Þjóðviljinn - 29.06.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 29. júní 1951 DlÓÐVILIINH I Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Biaðam.: Ari Kárason, Magnús Toi-fi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V _______________________________—----,------- „Hagfræði“ framfærslufulltrúans Benjamin Eiríksson framfærslufulltrúi er langskólagengn- asti hagfræðingur hér á landi. Hann hefur lært „vísindagrein" sína í mörgum þjóðlöndum, austan hafs og vestan. Maður skyldi því ætla að slíkur maður geymdi í huga sínum einhvem „vís- indamannshe:ður“ sem hann vildi ekki fleklta og reyndi að halda málflutmngi sínum á stigi sem samsvaraði löngum lær- dómsiðkunum. En slíkt er auðsjáanlega munaður sem fram- færslufulltrúi í þjónustu bandaríska auðvaldsins getur ekki látið eftir sér; að minnsta kosti var vizka sú sem framfærslu- íulltrúinn flíkaði í útvarpserindi s.l. mánudag ekki burðugri en kenningar þær sem íslenzkir atvinnurekendur hafa látið velta upp úr sér í tíma og ótíma áratugum saman þegar verka- lýðui'inn hefur krafizt betri kjara —- og það án þess að hafa 3agt á sig endalitið nám í framandi þjóðlöndum. Aðalkenning framfærslufuiltrúans var sú að kauphækkanir væru gagnslausar, það sem réði lífskjörunum væri aðeins magn útflutningsframleiðslunnar og það verð sem fyrir hana fengist. Og þetta er kenning sem Eysteinn Jónsson hefur alltaf þekkt án nokkurs liagfræðilærdóms í erlendum háskólum, þetta er vís- dómur sem hver einasti kapítalisti hefur tileinkað sér með íyrstu krónunni sem hann græddi á striti annarra. En að baki þessarar kenr.ingar er önnur sem er alger for- senda hennar, sem sé þessi: Þjóðartekjunum er þegar skipt af hinu íyllsta réttlæti og þar verður engu um þokað;. Það er ekki Jiægt að skipta gæðurn þeim sem þjóð/n aflar á annan hátt en nú er gert. Þetta er hvorki annað né meira en kenning hins ríkjandi skipulags, lífsskoðun þeirra sem telja sér hag að því að halda núverandi ástandi óbreyttu, hagfræði kapítalistanna. Islenzk alþýða veit hins vegar fullvel að skipting tekna og eigna hér á landi á ekkert skilt við réttlæti, að fámenn auð- mannaklíka gín yfir mjög verulegum hluta þjóðarteknanna. Is- lenzk alþýða veit einnig að sameiginleg framleiðsla landsmanna á að geta tryggt hverjum einasta þegn örugg og góð Iífskjör, án atvinnulevsis, fátæktar og skorts. íslenzk alþýða veit enn- fremur að framleiðslugeta þjóðarinnar er nú slík að hægt á að vera að tryggja síbatnandi lífskjör hvers einasta manns, að hnignun sú og vaxandi fátækt sem verið er að leiða yfir þjóð- ina er aðeins afleiðing af nýrri ránsherferð innlends og erlends auðvalds. Hinn langlærði framfærslufulltrúi komst þannig að orði að verkalýðssamtökin vissu nú af reynslunni hvers virði kauphækk- anir væru. Það er rétt, einnig það þekkja íslenzk verka- lýðssamtök af reynslunni — og auk þess hafa hagfræðingar sýnt fram á það með tölum! Ölafur Björnsson, prófessor og Jónas H. Haralz, starfsmaður alþjóðagjaldeyrissjóðsins banda- ríska, sýndu fram á það í ritgerð sem þeir sömdu fyrir A.S.I. og B.S.R.B. 1948, hvert gildi kauphækkanir undanfarandi ára hefðu haft. Þejr komust að þeirri niðurstöðu að ef kaupmáttur tímakaupsins væri talinn 100 i október 1938, hefði hann verið kominn upp i 191 í desember 1947 miðað við verðlagsvísitöluna, cn í 158 ef einnig væri reiknað með þeim verðbreytingum sem ekki hefðu áhrif á vísitöluna. Afleiðirg þeirra kauphækkana sem alþýðusamtökin höfð'u knúið fram voru sem sé þær að a. m. k. 56% meira fengizt fyrir hverja vinnustund í desember 1947 en í október 1938. Á þessu tímabili voru alþýðusamtökin í sókn og fengu æ meiri völd og ítök í sjálfri landsstjórninni. Afleiðingin varð sú að alþýðan fékk í sinn hlut sivaxandi skerf af þjóðartekjunum og lífskjör hennar bötnuðu sem því svaraði. Kaupmáttur tíma- ka.upsins hrekkur ekki einn ti! að sýna þá þróun, því auk þess var full atvinna og ærin eftir/inna, handa þeim sem það kusu. IJndanfarin ár hefur íslenzka auðvaldið hins vegar hafið gagnsókn og þegar rænt mjög verulegum hluta af sigrum ís- lenzkra alþýðusamtaka áður. I þeirri ránsherferð hefur bað notið sívaxandi a.ðstoðar herramannanna fyrir vestan haf sem sendu að lokum framfærslufuJltrúann hingað tíl að Ieggja á verstu ráðin. Mi'ktl skelfing væri sá maður geðslegri ef hann kæmi til dyra eins og hann er klæddur í stað þess að flytja með lærdómstilburðum hráustu hagsmunakennmgar auðstéttar- innar. Landsspítalalóðin ,,B.M.“ er gamall kunningi okkar. Hann sendir bæjarpóst- inum af og til línur um það sem honum liggur á hjarta. Hér kemur bréf frá honum, sem að vísu hefur beðið um hríð en mun þó enn að mestu í fullu gildi. Hann segir: „Landsspít- alalóðin suðaustan í Skóla- vörðuholtinu, er fögur og ligg- ur vel á móti sól. Vírnetsgirð- ing á tréstólpum umhverfis lóð- ina er mjög úr sér gengin, staurarnir hafa gengið upp og skekkst og slaknað á girðing- unni. Grindur hafa verið tekn- ar ur hliðum, svo húsdýr geta farið inn á lóðina eftir vild. Verður ekki séð, að girðingin komi að nokkru haldi þegar svo er ástatt, og væri mikil prýði að taka hana í burtu, áður en hún hrömar meira en orðið er. Ef umsjónarmönnum þessarar víðlendu lóðar hefði hugkvæmzt að gróðursetja þre- falda röð harðgéi’ðra trjáa um- hverfis lóðina, innan girðingar, fyrir fimmtán til tuttugu árum, væri nú komið þama fegursta skjólbelti, sem myndi skýla og fegra þennan víðlenda gras- völl. Er þess að vænta að brátt verði horfið áð því ráði að um- lykja lóðina með trjám. Skipulagi og útliti ábótavant „Á þessari Jóð standa sex hús og sýnist tilviljun ein hafa ráðið staðsetningu þeirra, svo eru þau óskipuleg og stíllaus. Landsspítalinn er myndarleg bygging, en hinn dökkgrái stein litur fer honum ekki vel. Færi vel á því að mála spítalann ljósan með rauðu þaki. Rann- sókharstofan er full dökk á lit- inn, en við því verður varla gert, Blóðbankinn á bak við hana hefur svipaða stöðu eins og hinn nýi Iðnskóli á ‘bak við Ingimarsskólann. En staðsetn- ing þess skóla, sem annars er hin glæsilegasta bygging, er svo hörmuleg að slíks munu fá dæmi í skipulagi borgarinnar, og eru þó mistökin harla mörg. — Fæðingardeildin er stííhrein bvgging. Kynsjúkdómahúsið er lágkúrulegt og sómir sér illa á miðju túni og sama gildir um þvottahúsið. Fólk og búfé „Undarlega er því fólki farið, sem gengur yfir grasbletti og setur þá í flag, heldur en ganga stuttan spöl eftir malbikuð- um vegi. Vegna þessarar ó- menningar hafa umsjónarmenn lóðarinnar neyðzt til að girða frá aðalhliðinu austur að stígn- um, sem liggur heim að Fæð- ingardeildinni, svo að grasgeir- inn norðanvert við húsið færi ekki í flag. Er þetta fullkom- in neyðarráðstöfun, og aumt til þess að vita að girða þurfi fyrir vitiborið fólk, eins og 'búfé sem leitar inn á gróið land til að seoja svengd sína, en vitandi ekki um þau spjöll er það kann að valda. Landakotstúnið „Bærinn hefur nú tekið eign- arnámi austurhluta Landakots- túnsins og lagt yfir það hellu- braut. Komnar voru 'götuslóð- ir í grænan grassvörðinn, frá norðaustri til suðvesturs, eftir fætur þeirra. sem áttu leið úr miðbænum suður á Mela og töldu á sig krókinn að ganga suður Hólavallagötu og vestur Hávallagötu, eða vestur Tún- götu og suður Hofsvallagötu. — En þó að lagt hafi verið hér í ærinn kostnað, sem að vísu var sjálfsagður, virðist það ekki ætla að nægja. Ennþá er gengið utan við stiginn. Suður við Há- vallagötuna sveigist stígurinn úr heinni línu til suðvesturs, í suðurátt, þvert á götuna, og eru nokkrar tröppur af stignum niður á götuna. Ætla mætti að vegfarendur, gerðu sér að fastri reglu að fara þessa leið. S:vo er þó ekki. Ennþá ganga margir ofan brekkuna. vestan við girð- inguna og er þar nú orðið flag, allur grassvörðurinn eyðilagður. Svo er einnig um suðvesturhorn túnsins, það er gersamlega út- sparkað og blasir þar við aug- um viðurstyggð eyðileggingar- innar. Þessi svöðusár á gróinni jörð verða ekki grædd, nema þau séu þakin og girt, meðan sú skrílmennska ræður í viðbúð manna við gróna jörð, sem enn er ríkjandi, en vonandi á sér ekki langan aldur. — B. M.“ Þarf að byrja á börnumim. „Fyrir nokkrum ánim vék ég að því í Þjóðviljanum, að þeir barnaleikvellir, sem hafa trjá- gróður, blómabeð og grasgeira, hefðu mikið uppeldisgildi. Böm- in lærðu að elska fegurðina og skiptu við blóm og græna jcrð sem vini sína. En þá þurfa gæzlukonur að vekja ást þeirra á gróðri, leiðbéina og áminna. Mun þá svo fara, er þau vaxa, að þau munu e'kki ganga götur í græna jörð til þess að spara sér nokkur skref, heldur fara þær götur sem lagðar hafa ver- ið með ærnum kostnaði og ætl- aðar eru til umferðar. — B.M.“ Gautaborgar. Selfoss og Tröllafoss eru í Rvík. Katla er á Akuei-yri. Vollen fór frá Hull í fyrrad. til Ryikur. Barjama fermir í Leith í byrjun júlí til Rvíkur. Flugfélag Islands Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (kl. 9,15 og kl. 16.30), Vestmannaéyja, Hornafjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkjubæjarklausturs og Siglufj. Frá Akureyri verður flogið til Austfjarða. Á morgun eru ráðgerð ar flugferðir til Akureyrar, Vestm., Blönduóss, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Isafjai'ðar og Egilsstaða. Milliandaflug: „Gullfaxi" fór til Osló í morgun og er væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22.00 í kvöld. Flugvélin fer til Kaup- mannahafnar kl 8,30 í fyrramálið. Næturvörður er i Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. TJngbarnavernd Líknar, Templara sundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3,15—4.00 . og fimmtuöaga kl. 1,30 til 2,30 e. h. Skípaútgerð ríkisins Hekla er vænta.nleg til Rvíkur á morgun frá Glasgow. Esja kom til Rvíkur á hádegi í gær a.ð vcst- an og norðan. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldi- breið kbm til Reykjavíkur í gær og fer þaðan í kvöld til Snæfells- nesshafna og Flateyjar. ÞyriII er á Austfjörðum. Ármann fer frá Rvík í kvöld til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss er í Hamborg. Detti- foss fór frá Reykjavík 26. 6. til N. Y. Goðafoss er í Antwerpen, fór þaðan i gær til Rotterdam og Leith. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gæimorgun frá Leith. Lagarfoss fór frá Rvík í gærkvöld, vestur og norður og til Ei' það satt að rik- isstjórnin sé . að. reyna fá staðfest- ingu á heimsmeti sínu í . dýrtíðar- aukningu? Tímarltið Tjrval. Blaðinu hefur boi'izt 3 hefti Úrvals, sem er ný- komið út. Af efni þess má nefna: „Klondike Stef“ grein um Vil- hjálm Stefánsson, „Sassonoff" smá saga eftir Arkadij Avertjenko, „Nýjungar í læknisfræði" eftir Baldur Johnsen lækni, „Á viga.- slóð með mannætum", „Það sem búið er til úr sykri", „Lifandi gimsteinar", „Framfarir í tann- lækningum", „Frú Petersen er ó- ánægð með lífið", „Unz ekki verð- ur . aftur snúið", „Þar sem dýrin stjórna mönnunum", „Meindýi'ið, sem hefnir sin“, „Það bezta sem í okkur býr“, „Um lifnaðarhætti filanna", og bókin: „Rauða my]l- an“, ævisaga franska málarans og teiknarans Henri Toulouse-Laut- rec, eftir Pierre La Mure 8.Q0—9,00 Morgun- útvarp. 10.10 Veð- urfreg'nir. 12.10 13.15 Hádegisútv. 15.30 Miðdegisútv. 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20.20 Út- varp frá Iþróttavellimim í Reykja- vík: Landskeppni i knattspyrnu milli Islendinga og Svía Dómari: Guðjón Einarsson. Sigurgeir Guð- niannsson o. fl. lýsa kappleiknum. 22.20 Vinsæl )ög (plötur). Athygli skal vakin á þvi, að þeir sem ætla að sækja um lóðir undir smá- íbúðir, í smáíbúðahvei’fj því, sem skipulagt hefur verið af bænum, geta fengið eyðublöð undir um- sóknir sínar í bæjárskrifstofunni Hafnarstræti 22 í dag, föstudag frá kl. 5—7 síðdegis og í næstu viku í venjulegum skrifstofutima. kl. 9—12 og 1—5. Hinn 17. júní voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Vilhelm- ína Valdemars- dóttii' og Gunn- ar Sigurðsson, bóndi að Selja- tungu í Flóa. Norræna sundkeppnin. Nú styttist tíminn óðum og eru aðeins 12 dagar eftir þar til sund- keppninni lýkur hér á landi. Eng- inn syndur Islendingur má láta slg vanta í þessa nýstárlegu sund- keppni þar sem úrslit hennar sýna ekki afrek einstaklinga heldur sundmennt þjóðanna sem heilda. Þú skalt ekki draga þaö til inorg- uns sem þú getur gert í dag. *\ I / Hjónunum Guð- leifu Ólafsdóttui' og Katli Jenssyni V* söngvara. fæddist 12% marka dóttir, miðvikudaginn 27, júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.