Þjóðviljinn - 17.06.1951, Qupperneq 5
Sunnudagur 17. júní 1951 — ÞJÖÐVILJTNN — (5
tri
ÞJOÐFYLKING UM
Viðnámsbarátta ísiendinga
„Látum oss ímynda oss að vér yrðum fyrir
árásum útiendrar þjóðar, og hún tæki sér nokkra
staði í landinu og byggi þar um sig meir og meir;
ættum vér þá að horfa á meðan hún væri að því
og sitja aðgjörðalausir? Eða ættum vér að koma
saman á eyðimörku langt uppi í landi og halda þar
samkomur og skemmta oss og forðast að koma
nærri fjandmönnunum, þangað til þeir væru orðnir
svo rammir að vér gætum ekkert aðhafzt?"
Jón Sigurðsson forseti í Nýjum félagsritum.
■ r\
Fyrir réttum sjö árum fagn-
aði íslenzka þjóðin fullu frelsi,
algeru sjálfstæði, síðustu bönd
sjö alda kúgunar höfðu verið
slitin og lýðveldi var endur-
reist, á íslandi.
• I dag býr þjóðin við þær að-
stæður sem Jón Sigurðsson ]ýsti
fyrir rúmri ö!d. Útlend þjóð
hefur gert árás á Islendinga,
hún ^ hefur tekið sér nokkra
staði í landinu og býr þar um
sig meir og meir. Og hin forna
spurning Jóns Sigurðssonar er
nú efst í huga hvers Islend-
ingsl: Hvað eigum við að gera;
eigum við að sitja aðgerðalaus,
eigum við að láta eins og ekk-
ert hafi gerzt, flýja af hólmi
og una við fánýt viðfangsefni
þai' til árásarþjóðin hefur bund-
ið íslenzku sjálfsforræði þann
endahnút sem aldrei mun
rakna? Svarið kemur frá Jóni
Sigurðssyni, frá hinui látlausu,
óþreytanlegu sjáifstæðisbaráttu
hans og kristailast í kjörorði
ævi hanSjt
Eigi víkja.
★
En hverjar eiga þá að verða
aðgerðir þjóðarinnar? Islend-
ingar eru fámenn og vopnJaus
þjóð og þeir hafa ekki tök á
að svara ofbeldi Bandaríkjanna
í sömu mynt. I þess stað verða
þeir að beita vopnum andans,
menningu sinni, þjóðlegum
metnaði og sívaxandi sam-
heldni og einingu um réttindi
sín.
Hernámið mun hafa áhrif á
daglegt ]íf hvers einasta manns.
Þess vegna ber hverjum Is-
lendingi að móta allt lífemi
sitt í samræmi við það minn-
ast þess hverja, stund að hann
er íslendingur í frelsisbaráttu,
ekki síður en skæruliðar þeir
sem vopnum beita.
I samskiptum við hernáms-
liðið ber hverjum Islendingi að
sýna köldustu kurteisi og forð-
ast alla þá sambúð sem ekki
er alveg óhjákvæmileg. Enginn
Islendingur tneð virðingu fyrir
sjálfum sér eyðir frítímum sín-
um í hópi árásarhermanna,
skemmtir sér með þeim eða tal-
ar við þá.
Þegar býzku nazistarnir her-
riámu Danmörku og for-
ustumenn afturhaldsflokkanna
beygðu sig af auðmýkt og
sömdu við þá af fullkomnustu
undirgéfni, urðu fyrstu við-
brögð þjóðarinnar þau að um-
lykja hernátnsliðið- algerum
kulda. Danski rithöfundurinn
Ebbe Neergaárd segir svo - í
bók sinrii „Det stædige Dan-
mark“:
' „Hvassara við nám fólst í
þyí að sjá ekki Þjóðverja. Það
spratt upp af sjálfu sér og
var mjög algengt. Það á^i að
vera kalt andrúmsloft umhverf-
is „hina framandi", þeir áttu
einmitt að finna að þeir væru
framandi í landinu — fólk svar-
aði ekki þegar ringlaður, bama-
Iegur þýzkur hermaður spurði
til vegar, hann gat gengið frá
manni til manns eftir endilangri
götu án þess að fá svar, fólk
gekk aðeins leiðar sinnar. Og
veitingahús tæmdust smátt og
smátt ef veitingamaðurinn varð
fyrir því óláni að hópur þýzkra
hermanna settist við borð —
það varð kalt loft umhverfis
það borð“.
Sömu aðferð var beitt við
svikara sem gengu erinda her-
námsliðsins. eins og danska
skáldið Paul Sörensen lýsir í
kvæðinu „Undrið“:
„Fólk sem hann þekkti, fólk sem
hafði varpað
kveðju á hann fyrir stuttri stund,
— það
sá ekki manninn. Segði harin
„góðan dag“;
renndi það augum eftir stefn-U
hljóðsins
og gegnum manninn, likt og væri
hann ioft,
unz þvi varð ljóst, að hér var
engu að heilsa,
og skundaði áfram (undirfurðu-
legt,
af því að standa sig að svona
grillum).
Ja, ótrúlegt? En satt!“ „Þér segið
það!
Sáuð þér manninn sjálfur?" „Ég?
Sá ég hanh?
Sagði ég ekki, að enginn hefði
séð hann!“
„Þér meinið kannski, að maðurinn
gufaði upp!“
„Með húð og hári! I öðru and-
rúmslofti,
þar sem er önnur skipting ljóss
og skugga,
hefði máslti einhver grillt hann.
En í okkar
augum var þarna enginn".
„Flónskuþrugl!
Slík undur brytu í bág við skyn-
semina.!“
„Öll undur gera það! En þeim ber
saman
við tilfinningar fólkssins fyrir
því“.
„Við tilfinningar fólksins?" „For-
takslaust!"
(Magnús Ásgeirsson þýddi)
Slík „undur“ urðu brátt mjög
algeng eftir hernám Danmerk-
ur, og afleiðingin varð meðal
annars sú að margir veitinga-
húseigendur neituðu að hleypa
hermönnum inn til að halda
dönskum viðskiptavinum sín-
um, verzJanir neituðu að selja
setuliðsmönnum o. s. frv.
Andi og framkoma, sambæri-
legt þessu, hlýtur að gagnsýra
hvern Islending sem bér -virð-
ingu fyrir sjáfum sér og þjóð
sinni.
Jafnhliða verða Islendingar
svo að leggja rækt við alla
þætti menningar sinnar, því að
sjálfsögðu mun hernámsþjoðin
Þá rís hann, sá hvíti, sem (
frelslslns fjall.
er fagurt og hátt gegnum ald-
irnar stendur.
„Ég mótmæli . .“ hijómar hans 1
hiklausa kall,
sem hrópl hvert brjóst úti um '
dali og strendur.
Og það er sem bergmáli blá- \
grýtishalllr
með brennandi turna: „Vér -
mótmælum alUr!“
Jóhannes úr Kötlum. i
leggja áherzlu á að má burt
sérkenni íslenzkrar menningar
og greiða áhrifum sínum braut.
Tungan verður í hættu, þjóð-
legar bókmenntir heyja baráttu
við bandarísk hasarblöð og
sorpkvikmyndir, sérstaklega
verður reynt að halda banda-
rískum afsiðunaráhrifum að
æskulýðnum. íslendingar verða
því að vera vel á verði um
alla þætti þjóðlegrar menning-
ar sinnar, og sérstaklega þarf
að veita skólurn, útvarpi, leik-
húsum, blöðum og tímaritum
vökult og vaxandi aðbald, eins
og nokkur tök eru á.
Jafnframt er þörf á víðtæk-
asta eftirliti með réttindum Is-
lendinga á öllum sviðum. Eftir
því sem ágengni hernámsliðsins
vex er hætt við að tilfinning
almennings fyrir sjálfsögðum
réttindum sínum sljóvgist, og
slík þróun er öllu öðru hættu-
legri.
Á öllum sviðum þjóðlífsins
barf þrautseiga og óbilandi
baráttu, eins og Jón Sigurðs-
son boðaði 1842:
„Það þarf annað en hja!-
ið tómt til að hrinda íslandi
á fætur aftur, — það þarf
atorku og ráðdeild og fram-
sýni og þoUyndi. — Það þarf
meira en fárra manna afl. —
Það Jmrf afl og dug heillar
þjóðar“.
ic
Á fvrsta degi hernámsins, 7.
maí,1951 samþykkt Sósíalista-
flokkurinn ávarp til íslendinga
þar sem þessi atriði voru þann-
ig dregin saman:
„Látið ekki æðrast, þótt of-
beldi sé beitt og iátið ekki held-
ur ögra yður til verka, sem
innrásarherinn mvndi nota sem
átyllu til frekari árása.
Berjizt um hvert atriði réttar
vors til yfirráða í landi voru,
þegar innrásarherinn hyggst að
ræna þeim rétti.
Standið saman úrn að islend-
ingar haldi óskertn dómsvald'
í landi sínu! Hindrið að Banda-
ríkjamenn fái sjálfir að dæma
í eigin sök, geri þeir sig, seka
nm rán, nauðganir og maiin-
Framhald á 6. síðu.
Sigurfearáðía Islendinga
„Nú vona ég að ílestir sjái hvað satt er í því, að
alþing komi þeim ekki við; því þó þar væm engir
nema hinir svokölluðu höfðingjar, þó þeir töluðu
þar um ekkert annað en aðferð þá, sem þeir ættu
að hafa til að gjöra gagn sjálfra sín sem mest, þó
þeim þætti ekkert sitt gagn annað en sjúga merg
og blóð úr alþýðu og auka í öllu veldi sitt bæði and-
legt og líkamlegt — þá væri samt víst, að alþing
kæmi allri alþýðu við, cg hverjum einum hennar
þegar að er gáð, og það væri bein skylda hvérs
sem gæti, að taka svari alþýðunnar og framfylgja
rétti hennar með alefli, en hitt sýndi hann hina
mestu ráðleysu og doðaskap, að láta kúga sig að-
gjörðalausan og leggja sig í bönd með rangindúm,
þó höfðingjarnir væru svo skammsýnir að þeir vildu
gjöra það."
Jón Sigurósson í Nýjum félagsritum
Hin sigursæla barátta Jóns
Sigurðssonar fyrir endurreisn
alþingis var einhver mikilvæg-
asti áfangi sjálfstæðisbarátt-
unnar, og þá var vegur hins
endurreista alþingis mestur þeg
ar lýðveldi var stofnað á ný
á Þingvelii fyrir sjö árum. En
hinn raunsæi stjórnmálamaður
gerði sér fyllilega ljóst að svo
gæti farið að á aiþingi réðu lög-
um og lofum svokallaðir höfð-
ingjar, menn sem hugsuðu að-
eins um þrengstu sérhagsmuni
sína, menn sem legðu alla á-
herzlu á að sjúga merg og blóð
úr alþýðu og væru reiðubúnir
til að svíkja dýrhstu og helg-
ustu réttindi hennar. Slíkt tíma-
bil ]ifir þjóðin nú.
Og nú er algengt að menn líti
til aiþingis með vmnleysi og
uppgjöf og telji stjórnmálabar-
áttuna vonlausa. Hafa valdhaf-
amir sjálfir ýtt vitandi vits
undir þá skoðun með því að
gera virðing alþingis sem
minnsta og traðka á sjálfum
meginreglum þess.
En slík uppgjöf ber vott um
ráðleysi og doðaskap, eins og
forsetinn komst að orði fyrir
ritmri öld. Með stjórnmálabar-
áttu getur þjóðin einmitt unnið
fullan sigur í frelsisstríði sínu
við árásarveldi Bandaríkjanna;
geri þjóðin alþingi að vopni
sínu er sigur hennar vís.
En til þess þarf hin víðtæk-
ustu sambönd sem brjóta niður
öll fyrri skilrúm milli flokka.
Þegar þýzku nazistarnir lögðu
undir sig Danmörku, svo að enn
sé vikið að hliðstæðu dæmi,
gengu flestir forsprakkar borg-
arafjokkanna og sórfildemó-
krata erinda hernámsliðsins. Ö-
breyttir fylgisinenn alira flokka
sameinuðust hins vegar hlið
við hlið í frelsishreyfingunni,
án tillits til fyrri hieypidóma,
bannig að hún varð fljótlega
öflugasta valdið í landinu.
Samskonar þjóðfylkingu um
sjálfstæði landsins þarf einnig
að mynda hér á Islandi með
þrautseigu og ötulu starfi, og
sú þjóðfylking þarf að taka
völdin á alþingi Islendinga.
Á hinum mikla útifundi Sós-
íalistaflokksins, 16. maí s. 1.
gerði Brynjólfur Bjarnason
grein fyrir þessari sigurbaráttu
íslendinga á skýran og óbrot-
inn hátt. Hann sagði m. a.:
„Vift skulutn hugsa okkur að
þaft tækist að fella frá kosn-
ingu meiribluta þeirra 42 þing-
manna, sem hafa svikið lanðift
okkar í hendur hinu bandaríska
herveldi og í stað þeirra væm
kosnir eindregnir andstæðingar
hernámsins. Slíkt þing mundi
segja upp Atlanzhafssamningn-
um og herverndarsamningnum,
krefjast þess að Bandaríkiri
hefðu sig á brott með herlift
sitt tafarlaust og leggja fram
kæru á hendnr þeim í öryggis-
ráðinu, ef annað dygfti ekki.
Við sknlum hugsa okkur aft
jafnframt væri Þjóftviljinn, eina
dagblaðið, sem túlkar málstáð
Islendinga, orftinn útbreiddasta
blað landsins. Þá hefðu Banda-
ríkin beðið einhvem mesta ó-
sigur í sögu sinni fyrir vopn-
lausri þjóð, og Islendingar imn-
5ð glæsilegan sigur, sem mundi
tendra eld í brjósum hundraða
milijóna um allan heim. Eins
og stendur er hernám Islands
leikur á taflborði kalda strífts-
ins. Skynsamlegasti leikurinn,
sem Bandaríkin gætu leikið
eftir slíkan ósigur væri aft
draga her sinn til baka. Og ef
bau gerðu þaft ekki, þá væri
það afteins spurning um tíma,
hvenær þau yrftu aft hrekjast
héðan. Því hvort sem verður
stríft efta friður, hljóta Banda-
ríkin að biða ósigur fyrir öfi-
um frelsisins. „Þaft vinnur
aldrei neirui sitt dauftastríft“.
Og beim mun ekki verða þolaft
aft ísland sé eins og skamm-
byssa miftuð á Evrópu.
Hver einasti Islendingnr þarf
aft skslja það, að það er undir
okkur sjálfum komið, hvort vift
fáir og smáir og vepnlausir
vinnum sigur í baráttunni vift
hift volduga Bandaríltjaauftvald
grátt fyrir járnum. Hver ein-
asti Islendingur, sem hugsar
eins og Islendingur, verður aft
skilja það, aft þegar hann greift-
ir atkvæði sitt, sannfærir fé-
laga sinn um það hvernig lion-
um beri að greiða atkvæði, á-
kveftur að gerast áskrifandi að
Þjóðviljanum, eða aflar Þjóð-
viljanum nýs áskrifanda, þá er
hann að heyja baráttu sem
sköpum ræður um örlög Is-
lands. í daglegu starfi sínu er
hann hermaður á þeim vígvelli,
sem sker úr um sigur efta ó-
sigur“.
Á þennan hátt geta IslendK
Framhald á 6. síðu. ‘ _ j