Þjóðviljinn - 29.06.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1951, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júní 1951 — ÞJÓÐVILJINN (3 ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON ################################• Er (andsliðið vel valið? Sjaldan munu menn hafa orðið á eitt sáttir um val úr- vals eða landsliðs, og svo mun vera í þetta sinn, er menn sáu lið það er landsliðsnefnd valdi til að keppa við Svíana í kvöld. I þeim umræðum skyldu menn varast að bera þeim mönnum á brýn hlutdrægni og félags- hyggju, því það getur hitt þá sjálfa. Hins vegar er eðlilegt að með rökum sé á bent ef eitt- hvað fer miður úr hendi nefnd- arinnar. Svo við tökum mark- manninn fyrst þá virðist það fremur hæpið að tefla Bergi Danmörk Ausfurrík! 3:3 AUSTXJRRlKI HAFÐI 2:0 I HÁLFLEIK Fyrir nokkru léku Austurríki og Danmörk landsleik i knatt- spyrnu sem endaði 3:3. I hálfleik höfðu Austurríkis- menn 2 gegn 0. I síðari hálf- leik gerðu Danir 3 mörk á 21 mínútu. Fyrirliðinn Knud Lund- berg náði mjög góðum leik við vinstri úth. Aage Rau Jensen. Jensen skoraði tvisvar sinnum úr spyrnum frá Lundberg en Lundberg sjálfur gerði þriðja markiö. — Austurríki jafnaði 10 mín. fyrir leikslok. J. Louis betri en nokkru sinni síðan hann var heims- meistari Frá því var sagt í fréttum nýlega að Joe Louis hefði slegið Norsk-Ameríkanann Lee Sav- old niður í sjöttu lotu, en þeir börðust um réttinn til að keppa um heimsmeistara- tignina við Ezzard Charles. Sav- old var gjörsamlega búinn áð vera þegar Louis sendi hann með hörðu hökuhöggi í góifið. Leikurinn var stórsigur fyrir Louis. Hann var í sókn allar loturnar og hinir 18 þúsund á- horfendur hylltu hann eins og í „gamla daga“ þegar hann sigraði hvar sem hann kom. Slög hans voru mun hættulegri en á undanförnum leikjum. I annarri og fimmtu lotu tókst Savold að koma liöggum á Louis og sýna nokkra mót- stöðu. Dómarar dæmdu Louis einróma allar 5 loturnar. Louis virtist alls óþreyttur eftir leik- inn; það eina sem á honum sá var bólguhnúður fyrir neð- an vinstra auga eftir högg frá Savold í fimmtu lotu. Hann keppir við Ezzard Charles í september n. k. fram í þessum leik og vissu- lega tekur nefndin á sig mikla ábyrgð; það er sama þó læknir hafi úrskurðað hann fullfæran til þess, þá getur alltaf óhapp komið fyrir og hvað yrði þá um okkur sagt í erlendum blöðum og hvað segðum við hver við annan? Þetta er ekki sagt til hnjóðs Bergi, því ég dái hann sem góðan markmann og virði fyrir viljaþrek hans og dugnað, en við verðum að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru þó okkur þyki það slæmt. Svo er önnur hlið á þessu máli, og hún snýr að mótherjunum og hana ber ekki síður að taka tillit til. Vonandi kemur ekkert það fyrir sem valdið geti leiðindum. Um bakverðina munu menn yfirleitt vera sammála; þeir séu þeir beztu sem viö eigum, þó Haukur sé heldur óvanur að leika þar. Einar er líka sjálf- kjörinn sem miðframvörður. Sæmundur hefur á undanförn- um árum verið okkar bezti framvörður og vera má að hans mikla reynsla bæti upp hvað hann hefur verið slappur í vor. En ef dæma á eftir frammi- stöðu manna í leikjum þessa sumars, þá hefði Guðjón Finn- bogason eða Halldór Halldórs- son átt áð leika þar. Hafsteinn Guðmundsson er öruggt bezti maðurinn sem vinstri franV vörður; þó fer það eftir því hvort Svíarnir leika hátt eða láta knöttinn ganga frá manni til manns, því þá hættir honum til að vera staður. Að sjálfsögðu verðum við áð gera ráð fyrir að ná sókn af og til. Rikharður er mjög lík- legur til að byggja upp og brjótast í gegn, eins og hann hefur leikið í vor, en nú fær hann nýja menn í kringum sig nema Þórð, og tekst honum að ná sambandi við þá? Þess vegna vaknar spurning- in: Er 'Akurnesingaframlinan ekki of sundur slitiri ? Hún vai viðurkennd bezta framlínan í íslandsmótinu. Þá hefði verið eðlilegast að láta hana halda sér sem mest, t. d. Þórður, Ríkharður, Halldór og ólafur Hanríesson vinstri út- herji eða kannske öllu heldur ,,tríóið“ Ríkharður, Þórður, Pétur. — Bjarni Guðnason hef- ur ekki leikið innherja í vor og eftir leikjum hans yfirleitt er ekki við því að búast að hann byggi mikið upp sem innherji; sennilega hefur sú skoðun ráðið að Bjarni er kröftugur og sterkur maður. Þó gera megi ráð fyrir að Sviar séu harðir á stallinn og að - því þurfi að mæta i sama, þá veröur það samleikur án hörku sem gefur okkar mönnum bezta útkomu og hvernig það tekst er undir framvörðum og innherjum kom- ið fyrst og fremst. Sem útherji hefur Gunnar Bachmann lítið sýnt í vor, hann er leikinn með knöttinn en verð- ur lítið úr því sem hann ætti að gera og er, nema hann taki að berjast, ef til vill veik- asti máður iiðsins. Veikari en Halldór frá I.A. og Ellert, sem þó hefur verið misjafn í vor. Það er slæmt að Gunnlaugur skuli ekki vera eins góður og i fyrra, því sem innherji hefði hann nú komið í góðar þarfir. Með tilliti til þess sem að framan er sagt, hefði mitt lið litið þannig út: Helgi Daníels- son, Karl Guðmundsson, Hauk- ur Bjarnason, Guðjón Finn- bogason, Einar Halldórsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hall- dór Sigurbjörnsson, Ríkharður Jónsson, Þórður Þórðarson, Halldór Halldórsson og Ólaf- ur Hannesson. Með þessu mynda Akurnesing ar hægri sóknararminn studdir Guðjóui frá Akranesi með Rík- harð sem miðdepil í þeim armi. Framhald á 7. síðu. Togaraútgerðin og Seyðisfjörður Sendur heim frá Suður-Ameríku Ensk félög hafa að undan förnu verið í löngum ferðalög- um. Sunderland keppti í Aust- urríki og tapaði með miklum mun og litlu síðar í Graz, Hull City keppti á Spáni og lék við Atletic í Madrid og tapaði 4>:0. Brezkir borgarar sendu skeyti til enska knatt- spyrnusambandsins og bað þáð að kalla liðið þegar heim; „slíkur leikur eyðileggur álit brezkrar knattspyrnu“. Arsen- al tapaði leikjum sínum í Bras- ilíu, þeim siðasta 4:1. Ekki gekk það betur fyrir Ports- mouth. Þegar Portsmouth lék við Fluminense lenti miðfram- vörðurinn sem er Skoti og leik- ur í skozka landsliðinu, Scoular að nafni, í áflogum við miðherja Fluminense. Dómarinn, sem var Breti, rak . hann út af og framkvæmdastjöri Portsmouth sendi hann þegar þeim með flugvél. Arsenal vill fá Stan Matthews Það þykir stórfrétt að Arsen- al hefur boðið Blackpool 40,000 pund fyrir „allra tíma bezta útherja“, Stan Matthews, sem þó er 36 ára gamall. Matthews er hóteleigandi í Blackpool og er taliö ósennilegt að hann flytji þaðan. — Fyrir nokkrum árum lék hann með Arsenal og það var eins og hann hefði átt þar lengi heima. . Atvinnulega er Seyðisfjörð- ur illa staddur bær, og kemur þar fyrst og fremst til greina hið langa vetraratvinnuleysi. Til dæmis mun hafa kveðið svo rammt að á síðasta vetri, að til hafi verið verkamenn, sem ekki fengu handtak að gera í fjóra mánuði, eða ársfjórðung. Það er augljóst að sérhverju bæjarfélagi stafar meira en lít- il hætta af slíku ástandi. Um langt skeið hafa hin ýmsu sjáv- arþorp víðsvegar um landið, verið að glíma við það vanda- mál að útrýma þessu atvinnu- leysisbqli. Fyrir nokkrum ár- um var venjulega leiðin sú, að bjarga íbúum þessara þorpa frá sulti, með atvinnubótavinnu svipuðum neyðarráðstöfunum, óhjákvæmilegum að vísu eins og á stóð. Nú hafa augu manna almennt opnazt fyrir því, að eina úr- ræðið sé það að reyna að skapa fólkinu örugga atvinnu við höf- uðatvinnuveginn, útgerðina. Mörg þessara þorpa hafa þeg ar farið þessa leið, með því að koma upp öflugri útgerð, hrað- frystihúsum og öðrum fiskiðju- fyrirtækjum. Nú síðast hafa togararnir vakið miklar vonir um það að takast megi að vinna bug á atvinnuleysinu, enda hafa sjávarþorpin slegizt um að fá þessi tæki. Svo sem kunnugt er keyptu Seyðfirðingar togarann Isólf fyrir nokkrum árum, og var það trú margra þá, að um markvert átak væri að ræða í þá átt að reisa Seyðisfjarðar kaupstað við, atvinnulega og þar af leiðandi -fjárhagslega. Þessi trú var áreiðanlega á rök- um reist, því að þrátt fyrir litla velgengni framan af, og alveg sérstaka stjórnarhætti, hefur Isólfur þó fengið eitt tækifæri til áð sýna Seyðfirð- ingum hverju hann gæti áork- að, en það var í fyrra vetur er hann lagði hér upp í salt úr þremur eða fjórum veiðiferðum. Það mun ekki ofsagt að at- vinnan sem skapaðist við þenn- an fisk, hafi verið uppistaðan í atvinnulífi Seyðfirðinga siðasta ár, og væri fróðlegt að vita, hvernig ástandið hjá almenn- ingi hefði verið án hennar. Þess ir túrar sönnuðu það fyllilega að eitt slíkt skip gæti ef mann- sæmilega væri á haldið, skapað öllum íbúum þessa bæjar næga atvinnu. Mætti geta í þessu sambandi að verkamenn, sem gengu atvinnulausir í f jóra mán uði í vetur, svo sem áður er sagt, munu hafa haft á sama tíma í fyrra frá 3—6000 kr. tekjur, sem stóðu beint eða ó- beint í sambandi við þá at- vinnu ér skapaðist utan um tog- arann ísólf, Hitt jaðrar svo við glæpamennsku, hverju og hverj- um sem það er að kenna, að svo að segja öll vinna í sam- bandi við hagnýtingu afla af þessu skipi skuli hafa verið gerð að útflutningsvöru til ann- ara staða á landinu. Og þetta gerist á sama tíma og önnur svipuð sjávarþorp eru, eins og áður er sagt, að berjast við að fá hina nýju rándýru togara, einmitt til þess meðal anríars og ekki sízt, að bjarga við at- vinnulífinu i landi. Það segir sig sjálft að svo dýr og um- svifamikil tæki sem togarar eru, hljóta að binda fámennum bæj- um og kauptúnum mjög þunga f járhagslega bagga. Og það er deginum ljósari staðreynd, að þessi skip geta ek'ki skilað til baka stofnkostn- áði og arði, nema með einu móti í gegn um stóraukið atvinnulíf. Hér á Seyðisfirði sem annars- staðar voru almenningi bundnar mjög þungar fjárhagslegar byrðar í sambandi við togar- kaupin. Þessar byrðar hafa æ síðan verið að þyngjast, enda' er nú svo komið að bæjargjöld eru orðin hér svo há, að fólk sem hefur flutt hingað utan af landi, hefur orðið að fá undan- þágur frá ósköpunum, og bein- línis gert það að skilyrði fyrir því að setjast hér að. Hér er sem só allt af verið að binda almenningi síhækkandi. f járhagslegar byrðar án þess að svo að segja nokkuð komi á móti. Hvað lengi er hægt að halda áfram á þeirri braut skal sá er þetta ritar engu um spá, en þess mun þó varla mjög langt að bíða að steitt verði á blindskerinu, hinum tómu vcis- um almennings. Isólfur er því miður ekki eina dæmið um það hvernig atvinnu- tæki hafa verið gerð ónýt og- óvirk fyrir atvinnulífið hér í þessum bæ, heldur aðeins það stærsta, það er talandi tákn um ástandið hér, að Seyðis- fjörður skuli vera emi kaup- staður landsins þar sem veru- leg fólksfækkun hefur orðið á undanförnum árum. Ef haldið verður áfram á. svipaðri braut og verið hefur verður vart annað séð en hér horfi til landauðnar. Rögnvaldur Sigurðsson. í 0RÐSENDING t i 1 amríska Mogga valtýr Stefánsson sendir mér tóiHtm í amríska Mogga hinn 27. maí s.l. í tilefni greinaflokks, sem ég ritaði í „Ny Dag“ um samsærið mikla gegn ís- lenzku þjóðinni. Síðan ég byrjaði að skrifa í blöð-, hefi ég eftir niegni leitazt við að fylgja lieilræðum Hávamáia: „orðum skipta þú skalt aldregi við ósvinna apa,“ og eins þessum: „Þrimr orðum senna skalattu þér við verra mann.“ Stundum er ekki hægt að fara að ráðum viitrings- ins, vegna þess að þjóðfé- laginu er að miklu leyti stjórnað af ósvinnum öp- 'um. En í þetta skipti er það auðvelt. Því mun ég ekki munnhöggvast við valtý. Hins vegar veiti ég honum heimild til að birta greinar mínar orðréttar í heild endurgjaldslaust í amríska Mogga. Mun þá sjást, hvor. sannara talar ag trúrri er málstað ís- larnls, \ altýr eða undirrit- aður. Stokkhólmi 24. - 6. 1951 EINAR BRAGI. fUVUWWWIOMiniVVVVWVWVUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.