Þjóðviljinn - 17.06.1951, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.06.1951, Qupperneq 1
Sunnudag'ur 17. júní 1951 argangur 133. tölublað fSnkkunnn Féíagar, munið að koma í skrifstoíuna og greiða ílokks gjökl ykkar skilvíslega. Skrif stofan er opin daglega frá kl. 10—7, nema á laugardög- um frá kl. 10—12. Þlngkosningarnar í Frakklandi í dag löghelgað kosningas vindl Sfjórnarflokkarnir hafa samvinnu vi3 ný- fasista de Gaulle gegn kommúnistum í dag fara fram þingkosningar í Frakklandi, hin ar fyrstu síðan 1946. Kosnir verða 544 þingmenn í 103 kjördæmum. tveir til 11 í hverju. Kosningarnar fara fram samkvæmt nýjum kosn ingalögum, sem sett voru ti.l þess að reyna að ræna Kommúnistaflokk Frakklands þingsætum. Á síðasta þingi voru kommúnistar stærsti flokkurinn, höfðu 168 þingmenn kosna í Frakklandi og fengu 28,2% greiddra atkvæða í kosningunum 1946. Þær kosn- ingar voru hlutfallskosningar, hver flokkur hlaut þingsæti í samræmi við atkvæðaíölu s-ína, en það fyrirkomulag hefur nú verið afnumið með nýju kosningalögunum. Réne Pleven, forsætisráðherr ann, sem lagði frumvarpið áð kosningalagabreytingunni fyrir þingið, sagði í þingræðu, að ef nýjar kosningar færu^ fram sam kvæmt hlutfallsfyrirkomulaginu kæmu kommúnistar öflugri en áður í þingsalinn, að þeim lokn- um. Þessu !á nú að afstýra með lögheiguðu kosningasvindli, sem á fáa sína líka. Herriot þingfor seti, sem átti mikinn þátt i setningu nýju kosningalaganna, kallaði þau „óskapnað" í þing- slitaræ'ðu sinni. Fbkkur með 25% alkvæða gæti feattið meirihhifa á þingsS Samkvæmt nýju kosningalög- unum geta flokkar boðið fram hver sinn lista, en þó haft með sér kosningabandalag. Kjós- andi þarf ekki að verða þessa var, hann krossar við sinn flokkslista á kjörseðlinum, þar kemur hvergi fram, að hann er raeð því að greiða atkvæði bandalagi hinna fjarskildustu flokka. Til þess að kcsna á kosn jngabandalagi milli lista nægir ti’kynning frá a'ðilum til kjör- stjórnar á hverjum stað. í kjördæmum, þar sem kosn- ingabandalag fær 50% eða raeira greiddra atkvæða, hlýtur það öll þingsætin. sem kosið cr um, og þau skiptast eftir hlutfallsreglum milli framboðs- listanna, sem að bandalaginu standa. Þetta fyrirkomulag get- ur haft hinar fáránlegustu af- ieiðingar. Það getur til dæmis skeð, áð flokkurf sem fær ein- ungis 25% atkvæða í öllu land- inu nái hreinum meirihluta á þingi, ef hann cr í sigursælu kosningabandalagi í öllum kjör- dæraum. ÞHgsæfi fvrir 5% afkvæða. ekkerf • fyrir 49%! Eigi að kjósa 10 þingpaenn í kjördæmi og kosningabandalag vinni það, þarf flokkur í banda- lagínu ekki a’ö fá nema 5% at- kvæða til að koma manni að. En flokkur, sem byði fram gegn kosningabandalaginu í sama kjördæmi, fengi engan mann kjörinn þótt hann hlyti 49% atkvæða, eða tífalt fleiri en sá, sem kæmi manni að. Fái ekkert kosningabandalag hreinan meirihluta í kjördæmi, skiptast þingsætin þar eftir hlutfallsreglum. Einsog til að undirstrika svindltilganginn með hinum nýju kosningalögum mæla þau svo fyrir, að hreinar hlutfalls- kosningar skuli gilda i tveim- héruðum Frakklands, Seine og Seine et Oise. Þessi héruð ná yfir París og úthverfi henn- ar, og þar á að kjósa 75 þingmenn. Þau er undanskil- in meirihlutafyrirkomulaginu vegna þess, að miklar líkur eru til að kommúnistar fái þar meirihluta greiddra atkvæða og fengju því öll þingsætin, ef sömu reglur giltu um þau og aðra landshluta! • GauIIisfar og stiórnar flckkarnir í bandalagi Sósíaldemokratar og borg- araflokkarnir, sem stóðu að setningu nýju kosningalaganna, létu í fyrstu i veðri vaka, að þeim væri beint gegn nýfasist- um de Gaulle hershöfðingja cngu síður en kommúi.istum. Annað varð þó uppi á teningn- um í framboðunum. — Enginn stjórnarflokkanna hefur nokk- ursstaðar gengið til samstarfs við kommúnista, en í 12 kjör- dæmum eru stjómarflokkarnir og flokkur de Gaulle í kosn- ingabandalagi, og i ýmsum kjör dæmum eru dulbúnir gaullist- ar í bandalagi vi'ð stjórnar- flokkana. Það var ekki á stjórn arflokkunum heldur á gaullist- um, sem strandaði að úr kosn- ingabandalagi yrði þeirra á milli enn víðar. I 12 kjördæmum hafa engin kosningabandaiög komizt á, í kjördæmum, sem kjósa 36S þingmenn, hafa allir stjórnar- Jacques Duclos flokkarnir komið sér saman í kosningabandalög. Stefna friðai og velmegunar Siðan kosningabaráttan í Frakklandi hófst 28. maí, hafa flokksforingjarnir ferðast um iandið þvert og endilangt og Framhald á 7. síðu. IransMar heimta mgu Miklar viðsjár eru nú í Iran vegna þrjózku enska auðfélags ins Anglo Iranian að afhenda illa fengin ,,réttindi“ sín. I gær fóru 40 þúsundir manna kröfugöngu í Teheran og krafð ist fólkið þess að þjóðnýting olíulindanna og olíuvinnslustöðv anna yrði framkvæmd tafar- laust. Formaður þjóðnýtingarnefnd- arinnar lýsti yfir í gær áð ekki yrði samið við Anglo Iranian fyrr en það hefði greitt írönsku stjórninni 75% af olíutekjum félagsins frá 12. júní að telja. Hátíðahöldin í dag: Þjóðhátíðaruefnd skorar á fólk að fjölmenna í skruðgöngurnar I Hátíðahöldin í dag hefjast kl. 1,15, en þá er gert ráð fyrir að fólk safnist saman í skrú'ð- göngurnar, vesturbæingar á Hringbraut við gamla kirkju- garðinn, en austurbæingar við Sundhöllina. Hefur þjóðhátíð- arnefnd eindregið mælzt til þess, að félagasamtök komi í gönguna með félagsfána og að foreldrar komi með börn sín. Hátíðahöldin við Austurvöll hefjast með guðsþjónustu. Að henni lokinni mun forseti Is- lands leggja blómsveig að þlðÐVILUNN 303 íslendingar skoruðu mark í gær í áskrifendasöfnun sinni fyrir eina íslenzka dag- blaðið — Þjóðviljann. — Gærdagurinn varð nýr metdagur, því að J)á bættust Þjóðviljanum 13 nýir áskrif endur og heildartalan hækk- aði í 303. Þar með hefur sú áskorun Njarðardeildar verið fram- kvæmd að ná heildarmarki söfnunarinnar fyrir 17. júní, eða 14 dogum fyrir tilskilinn tíma! Með þessum glæsilegu und irtektum liafa íslendingar sýnt, hveriiig ]ieir meta Þjóð viljann og baráttu hans fyr- ir frelsishugsjónum þess manns, sem öll þjóðin minn ist í dag'. AlÞingishúsqarðurinn opinn 12—7 daglega Alþingishúsgarðurinn verður opnaður almenningi í dag og verður hann opinn eins og tvö undanfarandi sumur hvem dag •kl. 12—7. Það var að tilhlutun Fegrun- arfélagsins að garðurinn var opnaður almenningi sumarið 1949 og varð haiin þegar mikið sóttur. Garðurinn er friðsæl) og fallegur staður í hjarta bæj arins, þar er nóg af bekkjum og skjólgott. Broddaklíkan ærist: Reynfr að Iiræða lieiðarlega Fram- sóknarmeim með brottrekstrum Tíminn skýrir frá að „stjórn- ir“ Framsóknarfélags Reykja- víkur og Félags ungra Fram- sóknarmanna í Keykjavík hafi ákveðið að reka Berg Sigur- björnss., frambjóðanda vinstri Framsóknármanna • Mýrasýslu úr félögunum. Það er broddaklíkan í Fram sókn, logandi hrædd við það að nokkur maður rísi upp í Fram sóknar f'I okknum og bendi á hvæ iangt flokksforystan er leidd í faðmlögum við svartasta íhald landsins, nú siðast með samþykki við nýju hernámi Is- lands, sem „rekur“. Hitt cr ólíklegt að Hermanni Jónassyni, Eysteini og öðrum afturhaldspokum Framsóknar takizt að hræða heiðarlega Framsóknarmenn frá skoðun sinni með brottrekstrum. Þeir munu finna það að Framsókn liefur ekki öll selt sig á mála íhaldsins og Bandaríkjanna. styttu Jóns Sigurðssonar. Þá flytur Guðrún Indriðadóttir á- varp fjallkonunnar og Stein- grímur Steinþórsson ræðu af svölum Alþingishússins. — Kl. 3,30 hefst íþróttamót, kvenna- knattspyrna og leikfimissýn- ing á íþróttavellinum. I kvöld er svo skemmtun á Arnarhóli. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur, Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur syngja, borgar- stjórinn flytur ræðu, Guðmund- ur Jónsson syngur einsöng, KR- ingar sýna leikfimi, Lárus Pálsson les ættjarðarljóð og Þjóðkórinn syngur undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Hátíða- höÉiunum lýkur síðan með dansleikjum á þremur. stöðum í bænum: Lækjartorgi, Lækjar- götu og Hótel íslands lóðinni. Hátíðahöldin undanfarin ár hafa farið vel fram, varla sézt drukkinn maður á götunni og framkoma fólks yfirleitt verið með þeim hætti er sæmir þjóð- hátíðardegi íslendinga. Vonar þjóðhátíðarnefnd að svo verði enn. Situr þing verkamannasam- Framkvæmdanefnd Alþjóða flutningaverkamannasambands- ins (sem er deild úr Alþjóða- sambandi verkalýðsfélaganna), hefur boðið Birni Bjarnas.vni að sitja þing sitt sem haldið verður í Vín 16.—19. júlí n.k, Björn Bjarnason var sem kunnugt er fulltrúi íslands á stofnþingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna og hefur mætt á þingum þess síðan. Björn hefur ákveðið að taka boðinu. Menntaskólanum var sagt upp í gær og útskrifuðust 97 stúdeníar. I næsta blaði verða birt nöfn nýju stúdentanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.