Þjóðviljinn - 20.05.1951, Blaðsíða 8
Róttækir stúdentar mótmæla hernámiriu
MlUj,
SiUiilli'
Burt með allan erlendan her csf
íslandi! ísland fyrir íslendinga!
Sunnudagur 20. maí 1951 — 16. árgangur — 110. tölublað
„Fundur haldinn í Félagi róttækra stúdenta fimmtu-
daginn 17. mai 1951 minnir á baráttu stúdenta í sjálf-
stæðismálum þjóðarinnar, fyrst fyrir sambandsslitum við
Dani og stofíiun lýðveldis á íslandi og síðar gegn erlendri
íhlutun og erlendum herstöðvum 1 landi voru, og vísar
til. afstöðu stúdenta til kröfu Bandaríkja N.-Ameríku um
herstöðvar hér á landi til 99 ára og fundarsamþykkta,
er þeir hafa gert um þau efni.
Fundurinn lýsir yfir, að róttækir stúdentar munu
halda frám óbreyttri stefnu í þessum málum.
Fundurinn vskur athygli á, að Bandaríki N-Ameríku
héldu ekki herverndarsamninginn frá 1941 um tafar-
lausan brottflutning hersins aö- styrjöld lokinni, þver-
brutu Keflavikursamninginn og hafa nú svikið þau lof-
orö, sem íslendingu'm voru gefin viö inngöngu þeirra
í Atlantshafsbandalagið um að herseta í landinu á frið-
artímum kæmi ekki til mála, og telur ekki sæmandi
neinni frjálsri þjóð að una við slíka lítilsvirðingu, sem
íslendingum hefur í þessum málum verið sýnd.
Fundurinn mótmælir þeirri fyrirlitningu íslenzkra
stjórnarvalda á óskum og vilja þjóðarinnar, sem lýsir
sér í óþingræðislegri aðferð og skýlausu stjórnarskrár-
broti við gerð þessa nýja samnings um setu erlends
hers í landinu, sem á friðartímum ógnar sjálfstæði,
tungu og menningu þjóðarinnar, en á ófriðartímum
býður heim dauða og tortímingu, og telur fundurinn
þess vegna samning þennan ekki bindandi fyrir ís-
lendinga. .
Fundurinn heitir á alla stúdenta, hvar í flokki
sem þeir eru, að standa fast saman um rétt þjóð-
arinnar til að ráða landi sínu ein og án allrar
erlendrar íhlutunar og vera vel á verði um allt,
sem íslenzkt er.
Látum kröfu allra íslenzkra stúdenta vera:
Bitzi með allan erlendart her a! íslandi.
Island iyrir Islendinga.
Var það þetta hlutskipti?
Framhald af 1. síðu.
Sjálfstæði landsins svikið og svívirt.
UM SÖMU MUNDIR gerast þeir atburðir að traðkað er
á helgustu réttindum íslenzku þjóðarinnar, sjálf-
stæðí landsins svikið og svívirt og erlendum árás-
arher leyfð yfirráð yfir íslandi. Þess mun ekki
langt aö bíða að hinn erlendi her fremji níðings-
verk gagnvart þjóöinni með aöstoö innlendra
leppa sinna og eru þau níðingsverk raunar þegar
hafin 1 sambandi við verkföllin með aðstoð stjórn-
ar A.S.Í.j eins og rakið var í' blaðinu í gær. Herinn
á að setjast að um allt land, m.a. hér í Reykjavík,
og hann mun hugsa sér að leika íslendinga eins
og herraþjóð leikur nýlenduþræla, á meðan ráð-
herrar íslands bukta sig og beygja í andstyggi-
legustu auðmýkt.
■yk Ráöherrar í stöðugu lúxus- og land-
ráðaflakki.
OG ENN HELDUR stjórnin áfram afturhalds- og eymd-
arstefnu sinni í samræmi við kröfur herraþjóð-
arinnar. Okurvörur streyma inn i landiö, full-
búnar iðnaðarvörur sem eiga að drepa innlenda
iðnaðarinn, en framleiðslustarfsemin og bygginga-
framkvæmdir eru lamaðar á skipulegan hátt af
fjárhagsráði og bönkum. Valdamenn þjóðarinnar
lifa eins og hver dagur sé hinn síðasti. Ólafur
Thors er nýbúinn að vera þrjá mánuði á Spáni, til
að skipuleggja hinar sérstæðu gjaldeyristekjur ætt
ar sinnar, til að skipuleggja innflutning á abrí-
kósum frá í hitteðfyrra, nælonsokkum á 96 krónur
og gerónýtum dúkum og til þess að skemmta sér
í veizlum og bílífi með spönskum fasistum, vin-
um sínum. Bjöm Ólafsson er nýkominn heim úr
nokkuna vikna lúxusflakki vun Evrópu. Eysteinn
■ Jónsson er nýfarinn til Bandaríkjanna á fund yfir-
boðara sinna. Og er þá ótalið heildsalaliðið og
stórgróðalýðurinn, skjólstæðingar ríkisstjómarinn-
ar. v,
Eldur í Fatagerð-
inni Sunnu
Talsverðar skemmdir
vélum og efni
Rétt fyrir kl. 11 í gærmorg-
iin kom upp eldur í Fatagerð-
inni Sunnu, Bergþórugötu 3.
Talsverðar skemmdir urðu á
efnivörum og vélum. Eldsupp-
tök eru ókunn.
Slökkviliðið fékk tilkynningu
um eldsvoðann kl. 10,58 f.h. og
var talsvert mikill eldur í hús-
inu þegar það kom á staðinn.
Húsið Bergþórugata 3 er stein
hús með timburgólfi. Kom eld-
urinn upp á neðri hæð í vestur
enda hússins, en komst ekki
uppá efri hæðina, og urðu því
ekki neinar skemmdir þar. Eig
andi Fatagerðarinnar Sunnu er
Helgi Lárusson frá Klaustri.
Þróttur lýsir fullum shilitingi
við verkalýðsfélögin — Segir
upp samningum I. juní
Verkamatmafélagið Þróttur á Siglufirði hélt fund
s.I. fimmtudag og samþykkti fundurinn álýktun þar
sem lýst var ánægju félagsins yfir því víðtæka sam-
starfi sem tekizt hefur með verkalýðsfélögunum sunnan-
og vestanlands í yfirstandandi kjaradeilu.
Samþýkkti fundurinn að veita féiögum þeim sem í
deilu eiga fullan stuðning.
Fundurinn samþykkti ennfremur að fela stjórn og
trúnaðarráði Þróttar að lýsá yfir vinnustöðvun frá og
með 1. júní hjá .öllum þeim atvinniirekendum sem ekki
hafa samið fyrir þann tíma. Samþykkt þessi var þó
bundin því skilyrði að full samvinna verði höfð við önn-
ur félög á Norðurlandi sem leggja þa til deilu.
Norðlenzku félögin sem sagt háfa upp samningum
halda ráðstefnu í dag á Akureyri, en að henni lcjkinni
mun verða haldin ráðstefna allra verkalýðsfélaganna í
Alþýðusambandi Norðurlands.
Saranorræna sundkeppnin hef st í dag
Cíert ráð fyrlr að 10 þiis. f s-
lendingar taki þátt i
keppninni
■-TTT-
1 dag hefst um allt land einhver merkilegasta iþrótta-
keppni, sem íslendingar hafa verið þátttakéndur að — hin sam-
norræna sundkeppni — Hún er frábrugðin öðrum íþróttakeppn-
um að því leyti, að nú reynir ekki aðeins á fáa útvalda, held'ur
almenning —- fjöldann, og einnig að því Ieyti til, að ekki er
képpt við tímann, því ekkert tímatakmark er sett, heldur er
þrautin sú ein, að synda 200 m bringusund áu hvíhlar ein-
hvcrntíma á tímabilinu frá 20. maí—10. júlí 1951.
I framkvæmdanefnd fyrir
Reyk.javik eru Gunnar Vil-
hjálmsson, Björn Þórðarson,
Einar Sæmundsson, Sigurður
Magnússon og Atli Steinarsson
Strax á morgun hefst sjálf
sundkeppnin. En vegna þess
hve áliðið er vors og skólar
margir hverjir hafa lokið störf
um, var ákveðið að þeim skyldu
helgaðir fyrstu dagar keppninn
ar. Á miðvikudag og fimmtu-
dag hafa þeir að mestu lokið
þrautinni og mun þá almenning
ur komast að til þátttöku á
hvaða tíma dags sem er frá
því sundstaðirnir (Sundhöllin
og Sundlaugarnar) eru opnaðar
að morgni til þess tima sem
lokað er að kveldi.
Framkvæmdanefndin heitir á
alla Reykvíkinga að láta eikki
sinn hlut eftir liggja, en þó að
hópast ekki svo til sundstað-
anna fyrstu dagana að ekki
verði unnt að afgreiða alla taf-
ariaust. Er því ráðlegt að hafa
samband við framkvæmdanefnd
ina, sérstaklega ef um hópferð-
ir er að ræða.
★ Var það þetta sem þú greiddir atkvæði?
MÆTTI HALDA ÁFRAM að draga upp drætti
þeirrar ömurlegu heildarmyndar sem er nú
skýrari en nokkru sinni fyrr. En eitt má ekki
gleymast: Þetta niðurlægingar og eymdará-
stand er bein afleiðing af skilningsleysi ís-
lendinga sjálfra í tvennum alþingiskosning-
um, 1946 og 1949. Þjóðin kaus yfir sig þetta
ástand — vegna þess að hún gerði sér ekki
ljósa þróunina og eðli þeirrar gerspilltu klíku
sem stjórnar afturhaldsflokkunum þremur
sameiginlega. En nú verður almenningur að
læra af staðreyndunum. Sú niðurlæging sem
leidd hefur verið yfir íslenzku þjóðina skal
verða hlutskipti klíkunnar sjálfrar þegar þjóð-
in fær næst tækifæri til að gera upp við hana
endarilega.
Lögregluþjonninn
ófundinn
Friðrik Sveinsson Iögreglu-
þjónn, sem hvarf hér í bænum
í fyrradagy var ófundinn þegar
blaðið fór í prentun í gær.
Víðtæk lcit var framkvæmd í
gær undir stjórn lögreglunnar
og tóku leitarflokkar skáta
þátt í henni. Leitað var í bæn-
um og nágrenni lians.
Handavinnusýning í
Kvennaskólanum
Fjölbreytt og skemmtileg
handavinnusýning verður í
Kvennaskólanum nú um helg-
ina. Er það margvísleg handa-
vinna námsmeyjanna sem sýnd
verður. Sýningin er opin í dag
og á morgun kl. 2—10.
m m r »• (■ r
Atomondin i
Nýja bíói
Nýja bíó er byrjað sýningar
á kvikmyndinni atomöndin og
er viðfangsefni myndarinnar
kjarnorkukapphlaupið — í dá-
lítið broslegu 'ljósi. Ungur mað
ur sezt að með brúði sinni uppi
í sveit og ætlar að gerast það
sem á engilsaxnesku máli nefn-
ist gentleman-farmer. Svo kom
ast yfirvöldin á snoðir um að
ein öndin hans verpi úraníum-
eggjum, og á samri stund er
landherinn kominn og setztur
að á bænum, en landherinn hef
ur vart komið sér fyrir þegar
flugherinn birtist á lofti og
lendir á túninu, og áður en nokk
ur veit af stendur sjóliðið við
hliðið. Málið fer fyrir þingið
— og jafnvel Sameinuðu þjóð-
irnar. Allir eru í kapphlaupi
um kjarnorkuna! En þetta
verða menn að sjá sjálfir. Það
borgar sig áreiðanlega.
Æ. F. R.
Aðalínndur Æ. F. R.
verður haldinn n. k.
þxiðjndag ki. 8.30 e.h.
«$ hérsgöiv L