Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvi'kudagur 25. apríl 1951 -------------------------- ^ i • f 11 n f ii' fi 'i þlÓIIVILIINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýeingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áakriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. V__________________________________________________> Alþýðiiblaðsklíkan enn afhjúpuð Að gefnu tilefni hefur Þjóðviljinn undanfarið minnt cfurlítið á framkomu Alþýðublaðsins í verkföllunum 1947, begar það beitti allri orku sinni til að stuðla að ósigri verkamanna. Tryllingur blaösins þá mun seint gleymast, þaö gekk meira að segja svo langt að kalla kjarabaráttu launþega glæp og þá sjálfa glæpamenn, en slíkt orðbragð hafa jafnvel Morgunblaðið og Vísir kyn- okað sér við að nota. Það er nauðsynlegt að menn hafi þennan þátt úr sögu Alþýðublaðsins í huga nú, því hann er skýring á hegðun Alþýðublaðsklíkunnar síðustu vikurnar. Nú þyk- ist hún að vísu vera áfjáö í þá kjarabaráttu sem nefnd var ,,glæpur“ fyrir tæpum 4 árum, en þó dylst engum að hugurinn að baki er óbreyttur, að nú er aðeins beitt óheilindum og fláræði í stað opins fjandskapar. Andstaða ríkisstjórnarinnar og auðmannaklíkunnar íslenzku gegn kröfum verkamanna er nú harðari og ó- vægilegri en nokkru sinni fyrr, og að baki standa hinir bandarísku valdamenn íslands með fyrirskipanir sínar, studdar vestrænum mútum. Fullkomin eining verkalýðs- samtakanna er því alger forsenda þess að hægt sé aö leggja til sigursællar baráttu, enda var lögð á það megin- áherzla á síðasta alþýðusambandsþingi. Alþýðublaðið hefur hins vegar beitt öllum ráðum til að torvelda slíka einingu með látlausum níðskrifum um Dagsbrúnarmenn og aðra eingingarmenn í verkalýðssamtökunum. Skýringin á þessari framkomu Stefáns Péturssonar & Co getur aðeins verið sú að þeir séu vitandi vits að búa í haginn fyrir ríkisstjórnarklíkuna, tryggja að hún mæti sundruðum verkalýðssamtökum í mestu stórátökum sem orðið hafa á íslandi. En á meðan Alþýðublaðið hefur ástundað þessa iðju hafa einingarmenn unnið ótrauðir aö því að efla þá samheldni sem er óhjákvæmileg forsenda kjarabarátt- unnar. Og því marki hefur verið náð. 18. apríl sendu 11 reykvísk verkalýðsfélög og Hlíf í Hafnarfirði frá sér yfir- lýsingu um sameiginlegar aðgerðir og síðan hafa fjöl- mörg önnur félög bæði hér í bæ og úti um land gerzt aöilar að samstarfinu. Þátttakendur eru forustumenn verkalýðsh’.eyfingarinnar úr öllum stjórnmálaflokkum og þeir hafa bundiö fastmælum algert samstarf til þess að ná marki sínu. Alþýðublaðið hefur birt skæting einn um þessa stór- merku þróun. Og það hefur meira að segja gengið svo langt að hamast gegn samþykktum verkalýðsfélaganna, eins og þegar það lýsti yfir því í fyrradag að ekki kæmi til mála að Hiö íslenzka prentarafélag hæfi samúðarað- gerðir við þau blöð sem beittu sér gegn réttlætiskröfum alþýðusamtakanna. í staðinn hefur Alþýðublaöið hins vegar haldið því fram að aðferð sú sem beita ætti væri aö senda einangruð félög hér og þar út í kaupgjaldsbar- áttuna! Það lýsti yfir því að Baldur á ísafirði ætt.i að brjóta ísinn, en Baldur ákvað -að fylgjast með Reykja- víkurfélögunum. Það sagði að Vestmannaeyjafélögin ættu að knýja fram mánaðarlega vísitölu upp á eigin spýtur, en Vestmannaeyjafélögin valdu sjálf sama kost og Bald- ur. Og nú klifar það á því dag eftir dag að verkakvenna- félagið Framtíðin í Hafnarfirði eigi eitt að vinna sigur í einhverjum mestu átckum sem orðið hafa á íslandi og eys fúkyröum yfir hafnfirzka verkamenn vegna þess að þeir vilja vera aöilar að allsherjarsamtökum verkalýðs- félaganna í kjarabaráttunni! Það leynir sér þannig ekki að Alþýðublaösklíkan er enn að leika sama leikinn og 1947, það eru fjandmenn verkalýðshreyfingarinnar sem stjórna skrifum þess blaðs. Verkalýðsfélögin og forustumenn þeirra úr öllum flokk- um hafa hins vegar ekki látið rógskrifin hafa nokkur á- hrif á sig til þessa. Þeir vita að eining, þrátt fyrir allan flokkaágreining, er forsenda þess að sigur fáist með sem minnstum fórnum og frá þeirri afstöðu munu þeir ekki ikvika. Hvergi leiðarvísir um ferðir strætisvagnanna. Ungur stúdent, nýkominn heim frá námi erlendis, hefur m. a. þetta að segja um sam- göngumál Reykjavíkur: „Eg fullyrði, að það sé verra að átta sig á strætisvagnaferðun- um hér í þessari smáborg (sem Reykjavík er þrátt fyrir allt ennþá) heldur en á margbrotn- um strætisvagna- og sporvagna ferðum í stærstu borgum er- lendis. Því að hér hefur fólk raunverulega ekkert að styðja sig við í þessum efnum, annað en það sem því hefur lærzt af reynslunni. Hvergi er skrá yfir áætlanir vagnaima, hvergi nokkur leiðarvísir um ferAir þeirra, ekki einu sinni á sjálfu Lækjartorgi, þar sem þó er helzta miðstöð þeirra flestra, eða allra. □ Handhæg kort þarf að gefa út. „En auðvitað ættu slíkir leiðarvisar að vera sem víðast um bæinn. Og ekki nóg með það. Stjórn strætisvagnanna ætti líka að gefa út handhægt kort, sem sýndi áætlunarleiðir vagnanna og tilgreindi jafn- framt á hvaða tíma þeirra væri að vænta á hinum ýmsu biðstöð um... Og svo virðist mér það varla mega dragast lengur, að tekið verði upp það fyrirkomu- lag, sem tíðkast í flestum borg- um erlendis, og leyfir mönnum, innan ákveðins tímatakmarks, að skipta um vagna á leið sinni milli bæjarhluta, án þess þó að greiða aukreitis nema eitthvert brot a.f venjulegu fargjaldi“. — Þetta segir stúdentinn, og býst ég við að allir þeir, sem þurfa að nota strætisvagna, vilji taka undir orð hans. □ Rrezkar fyrirskipanir í landhelgismálum Islendinga. Idaður einn hringdi til blaðs- ins í gær og spurði, hvort Bjarni Benediktsson hefði ekki látið svo ummmælt í umræðum um landhelgismál á Alþingi í vetur, að skynsamlegast væri að bíða með aðgerðir til au'kn- ingar landlielginni þangað til fallinn væri dómur í Haag út af landhelgisdeilu Breta og Norðmanna. Manninum var svarað sem var, að á þessa leið gengu ummæli utanríkisráðherr ans. Og þá sagði maðurinn: „Mér finnst nú augljóst, að ráðherrann hefur þarna talað samkvæmt beinni eða óbeinni fyrirskipun frá Bretum. □ Míkið um „ráðíleggingar“ „Morrison hefur sem sé lýst því yfir að brezka stjórnin hafi „ráð^agt“ þeirri íslenzku að bíða með aðgerðir unz dómur er uppkveðinn í Haag! Nú er aðeins eftir að vita hvernig ísl. ríkisstjórnin bregzt við þeirri „ráðleggingu" hinnar brezku, sem Morrison skýrði einnig frá, að fresta jafnvel aðgerðum, þó að sá dómur gangi á móti Bret- um. Úr því mun reynslan skera“. □ „Gangið ekki á grasinu“ „Hlíðabúi" skrifar: ,,. .Þeg- ar nú þessir fáu grasblettir, sem prýða göturnar í bænum, koma undan snjó, þá blasir við manni átakanlegur vottur um þann skilningsskort sem bæjarbúar eru ennþá haldnir gagnvart þeirri viðleitni til auk innar prýði, sem hér um ræð- ir. Blettir þessir eru sem sé allir útsparkaðir, og sumir þeirra raunar orðnir eitt flag. — Fólk virðist nefnilega seint ætla að skilja, að varnaðar- orðin „Gangið ekki á grasinu" eiga ekki siður við á vetrum heldur en sumrum. Þau eiga meira að segja fremur við á vetrum en sumrin, því að þá er rótin oftast lausari fyrir. .. . En, sem sagt, ég ætlaði mér ekki að orðlengja um þetta, — aðeins vildi ég færa fram þá ósk, að Reykvíkingar lærðu að temja sér betri siði í umgengni við nýgræðinginn. — HIíðabúi“. * ★ * lsfisksalan Hinn 21. þ. m. seldi Geir 3619 kit fyrir 14115 pund í Grimsby. Karlsefni seldi 3904 kit fyrir 15044 pund 23. þm. í Grimsby. Ríkisskip Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er vænt- anleg til Reykjavikur í dag að vestan og norðan. Þyrill er norð- anlands. Ármann fer frá Reykja- vík síðdegis í dag til Vestmanna- eyja. Oddur er á Austfjörðum á norðurleið. Eimskip Brúarfoss fór frá London 23. þ. m. til Grimsby, Hull og Reykjavíkur. Dettifoss kom til Haifa i Palestinu 21. þm. Fjall- foss er i Reykjavik Goðafoss fór frá Rotterdam 21. þm. til Reykja- víkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld, 24. apríl, til Vest- mannaeyja og Isafjarðar. Sel- foss fór frá Gautaborg 22. þm. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavik 14. þm. til New York. Tovelil fer væntanlega frá Rott- erdam 25. þm. til Reykjavíkur. Barjama fermir í Leith um 25. þm. til Reykjavikur. Dux fermir í Amsterdam um 26. þm. til Reykja- víkur. Hilde fermir í Rotterdam um 27. þm. til Reylcjavíkur. Hans Boye fermir í Álaborg og Odda í Noregi i byrjun maí til Rvikur. Katla fer frá Reykjavík í dag, 25. apríl, til New York; fermir þar vörur til Reykjavíkur. Skipadeild SIS Hvassafell losar sement á Hvammstanga. Arnarfell lestar kol í Blyth í Skotlandi. Jökulfell átti að fara frá Norðfirði í dag áleiðis til Reykjavikur. Loftleiðir h. f. 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akur- eyrar, Patreksfjarðar, Sauðárkróks og Hólmavíkur. — Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannai- eyja- og Akureyrar. Nieturlaknir er í læknavarð- stofunni. — Sími 5030. Naeturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. 8.30 Morgunútvarp. * 1 9.00 Húsmæðraþátt ur. 10.10 Veðurfr. 12.10—13.15 Hádeg- isútvarp. 15.30 Mið- degisútvarp. — Kl. 18.20 Framburfðarkennsla í ensku. 18.30 Islenzkukennsla; II. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.25 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.30 Akureyrarkvöld: Þættir úr sögu héraðsíns; — samfelld dagskrá: Erindi, frásagnir, upplestur og tónleikar. 22.10 Djassþáttur (Svav ar Gests). 22.40 Dagskrárlok. Stúdentar 1941 frá Menntaskól- anum í Reykjdvík halda áríðandi fund í Iþöku laugardaginn 28. apríl e. h. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Guðlaug Ólafs- dóttir frá Flatey og Hákon Hákon- arson, sjóm.. Rvik. Rafmagnsskömmtunin. I dag, kl. 11—12, verður raf- magnslaust i Reykjavík á svæði sem nær yfir Vesturbæinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjark argötu. Melana, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfn ina með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Á sumardaginn fyrsta voru gef- in saman í hjónahand af sr. Bjarna Jóns- syni ungfrú Nína Lárusdóttir frá Seyðisfirði og Hans Benjamínsson, rennismið- ur frá Seyðisfirði. Heimili ungu hjónanna er á Grandavegi 39. Flugfélag Islands 1 dag er áætlað ’að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Helli- sands og Sauðárkróks. Á morgun eru ráðgerðar flugferðir tl Ak- ureyrar, Vestmannaeyja, Reyðar- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Neskaup staðar, Seyðisfjarðar og Sauðár- króks. — GuIIfaxi kom til Reykja- víkur í gærkvöldi frá Lóndon. Tafl- og bridgeklúbburinn tilkynnir: Aðalfundurinn er í kvöld. Stjórnin. Kvennaheimsókn Framhald af 8. síðu. gestirnir fiestir fara meö „Brand“ norður, en nokkrir þeirra þó landveg. Ættu ís- ilenzkar konur að athuga það, að þær geta keypt sér far með skipinu norður, og auðvitað er þeim heimil þátttaka í öðrum þeim ferðalögum og samkom- um sem efnt verður til í sam- bandi við heimsóknina. Verður þátttökugjald ávalt haft svo lágt sem frekast er kostur, Til- kynningar um þátttöku verða að hafa borizt fyrir 1. júlí, í síðasta Iagi, en eftirtaldar kon- ur veita þeim móttöku: Arn- heiður Jónsdóttir, sími 4768, Llára Sigurbjörnsdóttir, sími 3236, Sigríður Eiríks, sími 1965, Sigríður Magnússon, sími 2398, Þóra Vigfúsdófctir, sími 5199. Þær veita einnig nánari upp- lýsingar. Gestirnir munu búa um borð í skipinu meðan á heimsókninni stendur, nema hvað þær kon- urnar, sem landveg fara norð- ur, en þær verða að líkindum 30—40, þurfa áð gista í landi eina nótt, og er það vissa nefndarinnar, að gestrisni reyk- vískra húsmæ’ðra bregðist þar ekki fremur en endranær, og verði auðfengin gisting fyrir þennan hóp á heimilum þeirra. Væri gott, að þær húsmæður, sem hafa aðstöðu til að taka gestina til gistingar, láti ein- hverja af framanskráðum kon- um vita sem fyrst. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.