Þjóðviljinn - 29.06.1951, Blaðsíða 6
6)
ÞJÓÐVELJINN — Föstudagur 29. júní 1951
Lánsf járskortur og ranglátir skattar
tals 9,7%. Lög um skuldaskil
Framhald af 8. síðu.
hvergi öruggan aðgang að láns-
fé nema hjá Iðnlánasjóði, og
hann fær heilar 300.000,00 kr.
á ári. Að vísu segir Landsbank
inn, að bankarnir þrír hafi 80
milljónir króna í útlánum hjá
iðnaðinum, en ekki er sagt, hjá
hvaða iðnaðarfyrirtækjum þær
eru. Annars gæti það ekki tal
izt mikið, þótt svo væri, þegar
þess er gætt, að samkvæmt
skýrslu Fjárhagsráðs frá 1948
var f járfesting þeirra iðngreina,
sem umsögn Landsbankans nær
til, í vélum og byggingum,
nokkuð á annað hundrað millj-
óna í árslok 1946, og er nú vit-
anlega miklu hærri, og auk
þess er allt rekstursfé þessara
fyrirtækja.
Ranglátur skattur.
iEn það er ekki eingöngu syo,
að iðnaðinn vanti reksturfé og
lánsfé, heldur er honum og í-
þyngt öðrum atvinnuvegum
framar með vafasömum lögum
og ranglátri framkvæmd þeirra,
Söluskatturinn kemur harðar
niður á íslenzkri iðnaðar-
framleiðslu, en öðrum vörum.
Það hefur verið sýnt fram á að
af innlendum fatnaði er sölu-
skatturinn fiórfaldur, samtals
15,7%, en af innfluttum sams-
konar fötum tvöfaldur eða sam
Hressingarheimili
Framhald af 5. síðu.
Eru það bæði sjúklingar og
aðrir, sem vilja kynnast mat-
aræðinu, eða „læra átið“. Enn-
fremur hefur verið beðið um
lausar máltíðir, og verður reynt
að afgreiða þær, eftir því sem
aðstæður leyfa.
Baðstofukvöld eru einu sinni
í viku eða oftar í salarkynnum
skólans. Flytur Jónas læknir
þar stutt erindi og svarar fyrir
spurnum, lesið verður upp og
fleira haft til fróðleiks og
skemmtunar. Fyrsta baðstofu-
kvöldið var sl. sunnud., og sagði
matráðskonan, ungfrú Ásta
Helgadóttir frá hliðstæðum hæl
um, sem stjómað er af Are
Waerland í Svíþjóð og dr. Nolfi
í Danmörku, og skýrði m, a.
frá nokkrum dæmum um furðu-
legar lækningar á liðagigt og
öðrum sjúkdómum, sem hún
kynntist af eigin reynd hjá dr.
Nolfi, en þar dvaldi hún ár-
langt, fyrst sem sjúklingur og
síðan sem starfsstúlka.
Fyrirspurnum um hressingar-
heimilið er svarað í skrifstofu
N.L.F.Í., Laugav. 22, sími 6371,
og tekið þar á móti pöntunum
um dvöl.
(Frá N.L.F.Í.).
bátaútvegsins eru þannig úr
garði gerð og framkvæmd svo,
að stefnir að því að gera iðn-
aðarfyrirtækin, sem hjálpa til
að halda skipunum sjófærum,
gjaldþrota samtímis því, að
hlutaðeigandi útgerðarmenn
halda eftir talsverðum eignum
skuldlausum.
Er hlutur iðnaðarins með?
Eitt af því, sem reynt hefur
verið að koma fram til þess að
ráða bót á lánsfjárskorti iðn-
aðarins, er iðnaðarbankinn.
Þótt honum sé æt'lað lítið fé í
byrjun, þá eru það vonir manna,
áð hann geti méð tímanum orð-
ið máttug hjálparhella heil-
brigðrar iðnaðarstarfsemi í
landinu. Til hans eða Iðnlána-
sjóðs samþykkti síðasta Alþingi
að leggja 3 millj. króna af þeim
45 millj., sem fá átti að láni'
í Alþjóðabankanum. Lánið er
tekið, ekki 45 millj. heldur 40
millj. Eru þrjár milljónirnar
til iðnaðarins í þeirri upphæð?“
Forseti bæjarstjórnar Akra-
ness, Jón Árnason, og bæjar-
stjórinn, Sveinn Finnsson, voru
viðstaddir setningu þingsins, og
ávarpaði bæjarstjórinn þingið
fyrir bæjarins hönd og bauð það
velkomið á staðinn og til starfa
og árnaði því allra heilla. Hann
tilkynnti, að bæjarstjórn myndi
bjóða þingfulltrúum til ferðar
upp í Borgarf jörð og halda þeim
síðan veiziu.
Kosnir starfsmenn.
Forsetar þingsins voru kjörn-
ir: Finnur Árnason, Akranesi.
Guðm. H. Guðmundsson, Rvík.
Þorsteinn Sigurðsson, Rvík.
En ritarar: Vigfús L. Frið-
riksson, Akureyri og Grímur
Bjarnason, Rvík.
Kosið var í fastanefndir og
dagskrármálum vísað til þeirra.
Aðalforseti þingsins, Finnur
Árnason, ávarpaði þingfulltrúa,
bauð þá velkomna'til Akraness
og afhenti forseta Landssam-
bandsins litaða ljósmynd af
Akranesi sem gjöf frá Iðnaðar-
mannafél. Akraness til Lands-
sambandsins.
Lögð var fram á fundinum
skýrsla stjórnar Landssam-
bandsins og reikningar þess.
Nefndastörf hófust þegar að
loknum fundi og stóðu þau allan
síðari hluta dags og fram á
kvöld.
Iðnaðarmannafélag Akraness
hefur annazt allan undjrbúning
þinghaldsins og móttöku full-
trúa, sem munu verða um 70,
en nokkrir þeirra voru enn ó-
komnir til þings.
Þingið er haldið í hinu nýja
og myndarlega barnaskólahúsi
á Akranesi,
Undir eilxf ðarsii örnum
Eftir A. J. Cronin
193.
DAGUR
ar í dag“, tautaði hann. „Við verðum sjálfir að
halda fund. Við verðum að gera eitthváð. Gefið
þið mér reyk í fjandans nafni“.
Wood rétti honum óðar sígarettu. Eins og
allar sígaretturnar þeirra kom hún úr sjálfsala
sem Wood gat „komið í gang“. Slattery rétti
lram logandi eldspýtu og skýidi henni með hend-
inni. Jack þurfti ekki annað en beygja náfölt
t ndlitið eitt. Svo fyllti hann lungun af reyk og
leit i knngum sig.
„Hlustið þið nú á, piltar", sagði hann. „Fjölda-
fundur kiukkan átta. Skiljið þið það. Fjöldafund-
ur klukkan átta. Látið þið það ganga".
Þeir iétu það ganga, en Jake maldaði í mó-
inn bæði hræddur og hrifinn:
„Þú gerir þetta upp á eigin ábyrgð, Jack“.
„Hvað um það“, sagði Jack hljómlausri röddu.
,.Þú getur verið heima ef þú vilt. Eða flúið út á
spítala til Berts“.
Feitlagið andlit Jake varð eldrautt en hann
svaraði engu. Það var ekki alltaf ráðlegt að
svara Jack fullum hálsi.
„Komið þið þá“, sagði Jack við hina. „Ætlið
þið kannski að standa hér og glápa í alla nótt?“
Hann haltraði á undan þeim niður Cowpen
stræti í áttina að kránni og gekk beint inn í
veitingasalinn. Hann var með báðar hendur í
vösum og ýtti hurðinni upp með öxlunum. Hin-
ir eltu iiann.
Veitingasalurinn var troðfullur og Bert Arm-
cur stóð bak við barinn. Bert hafði staðið bak-
við barinn í fjöldamörg ár; það var eins og
hann væri orðinn rótgróinn þar með gulleitt
andlitið og slétt hárið löðrandi í feiti.
„Góða kvöldið, Bert“, sagði Jack alltof alúð-
legá. „Hvað viljið þið drekka drengir?"
Menn létu í ljós álit sitt og Bert hellti í glös-
in. Enginn borgaði og Bert brosti aumingjalega.
„Annan hring, Bert“, sagði Jack og Bert engd-
ist sundur og saman, með gult, angistarfullt
andlit; en hann hellti í glösin án þess að
malda í móinn. Bert vissi alltaf af hinni marg-
háttuðu reynslu sinni á þessum stað, hvenær
heppilegt var að helia í glösin og brosa án
þess að segja orð. Veitingamannsstarfið var
crfitt starf og útheimti mikla mannþekkingu, og
það kom sér bezt fyrir Bert að hafa Jack
Reedy cg félaga hans á sínu bandi.
„Það er ijótt sem ég heyri um Bert Wicks,
Jack“, ragði Bert í tilraunaskyni.
Jack iét sem hann heyrði ekki til hans, en
Cha Leaming hallaði sér fram á barinn.
„Hvern djöfulinn veizt þú um það?“
Bert leit á Cha Leeming og komst að þeirri
niðurstöðu að bezt væri að steinþegja. Cha var
lifandi eftirmynd föður síns, Leemings boxara,
nema Clia hafði verið í hernum. Hann hafði
mannazt dálítið við það. Cha hafði fengið verð-
laun fynr hetjudáð í styrjöldinni, og eftir kröfu-
gönguna í síðastliðinni viku hafði hann bundið
verðlaunapeninginn í skottið á flækingshundi.
Hundurinn hafði hlaupið um allan bæinn og
dregið á eftir sér verðlaunapeninginn, og Cha
hafði kallað rakkann stríðshetju. Fyrir þess
konar athæfi var hægt að setja menn í fangelsi.
Og Cha myndi sjálfsagt enda í fangelsi, hugs-
aði Bert.
Bert rétti út hendina til að bjarga whisky-
flöskunni, en áður en honum tókst það var
Jack búinn að þrífa hana og gekk með hana
að borði í horninu á salnum Allur hópurinn elti
hann. Þar sátu þegar allmargir menn, en þeir
rýmdu til fyrir þeim. Jack og flokkur hans
DAVIÐ
cettust og fóru að tala saman. Bert sá að þeir
töluðu saman af mesta ákafa. Hann þurrkaði af
fcorðinu og skotraði augunum til þeirra.
Þeir satu við borðið í horninu, töiuðu, drukku.
og tæmdu flöskuna. Því lengur sem þeir sátu
þarna, því fleiri menn bættust í hópinn, sem
hlustuðu, töiuðu og drukku. Hávaðinn jókst og
loks töluðu þeir allir hver upp í annan um
Wicks, roluskap Heddons, lækkun styrksins og
r.ýju námulögin sem áttu að ráða bót á öllu
— allir töluðu nema Jack Reedy. Jack sat við
borðið og starði fram fyrir sig méð sljóum aug-
um. Hann var ekki drukkinn, Jack varð aldrei
drukkinn, hversu mikið sem hann hellti í sig,
það var svo hábölvað. Hann beit á vörina eins
og hann vildi loka inni beizkjuna. Sá lífsvott-
ur sem Jack hafði borið úr býtum í tilverunni,
jók aðeins á beizkjuna: Hörð beizkjuskel hafði
myndazt utanum sál hans og sálip rýrnaði og
visnaði. Námusiysið hafði sett mark sitt á Jack,
styrjöldin og friðurinn — örvæntingin og sú
smán að þurfa að taka við ölmusu ti] að fram-
fleyta Hfinu, sífelldur skortur, veðsetningar og
sláttur, hin miskunnarlausa grimmd örbirgð-
arjnnar og örvænting sálarinnar sem er verri
en hungur.
Tal félaga hans fyllti hann gremju. Stóryrði
og handapat. Aldrei annað. Og það yrði sama
sagan á fundinum klukkan átta — orð, orð,
sem höfðu enga þýðingu, stoðuðu ekkert, leiddu
ekki til neins. Hann fylltist vonleysi, sem lagðist
yfir hann eins og vængjastór, svartur fugl.
Svo voru dyrnar opnaðar og Harry Knich kom
æðandi inn til þeirra. Harry var frændi Will
Knich sem kvöld eitt fyrir mörgum árum kom
æðandi inn i veitingasalinn, þegar Ramage hafði
neitað honum um kjötbein í súpu handa Alice
dóttur hans, sem var fárveik. En Harry skipti
sér meira af stjórnmálum en Will hafði gert.
Harrý var með nýtt eintak af „Póstinum" í
hendinni. Hann stóð andartak þegjandi fyrir
framan borðið, svo hrópaði hann í örvæntingu:
„Það stendur í blöðunum, piltar. Loks kemur
það í biöðunum“. Hann tók andköf. „Þeir eru
búnir að segja okkur — þeir hafa dregið okkur
á asnaeyrunum, slátrað okkur...
„Allir störðu á hann.
„Um hvað ertu að tala“, sagði Slattery loð-
mæltur. „Hvað gengur Harry?“
Harry strauk hárið frá enninu.
„Þáð stendur í kvöldblaðinu piltar. .. . nýja
frumvarpið. . . . það er sú argasta biekking sem
til er á guðsgrænni jörðinni. Þeir hafa ekkert
gefið okkur, piltar, ekkert, ekki nckkurn skap-
aðan hlut. . . .“. Rödd hans brast.
Það varð þögn, dauðaþögn. Allir vissu hvaða
loforð þeim höfðu verið gefin. Ósjáifrátt höfðu
þeir sett allt sitt traust á þetta væntanlega
írumvarp, byggt vonir sínar'á því og trú á fram-
tíðina. Jack Reedy var hinn fyrsti sem bærði
á sér.
„í guðs bænum, maður“, sagði hann, „sýndu
okkur biaðið“. Hann þreif blaðið af Harry og-
allir flykktust um hann til að sjá blekkinguna
afhjúpaða með stórum fyrirsögnum á forsíð-
unni.
„Guð hjálpi mér“, sagði Jack aftur. „Þetta
er satt“.
Þá spratt Cha Leeming á fætur, drukkinn og
frávita af reiði.
„Þetta gengur of langt“, hrópaði hann. „Þetta
getum við ekki sætt okkur við“.
Það varð uppþot við borðið, allir hrópuðu
hver upp í annan, meðan bláðið gekk manna á
milli. Jack Reedy var staðinn upp, hörkulegur,
rólegur, stilitur. Nú var tækifærið komið, stundin
sem hann hafði beðið eftir. Augu hans loguðu,
sljóleikinn var horfinn.
„Einn whiskysjúss enn“, sagði hann. „Strax".
Hann hellti honum í sig og leit í kringum sig í
hópnum. Svo hrópaði hann: „Ég ætla í sam-
komuhúsið. Þeir sem vilja geta komið líka“.
Hróp kváðu við. Allir risu á fætur og eltu
hann. Heð hrópum og háreysti ruddust þeir út
úr veitingastofunni og út í blautt og skuggalegt
Cowpen stræti og gengu í þéttri fylkingu upp
að samkomuhúsinu á eftir Jack.
Fyrir utan húsið var þpgar samánkominn
hópur manna — allir þeir sem höfðu misst vinn-
una í upphafi, af því að það var ekki lengur
þörf fyrir þá; allir voru þeir skelfingu lostnir
yfir fréttinni, sem hafði borizt eins og eldur í
sinu yfir námuhverfið og lagt síðustu vonir
þeirra ? rústir. ,