Þjóðviljinn - 21.06.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.06.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. júní 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 77. júni Keflavik i Keflavík. — Frá fréttaritará Þjóðv. IIátíðah()Idin í Keflavik 17. júní hófust kl. 2 með því að fáninr. var dreginn að hún á hinni sérstöku fánastöng, sem aðeins er flaggað á 17. júní. Þá setti form. þjóðhátíðar skemmtunina og sunginn var þjóðsöngurinn. Þar næst var á- varp fjallkonunnar og sungin ættjarðarljóð. Valtýr Guðjónsson forstjói’i flutti minni dagsins og guðs- þjónusta var haldin af séra Emil Bjömssyni. Söng annaðist kirkjukór Keflavíkur'drkju. Þá fór fram f jölbreytt íþrótta keppni, sem bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar tóku þátt í. Um kvöldið var dansað í sam komuhúsum bæjarins. 77. júni NorSfirSi Norðfirði. — Frá fréttaritara Þjoðv. 17. júfci hátíðahöldin hófust hér með g'uðsþjónustu, sr. Guð- mundur Helgason sóknarprest- ur prédikaði. Kl. 1,30 hófst skrúðganga og samkoma við sundlaugina kl. 3 Gunnar Ólafsson skólastjóri setti samkomuna en aðalhátíðar ræðuna flutti Björn Þorsteins- son sagnfræðingur. Þá fór fram sundsýning og sundkeppnir, þátttakendur voru 51, allt frá 7 ára aldri. Þá fór fram keppni í 50 m sundi frjálsri aðferð kvenna. Erna Marteinsdóttir synti vegalengdina á 37,6 sek. sem er nýtt Austurlándsmet og bezti tími sem náðzt hefur hér á landi í ár. Alda Þórarinsdótt- ir synti vegalengdina á 39,6 og Bára systir hennar á 40,5. Kl. 5,30 hófst handknattleikur kvenna á íþróttavellinum milli giftra kvenna og ógiftra og unnu þær giftu. Þá kepptu einnig Innbæingar og Útbæ- ingar og iðnaðarmenn og verzl- unarmenn í knattspyrnu. Um kvöldið var dansað. 77. júní NiarSvík ' * Njarðvík. — Frá fc"éttaritara Þjóðv. Hátíðahöld Njarðvíkinga hófust með skrúðgöngu undir forystu skáta frá þorpinu og að samkomuhúsinu. Hallgrímur Jónasson, kennari flutti minri: dagsins, Oddbergur Eiríksson !.-s upp kvæði og nem endur úr Flensborgarskóla sýndu kabarettsýningu. Dans- leikur um inmldið. Aðalfundur Uppeldismálaþing Samb. ísl. barna- og Landsamb. framhaldsskólakennara Byggður verði nýr kennaraskóli og stofnuð deild í npp- eldisvismdum við Háskóla Islands SSS Uppeldismálaþing Sambands islenzkra barnakennara og Landsamband framhaldsskólakennara, sem haldið var dagana 13.—16. þ. m. samþykkti svohljóðandi ályktun um menntun kennara: Sjöunda uppeldismálaþing, háð í Reykjavík 13.—16. júní 1951, lítur svo á, að fullkominn árangur af starfi skólanna sé að miklu leyti háður góðri og vaxancii menntun kennara. Telur þingið, að stóraukna áherzlu beri að leggja á það, að kennara- efni fái sem bezta menntun, hagnýta og fræðilega. I þessu sam- bandi leyfir þingið sér að benda á það, að Kennaraskóli Islands, sem veitir kennaraefnum skyldunámsstigsins lögboðna mennt- un, býr við húsnæði, sem háir starfi hans mjög og gerir suma þáttu þess óframkvæmanlega. Þingið telur þó, að enn verra sé ástatt um menntun ’kennaraefna gagnfræðastigsins. Engir kennarar framhaldsskólanna, að norrænunemendum undanskild- um, eiga hér á landi kost hæfilegs náms til undirbúnings starfi sínu. Ýmsir hafa þó með ærnum kostnaði aflað sér viðhlítandi þekkingar í kennslugreinum sínum, en flesta Skortir uppeldis- fiæðilega og kennslufræðilega undirstöðumenntun. Þetta ástand lamar mjög starf framhaldsskólanna og dregur úr árangri þess. Af þessum sökum leyfir uppeLdismálaþingið sér að beina eftirfarandi áskorunum til menntamálaráðherra, fræðslumála- stjóra og rektors Háskóla íslands: I. Kennaraskólinn. 1. Hraðað verði byggingu keunaraskólans, svo sem frek- ast er unnt. Við teikningu skól- ans sé vel séð fyrir þeim stór- felldu breytingum í kennslu- tækni og kennsluaðferðum, sem nú gerast óðum og sýnilega Stud. med. Olav Brunborgs Minnefond Úr sjóði þessum ,er veittur styrkur á hverju ári (2000 norskar krónur) stúdent eða kandídat (karlmanni, helzt inn- an við þrítugt). Styrkurinn er veittur til skiptis Islendingi og Norðmanni, að þessu sinni norskum stúdent eða kandídat til náms við Háskóla íslands næsta vetur. Umsóknir s'kal senda háskól- anum í Osló (Det akademiske kollegium, Universitetet í Oslo) innan 7. september næstkom- andi. munu fara í vöxt á þessum síð ari helmingi aldarinnar. 2. Jafnframt kennaraskólan- um verði reistur fullkominn æf- ingaskóli, sem lúti stjórn kenn araskólans og starfræktur verði til hagnýtrar fræðslu og æfinga kennaraefna skyldu námsstigsins. Þingið telur æf- ingakennsluna einn meginþátt kennaramenntunarinnar og vill hvetja til þess, að hún verði stóraukin, jafnskjótt og bætt húsakynni kennaraskólans leyfa. Núverandi skilyrði til æf- ingakennslu telur þingið óvið- unandi með öllu. II. Menntun unglingaskóla- kennara og gagníræða- skólakennara. 1. Uppeldismálaþingið fagnar því skrefi, sem stigið hefur ver ið með breytingu á reglugerð fyrir Háskóla Islands, nr. 47 1942, þar sem ákveðið er, að háskólinn veiti kennaraefnum gagnfræðastigsins og mennta- skólanna eins misseris kennslu í uppeldis- og kennslufræði. Skoðar þingið þessi ákvæði sem viðurkenmngu á því, að upp- eldisleg og kennslufræðileg menntun sé hverjum kennara nauðsynlag. Hins vegar telur þingið að þessi ráðstöfun muni þá fyrst ná tilgangi sínum að fullu, er allur þorri þeirra manna sem gerast vilja kenn- arar við unglingaskóla og gagn- Framhald á 6. síðu. 77. júni beyoisTiroi Seyðisfirði. — Frá fréttaritara Þjóðv. Hátíðahöldin 17. júr.í á Seyð- isfirði hófust með guðsþjónustu, sóknarpresturinn sr. Erlendur Sigmundsson prédikaði. Síðan var farið á hátíðasvæði bæjarins,' Erlendur Bjöjnsson bæjarstjóri flutti ræðu og Bjöm Jónsson kennari talaði um dag- inn og veginn. Þá fór fram fim leikas^ning undir stjóm Björns Jónssonar lögregluþjóns. Þá var boðhlaup og hindrunar- hlaup pilta, kepptu sveitir frá Frystihúsinu og Vélaverkstæði Péturs ÍBlöndals. Giftir og ógift- ir karlmenn kepptu í knatt- spyrnu og unnu ógiftir með 2 : 0. Um kvöldið var dansað í barnaskóianum. Veður var sæmilegt, en hefur verið kalt undanfarið, hiti 8— 10 stig, en er þó batnandi. Vinsœlt söng- lagahefti I NYRRI ÚTGÁFU ’Fágætt mun að söngvasafn • liafi orðið jafn vinsælt og Org- antónar Brynjólfs Þorláksson- ar orgariista. Þeir eni orðnir margir Islendingarnir sem þau hefti hafa glatt og glætt lijá ást á góðum lögum. Organtónar hafa alllengi ver- ið ófáanlegir, en nú hafa dætur Brynjólfs Þorlákssonar ráðizt i að gefa þá út Ijósprentaða og er fyrra heftið nýlega komið í bókabúðir. Er ekki að efa að ' þessi prýðilcgu sönglagahefti , eigi enn eftir að eignast nýja ■ ■vini, auk þeirra gömlu senv halda tryggið við þá. Sjúhrahús íi hygyingu Norðfirði. Frá fréttaritara, Þjóðviljans Byrjuð er virina við byggingu, i sjúkrahúss Neskaupstaðar, verð " ur byggð ein hæð i sumar og á að lcomast undir þak fyiir haustið. Byggingarfélag Alþýðu er að byggja 4 íbúðir. Fyrir nokkru hélt sr. Guð- mundur Helgason fyrirlestur um Rússlandsför sína og sýndi á eftir kvikmynd af lifandi prestum og kirkjum í Sovét- ríkjunum. Bærinn hefur nú ráðið til sín garðyrkjumann til að sjá um fegrun í görðum bæjariris. Byrjað er að ryðja Oddskarðs- veginn og mun hann verða fær um næstu mánaðamót, 1 í Fjórar skáldsögur Halldórs KiljansS Laxness gefnar út af Dietz Verlag, Berlín Salka Valka, skáldsaga Halldórs Kiljans Laxness, er nýkcjmin út í þýzkri þýðingu hjá Dift/. Verlag, Rerlín, stærsta útgáfufélagi Þýzkalands. Þýðingiu er gerð af frú Elisaheth Göhlsdorf. Sagan er öll í einu bindi í þýzku útgáfunni. Jafnframt tilkyr.nir Dietz Verlag að í undirbúningi sé þýzk útgáfa af þrem öðrrim skáldsögum Halldórs Riljans Laxness. Eru það Sjálfstætt fólk, Islandsklukk- an og' Atómstöðin. Togarasamningamir og sfjérn Sjomannafélagsins Formaður félagsins játar að vafasamt sé að sjéii&enn sam- þykki fraiiile&igfiigii san&i&i&igai&iia til 1. jami 1952 feslst í dag Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvmnufélaga hefst í dag (fimmtudag) í hinum nýju heimkynnum samvinnumanna í BorgarfirSi. —r Mun - fundurinn standa þrjá daga, e.n að honum loknum verða haldnir aðalfund- Framhs.ld á 6. siðu Það athæfi stjórnar Sjó- mannafélags Reykjavíkur að sitja á leynifundum með tog- araeigendum, og semja við þá um framlengingu á kjarasamn- ingum sjómanna fram til 1. júní n.k. hefur að vonum mælzt mjög illa fyrir meðal sjómanna og vakið þá að nýju til um- hugsunar um hvernig hag þeirra er komið meðan stjórn félagsins er í höndum sendi- manna útgerðarmanna. Eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á er óhugsaridi að nokkur önn- ur stéttarfélagsstjórn hefði viðhaft þau vinnubrögð, sem stjóm S.R.- er staðin að í sam- bandi við þetta • mál. Og er hlutur Sjómannafélagsstjórn- arinnar engu betri þótt svo kunni að fara, að starfandi sjó- menn taki fram fyrir hendur hennar í atkvæðagreiðslu um samning hennar. En svo virðist nú komið að broddarnir í stjórn S.R. óttist að verknað- ur þeirra hljóti ekki staðfest- ingu sjómanna. Játning Garðars. Kemur þessi hræösla Sjó- mannafélagsstjórnarinnar greini lega fram í grein eftir Garð- ar Jónsson í Alþbl. í fyrrad. Segir G. J. svo orðrétt um at- kvæðagreiðsluna': ,,.. . . vil ég engu spá um úrslit hennar, en grunar þó, eftir samtölum við sjónienn, að áhöld geti orðið um, hvort samþykltt verður eða t'ellt". Þarna játar form. Sjómanna- félagsstjórnarinnar að sjómenn séu síður en svo ánægðir með gjörðir stjórnarinnar í þessU máli. Verður ekki önnur á- lyktun dregin af játningu Garð- ars en hann búist eins við því að togarasjómemi neiti að sam- þykkja samningsframlenging- una. Kemur þetta engum á ó- vart sem eitthvað þekkir til starfa og kjara togarasjómanna og hvar skórinn kreppir að í þeim efnum. Og ætli það sé ekki fremur fágætt að verka- lýðsfélagsstjórn gangi frá samningi við atvinnurekendur, sem eins miklar líkur eru til að hljóti ekki samþykki félags- mannanna þegar hann er und- ir þá borinn. Ef til "vill sýnir fátt betur en þessi ótti G. J. við dóm sjómannanna sjálfra, hversu mikið vantar á, að stefna og athafnir stjórnar S. R. séu í samræmi við þarfir og vilja starfandi sjómanna. Tilraunir G. J. til að af- saka vinnubrögð stjórnar S. R. með því, að samningurinn nái ekki fullnaðargildi nema sjó- menn samþykki, missa alveg Framhald á 7, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.