Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. ágúst 1951 SKAK Framhald af 3 síðu. 7. Rgl—e2 e5xe4 8. Re2xd4 Rb8—d7 9. 0—0 Hf8—e8 10. ±2—f 3 Þessi leilk.ur og tveir næstu hafa þann tilgang að tryggja stöðu hvíts á miðborðinu og hindra d6—d5, en til þess duga þeir ekki. Það er áreiðanlega hetra að loka ekki línu biskupsins, en leika heldur t.d. h3 og Be3. 10. c7—c6 11. Rd4—c2 Rd7—b6 12. Rc2—e3 Be8—e6 13. Ddl—d3 Dd8—c7 14. f3—f4 Ha8—d8 15. Bcl—d2 Hvítur er í vandræðum með þennan biskup. b2—b3 strand- ar á sama svari og biskups- leikurinn Hfdl hefði komið í veg fyrir d6—d5 í bili. 15. d6—d5! 16. c4xd5 c6xd5 17. Rc3—b5 Framhald mannakaupa á d5 mundi leiða til stöðu, sem væri svörtum í hag, því að hann nær nógu sterku valdi á d5 með því að skjóta drottningar- skákininni á c5 inn í. Hvítur flýr því inn í kombínasjón. Víki drottningin sér nú und- an, leikur hvítur e4—e5 og stendur vel. (Hins vegar var ekki un:it að leika e5 strax vegna d5—d4). En Gligoric hrindir þessari ætlun fallega. 17. d5xe4! 18. Rb5xc7 Hd8xd3 Hvítur virðist vinna skiptamun á þessu, en niðurstaðan verður sú að hann missir þrjá menn fyrir tvo hróka. 19. Rc7xe8 Rfxe8 20. Bd2—cl Þessi leikur lítur illa út, en er þó líklega einna skástur. Önnur leið er 20. Hf2—Bd4 21. Hael (Svartur hótaði bæði Bxe3 og Hxd2) Rc4 22. Rxc4, Bxc4 og svartur vinnur skipta- muninn aftur og heldur e-peð- inu. 20. Bg7—d4 21. Hfl—el Rb6—c4 22. Bg2xe4 Hd3xe3 23. Bclxe3 Rc4xe3 24. Kgl—lil Re8—d6 Liðsskiptingin er óvenjuleg, svartur á þrjá létta menn gegn tveim hrókum, og er því nokkuð jafnt á komið að því leyti, en hvítur á við^örðugleika að etja, ibiskup hans verður að halda sig á línunni a8—hl til þess að koma í veg fyrir Bd5f. 25. Be4—g2 Rexg2 Gligoric hefði unnið skiptamun með Rc2, Hedl, Rxal, Hxd4, en þá mundu peðin á drottn- ingarvæng hverfa, og skákin sennilega verða jafntefli. Hann kýs því heldur að vinna peð. 26. Khlxg2 Be6—d5f 27. Kg2—fl Bd4xb2 20. iirsr t f, Kaff ihús Cora Sandel það er engin fegurð kringum mig heldur. Ég hef ekki annað en Bellisinn að bjóða þér. Hann kaupum við á leiðinni. Ég hefði gjaman viljað gefa þér margt og mikið. Bíddu annars hæg — ég á skip í flösku. Ég á fallega báta hvaðanæva að, stóra, rennilega, nú man ég það. Þeir liggja niðri á kistubotni. Mað- ur dragnast með einskisverða hluti stað úr stað — Ég get sýnt þér það, ef þú vilt------ • Einskis verðir hlutir eru hið nauðsynlegasta af öllu, bullar veslings Katinka. Það er sól hjá mér í svona veðri-------- Sól? hrópar Katinka. Ég held nú það. Við vegginn sem snýr út að sjónum er bekkur. Að vísu hara fjöl. En þar er gott að sitja. Og ég á harmoniku------- Harmoniku? hrópar Katinka, rétt eins og hann væri að tala um flygil.. Sól, loft, hrópar hún: Loft á alla vegu----- Þó það nú væri. Sól og loft er allra eign, jafnvel fátæklinga. Komdu, við skuluin fara-------- Guð minn góður, Krane er í Suðurfirði, guð minn góður, þú veizt það, láttu ekki verða hneyksli meðan hann er í burtu. Ég veit að ég er ekki dugleg, þú hefur skapað mig eins og ég er. Góði guð, góði guð------- Þetta hugsar frú Krane þessa stundina. Hún hafði viður- kennt það hreinskilnislega seinna. Það heyrist aðeins lágt muldur út úr prívatinu. Það var orðið óheillavænlega hljótt þar. Það var eins og eitthvað hræðilegt væri í vændum. Það er tekið í rennihurðina. Hún rennur hægt til hliðar, stanzar andartak eins og hún væri að hugsa sig um. Hún heyrir að Katinka segir: Við skulum bara fara. Mér stendur alveg á sama um þau. Og þvílík rödd: Há, hvell, háðsleg, torkennileg. Hvað sem annars mátti um hana segja, þá var hún aldrei ljót í munninum. Samt er eins og bæði Stordal og Gjör kippist við. Þeir snúa sér við, hrukka ennin og eru sýnilega að velta einhverju fyr- ir sér. Alveg eins og Jörgen og Stordal áðan. Elísa og Lyder- 28. Hal—dl Bd5—c4f 29. Kfl—g2 Rd6—f5 30. g3—g4 Rf5—d4 31. Kg2—g3 b7—b5 32. Hel—e8f Kg8—g7 33. He8—a8 Rd4—e2f 34. Kg3—f3 Re2—c3 35. Hdl—d8 Bc4—e2f 36. Kf3—g3 Rc3—e4ý 37. Kg3—h3 Betra var Kg2, Klein er senni- lega kominn í tímaþröng. 37. Be2—flf 38. Kíi3—h4 Bb2—f6j 39. g4—g5 Bf6xd8 40. Ha8xd8 a7—a5 41. Hd8—a8 a5—a4 42. a2—a3 Bfl—c4 43. Ha8—e8 Re4—d6 44. He8—el Rd6—fðt 45. Kh4—g4 Rf5—d4 46. Hel—cl Bc4—e6| 47. Kg4—h4 og Klein gafst upp um leið. Hann tapar a-peðinu rétt strax, ef hann heldur áfram. ® AV 1 Ð Þurrfryst bein Framhald af 5. siðu. að sjö ár og gera sér vonir um að hægt sé að geyma þau við venjulegan stofuhita. Unnið er að því að laga þurr- frystingaraðferðina að geymshi æða. Með núverandi aðfer*um er hægt að geyma æðabúta í sex vikur, en vonir standa til að þurrfrystar muni þær þoia sjö ára geymslu einsog beinin. Læknar flotans hafa einnig tekið að nota nýja salta blóð- vatnsupplausn til að geyma í skinnpjötlur, til að grípa tii og græða yfir meiriháttar bruna sár og kalsár. Hingað til hefur verið hægt að geyma skinn í sex vikur en í þessari nýju upp lausn helzt það lifandi og því græðir.garhæft í misseri. sen líta snöggt hvort á annað. Herra minn trúr, þetta verður félegt------ Þetta líkar mér. Dyrnar opnast meira. Harðkúluhatturinn rekur höfuðið út og segir hátt og skýrt: Mætti ég fá að borga. Og það er ekki eins og hann sé að biðja um neitt. Það er eins og hann sé að gefa skipun. Hann er rjóður í andliti og hatturinn er kominn niður á ennið. Það leynir sér ekki hvers konar mannpersóna þetta er. Allir stara á hann. í örvæntingu gefur frú Krane merki með prjóninum um að láta að vilja mannsins. Hún er víst líka að gefa merki um að nú sé um að gera að halda honum og Katinku kyrrum, þangað til færðin sé örugg. Hún botnar ekki neitt í neinu lengur, heldur bendir og patar allt hvað af tekur. Sönstegárd skilur ekkert, vill ekkert skilja. Hún æðir af staö án þess að líta til hægri né vinstri. Það var henni líkt. Það hnussar í einhverjum. Það er víst Stordal. Hvað er hann að hnussa? Er ekki alltaf verið að skrifa hjá honum? Ýmsar tilfinningar bærast í frú Krane, þáð viðurkenndi hún seinna, reiði meðal annars. Réð hún ekki sjálf í sínu eigin kaffihúsi ? En hvað ætlast hún fyrir? Það veit hún ekki. Hún stend- ur þarna bak við afgreiðsluborðið og reynir að gera eins lítið úr sér og henni er unnt. Eins og lítil börn og dýr, sem eru hrædd. Ef Katinka og Harðkúluhatturinn halda leiðar sinnar fyrir framan nefin á fólkinu sem frammi er, er ekki að vita hváð skrafað verður í bænum. Það eru til mörg ljót orð um það sem gerðist niðri í hafnarhverfinu. Þangað er víst ferðinni heitið. Auðvitað býr svona náungi þar og hvergi annars stáðar. Ekki ætla þau í sjóinn, að minnsta kosti ekki núna. Þarna kemur Sönstegárd út aftur. Og Sönstegárd heldur fyrir nefið með talandi tilburðum. Guð minn góður, láttu það ekki vera satt, láttu þau ekki hafa orðið veik. Veik af ölæði. Hún telur sig ekki bera neina ábyrgð á þessu, það er auðséð á henni. Hún rigsar áfram með bakkann svo að glamrar í öllu. Dyrnar opnast upp á gátt, hurðin skellur inn í vegginn með braki og brestum. Ut kemur Katinka, það er að segja frú Friðarleikrit bannað Framhald af 5. síðu. aði að sýna „Gefið keisaranum duftið", hefur lýst því yfir, að sú ákvörðun hafi verið tekin „vegna þess að álitið var, að leikritið væri í andstöðu við þá stjórnarstefnu, sem nú er fylgt‘‘. Þessu hefur Linck svar- að því, að hann hafi samið leik ritið áður en A-bandalagið .og hervæðingin, sem því fylgir, kom til tals. Um þetta hefur þingmaður- inn Johs. Christiansen úr rót- tæka flokknum sagt í .Politiken1 að í dönsku stjórnarskránni sé skýrt kveðið á um að ritskoðun eða aðrar hömlur á málfrelsi megi aldrei setja. „Engu að síð ur virðist nefndin hafa gripið til ritskoðunaraðferða einveldis ins gagnvart rithöfundi, sem að- hyllist skoða.nir, sem rekast á „þá stjórnarstefnu, sem nú er fylgt“. Æskulýðssamband Róttæka flokksins hefur sam- þykkt álytun, þar sem segir: „Við álítum það sem gerzt hef- ur nýtt dæmi um þá tilhneig- ingu til að steypa alla þjóðina í sama mót í afstöðunni til hinn ar opinberu utanríkisstefnu sem rekin er kerfisbundið á öllum sviðum“. Linck, sem hefur fengið „Gef- ið keisaranum duftið“ tekið ti! sýningar á einkaleikhúsinu Det ny Teater, hefur í blaðaviðtali haft við orð að höfða mál gegn hinni þingkjörnu leikhúsnefnd. -\ ÞAKPAPPI NÝKOMINN á rúllu kr. 97.60 og kr. 35.95 Helgi Magnússon & Co. Haínarstræti 19. — Sími 3184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.