Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.04.1951, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. apríl 1951 Athugasemd frá Fasteignaeigenda- féíagi Reyhjavíkur Þjóðviijanum hefur bori/.t eftirfarandi skýrsla frá Iög- fræðingi fasteignaeigenda- félagsins um leigumiðlun I>á sem féíag Iians hefur stofn- að til í l>ví sltyni að liúseig- endur fái að velja úr ]>eim stóra hópi húsnæðisleysingja sem verða bjargarlausir í vor: Á sumardaginn fyrsta birtist í „Þjóðviljanum" grein um leigumiðlun Fasteignaeigenda- félagsins $ftir einhvern, sem kallar sig „Leigjanda". Þar sem tilgangur greinarhöfundar virð- ist fyrst og fremst vera sá að gera tortryggilega þá tilraun til leigumiðlunar, sem félagið er að gera, vill stjórn Fasteigna eigendafélagsins biðja blaðið að birta eftirfarandi athugasemd: Tilgangur leigumiðlunar er að sjálfsögðu sá að greiða fyrir bæði leigjendum og húseigend- um, og eins og sakir standa nú, er hún ekki síður í þágu leigj- endanna. Væri áð sjálfsögðu auðvelt fyrir húseigendur að leigja lausar íbúðir án milli- göngu leigumiðlunar, en eftir að húseigendum eru á ný feng- in umráð eigna sinna, taldi fé- lagið rétt og skylt að stuðla eftir megni að því, að húsnæð- islaust fólk gæti fengið hús- næði. Hugmyndin um leigumiðlun var rædd við stjórn Leigjenda- félagsins, og taldi hún sjálf- sagt að gera þessa tilraun. Þótt leigumiðlunin sé nú fyrst og fremst á vegum Fasteignaeig- endafélagsins, getur stjórn Leigjendafélagsins fengið að fylgjast með henni eftir vild, og ætlunin er að haga fram- tíðarskipan þessarar starfsemi í samráði við Leigjendafélagið á grundvelli þeirrar reynslu, sem fæst af' starfsemi hennar fram til 14. maí í vor. „Leigjandi" Þjóðviljans virð- ist aðallega finna leigumiðlun- inni tvennt til foráttu. Annað er það, að húseigendur skuli fá að velja úr umsóknum leigjenda en þeir ekki úr umsóknum hús- eigenda. Hitt er það, að tekið skuli vera 10 króna skrásetr,- ingargjald. Um fyrra atriðið er það að segja, að hver heilvita maður hlýtur að skilja það, að starf- semi þessarar leigumiðlunar sem annarar slíkrar miðlunar mótast af lögmáli framboðs og eftirspurnar. Allir vita, að eftir vspurn eftir húsnæði er nú mun meiri en framboðið. Þeir leigj- endur, sem til leigumiðlunar- innar hafa leitað, léitu flestir skrá sig tvo .fyrstu dagana, sem hún starfaði. Lágu þá elcki fyrir neinar tilkynningar frá húseigendum um laust húsnæði, þótt þær sem betur fer séu farnar að berast allmargar nú. Er harla erfitt að sjá, hvernig liægt er að framkvæma leigu- miðlunina við þessar aðstæður á annan veg en þann að velja úr þær húsnæðisumsóknir, sem eru í mestu samræmi við þau húsnæðistilboð, sem berast og koma síðan þeim umsækjanda, sem helzt kemur til greina, í samband við húseigandann. Auðvitað yrði þetta öfugt, ef framboð á húsnæði væri meira en eftirspurnin. Naumast getur „leigjandi" Þjóðviljans látið sér detta það í hug, að leigu- miðlunin eigi að tilkynna öllum, sem lagt hafa inn húsnæðisum- sókn, ef henni berst tilkynning um laust húsnæði, svo að allir sem vilja, geti farið og talað við húseigandann. Er hætt við því, að fáir húseigendur leit- uðu til leigumiðlunarinnar, ef hún sendi á þá stóran hóp manna. Allir vita líka, að í mörg undanfarin ár hafa íbúðir verið leigðar þannig, að aug- lýst hefur vérið eftir tilboðum, og húseigandinn svo að sjálf- sögðu valið úr j>eim, en alls ekki leyft öllum, sem umsókn hafa sent að skoða íbúðina. Fyrir leigjendur er starfsemi leigumiðlunarinnar áreiðanlega til bóta einmitt að þessu leyti, því að nú eru þó fremur tök á að láta sitja fyrir umsóknir þeirra, sem vitað er um, að séu í mestum vandræðum. Gall- inn er auðvitað sá, að mjög erfitt er að sannfæra sig um það, hverjir hafa brýnasta þörf fyrir húsnæði. i ,,Leigjandi“ Þjóðviljans gef- ur ákveðið í skyn, að leigumiðl- unin sé ágóðafyrirtæki fyrir Fasteignaeigendafclagið, af því að hver umsækjandi sé látinn greiða 10 króna skrásetningar- gjald. Þetta er hin mesta fjar- stæða. Hvorki Fasteignaeigenda félagið né Leigjendafélagið hafa nein fjárráð til þess að kosta leigumiðlun og hafa engan styrk til þeirrar starfsemi. Aug lýsingar eru hins vegar mjög dýrar og ráða liefur þurft sér- stakan mann til að v.inna við miðlunina. Ef fólk auglýsir eftir húsnæði kcstar smáaug- lýsing 30—50 krónur, en lík- urnar fyrir árangri af auglýs- ingunni áreiðanlegá mi'nni en leita til leigumiðlunarinnar. Það mun því áreiðanlega enginn leigjandd telja sér ofætlað í því,. þótt þanii, greiði 10 krónur Framhald á 5, síðu. Undlr eilí f ðar sti ör nmn v Eftir A. J. Cronin DAGUR „Ertu búinn að líta inn til pabba?“ Hann hristi höfuðið þögull og hélt áfram að horfa niður fyrir sig. Vonleysið í svip hans hrærði hjarta liennar. Hún gekk til hans og tók undir handlegg hans. „Þú verður að koma með mér“, sagði hún. „Ég er einmitt að fara þangað. Þú lítur svo ilfa út“. „Nei“, tautaði hann og dró að sér handlegg- imi eins og hrætt bam. „Þau vilja ekki sjá mig“. „En þú mátt til“, sagði hún. Og hann lét und- an eins og barn og leyfði henni að leiða sig að húsinu. Honum var þannig innanbrjósts, að hann gat farið að gráta á hverri stundu. Hún tók lykil upp úr tösku sinni, opnaði dyrnar og þau gengu inn í setustofuna, sem hann þekkti svo vel. Þegar Lára kom auga á nauðrakað höfuð hans gat hún ekki varist sárs- aukastunu. Hún tók um axlir hans og lét hann setjast í stól við eldinn. Hann sat þarna, náfölúr eftir fangavistina og fötin héngu utaná skinhor- uðum líkama hans, meðan hún flýtti sér fram í eldhús. Hún minnt'ist ekki á neitt við Minnu, vinnustúlkuna, heldur sótti te og glóðarbakað braúð á bakka handa honum. Hún horfði á hann með ánægjusvip meðan hann drakk teið og brag'ðaði á brauðinu. „Borðaðu það allt“, sagði hún blíðlega. Hann hlýddi. Hann fann strax á sér að hvorki Hettý né faðir hennar voru í húsinu. Og smám saman losaði hann sig vi'ð hugsunina um Hettý. Hann leit upp og leit í fyrsta skipti framan í Láru. „Þakka þér fyrir, Lára“, sagði hann lágt. Hún svaraði engu, en aftur brá fyrir sam- KVI t-,—- Klt m mrm: \Yf IDI R Nýja Bíó: Anna Pétursdóttir Það var með tals- verðri eftirvæntingu, að ég fór að sjá þessa mynd. Léikritið, sem sýningum var að liúka á í Iðnó, var skemmtilegt, þótt ekki væri að öllu leyti gallalaust. Bjóst ég við að augljósustu gallarnir yrðu lag- færðir: dramatísku á- hrifin aukin með því að bæta við dálitilli kómiit, etc. Sú vafð þó eltki raunin á; einu kómiksenunni úr leikritinu var meira að segja sleppt. Kvik myndin verður því enn þyngri en leik- ritið — og mátti þó ekki á bæta. Margt er vel gert í þessari mynd, enda leikendur þroskaðir og öruggir í'list sinni, auk þess sem ýms atriði njóta auðvitað góðs af þeirri tækni, er kvikmyndin hefur umfram leiksviðið. Samt finnst mér leik ritið öllu áhrifameira. Stóru augnablikunum eru þar gerð betri skil, t. d. þegar Anna kall ar á Martein eða er dauða Absalons ber að höndum. Einn oltk ar leikara finnst mér standa sínum danska kollega fyllilega á sporði, Þorsteinn 'Ö. Stephensen og er iangt til jafnað, þar sem með hlutverk Absal- ons fer einn færasti leikari Dana, Thor- kild Rose. Forráða- menn kvikmyndahúss ins eiga þakkir skilið fyrir þá linkind, er þeir sýna fátækri leik starfsemi okkar, með því að hefja ekki sýr.ingar fyrr. E. DAVlÐ úðarglampa í andliti liennar eins og eldurinn á arninum hefði lýst það upp sem snöggvast. Hann gat ekki varizt því að taka eftir hversu mikið hún hafði elzt; það voru baugar undir augum hennar, hún var hirðuleysislega klædd og hárið fór ekki vel. Þrátt fyrir sína eigin þjáningu fylltist hann undrnn og ótta yfir þess- ari breytingu. - - „Er nokkuð að, Lára? Hvers vegna ertu hér — alein ?“ Það kom þjáningarsvipur í augu hennar. „Það er ekkert að“. Hún beygði sig áfram og skaraði í eldinn. „Ég dvelst hjá pabba þessa viku -— ég loka húsinu á Hæðarenda á meðan“. „Lokar húsinu?“ Hún kinkaði kolli og bætti síðan við lágri röddu: „Stanley er á hvíldarheimili i Bouniemouth; þú veizt sjálfsagt ekki að hann varð fyrir tauga- áfalli. Ég fer til hans þegar ég er búin að ganga frá öllu hér heima“. Hann leit á hana með vonleysissvip; hann fylgdist ekki með. „•En verksmiðjurnar, Lára?“ spurði hann loks. „Það er búið að ráðstafa þeim“, svaraði hún hljómlausri röddu. „Þær skipta minnstu máli, Arthur“. Hann hélt áfram að horfa á hana orðlaus og undrandi. Þetta var ekki sú Lára, sem hann hafði þekkt. Örvæntingarsvipurinn á andliti hennar var hræðilegur, þessir drættir kringum munninn, hæðnislegir og þó dapurl^gir. Leynt hugboð sem til var orðið af þjáningum lians sjálfs, sagði honum að þarna væri særð sál undir kæruleysisskelinni. En hann þoldi ekki að hugsa hugsunina til enda, þreytan yfirbugaði hann aftur. Hvorugt þeirra mælti orð um stund. „Mér þykir leiðinlegt að gera þér svona mikla fyrirhöfn, Lára“, sagði hann loks. „Þetta er engin fyrirhöfn". Hann, hikaði, honum fannst hún óska þess að hann færi. „En fyrst ég er komihu hingað, þá fannst mér — þá fannst mér ég eins geta beðið — þangað til Hettý kæmi“. Aftur varð þögn. Hann fann að hún horfði á hann. Svo reis hún upp af arinteppinu, þar sem hún hafði setið og starað inn í eldinn, og nam staðar fyrir framan hann. „Hettý er ekki hérna lengur“, sagði hún. „Hvað segirðu?" „Nei“. Hún hristi höfuðið. „Hún á heima í Farnborough núna -—• skilurðu —“ Þögn. „Þú skilur það, Arthur. Dick Purves á heima þar“. „En hvað -—“ Hann þagnaði skyndilega. Eitt- hváð brast í hjarta hans. „Veiztu það ekki“, sagði Lára sömu hljóm- lausu röddinni. „Hún giftist honum í janúar“. Hún leit í kringum sig í stofunni og lagði hönd- ina. á öxl hans. „Okkur kom þetta öl'lum á óvart; þegar hann fékk Viktoríukrossinn, það var skömmu eftir að móðir þín dó. Hann fékk kross- inn fyrir að skjóta niður flugvélina. Okkur datt aldrei í hug, Arthur .... En Hettý virtist taka skjóta ákvörðun. Fregnin uni brúðkaupið var í öllum blöðunum“. Hann sat grafkyrr, eins og stirðnaffur. „Svo að Hettý er gift“. „Já, Arthur". „Það datt mér aldrei í hug“. Hann kyngdi og það fór titringur um allan líkama bans. „genni- lega hefði hún ekkert viljað með mig hafa hvort sem var“. Hún gerði enga tilraun til að íiúgga hann. Hann reyndi að rísa á fætur. „Jæja, ég verð,.að fara“, hann'"óstyrkri röddu. „Nei, Arthur, þú mátt ekki fara strax. Þú ert svo illa útlítandi". „Það versta er .... að mér líður líka illá'. Hann reis á fætur með eríiðismunum. „Gpð minn góffur. Ég er svo undarlega máttlaus. Það er eins og höfuðið á mér sé tómt.. Hvern- ig á ég að komast á brautarstöðina ?“ Hann tók hendiimi um ennið. Lára gekk í veg fyrir hann. „Þú ferð ekki fet, Arthur. Ég vil ekki að þú farir, þú ert enginn maður til þess. Þú verð- ur að fara í rúmið“. „Þér gengur gott eitt til, Lára“, sagði hann loðmæltur og riðaði á fótunum. ,,Mér gengur lika gott til. Okkur gengur báðum gott eitt til‘‘ Iiann hló. ,,En við getum bara hreint ekkert gert“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.