Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 8
Yerðlagseftlrlltlð sýndarráðstöfun
Björn Ólafsson heildsalaráðherra telur það fyrir utan
verkahring þess að koma í veg fyrir að seld sé ger-
ónýt vefnaðarvara!
Verðlagssljóri sagði af sér í fyrradag
Verðlagseftirlitið hefur af borgaraflokkunum alltaf
verið ætlað sem snuðtútta handa almenningi, mála-
myndastofnun til að sýnast. Kom það þegar í upphafi
fram í því, að verðgæzlunefndin hefur verið algerlega
valdalaus stofnun.
Verið er nú að selja kápuefni og kápur úr gerónýtu
kápuefni sem flutt var inn frá Spáni. Björn Ólafsson
verzlunarmálaráðherra hefur nú svarað verðlagseftirlit-
inu því, að það SÉ UTAN VERKAHRINGS VERÐLAGS-
EFTIRLITSINS að skipta sér af sölu þessarar sviknu
vöru! Betur gat hann ekki staðfest það, að stjórnarvöldin
hafa aldrei ætlað verðlagseftirlitinu að gera nokkurt
gagn, það hefur aðeins átt að vera málamyndastofnun
til að róa almenning.
Verðiagsstjóri sagði af sér í fyrradag.
Blaðamenn ræddu í gær við
Jón Sigurðsson framkvæmda-
stjóra A.S.I., en hann er for-
maður verðgæzlunefndar þeirr-
ar sem skipuð var fulltrúum
nokkurra fjöldasamtaka í land-
inu. Lýsti hann því afdráttar-
laust — sem raunar var vitað
áður — að verðgæzlunefrdin
væri gersamlega valdalaus
stofnun að öllu öðru leyti en
því að henni var falið að skipa
meðdómendur í verðlagsdóm í
öllum kauprtöðum landsins og
gera tillögu um hver skyidi
vera verðgæzlustjóri.
Kápuefnin frá Franco-Spáni
I fyrrihluta marzmánaðar
bárust verðlagseftiriitinu marg-
ar kvartanir út af kápuefnum
er flutt höfðu verið inn frá
Spáni og reyndust lítils eða
einskis virði — ónýt.
Efnin úrskurðuð ónothæf
Loydsmatsgerð var fram-
kvæmd á efnunum og úrskurð-
aði skoðunarmaðurinn að efn-
ið væri ónothæft, en það var
þannig að það tættist sundur.
Töluvert magn af þessum
ónýtu efnum mun þegar hafa
verið selt hér innan lands. —
Þannig mun heildverzlun Krist-
jáns G. Gíslasonar hafa flutt
inn fyrir 95 þús. kr. og heild-
verzlun Siggeirs Vilhjálmsson-
ar fyrir rúm 30 þús.
Björn Ölafsson taldi verðlags-
eftirlitið geta neitað
Verðlagsstjóri sneri sér til
viðskiptamálaráðherra varðandi
hvað verðlagseftirlitið gæti
gert í sambandi við hin sviknu
kápuefni, er þegar voru kom-
in í umferð. 27. marz barst
verðlagsstjóra svar frá við-
skiptamálaráðuneytinu, þar sem
m. a. segir svo: „Ráðuneytið lít-
ur svo á, að verðgæzlustjóri
geti neitað að staðfesta verðút-
reikning á vörum sem teljast
mega ósöluhæfar og á þann
hátt komið í veg fyrir sölu
skemmdrar vefnaðarvöru, Enn-
fremur getur verðgæzlustjóri
afturkallað verðlagningarút-
reikninga, ef um er að ræða
skemmdar vörur, á þeim for-
sendum að verðákvörðunin hafi
verið miðuð við óskemmdar
vörur. Seljendur skemmdra vara
bera tvímælalaust ábyrgð á
Framhald á 5. síðu.
þlÓÐVILJVNM
Miðvikudagur 25. aprí} 1951 — 16. árgangur — 92. tölublað
Norrænar konur fjölmenna hingað
til Islands í júlí næstkomandi
Mikill viðbúnaður kvennasamtak-
anna í tilefni af komunni
I lok júlímánaðar í sumar koma hingað til lands um 150
konur frá hinum Norðurlöndunum í kynnisför. Munu þær dvelja
hér í vikutíma á vegum íslenzkra kvennasamtaka og Norræna
félagsins. Eru íslenzkar konur hvattar til þátttöku í ferðalögum
þeim og kynningarsamsætum, sem efnt verður til í tilefni af
heimsókn þessari.
Nær 20 félög ákváa sameiginlega
karáttu 18. maí næsíkomandi
FiamtíBIn í HafndifirSi frestar verkfalli sínu
til 18. maí
Verkamannafélagið Hlíf í Harfnarfirði hélt einn sinn fjöl-
sóttasta í'und í gærkvöld. Samþykkti fundurinn einróma eftir-
farandi tillögu:
„Fundur haldinn í v.m.f. Hlíf, 24. apríl 1951, lýsir áuægju
sinni yfir samþykkt trúnaðarmannaráðs félagsins 23. apríl, og
telur að sjálfsagt sé að félagið haldi sér fast við þá stefnu að
leggja út í baráttu fyrir fuMri mánaðarlegri dýrtíðaruppbót
þ. 18. n.k. með þeim félögum sem hafa ákveðið að leggja þá út
í barátt'una.“
í gær héldu Reykjgyíkurfélögin, sem samflot hafa um
samninga sína, fund þar sem ákveðið var, í framhaldi af fyrri
umræðum, að binda aðgerðir þessara félaga við 18. maí. Á fund-
inum í gærkvöld voru mættir fulltrúar 16 félaga í Reykjavík.
1 fyrradag barst Hlíf skeyti
Alþýðusaipibandsstjóxnarinaar
um að hefja samúðarvinnu-
stöðvun með verkakvennafélag-
Grískir fasistar undirbúa
órós á Albaníu
Gríska fasistastjórnin hefur gert áætlun um hern-
aðarárás á Albaníu, og hefur hún verið lögð fyrir Eisen-
hower hershöfðingja til álits, segir í fregn frá útvarps-
stöðinni „Grikkland frjálst“.
í áætlun þessari er lögö áherzla á að með hernámi
Albaníu stækki það samfellda landsvæði á Balkanskaga
sem Vesturveldin geti treyst á í undirbúningi að styrjöld
gegn Sovétríkjunum.
Þá sé það mjög aukið hag-
ræði Vesturveldunum að ráða
öllum höfnum við Adríahaf og
geti Miðjarðarhafsfloti þeirra
þá einbeitt sér að baráttunni
um tyrknesku sundin og Svarta
haf. Einnig sé brýn naúðsvn að
hressa upp á álit ,,vestrænna“
vopna eftir hrakfarirnar í Kór-
eu og þá ekki síður að auka
gríska hernum baráttúkjark.
Bandaríkjaáróður um hern-
aðaundirbúning Sovétríkjanna í
Albaníu virðist gerður í sam-
ræmi við þessa áætlun, til af-
sökunar ef af innrásinni verð-
ur. —
Talið er að Júgóslavía sé í
ráðum með grisku stjórninni
í þessu máli. Forsætisráðherra
Grikkja, Sofokles Venizelos,
lýsti yfir í s.l. viku að Grikk’-
land væri þess albúið að hafa
samvinnu við júgóslavnesku
stjórnina um „viðhald friðar-
ins í Balkan“. „Grikkland
frjálst" telur að þegar hafi fram
farið viðræður milli stjórna
Venizelos, Titós og de Gasperi
um sundurhlutun Albaníu.
För þessi er gerð fyrir for-
göngu samtaka þeirra, sem
nefnast Samvinna norrænna
kvenna. Hafa þessi samtök beitt
sér fyrir slíkum heimsóknum
kyenna árlega síðan stríði lauk,
og jafnan þótt með afbrigðum
vel takast. Hugmyndin um
heimsókn til íslands kom fyrst
upp á kvennamóti í Hilleröd
árið 1947, þar sem þær mættu
fyrir hönd íslenzkra kvenna
Arnheiður Jónsdóttir og Þóra
Vigfúsdóttir, og það er til
marks um hveraig hún hefur
mælzt-fyrir, að þessar 150 kon-
ur, sem hingað koma, eru að-
eins þriðjungur þess kvenna-
fjölda, sem komast vildi,
Það er nefnd 15 kvenna, sem
annast undirbúning heimsókn-
arinnar hér, 5 frá Bandalagi
ísh kvenna, 5 frá Kvenréttinda-
félaginu og 5 frá Norræna fé-
laginu. Formaður nefndarinn-
ar er-Arnheiður Jónsdóttir. og
gaf hún blaðamönnum kost á
að spyrja sig og nokkrar sam-
starfskonur sínar frétta af mál-
inu í gær.
Þátttakendur eru frá öllum
Norðuriöndunum, að Færeyjum
ekki undanskildum, og auk þess
tvær grænlenzkar konur. Þetta
eru konur af öllum stéttum og
flokkum. Til fararinnar hafa
þær tekið á leigu norska skipið
Brand, sem hingað kom með
kristilega stúdenta í fyrra.
Skipið kemur til Reykjavík-
ur 25. júlí, og verður þá mikil
móttökuhátíð á bryggjunni. —
Næstu fjórir dagar verða not-
aðir til að kynna gestunum
höfuðborgina og sýna þeim
merka staði í nágrenninu, jafn-
framt því sem haldin verða
samsæti til heiðurs þeim. Síð-
an ver'ður farið til Akureyrar
og dvalizt þar 2—3 daga. Munu
Framhald á 4. síðu.
Þjóðviljinn
4 nýir áskrifendur bættust'
við í gær. Fj'rsta vikan hefur
því skilað alls 26 nýjum á-
skrifendum í Reykjavík.
En nú eru aðeins eftir 37
dagar og hver dagur þarf að
færa Þjóðviljanum minnst 4
áskrifendur til þess að mark-
inu verði náð fyrir 1. júní.
Herðum því sóknina enn
meir. Fyrsta vikan hefur sýnt,
hvað hægt er að gera. Nú
þurfa aðeins enn fleiri að vinna
fyrir Þjóðviljann.
Munið, að tilkynningar um
nýja áskrifendur er hægt að
síma í 7500 og 7510.
inu í Hafnarfirði. Trúnaðar-
mannaráð Hlífar samþykkti að
Hlíf yrði að miða sínar aðgerð-
ir við samstilltar vinnustöðvan-
ir og samúðaraðgerðir þær er
flest félög hafi ákveðið 18. maí,
í samræmi við þá stefnu er
Hlífarfundur 5. þ. m. markaði
og geti því ekki hafið samúðar-
vinnustöðvun með Framtíðiiyii,
umfram það að stöðva fiskþvott
27. 'þ. m., og telji trúnaðar-
mannaráð Hlífar eðlilegast að
Framtíðin fresti verkfalli sínu
þangað til.
Hlífarfundurinn í gærkvöld
samþykkti þessar aðgerðir
trúnaðarmannaráðsins.
Alþýðusambandsstjórnin
sendi Framtíðinni þau tilmæli
í gær, að fresta verkfalli sínu
til 18. n. m., og mun félagið
hafa samþykkt það á fundi í-
gærkvöld, — en einmitt í gær
samþ. bærinn að greiða þeim
fulla vísitöluuppbót, þótt þær
væru ekki í verkfalli við aðra
atvinnurekendur, og H.F.
Fiskur samdi einnig við Fram-
tíðina um fulla vísitöluuppbót,
— að fengnum þessum samn-
ingum mun félagið sem fyrr
segir hafa frestað verkfalli sínu
hjá öðrum atvinnurekendum!
8.41 hús í Reykjavík mám á
1826 milljónir
Endurskoðun íramkvæmd á brunabótaverði
allra húsa í bænum
Undanfarin þrjú ár hefur verið- framkvæmd pndurskoð-
un á brunabótamati allra húsa í Reykjavík, og gekk hið
nýja mat í gildi 1. apríl s. 1. Húsin í Reykjavík reyndust
alls um 8.400. Þar af voru um Ö.300 íbúðarhús ftneð um
12.000 íbúðum, en um 700 þessara húsa eru þó notuð til
annarra þarfa en íbúða. Rúmlega 900 voru 'byggð fyrir
skrifstofur, verksmiðjur og verzlanir, en um 2.200 voru
útihús og bílskúrar. Braggar og bráðabirgðahúsnæði er
ekki með í þessum tölum.
Brunabótaverð þessara húsa var um síðustu áramót met-
ið á 1826 milljónir. Iðgjöldin frá 1. apríl til jafnlengdar
í ár munu verða um 2 milljónir en tjónið á sama tíma
varð um 950 þúsundir.
Endurmat það, sem fram-
kvæmt var, var til þess gert að
samræma brunabótaverðið sem
mest raunverulegu kostnaðar-
verði, og skýrði dr. Björn
Björnsson, hagfræðingur bæj-
arins, frá því í viðtali við
blaðamenn í gær að það starf
hefði verið mjög umfangsmikið.
Lögln um brunatryggingu húsa
mæla svo fyrir að þau skuli
tryggð eftir sannvirði samkv.
mati dómkvaddra manna, en
Framhald á 5. síðu.