Þjóðviljinn - 15.07.1951, Síða 1
Sunnudagur 15. júlí 1951 — 16. árgangur — 157. tölublað
Best látinn laus
Búizt er við að Best, sem
var hernámsstjóri Þjóðverja í
Danmcirku á síðustu striðsár-
unum, verði látinn laus á nœst
unni. Hann hefur nú setið í
fangelsi í 6 ár, en var upphaf-
lega dœmdur í 12 ára hegning-
arvinnu.
Norðanmenn fúsir að gera
Kaeson hlutlaust svæði
Tilraunir Bandaríkjanna til að blása hina fár-
ánlegu blaðamannadeilu upp í stórmál hafa nú mis-
tekizt. Norðanmenn lýstu yfir því í gær í útvarps-
stöðinni í Pjongjang að þeir féllust fúslega á að gera
Kaeson að hlutlausu svæði sem blaðamenn. beggja
aðila hefðu aðgang að.
Bandaríska herráðið umhveríis hnattlíkan: Frá vinstri: Forrest Sherman aðmíráll,
Omar Bradley herráðsforingi, Hoyt Vandenberg flughershöfðingi og Lawton Colllns Iandhersh.
Sovétríkin vöruðu vesturveld-
in við griðasamningnum við
Þýzkaland 19 mónuðum áður
en hann var gerður
Athyglisvert Ieyniskjal birt í Bandhríkjunum
Bandavíska blaöiö Daily Worker birti nýlega mjög
athyglisvert skjal sem haldið hefur veriö leynilegu í
Bandaríkjunum allt frá 1938. Skjaliö sannar aö Sovét-
ríkin höföu varaö við því aö þau kynnu aö gera griða-
sáttmála viö Þýzkaland ef ekki tækist að ná samningum
um öryggisbandalag Sovétríkjanna og Vesturveldanna.
Nam II, formaður vopnahlés-
nefndar norðanmanna, lýsti yf-
ír því í fyrradag að hann væri
fús að halda vopnahlésviðræð-
unum áfram, og að hann teldi
sjálfsagt að blaðamenn fengju
að koma til Kaeson, þegar bú-
ið væri að taka sameiginlega á-
kvörðun um það. Ridgway taldi
þá yfirlýsingu hins vegar ekki
fullnægjandi. Fréttastofa kín-
versku stjórnarinnar lýsti þá
yfir því að blaðamannadeilan
hlyti að vera átylla Bandaríkj-
anna til að slíta vopnahlésvið-
ræðunum, slíkt smáatriði gæti
varla átt skilið þann feiknar-
lega áróður sem Bandaríkin
hafa hafið í sambandi við það.
1 gær lýsti svo útvarpið í
Pjongjang yfir því að norðan-
menn féllust fúslega á það að
Kaeson yrði gert hlutlaust
svæði og báðir aðilar sendu
þangað samningaflokka sína að
blaðamönnum meðtöldum.
Blöð og útvarpsstöðvar vest
urveldanna héldu hins vegar
í gær áfram kvörtunum sínum
um það að farið væri með
vopnahlésnefnd sameinuðu
þjóðanna eins og fulltrúa sigr-
aðra herja. Brezka blaðið
Times sagði þó að fullmikil á-
herzla hefði verið lögð á blaða-
mannamálið af Ridgway, og
Harriman í
Teheran í dag
Harriman, sendimaður Tru-
mans til þess að reyna að
leysa olíudeiluna í Iran, kom
til Parísar í gærmorgun og er
væntanlegur til Teheran í dag.
Er búizt við að hann fái þeg-
ar viðtal við Mossadegh for-
sætisráðherra.
Harriman sagði við blaða-
menn í París að hann væri ör-
uggur um jákvæðan árangur
af sendiför sinni, það væru um
svo mikla gagn'kvæma hags-
muni að ræða á þessu sviði
milli Iran, Bretlands og Banda-
ríkjanna.
Grady sendiherra Bandaríkj-
anna, sem nú hefur sagt af
sér lýsti yfir því í gær að olíu-
deilan væri eins mikið vanda-
mál fyrir Bandaríkin og Bret-
land. Hann kvaðst harma að
Iranstjórn hefði ekki gengið
að síðustu málamiðlunartillögu
Breta en kvað Breta hafa gert
•geysilegar skyssur í olíudeil-
unni.
50 brezkir olíusérfræðingar
fóru frá Iran í gær til Basra og
var búizt við að 100 í viðbót
færu burt um helgina.
fullt eins skynsamlegt hefði
verið að leggja til að blaða-
Framhald á 6. síðu.
Bretar rjiiía við-
skiptasamning
við Pólverja
, Brezka stjórnin hefur lagt
hald á 12 skip sem verið er að
byggja fyrir Pólverja, samkv.
samningum við þá. Er hvert
skip 17.600 tonn á stærð. Hafa
Bretar lýst yfir því að þeir séu
reiðubúnir til að ræða skaða-
bótakröfur sem Pólverjar
kunna að bera fram út af þess-
um atburði.
„Hreinsanir66 í
Bandaríkjunum
Sérstök rannsókn fer nú
fram í Bandaríkjunum á „holl-
ustu“ opinberra starfsmanna
og hafa allmargir þegar verið
raknir úr störfum sínum. Eru
framkvæmdar mjög víðtækar
yfirheyrslur, en sem tilefni er
notað hvarf brezku embættis-
mannanna á dögunum.
Þýzkaland tekur þátt í
Olympíuleikunum
Nú mun áð mestu frá því
gengið að Þýzkaland taki þátt
í næstu ólympíuleikjum, sem
fram fara í Finnlandi. Verður
þar um að ræða sameiginlegan
flokk, bæði frá Austur- og V.-
Þýzkalandi.
Eldsvoðar komu upp í
Kansasborg þegar stór benzín-
Sívaxandi verð-
bólga í Bretlandi
Gaitskill, fjármálaráðherra
Breta, sem nýkominn er heim
af marsjallráðstefnu í París,
lýsti í gær yfir mjög alvarleg-
um ótta vegna verðbólgunnar
í Bretlandi. Kvað hann almenn
ar neyzluvörur hafa hspkkað
þar í landi um 10—20% á einu
ári, en í maí hefði verð á inn-
fluttum vörum verið að jafnaði
14% hærra en á sama tíma í
fyrra.
Huseby Bret-
landsmeistari
Meistaramótið í frjálsum í-
þróttum í Bretlandi stóð yfir í
gærdag þegar Þjóðviljinn fór í
prentun. Þá hafði það eitt frétzt
af íslendingunum að Huseby
var orðinn Bretlandsmeistari,
kastaði tæpa 16 metra, en það
er nýtt brezkt meistaramóts-
met. ítalinr. Toshi vann kringlu
kastið, kastaði 53,56 metra.
Bannister vann 1 rnílu hlaupið
dg Wint 880 yards hlauplð á
1.49.6.
tankur losnaði, raikst á hús og
sprakk. Kviknaði þegar í benz-
íninu og breiddist eldurinn út
með miklum hraða, en benzín
og olía flaut víða ofan á vatns-
flaumnum. Var óttazt að verzl-
unarhverfið í Kansasborg sem
stendur lægst myndi gereyð-
ast af eldinum.
Flóðið er nú talið það mesta
sem nokkru sinni hefur orðið
á þessum slóðum. Meðal ann-
ars hafa eyðilagzt hveitiekrur
með 25 milljónum skeppa af
hveiti (skeppa: rúmir 36 lítr-
ar). Sífellt verða fleiri liúsnæð-
islausir, og hefur nú verið
skorað á alla bændur á hættu-
svæðinu að flytja burt með bú-
pening sinn án tafar.
í ,,njósnamálinu“ gegn Alger
Hiss, sem dæmdur var í fimm
ára hegningarvinnu fyrir
„meinsæri.“ Skjalið var þó ekki
birt opinberlega þá af skiljan-
legum ástæðum.
Skjal þetta er skýrsla frá
William C. Bullit, þáverandi
sendiherra Bandaríkjanna í
Frakklandi, til bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins um viðtal
sem hann hafði átt við utan-
ríkisráðherra Frakka, Yvon
Delbos. Skýrslan var send í
skeyti, dags. 25. janúar 1938.
Brezk herskip til
Rauðahifs
Fjögur brezk herskip fóru
frá Möltu í gær áleiðis til
Rauða hafsins. Tilkynnt var i
London að ástæðan væri at-
burðir þeir sem gerðust á dög-
unum þegar egypzíkt herskip
lagði hald á brezkt skip til
rannsóknar.
henni segir svo m.a.:
„Delbos sagði að hann væri
sannfærður um að Þýzkaland
vildi af heilum hug ná samn-
ingum við Frakikland. Hann
rakti síðan við mig viðtal sem
hann hefði nokkrum dögum
áður átt við sendiherra Sovét-
ríkjanna í París.
Sovétsendiherrann hafði
kvartað undan því, að svo væri
að sjá sem franska stjórnin
værj að vinna að samningum
við Þýzkaland, og hann hafði
lagt á það megináherzlu að ef
Frakkland tæki upp alvarlega
samninga við Þjóðverja myndu
Sovétríkin tafarlaust semja
við Þýzkaland.
Delbos kvaðst hafa svarað
því til að hann væri þess full-
viss að Þýzkaland vildi langt-
um heldur semja við Frakk-
land en Sovétríkin og að Frakk
land myndi snúast gegn hverri
slíkri tilraun Sovétríkjanna.
Hann bætti því við að hann
Framhald á 3. síðu.
EWsvoðar oían á flóðið í Kansas
Geysilegir eldsvoðar eru nú í Kansas City ofan á flóðin, sem
enn halda áfram að magnast.