Þjóðviljinn - 08.07.1951, Side 6
6)
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 8. júlí 1951
Framhald af 3. síðu.
saman, meistarar og drengir, og
voru tefldar sjö umferðir eftir
Monrads kerfi. Er skemmst af
því að segja að Friðrik vann sex
mestara í röð, þá Radivic,
Sweene, Matanovic, Donner,
Tartakower og Unzicker. Eftir
þessar sex umferðir var honum
tryggur sigur, hvernig sem sú
síðasta færi, enda tapaði hann
þar fyrir Rossolimo. Úrsilt urðu
þessi: 1. Friðrik 6 vinn., 2.—5.
Rossolimo, Van Scheltinga,
Tartakower og Unzicker 5Vá
hver.
íslendingar hafa sýnt það
fyrr, að þeir standa framar-
lega í hraðskák, enda er hún
íiijog stunduð hér. Friðrik vann
glæsilegan sigur á síðasta hfaS
skákmóti íslands, en hann
hefur í einu vetfangi
lagt þarna að velli fleiri
kempur en nokkur annar íslenzk
ur taflmaður. Meðal þátttalc-
enda í þessari hraðkeppni voru
auk þeirra, sem hér hafa verið
taldir, tveir Bretlandsmeistar-
ar, þeir Alexander og Broad-
bent, Wade og Bogoljuboff. En
hvorki Gligoric né Stáhlberg
voru meðal þátttakenda.
Hér fer á eftir ein af skák-
um Friðriks:
Friðrik.
(íslandi)
1. e2—e4
2. Rgl—f3
3. d2—d4
4. Rf3xd4
5. Rbl—c3
6. g2—g3
7. Rd4—e2
8. Bfl—g2
9. 0—0
10. a2—a4
11. Rc3—d5
12. e4xd5
Eikrem.
(Noregi)
c7—c5
d7—d6
c5xd4
Rg8—46
a7—a6
e7—e5
Rb8—d7
b7—b5
Bc8—g7
b5—b4
Rf6xd5
Bf8—e7
Hér var nauðsyn að leika
a6—a5 til þess að valda peðið
og rýma til drottningarmegin.
13. a4—a5! Dd8—c7
14. Bcl—d2 Ha8—e8
15. Bd2xb4 Dc7xc2
16. Hal—cl! Dc2xdl
17. Hclxc8f Bb7xc8
18. Hflxdl Ke8—d8
Svartur tekur það ráðið, sem
bezt virðist, og lætur kóng sinn
verja innrásarreitina á c-lín-
unni.
19. Hdl—cl
20. Re2—c3
21. Hcl—dl
22. Rc3—a4
23. b2—b3
24. Ra4—b2
25. Rb2—c4
Bc8—b7
Rd7—46
Kd8—c7
Rf6—d7
f7—f5
Rd7—f6
Hh8—d8
Eftir langt flakk hefur ridd-
arinn fundið sér góðan stað á
c4. Þaðan miðar hann á ýmsa
helztu reiti, og hvítur ógnar
nú meðal annars með Rxe5
og síðan Bxe7 eða d5-
d6. Þessari hótun sinnir
svartur ekki. Tvennt kom eink-
um til greina: He8 og e4. Hvít-
ur getur svarað He8 með Rxe5
en við því er Rxd5 nægilegt úr-
ræði. Allgóð leið er einnig að
leika stráx e5—e4 og síðan He8
og Bf8, ef svo ber undir.
26. Rc4xe5! d6xe5
27. Bb4xe7 Hd8—d7
28. Be7xf6 g7xf6
29. b3—b4 eð—e4
30. Bg2—fl Kc7—d6
31. Bfl—h3 Kd6—e5
Svartur virðist vera kominn
i góða stöðu, en þá kemur ný
Bprenging!
í V
32. f2—f4! e4xf3 a.p.
33. Hdl—el Ke5xd5
34. Hel—dlf Kd5—c6
Ekki Ke6, Bxf5f!
35. Hdlxd7 Kc6xd7
36. Bh3xf5f Kd7—d6
37. Kgl—f2 h7—h6
38. Kí2—e3 Kd6—e5
39. Bf5—d3 Ke5—d6
40. h2—h4 Kd6—e5
41. b4—b5 a6xb5
42. Bd3xb5 Bb7—c8
43. a5—a6 Ke5—f5
44. a6—a7 Bc8—b7
45. Bb5—d7f.
Bd7—g4—f3
leikjum.
Gefst upp.
vinnur 1 fáum
- Keð kynjim kjörum
Framhald af 3. síðu.
mjúkleik í hugsun þegar rök
heimskvalarinnar ber á góma.
Sannleikurinn um heiminn í dag
er harður.
Jón úr Vör er persónulegast
skáld þegar hann yrkir um
Patreksfjörð, eða hefur sjó
hans og dal í baksýn ljóðs síns.
I því þorpi leið áminnstur sum-
ardagur, „Ég vaknaði snemma"
þar vestra, ,,Vor“ gisti þá
byggð, á þeim slóðum bjó Karl-
inn í Keflavík. Þó vitjar skáld-
dísin hans víðar. Hún heilsar
á hann hjá Blóminu við veg-
inn, í Ættjarðarljóði og Sálmi,
yfir Sofandi barni, í minningu
Gamallar móður — og ennþá
víðar. Það er viðkunnanlegur
skáldskapur, mjúklát lýrík.
Mörg kvæði skáldsins eru vel
byggð, en myndir höfundar eru
betri en hugleiðingar hans. Það
er t. d. mikill munur á því hve
ljóðið I fjöru er manni minnis-
stæðara en heimsspekin um Kon
una og grcifina. Allt ytra form
á kvæðunum er tiltölulega lýta-
laust. Það gengur ekkert að
brageyra höfundar. Hljóðstafa-
villan í neðstu vísu á bls. 19
hlýtur að vera prentvilla. —
Orðaröð er sums staðar ofurlít-
ið þvinguð, en þó hvergi neitt
að marki. Nei, það verður eng-
inn feitur af formgöllum á
þessum ljóðum.
Og svo erum við aftur komin
heim að bæjardyrum þessa
skálds og sjáum veröldina af
því hlaði. I bláum fjarska er
svartur klettur, og víst hafa
margir farið sér þar að voða.
En okkur leiðist þessi klettur,
og ekki fáum við brotið hahn
niður; og þótt þau séu sorgleg,
þessi slys, þá skulum við heldur
koma hérna ofan í fjöruborðið
og sjá hvernig sólin speglast í
lygnum sænum. Það býr gott
fólk hér í þorpinu, okkur þyk-
ir vænt um það, og svo viljum
við vera í friði hér í firðinum.
Hér er allt með kyrrum kjörum,
eins og það hefur alltaf verið;
dauðinn leggur að vísu öðru
hvoru leið sína um hreppinn, en
í staðinn sér ástin fyrir endur-
nýjum kynslóðarinnar. Og með-
an veturinn líður höfum við
fyrir sið að láta okkur dreyma
um sumarið, enda eru aðrar
atvinnugreinar stopular á
þeim árstíma.
Þannig andar ljúfum þokka
frá flestum þeim myndum í
þessum stað sem fylgjá minn-
ingu okkar, þegar við höldum
á brott. B. B.
Undir eilíiðarsti örnum
Eftir A. J. Cronin
201.
DAGUR
ingu; hann vakti athygli formannsins á sér.
Hann dró andann svo djúpt að hann fann til
og heitur orkustraumur fór um hann allan. Á
þessari stundu ákvað hann að gera örþrifatil-
raun, reyna með sannfæringarvissu sinni að
vekja þingmennina til umhugsunar um hinn auð-
virðilega lítilmótleik frumvarpsins. Enn einu
sinni dró hann djúpt andann. Hann hafði full-
komna stjórn á sjálfum sér og honum svall
móður. Hægt og rólega hóf hann upp raust
sína. Það var svo djúp alvara í fasi hans eftir
mærð fyrri ræðumanns, að athygli allra var
vakin.
„Ég hef fylgzt með umræðunum í dag úr sæti
mínu, og ég óska þess af öllu hjarta að ég gæti
sameinast heiðruðum flokksbræðrum mínum í að-
dáun þeirra á þessu frumvarpi“. Þögn. „En með-
an ég hef hlustað á faguryrtar setningar þeirra
hef ég ekki getað varizt þess að hugsa um þá
menn sem háttvirtur fyrri ræðumaður talaði um
á svo skáldlegan hátt. Eins og þingmönnum er
kunnugt, hef ég við fjölmörg tækifæri beint
athygli þeirra að neyðinni og örbirgðinni í
r.ámuhéruðum lands okkar. Ég hef hvað eftir
annað farið þess á leit við þennan háttvirta
þingmann, að hann kæmi með mér í leiðangur
um kjördæmi mitt til að sjá með eigin augum
þá hræðilegu og vonlausu örvæntingu sem ríkir
þar í götum og hreysum, til þess að sjá með
eigin augum hinar vonlausu mannverur sem
standa í biðröð fyrir framan framfærsluskrif-
stofuna, tærðar eiginkonur þeirra og hungruð
börn. Ef þessi háttvirti þingmaður hefði orðið
við beiðni minni, býst ég við að hann hefði
gefið frá sér undrunaróp: „Hvemig í ósköpun-
um fer þetta fólk að því að lifa?“ Svarið er að
þetta fólk lifir ekki. Það er til, og tilvera þess
eýðileggur það og spillir því, og ieggur þeim
byrðar á herðar, sem eru óbærilegar, ekki sízt
vegna þess að þær hvíla þyngst á ungum og
veikburða. Háttvirtir þingmenn munu eflaust
rísa upp og bera mér á brýn að ég sé bjána-
lega tilfinninganæmur. Leyfið mér að benda
yður á skýrslurnar frá heilbrigðisnefndum skól-
anna í þessum héruðum, í mínu eigin kjördæmi,
þar sem orð mín eru staðfést. Þar eru illa klædd
börn, skólaus börn, börn sem þjást af næringar-
skorti. Næringarskorti! ,Ef til vill hafa hinir hátt-
virtu þingmenn nægilegt hugarflug til að gera sér
ljóst hvað liggur í því hugtaki. Nýlega við opnun
þingsins, fengum við tækifæri til að virða fyrir
okkur það óhóf og þann munað, sem háttvirtir
félagar mínir hafa reynt að telja mér trú um
að væri merki um mátt þjóðar vorrar. Var
nokkur hinna háttvirtu félaga minna sem datt í
hug að bera saman þetta sjónarspil og eymd-
ina, vonleysið og örbirgðina sem þrífst í skugg-
anum af mætti þjóðarinnar? Ef til vill er ég
ósanng.jam í garð háttvirtra þingmanna“. Þáð
kom beizkjuhreimur í rödd hans. „Tvívegis hef
ég hlustað á háttvirtan þingmann rísa á fætur
og bera fram tillögu um samskot til að draga
úr evmdinni í þeim námuhémðum þa.r sem á-
standið er verst. Hvílík smán, hvílík auðmýking.
Þótt þetta fólk sé örmagna af eymd
og skorti, þá þiggur það ekki ölmusu.
Það vill réttlæti. Og þetta lagafrumvarp færir
beim ekkert. réttlæti. Það er orðagiálfur, það er
hræsni. Skilja þingmenn þá ekki, að sjálfur
kolaiðnaðurinn er gerólíkur öllum öðrum iðn-
greinum. Hann er í flokki fyrir sig. Hann er ekki
einungis t.æknileg starfsemi sem vinnur kol úr
jörðu. Hann er undirstöðuiðnáðurinn, sem
vinnur hráefni handa velflestum öðrum iðn-
greinum ' þessa lands. Og mennirnir sem
vinna þennan einstæða orkugjafa úr jörðu
i sifelldri lifshættu. búa við skort og örbirgð
og laun þeirra mvndu tæpast nægja fyrir tóbaki
handa sumum háttvirtum þiingmönnum. Heldur
nokkur þingmaður í alvöru að þetta hálfvelgju-
lega, hræsnisfulla frumvarp muni frelsa. já
endurreisa kolaiðnaðinn. Ef svo er, bá bið ég
hann um áð gefa sig fram. Námuiðnaður okkar
er rekinn eins og verkast vill samkvæmt erfða-
venium og af nersónulegum ástæðum. Eins og
sagt hefur verið þá er hann rekinn á ættfræðileg-
um grundvelli en ekki jarðfræðilegum. Vita hátt-
virtir þingmenn ekki, að þetta er eina kolaland-
ið í heimi, þar sem ríkið hefur ekki úrskurðar-
vald yfir kolasvæðunum, auðlindum jarðarinn-
ar? Tvær konunglegar nefndir hafa lagt fram
álit um það, áð námurnar yrðu þjóðnýttar, til
þess að ríkið gæti endurskipulagt rekturinn á
vísindalegan hátt. Núverandi stjóm skuldbatt
sig til þess, áður en hún tók við völdum, að
þjóðnýta námurnar. Og hvernig stendur hún nú
við skuldbindingar sínar? Á þann hátt, að hún
lætur ósómann viðgangast með því að halda fast
við gamla samkeppnisfyrirkomulagið og tak-
marka þannig framleiðsluna í stað þess að auka
markaðina, og með því að senda hina vinnandi
stétt sem er lífæð lands okkar, út á götur og
stræti og ofurselja hana atvinnuleysi, örbirgð
og örvæntingu. Ég aðvara þingmenn. Ég vara þá
við að halda áfram á þennan hátt, því að endir-
inn verður tortíming verkamannanna og allrar
þjóðarinnar". Hann hækkaði röddina. „Það er
ekki hægt að sjúga meira blóð úr æðum
námumannsins til að endurlífga kolaiðnaðinn.
Þeir mega ekki missa meira, og það blóð sem
eftir er, er þunnt og bláleitt og rennur gegn-
um skorpnar æðar. Sultarlaun og smánarkjör
hafa verið hlutskipti námumannsins allt frá
stríðsárunum, þegar háttvirtur síðasti ræðumað-
ur tilkynnti þjóðinni af miklum mannkærleika,
að .við þyrftum ekki annað en drepa nægilega
marga Þjóðverja, og þá gætum við lifað í friði
og velmegun til æviloka. Það væri óskandi að
þingið sæi að sér í tíma. Það er ekki hægt að
dæma námumannastéttina til margra ára eymd-
ar og vesaldóms“. Hann þagði andartak og þeg-
ar hann tók aftux til máls. var rödd hans biðj-
andi næstum sárbænandi. „Þetta frumvarp viður-
kennir samkvæmt éðli sínu vanmátt einkarekst-
ursins í samkeppninni við stóru sameinuðu fé-
lögin. Eru þetta ekki einmitt meðmæli með þjóð-
nýtingunni ? Þingið getur ekki afneitað þeirri
staðreynd að víðtæk áætlun um þjóðnýtingu
kolanáma landsins, til að koma. í veg fyrir
tap og sóun, auka afköstin, draga. úr kostnaði
og lækka með þvi verðið, hefur lengi verið í
undirbúningi. Hvers vegna hefur verkamanna-
stjóm þessa lands látið þennan möguleika ónot-
aðan til hagsbóta fyrir sérgóð auðvaldsfyrir-
tæki? Hvers vegna hefur stjórnin ekki sett í
sig kjark og sagt: ,,Við viljum í eitt skipti fyrir
öll hreinsa þann flór s’em fyrirrennarar okkar
iétu eftir sig. Við ætlum fyrir fullt og allt að
afmá það kerfi, sem hefur leitt okkur út i þess-
ar ógöngur. Fyrir hönd sjálfrar þjóðarinnar ætl-
um við að taka að okkur námuiðnaöinn og reka
hann eingöngu til hagnaðar landi og þjóð“. Enn
varð örlítil þögn og svo hljómaði rödd Davíðs
sterk og hrein, þrungin eldmóði. ,.Ég skora á
háttvirta þingmenn, að þeir í nafni æru sinnar
og samvizku gefi gaum að þeim staðreynd-
um sem ég hef minnzt á. Og áður en gengið verð-
ur til atkvæðagreiðslu vil ég einkum beina máli
mínu til félaga minna í stjórninni. Ég sárbæni
þá um að svíkja ekki bá menn og þau samtök
sem hafa kosið þá sem fulltrúa sína. tii að standa
vörð um velferð sína og hagsmuni. Ég sárbæni
vkkur um að íhuea afstöðu ykkar, að falla frá
þessari miðlunartillögu, þessu tilgangslausa orða-
giálfri. þessu dulbúna tilræði; áð standa við
skuldbindingar ykkar oe leggja fram skýrt og ó-
tvírætDfrumvarp um bióðnvtingu. Og ef við bíð-
um ósieur í þessu húsi. þá göngum við fram
fvrir kjósenduv til að fá umboð okkar staðfest.
í nafni mannúðarinnar bið ég ykkur, sárbæni ég
vkkur að stvrkja betta umboð með því að biða
heiðarlegan ósigur“.
Það var dauðaböen þegar Davíð settist niður,
og bað var bæði eftirvænting og órói í loftinu.
Þingmenn höfðu nauðugir viljugir hrifizt af orð-
um hans. Svo sagði Bebbington kæruleysislegri
röddu:
..Háttvirtur þingmaður virðist, álíta að það sé
á’íka, auðvelt að þjóðnýta námumar og að fá
hundaskírteini".
Það var eins og ólga færi um salinn, óheilla-
vænlegur þytur. Og þá fékk hinn háttvirti þing-
maður, herra Basil Eastman. hina. frægu hug-
mynd sína. Þessi háttvirti þingmaður, ungur
torýi frá Shire, sem lá í svefnsýkisdva'a þá
sjaldan að hann kom til þings, hafði sjaldgæf-
an hæfileika til að bera, sem gerði hann vin-
sælan og mikils metinn innan flokksins. Hann
gat hermt eftir dýrum. Og nú vaknaði hann
af dvalanum um leið og minnzt var á hund,
rét.ti úr sér og gelti eins og skelkaður rakki.
Þingmönnum varð hverft við. þeir stóðu á önd-
inni ■>— og fóru síðan að flissa. Svo óx kát-
ínan og glymjandi hlátur kvað við í þingsaln-
um. Þingmenn fóru að rísa á fætur. Umræðun-
um var lokið. Nefndin hafði lokið störfum. Þetta!