiðzt út undanfarin ár með-
al óbreyttra flokksmanna, hef-
ur nú brotizt fram í opinber-
um klofningi í sjálfri flokks-
forystunni. Hervæðingarfjárlög
stjórnarinnar, borin fram að
kröfu Bandaríkjanna hafa rið-
ið baggamuninn. Þar eru
hernaðarútgjöld stórhækkuð
og skattar sömuleiðis. Hins-
vegar á að leyfa verðlagí að
hækka án þess að auka niður-
greiðslur og skerða almanna-
tryggingarnar með því að láta
sjúklinga greiða helming af
kostnaði gleraugna og falskra
taiina. Þessa skerðingu á al-
mannatryggingunum, sem Bev-
an á heiðurinn af að hafa kom
i'ð fram í mjög fullkominni
mynd meðan hann var heil-
brigðismálaráðherra, setti hann
á oddinn í deilunum innan
stjórnarinnar, en í afsagnar-
bréfinu til Attlees tekur hann
skýrt fram að hann er ekki
bara að hugsa um sjóndapra
og tannláusa, öll fjármála-
stefna stjórnarinnar er að hans
dómi röng.
£ GREININGUR Bevans og
* fylgismanna hans annars-
vegar og Attlees og hinna
gömlu flokksforingjanna hins-
ingu stáiiðnaðarins. Bevan
fékk því þá ráðið, að þjóð-
nýtingin var framkvæmd eins
og ákveðið hafði verið. Bevan
hefur alltaf verið ósammála
uppgjafarstefnu hægri foringj-
anna, af sárri reynslu veit
hann, að brezkur verkalýður
hefur engán fullnaðarsigur
unnið þótt kol og stáí séu þjóð
nýtt á pappírnum og komið á
sæmilegu tryggingakerfi. Að-
eins grunnt skarð hefur enn
verið höggvið i stéitaþjóðfélag-
ið brezka, en þegar Bevan sagði
í frægri ræðu að í hans aug-
um 'væri brezka yfirstéttin fyr-
irlitlegri en lýs og flær, konm
orðin frá hjartanu. Hann ólst
upp ‘í fátækt í námumannsfjöl-
skyidu í Wales og fór þrettán
ára gamall niður í námuna að
höggva kol. Yfir tuttugu ára
þingseta hefur ekki að ráði
deyft þá stéttarvitund, sern
liann öðlaðist ungur i hárðri
baráttu sem formaður verka-
lýðsfélágs síns.
glæpanazista, striðsæsingar
bandariskra forystumanna,
hafa opnað augu brezkrar al-
þýðu af öllum flokkum og
vakið i Bretlandi máttuga frið
arhreyfingu. Um allt landið
hafa verið haldnir fundir við
húsfylli til að mótmæla því að
Bandarikin yrðu látin > draga
Bretland útí stríð við Kína.
i?
^N þrátt fyrir það dró
Bevan lengi að fara úr
stjórhinni eftir að ljóst var
orðið, að meirihluti flokksfor-
ystunnár var horfinn frá þeirri
stefnu, sem hann taldi rétta.
Næstum ár er liðið síðan
stjórnin birti hervæðingaráætl-
unina, sem framkvæmd er i
fjárlögunum, er Bevan gerði
að fráfararatriði. Ekki ér vafi
á, að rík metorðagirnd Bevans
hefur ráðið því, að hann dró
svo lengi að láta skriða til
skarar. Forystuhæfileikar Bev-
ans svo sem málsnilld hafa
löngu verið viðurkenndir, og
hann hefur ekki farið dult
með, að hann ætli sér að verða
forsætisráðherra í Bretlandi.
Hann dró að taka úrglitaskref
ið, þangað til Ijóst var orð-
ið að hann hafði verulega
Þing fjölda verkalýðsfélaga
hafa í vor samþykkt mótmaéli •{
gegn þýzkri hervæðingu. Ann> *J
að fjölmennasta verkalýðsfélag *J
Bretlands hefur krafizt áuka-
þings Verkamannaflokksins til
að ræða striðshættuna óg önn-
ur alþjóðamál.
JJJÆGRI foringjarnir hafa ^
staðið uppi ráðalausir ^
gagnvart þessari andstöðuhreyf J<
ingu brezkrar alþýðu gegn 5
stríði og örbirgð. Eina viðleitni
þeirra til að klóra i bakkann
er hlálegur uppspuni um her-
styrk Sovétríkjanna, áreiðan-
leik þeirra upplýsinga má
marka af því, að þegar Shin-
well landvarnaráðherra vissi,
að Bevan myndí segja sig úr
stjórninni vegna ágreinings
um hervæðingarstefnuna, brá
möguleika til að fá Verka- hann við og hélt ræðu um að
Attlee.
vegar er ekki nýtilkominn.
Þegar Verkamannaflokkurinn
var búinn að framkv. stefnu-
mál sín frá kosningunum
1945, þjóðnýta kol og stál og
nokkra aðra atvinnuvegi og
koma á almannatryggingunum,
töldu gömlu hægriforingjarnir
nóg aðgert og fýsti að leggj-
ast til hvildar á lárviðarsveig-
um sinum. Þeir voru orðnir
tjóðraðir við stríðsundirbún-
ingsvagn Bandaríkjastjórnar
og héldu þvi fram, að nú væri
búið að gera þær félagslegar
umbætur í Bretlandi, sem gera
þyrfti, hér eftir yrði að setja
öllu ofar hervæðinguna til að
berjá á ólukkans bolsunum.
Moi’rison núverandi utanríkis-
ráðherra barðist meira að
segja fyrir þvi, að hætt yrði
við að framkvæma þjóðnýt-
mannaflokkinn á sitt band
gegn hægriforystunni. Undan-
farna mánuði hefur saxazt á
valdaaðstöðu Attlees frá tveim
hliðurn af sivaxandi hraða.
Tryggustu og öflugustu sam-
starfsmenn hans eru úr sög-
unni, Cripps ósjálfbjarga sjúkl
ingur og Bevin látinn. Enginn
af hinum hægriforingjunum
getur farið í föt Bevins og
með einni markvissri lýðskrums
ræðu bjargað flokksstjórninni
á flokksþingum með þvi að
tryggja henni stuðrting fulltrúa
stóru verkalýðsfélaganna. Al-
varlegri en mannfallið á
stjórnarskutu Attlees eru þó
brotsjóir reiðs almenningsálits,
sem skola þar þiljur. Þrjggja
ára barátta, sem í fyrstu var
aðeins háð af fámennri fylk-
ingu í’óttækustu aflanna í
verkalýðshreyfingunni, hefur
nú megnað að sprengja af
brezkum verklýð kaupbindingu
ríkisstjórnarinnar. Undirlægju-
háttur Bevins, Attlees og
þeirra nóta gagnvart banda-
ríska auðvaldinu er uppá síð-
kastið orðinn svo augljós, að
blekkingar hægriforingjanna
duga ekki til að fela hann.
Hervæðing Þýzkalands og
Japans, náðanir tuga striðs-
Sovétríkin hefðu ekki 175 lier
deildir undir vopnum eins og
hann hafði tilkynnt áður, nei
þau hefðu 200 herdeildir. Þeg-
ar Wilson verzlunarmálaráðh.,
og máski fleiri hafa farið að
dæmi Bevans, kemst Shinwell
líklega að því að Stalin gefi
hverju sveinbarni í Sovétrikj-
unum skriðdreka og þrýsti-
loftsflugvél í tannfé. Nú er
öðru nær, en að Bevan og
skoðanabræður hans séu í
sjálfu sér linari andkommún-
istar en Shinwell og hans
nótar. Þeir hafa bara ekki selt
sig Bandarikjunum með húð
og hái’i. Þeir neita að gleypa
það agn Wall Street auðvalds-
ins, að þjóðir Vestur-Evrópu
verði að rýja sig inn að skyrt
unni til að hervæðast i þágu
bandóði'ar stríðsæsingaklíku.
Skilyrðin eru vafalaust fyrir
hendi til að Bevan og hans
menn megni að steypa hægri-
klíkunni af stóli í Verkamanna
flokknum einsog Mac-Donald
og meðsvikurum hans var
steypt 1931, þegar þeir seldu
sig brezka auðvaldinu. Á næst- S
unni mun koma í ljós, hvort í
forystuhæfileikar Bevans duga ■{
til að vinna það verk. S
M. T. Ó. S
WyWUVWWVUWVUWVWWVAVWUWW ftSÍ\WyW«VVWUVWAiVUVW«WVVWWW.l
Verögæzluhneykslið
Framhald af 8. síðu.
sölu [icirra gagnvart kaupend-
um, or er ]»að refsivert, ef
um vísvitandi svik er að ræða“.
Borgardómari skipaði
rannsóknarmenn
Eftir móttöku þessa bréfs
sneri verðgæzlustjóri sér til
borgardómara og bað hann að
skipa 2 menn til að meta
kápuefni þau er kvartað var
yfir. Skipaði borgardómari þá
dr. Jón E. Vestdal og Hjalta;
Björnsson til þeirrar rannsókn-
ar.
„Efni þessi óhæf . . .“
Rannsókn var framkvæmd
hjá nokkrum fyrirtækjum á 15
tegundum af spönskum efnum.
Togþol þeirra reyndist frá í,5
til 3,3, og voru flest með toíg-
þol um 1,5—2. Til samanburð-
ar tóku þeir miðlungs káþu-
efni tékkneskt, og reyndist tog-
þol þess 6,4.
Niðurstaða rannsóknarinnar
varð sú, „að efni þessi sétt
óhæf í kvenkápúr eða annan
ytri fatnað“. — Efnin voru at-
hugruð í smásjá, virtist efnið
eingöngu vera ull, en upp-
kembd úr tómum tuskum.
FYRIR UTAN VERKAHRING
verðlagseftirlitsins!
Verðgæzlustjóri sendi við-
skiptamálaráðuneytinu niður-
stöður þessar með spurningu
um frekari aðgerðir. Björn Ól-
afsson svaraði 17. f. m. og seg-
ir m. a. svo í bréfi ráðuneyt-
isins:
„Ráðuneytið fær ekki séð
að verðgæzlan geti haft nein
afskipti af þessu máii, enda
er það fyrir utan verkahring
hennar að skera úr um það,
hvernig nota eigi innflutta
vefnaðarvöru, og má telja
hæpið að verðgæzlan hafi
haft nægilegt tilefni til að
óska matsgjörða þeirra sem
fram hafa vérið látnar fara“.
Átti eingöngtí að vera
sýndarstofnun
Af þessu er Ijóst að ríkis-
stjórn heildsalanna og flokk-
ar þeirra hafa aldrei ætlað ver'ð
lagseftirlitiliu að vera annað en:
sýndarstofnun, enda hefur
verðlagseftirlit að mestu verið
afnumið og voru 160 vörnteg-
undir settar fyrir eigi alllöngu
á löghelgaðan svartan mark-
að. — Verðgæzlustjcri, Pétur
Pétursson. sagði því upp starfi
sínu í fyrradag, 23. þ. m.
Saumað og selt af kappi
Hin sviknu efni munu unáan-
farið hafa verið seld allvíöa.
Á sínum tíma gerði fjárhags-
ráð samning við kápúsauma-
stofur um lækkað verð gegn
nægu efni til að vinna úr.
Tvö fyrirtæki, Feldur og Káp-
an, munu nú hafa fengið Iiin
ónýtu efni og sauma af þeim.
Verð á kápunum er milli 500
og 600 kr.
Selur elíki úr efninu
S.I.S. mun einnig hafa íeng-
ið töluvert af þessum ónýtu
efnum, en eftir að í ljós kom
að þau voru svikin mun S.I.S.
hafa hætt við aö selja þau eða
framleiða úr þeim, mun ætla
að reyna að fá þau endurgreidd.
— Hætt er þó við að það reyn-
ist nokkuð ei'fitt, þvi „innflutn-
ingssérfræðingarnir“ sem Frjáls
verzlun talar um klökk af
hrifningu, pöntuðu eftir pruf-
um sem voru nákvæmlega úr
þessum gerónýtu efnum.