Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. ágúst 1951 ÞIÓÐVILIINN Ctgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SlgurOur GuOmundsson (éb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kórason, Magnús Torfl ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriítarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverö 75 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljana hf. Sansekir flóttamenn og flokkar Augljóst er af Títaanum í gær að fyrirlitning Reyk- víkinga á einum vesælasta lýóskrumsþætti Framsóknar- broddanna í Reykjavik liggur þungt á blaöinu og Fram- sóknarflokknum. Fyrirlitning og ógeð, sem nær langt inn í raðir Framsóknarfylgjenda, er fengiö hafa undan- farna daga sýnikennslu i sprellikarlslátum og lýðskrumi sem vart á sinn líka, nema ef til vill kosningabarátta Rannveigar Þorsteinsdóttur sem ætlaöi aö berjast gegn fjárplógsstarfsemi, sællar minningar. Það voru engar smávegis ásakanir sem íhaldsmeiri- hlutinn í bæjarstjórn var borinn í ræöum Framsóknar- fulltrúans 1 bæjarstjórn og botnlausum skammagreinum í Tímanum dag eftir dag fyrst er rætt var um nýju milljónaálögurnar. Þaö var ekki verið aö skera utan af því aö önnur eins fjármálastjórn jafngilti gjaldþroti og uppgjöf, og auövitaö þvi ckki gleymt hvílíkan ógnaráhuga Framsóknarflokkurinn heföi á því að forða Reykvíking- um frá þeim ranglátu milljónaálögum sem sökkva ætti 1 sukk og óreiðu Sjálfstæöisflokksins. Einhverjir munu hafa tekið þennan bægslagang í alvöru, haldið þaö í trúgirni sinni að Framsóknarflokk- urinn væri þó í þessu helaur skárri en Sjálfstæöisflokkur- inn, en hann ætti bara einn fulltrúa í bæjarstjórn cg því væri ekki á hans valdi aö gera annaö en þaö sem hann gerði, að rífa kjaft í Tímanum og á bæjarstjórnarfundum. Svo varö Reykvíkingum það ljóst, að Framsóknar- flokkurinn gat ráðið því hvort þessar ranglátu milljóna- álögur yrðu lagðar á Reykvíkinga. Valdið til að leyía það eða hafna því lá í höndum forsætisráðherra Fram- sóknarflokksins, Steingríms Steinþórssonar. Og hverjum þeim sem lesiö haföi Tímann eöa tekið mark á Þóröi Björnssyni var þaö vorkunnarmál, aö þeir fögnuöu þessu. Nú réð Framsókn, hún hafði lýst yfir vilja flokk'sins í bwjarstjórn og aöalmálgagni sínu. Úrskurður Steingríms Steinþórssonar yrði próíraun fyrir Framsóknarflokkinn. Yröi úrskurður forsætisráðherra flokksins íhaldinu 1 vil, jafngilti þaö yfirlýsingu um að sprell Þóröar í bæjarstjórn og ádeilugreinar Tímans væru lýöskrum af auöviröileg- asta tagi, til þess eins að reyna aö fiska fylgi á óvinsæld- um íhaldsins, en jafnframt væri Framsókn fullglldur hluthafi íhaldsóreiöunnar og tæki á sig og flokk sinn ábyrgð á milljónaálögunum á Reykvíkinga. Úrslitum þeirrar prófraunar var lýst í gær. Fram- 'sóknarflokkurinn féll á því prófi, fór langt niður úr fallmörkum í heiöarleik og oröheldni. Steingrímur, Her- mann Jónasson og Eysteinn voru teknir til bæna. Sam- starfsmenn þeirra í ríkisstjórn, Ólafur Thors, Bjarni Ben. og KókakólaBjörn, skipuöu þeim eins og rökkum aö kingja stóru oröunum í Tímanum og hjálpa Sjálfstæðis- flokknum til viö álagningu óreiðuútsvaranna. Og Stein- grímur, Hermann og Eysteinn beygðu sig í auðmýkt, — en sársaukalaust hefur það ekki verið heiöarlegum Fram- sóknarmönnum aö sjá foringja sína svínbeygöa þannig opinberlega. Og svo endurtekin hin lítilmótlega flótta- brella Gunnars Thoroddsen: Samsekur forsætisráöherra Framsóknar flýr úr landi aö afloknu þessu þokkaverki. til aö reyna aö draga úr þeirri reiöiöldu sem skellur á samsekum flokki hans þeim mtín þyngri sem búiö var að vskja sterkari vonir áður um andstöðu við óreiöuálög- umar. Áróðurshaldreipi Framsóknar á svo aö vera þaö, aó Steingrímur ætli að hlutast til um „athugun“ á rekstri allra bæjarfélaga landsins og sjá hvort ekki megi ein- hvers staöar spara! Þetta virðist ekki óskynsamlegt undir öllum kringumstæðum, en dregur ekki á neinn hátt úr samsekt Framsóknar um milljónaálögurnar á Rsykvík- inga. Og ekki er ólíklegt aö „athugunin“ yröi eitthvað svipuð því er ríkisstjórnin sótti „rekstursfræðing“ vestur í Chicago og lánaði hann til aö „laga“ rekstur Reykja- víkurbæjar. Maöur þessi félck álitlegar fjárfúlgur greidd- ar fyrir ómak sitt en eina sem eftir hann liggur er ensk þýðing á nokkrum upplýsingum hagfræðings bæjarins um það hvernig bæjarkerfið sé byggt upp! Berlínarmótinu lýkur í dag. 1 dag lýkur stærsta og fjöl mennasta æskulýðsmóti, sem haldið hefur verið í bieiminum. I kvöld og næstu daga fara er- lendu þátttakendumir hver til síns heima eftir hálfs mánaðar- dvöl í Berlín innan um glaðan og hugdjarfa hóp æskumanna og kvenna frá öllum löndum heims. Berlínarmótið varð mikil sigur fyrir þau tvö alþjóðasam- tök æskulýðs og stúdenta sem að því stóðu. Auk þess megnaði mótið að sýna friðarvilja heims æskunnar og mun mjög efla og styrkja friðaröflin í þeirra bar- áttu í næstu framtíð. I bréfi, sem ég fékk frá einum af ís- lenzku Ber’ínarförunum, segir, að menn hafi þegar á þessu móti talað um það næsta, hvar það yrði haldið o. s. frv. Þeir íslen/.ku halda heim í kvöld. íslenzku þátttakendurnir leggja af stað frá Berlín í kvöld og verða samferða þeim dönsku. Verður komið til Kauppmanna- hafnar í fyrramálið og dvalizt í Höfn þar til á laugardag en þá koma þeir með Gullfossi heim og eru væntanlegir hing- að hinn 30. ágúst. — Þrír verða þó eftir I Berlín, tveir til að mæta á ráðstefnu hinna alþjóð- legu samtaka, sem haldin verð- ur 23.—38. ágúst, einn fer til Póllands til að mæta þar á Var- sjáráðstefnu Alþjóðasambands stúdenta. — Það verður glaður hópur ungs fólks, sem kemur hingað hinn 30. ágúst úr mán- aðarferð til meginlandsins. Ber- línarfaramir íslenzku sem höfðu flestir ekki ferðast til útlanda áður, hafa margt séð, mörgu kynnst og mikið lært. Þátttaka þeirra í glæsilegasta æskulýðsmóti heimsins hefirr aukið víðsýni þeirra, þeir hafa komizt í snertingu við umheim- inn betur en á verður kosið í venjul. utanferðum. — I Berlín hafa þeir haft möguleika til að sjá alla þjóðflokka veraldarinn- ar, kynnast fulltrúum þeirra á móti æskunnar, kynnast menn- ingu þeirra og lífsskoðunum, og stofna til gagnkvæmrar vin- áttu við æskufólk annarra landa. íslenzku Berlínarfararnir hafa svo sem haft nóg við tim ann að gera, þeir hafa verið að allan daginn, því að ekki hefur mátt missa af neinu. Frá einum fékk ég á miðvikudaginn póst- kort með þessum texta: „Hefi aldrei upplifað aðra eins daga. Má ekki vera að því að skrifa þér. Segi þér allt þegar ég kem heim. Við förum á fætur kl. 7 á morgnana, ])á borðum við og umlirbúum okkur undir daginn og er aldrei farið í rúmið fyrr en á milli 12 og 1. — BIess“. Áróðurinn gegn mótinu. Vegna hins ótvíræða friðar- vilja æskunnar á Berlínarmót- inu, hafa öll afturhaldsmál- gögnin íslenzku haldið uppi skefjalausum en um leið kát- broslegum áróðri gegn því. Eft- ir Marshallsamninginn er það reyndar hlutskipti og uppálagt verkefni borgarablaðanna að ó- frægja alla er unna friði, að níða niður og segja ósatt frá öllu er snertir hina alþjóðlegu friðar- baráttu. Vopnasalar Bandarikj- anna eru hinir eiginlegu skjól- stæðingar þessara blaða og þar af kemur geðvonzkan. Banda- ríkjamenn hafa ekki látið sitja við áróðursorðin tóm. Þeir gripu til vopna gegn hundrúð- um af æskufólki og bönnuðu því að ferðast til Berlínar. Fæst af því fólki voru samt Bandaríkja- menn heldur hafði það borgara- réttindi í nokkrum löndum Ev- rópu, þ. á m. Sviss, Englandi og Frakklandi. Slíkt ofbeldi er freklegt brot á samþykktum SÞ um ferðafrelsi og með slíkum aðgerðum sýna Bandarikjamenn í hvílíkri árafjarlægð þeir eru frá því að kunna að virða al- menn mannréttindi og lýðræðis- reglur. Islenzku borgarablöðin hafa gripið til smekklausrar fréttafölsunar af verstu teg- und í sambandi við Berlínar- mótið og reynt að úthúða ís- lenzku þátttakendunum á allar. hátt. Það verður gaman fyrir Berlínarfarana að lesa öll þau skrýtnu skrif. Berlínarmótið hinn mesti sigur. Þessi bægslagangur borgara- blaðanna hefur þó frekar gert. gagn en hitt, þó að sannleik- urinn sé alltaf sagna beztur. Hinar fáránlegu lygar blaðanna um mótið og þátttakendurna hafa haft alveg öfug áhrif við það sem til var ætlazt en hin daglegu miklu skrif hafa vakiö athygli almennings á mótinu meira en Þjóðviljinn einn var fær um að gera, svo að þegar allt kemur til alls, hafa þessi skrif verið jákvæð. — Þjóðvilj- inn óskar æskunni til hamingju með þann mikla sigur sem Ber- línarmótið er og íslenzka þjóðin fagnar af alhug íslenzku full- trúunum þegar þeir-koma h'ng- að úr reisunni og vonast ti! að fá að læra mikið af þeim. ★ y ★ RÍKISSKir: Hekla fór frá Glasgow i gaer áleiðis til Reykjavikur. Esja var á Akureyri siðdegis i gær. Herðu- i)reið er í R.vík. Skjaldbreið er á Húnaflóa. Þyriil var i Hvalfirði i gær. Ármann er í Reykjavik. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafe’! er á Akureyri. Arnar- fell fór í gærmorgun frá Bremen, áleiðis til Stettin. Jökulfell fór frá Þsgar Tíminn. í algerum vandræöum, gerir þessa klaufalegn afsökun samsektar Framsóknarflokksins aö fjórdálka fyrirsögn um leiö og reynt er aö láta bera lítiö á ákvöröun Framsóknar aó gerast samábyrg Sjálfstæöis- flokknum um milljónaálögurnar á Reykvíkinga, þá er veriö aö gera of lítiö úr dómgreind reykvískra blaölesenda. Sú sauöagæra Framsóknar er of slitin til að blekkja nokkurn mann. Varparaiso 14. þm. áleiðis til Gua- yaquil, með viðkomu i Talara. Eimskip Brúarfoss kom til Patras 1G. 8., væntanlegur til Pireaus í gæi*. Dettifoss kom til N. Y. 16. 8. frá Reykjavík. Goðafoss fór frá Siglu- firði í gærmorgun til Drangsness og Breiðafjarðarhafna. Gullfoss fór frá Rvik kl. 12.00 á hád. í gær til Leith og Kaupmannahafnar. Lag- arfoss fór fiá Leith í gær til og Reykjavíkur. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss fór frá Rvík 15. 8. til N. Y. Hesnes kom til Rvíkur 16. 8. frá Hull. Vísir sagði á í'östu daginn, að „koínn,- __ v— únlstahátíðin í 4- Berlín sé eiglnlega að snúast í út- breiðsluhátíð Vest- urveldanna“(!?) — Hvers vegna skyldu Bandaríkjamenn þá liaí'a beitt vopnavaidi tii að hindra að æskufólk kæmist til Berlínar, hr. Kristján Guðiaugsson? FLUGFÉLAG ISI.ANDS: Innanlandsf 1 ug: í dag eru áætl- aðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðír), Vestmannaeyja og Sauðár- kroks. Á morgun eru ráðgerðar flugferðir tli Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Ólafsfjarðar, Nes- kaupstaðar, Seyðisfjarðar, Kirkju- bæjarklausturs, Hornafjarðar, Siglufjarðar og Kópaskers, Miili- landaflug: Guilfaxi er væntanlcgur til Reykjavíkur frá Kaupmanna- hofn kl. 18.15 í dag. PJugvélin fer til London kl. 8,00 á þriðjudags- morgun. Nýiega voru gefin sáman í hjónaband ung- frú Arnfríður Hóim Aradóttir og Olgeir Hauk- ur Matthiasson lögregluþj. Heim- ili þeirra er að Plókagötu 37. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Sofie M. Andreasen og Rolf Markan. Heimili þeirra er á Þórsgötu 21. — Nýlega voru gef- in saman 1 hjónaband ungfrú Odd- ný Þórarinsdóttir og Hermann Guð brandsson skrifstofumaður. Heim- ili þeirra er á Skólavörðústíg 21ra. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er frá kiukkan 22,50— 04,15. Nýiega opinberuðu. trúiofun sín ung- frú Helga Hrönn. Unnsteinsdóttir, Rauðumýri 18, Ak- ureyri og Hermann Hólm Ingimarsson, prentari, Rauðumýri 20, Akureyri! ■— Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Hannes- dóttir, skrifstofustj. og Magnús Pétursson píanóleikari. Vigfús Vigfússon, verkamaður Garðsauka við Nesveg, er sjötugur* í dag. Helgidagslæknir: Priðrik Ein- arsson, Efstasundi 55. — Sími 6565. /ff , 11.00 Messa í Hall- grímskirkju (séra Sigurjón Árnason). 12,15—13,15 Miðdeg istónleikar: a) Lög* úr ,Vetrarferðinni' o.fl. sönglög eftir Schubert (Elena Gerhardt syngur). b) Pianósónata í c-moll op 111 eftir Beethoven (Artur Schnabel leikur). 16.15 Préttaútverp til Islendinga eriend- is. 18,30 Barnatimi (Þorstoinn Ö. Stephensen) : Ra.gnar Jóhánnesson skólastjóri lps þýdda sögu: „Smygl araskútan". — Tónleikar o. fl. 19.30 Tónleikar: Píanólög eftir Chopin. 20.20 Tónleikar: Fantasia eftir Vaughan Williams um stef eftir Taliis (Siníóníuhljómsveit brezka útvarpsins leikur; Sir Adri- an Boult stjórnar). 20,35 Erindi: Gleymd orð, en gild (Sigurbjörn Einarsson prófessor). 21,00 Tónleik ar: Fred Waring og kór syngja (plötur). 21.30 Upplestur: „Þrælar ástarinnar", smásaga eftir Ivnut Hamsun. (Þýðandinn, Hannes Sig fússon, les). 21,50 Tónleikar: Duo concertante fyrir fiðlu og píanó eftir Stravinsky (Samuel Duskin og höfundurinn leika). 22,05 Dans lög. — 23,30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.