Þjóðviljinn - 13.06.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1951, Síða 3
Miðvikudagur 13. júní 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 T" ss 3339 Þorri skólaæskunnar atvinnulaus Æskan verður að gefa sig fram til skráningar Skólaæskan stendur nú uppi algerlega varnar- laus gegn atvinnuleysinu ,sem afturhaldið hefur leitt yfir hana. Hundruð fullfrískra, vinnufærra pilta og stulkna hafa þegar lokið prófum sínum til þess eins að reika um atvinnulaus, foreldrum sínum til angurs og ama. Sljóleiki og vonleysi sezt að þessari æsku og eykst með hverjum degi atvinnuleysis, með hverri árangurslausri tilraun, sem gerð er til að komast í viðunandi sumarvinnu. — Atvinnuleysið er meira nú í vor, en það hefur verið þrjú undanfarin vor. Samt bregður svo ein- kennilega við, að þessi hundruð atvinnulausra ungmenna leynast alltof vel í henni Reykjavík í aag. íhaldið, höfundur atvinnuleysisins, á ennþá gott með sveín vegna atvinnumálanna. Æskan hefur enn ekki fundið leið til að kveða svo að kröfum sínum um atvinnu að íhaldið verði and- vaka. Þó er kröfuherinn sannarlega orðinn nógu stór. En honum heíur ekki tekizt að sameina sig, hann er enn ekki hæfur til að berjast fyrir frum- rétti sínum: Atvinnu. Þó eru ráð tiltæk, sem hægt er að nota til að ýta við og.þjarma að íhaldinu, vekja það af svefninum. ‘v. v UndirbúnJngurinn undir Berlínarmótið er mjög langt kominn í flestimi löndum heims og er dagskráin alltaf að aukast og >'erða íjölbreyttari með hverri vik'unni, sem líður. — Æska frá Cyprus mun kom með dansflokka og söngkóra. Frá Skot- larnlj koma þrjú knattspyrnulið og frá Indlandi kemur fljótasti hlaupari Asíu. Sovétmeistariun í kúluvarpi Lipp mun einnig koma til Berlínar. — 1 hverri borg A.-Þýzkalands er nú unnið að því að búa til minjagripi til að gefa hin'um erlendu gestum, og eru sumir þeirra mjög frumlegir og táknrænir. — Myndin hér að ofan' er af hvítasunnugöngu þýzkrar æsku í Berlín 1950. I - i! Berlínarfarar I athugið! Berlínarfararnir eru alvarlega áminntir um að j; j: skila hið fyrsta 3 passamyndum ásamt upplýsingum ;j j; um passanúmer og 1000 króna innborgun til Eiös jj j: Bergmanns, Skólavörðustíg 19, sími 7500. jj Bráðlega verður haldinn fundur með væntan- jj I; legum þátttakendum, þar sem ferðalagið og undir- jj !; búningurinn verða rætt ýtarlega. jj jj NEFNDIN. jj Æskan fargar nú hverri vik- unni á fætur annarri fyrir ekk- ert. Hún á að nota hina týndu daga til að finna hagnýt, hríf- andi ráð til þess að láta ráða- mennina vita, að sinnuleysi þeirra um atvinnumál æskunn- ar er nokkuð sem ekki verður þolað refsingarlaust. Skólaæsk- an verður að finna leiðina til að gera kröfurnar um vinnu að síbylgju í eyrum þess íhalds sem ber ábyrgð á núverandi atvinnuástandi. í staðinn fyrir mas og nudd inná heimilum verða að kveða við háværar krclfur um vinnu, hvar sem æskan er stödd, kröfur sem æskan verður að gera að höfuð máli sínu og samtaka sinna af hvaða tagi sem þau annars eru. Þetta verður æskan að gera, ef hún vill ekki að íhaldið grafi hana lifandi, geri hana að sljóum aumingjum og þjóf- um eins og því tókst að gera fleiri unglinga að á síðasta ári heldur en nokkru sinni áður frá því fyrir stríð. ★ HINN ATVTNNULAUSI SPYR: HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? I fyrsta lagi ber að gefa sig fram við Ráðningarskrif- stofuna og Vinnumiðlunarskrif- stofuna og láta skrá sig þar. Vinna ötullega að því að fá atvinnulausa kunningja og s'kólasystkini til að gera slíkt hið sama. Með því fást opinber- ar skýrslur yfir atvinnulaust námsfólk. Þær skýrsiur þéna, sem öflugt áróðursgagn fyrir þau málgögn, sem vilja styðja atvinnukröfur skólaæskunnar. Það er langt frá því að „ekki hafi þýðingu" að gefa sig fram til skrásetnÍBgar, þótt engin .vinna fáist við það, eins og sumir af einskæru skilnings- leysi halda fram. Það vantar um fram allt öruggar skýrslur um atvinnuástandið, skýrslur til að hrista framan í íhaldið án afláts, skýrslur, sem skóla- æskan getur útvegað með því einu: Að gefa sig fram. I öðru lagi: Sérhverjum at- vinnuleysingja ber að minna í sífellu á sitt atvinnuleysi og skólasystkina sinna. Honum ber áð minna á tengslin milli sumar starfsins og vetrarnám&ns, hvernig verið er að svipta hann möguleikunum til náms, hvern- ig verið er að neyða hann til að liggja sem ómaga upp á foreldrum og kunningjum með atvinnuleysinu. Þegar íhalds- maðurinn og aðrar afturhalds- LANDNEMINN hefur nú kom- ið út samfellt í 3 ár á veg- um Æskulýðsfylkingarinnar, blaðið hefur stöðugt verið að auka vinsældir sínar, með því að auka fjölbreyttni, hvað efnisval snertir. Áskrif- endum að blaðinu Iiefur stöðugt farið fjölgandi, en þrátt fyrir það er nauðsyn á flciri áskrifendum og hef- ur Landncmanefndin ákveðið að safnað verði ekki minna en FIMM HUNDRUÐ nýjum áskrifendum á þessu ári. Allar deildiv Æskulýðsfylk- ingarinnar verða að gera allt, scm þær mega, íil að safna áskrifendum og er enginn vafi, að ef allir leggja fram sitt starf, þá verður létt að saina fimm hundruð sprautur eru samkv. forskrift frá áróðursstofnunum Banda- ríkjanna að lýsa, hvernig Stalín sé þá mínútuna að þvinga lífið úr sárasaklausum manni fyrir austan Úral, þá ber þér að minna á ofansagða hluti, þ. e. hvernig íhaldið er að þvinga þig til að hætta námi, hætta að vinna þér lifibrauð, hvernig það neyðir þig til að liggja upp á vinum og vandamönnum, sem eiga nóg með sig. Með því að minna á þetta ertu strax stiginn út úr bandarísíkri áróð- nrsflækju, búinn að setja sprautuna út af laginu, búinn að taka mál á dagskrá, sem hef ur meginþýðingu fyrir þig og hundruð annai'ra, sem eins er komið fyrir. Þetta er sannar- lega nægilega einfalt. En þessu vilja beztu menn gleyma og vaða þess í stað elg banda- rískrar vitleysu, sem íhaldið útbýtir til að fá menn til að gleyma veruleikanum í kringum sig, tala sig frá honum. ★ AÐRAR LEIÐIR OG „RÁÐSTAFANIR" ÍHALDSINS. Við vitum að engri vinnu- miðlun, sem sinnir sérstaklega atvinnuleysiskröfum þúsunda skólafólks í Reykjavík, hefur verið komið á fót. Að slík vinnumiðlun fyrir skólafólk skuli ekki vera til er smánar- blettur á Reykjavík. Ihaldið hefur sinnt þörfum nokkurra tuga unglinga háttstandandi embættismanna og burgeisa. Sú vinnubót hefur ekkert að segja fyrir skólaæskuna úr verika- iýðs- og millistétt; hún dugar aðeins til að pabbadrengur við- komandi embættismanns eða burgeiss, sé ekki fyrir bón- kústi vinnukonunar heima hjá sér. Það er vinnumiðlun fyrir þá aðeins, sem sízt þurfa vinnu með. Þetta er þröngt klíku- starf, sem heggur ekki í nám- unda við lausnina á því alvar- askrifendum :;ð hinu vinsælx íímariti ungra sósíalista. FYLKINGIN í Reykjavík hefur ákveðið að safna 200 áskrif- endum fyrir, L júlí. Til að ná þessu marki Æ.F.R. vant ar aðeins lierzíuimininn, eða urn 60 áskrifendur. En við meg’um ckki láta liennan ár- angur verða til þcss, að við sláum slöku við söfnun nýrra áskrifenda. Við verð- um að láta þennan árangur verða okkur hvatning til virkra starfa í þágu Land- nemans, hver einasti félagl verður að leggja sig fram við söfnun nýrra áskrifenda. LANDNEMINN er eina æsku- lýðsblaðið, sem gefið er út á Islandi, allt æskufólk ætti því að lesa Landnemann. Sýnið vinum ykkar og kunn- ingjum Landnemann og íáið þá til að gerast áskrifendur. í Landnenxanum gefst ís- lenzku æskufóiki kostur á að kynnast flestum hinum yngri rithöfundum og skáld- um íslendinga, þýddum skáldsögum, ljóðum og rit- gerðum, auk ýmsu öðru efni til fróðleiks og skemmtunar. TAKMARKIÐ er að Landnem- inn nái tíí alls seskufóiks í landinú og eins og segir í ávarpsorðum 1. tbl. 1. árg. Landnemans: „Ritinu er ætlað það híutverk að vinna aiþýðuæskuna á íslandi tii fylgis við sósíaiismaim, svo og að fiytja þeirri æsku ýmis legt af riíuðu orði til fróð- leiks og skemmtunar." — Fylkingarfélagar um iand allt, starfið fyrir Landnem- ann, safnið áskrifendum og munið að takmarkið er: ekki færri en fimm liundruð nýir áskrifendur að Landneman- um á þessu ári. Fyltóngar- félagar í Reykjavík munið, að í Reykjavík er fyrsta takmarkið 200 áskrifendur fyrir 1. júlí. Hafið samband við skrifstofu Æ.F. að Þórs- götu 1. Herðum söfnunina og vinnnm Ötullega að því að hinu setta marki vCrði náð. Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar — sambands ungra sósíalista RITSTJÓRAR: Guðlaugur E. Jónsson Halldór B. Stefánsson Sig Guðgeirsson (áb.) V---------------- ;_________> Framhald á 6. síðu. Safnið áskrifendum að LANDNEMANUM

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.