Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Guðmundur biskup góði Vinnufatnaðinn frá Fata- og sportvörubúðin, Laugaveg 10. — Sími 3367. Karlmannaföt Kaupum karlmannafatnað, útvarpstæki, hljóðfæri, notuð isl. frímerki o. fl. Sími 6682. Fornsalan Laugaveg 47. IÐJA H.F. Lælsjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argjöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. \rSb orJi'cf Myndir og málverk ? til tækifærisgjafa. Verzlun G. Sigurðssonar, 3 Skólavörðustíg 28. Almenna Fasteignasalan, ;|Ingólfsstræti 3. Sími 81320. Kaup — Sala Umboðssala: Verzlunin Grettisgötu 31, Sími 3562. Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16 Herraföt — Húsgögn:; Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- ?föt o. m. fl. — Sækjum — Sendum. — Söluskálinn, Klapparstíg 11, sími 2926. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. T. B. K. Guðmundur Ágústsson teflir fjöltefli mánudaginn kl. 8 e. h. í Edduhúsinu. Takið með ykkur töfl. Mætið stundvíslega. Stjórnin iVaxmynda- er opið i Þjóðminja- safninu alla daga kl.j 1—7 og sunnudaga kl. 8—10. Framhald af 3. síðu, í harðbakkann sló. Allir helztu höfðingjar landsins tóku hönd- um saman gegn honum nema Oddaverjar og' Hrafn Svein- bjarnarson. Snorri og Þórður Sturlusynir veittu biskupi nokkra ásjá stundum, þegar hann var verst kominn. Vorið 1209 var hann hrakinn frá Hólum og drepnir nokkrir af mönnum hans, en hann dvaldist með Snorra Sturlusyni næsta vetur. Þegar svo var kom ið, fór kirkjustjórn öll í ólesti nyrðra. Biskup bauð að loka dómkirkjunni, þar eð hún væri saurguð af manndrápum og grefti bannsettra manna, en Arnór Tumason, helzti foringi höfðingja flokksins, þröngvaði þeim til þess að þjóna í kirkj- unni. Biskup bannsetti alla presta, sem sungu messur i ó- Amper h.f., raftækjavinnustofa, ! Þingholtsstræti 21 sími 81556 j Tek saum, sníð einnig og máta. Þverholt 18 L. Sendibílastöðin h. f., Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján; Eiríksson, Laugaveg 27, 1. j hæð. — Sími 1453. Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús- gögnum. — Húsgagnaverk-! smiðjan Bergþórugötu 11. 1 Ragnar Ölafsson j hæstaréttarlögmaður og lög-: giltur endurskoðandi: —; Lögfræðistörf, endurskoðun: og fasteignasala. — Vonar-] stræti 12. Sími 5999. j Útvarpsviðgerðii Radíóvinnustofan, ; Laugaveg 166. Nýja sendibílastöðin : Aðalstræti 16. Sími 1395 leyfi hans, en' þeir fóru sínu fram, hvað sém biskup sagði, og gerðist Gunnlaugur Leifsson munkur á Þingeyrum leiðtogi uppreistarklerkanna. Áður hafði Gunnlaugur dugáð Guðmundi manna bezt við að koma upp helgi dýrlingsing Jóns Ög- mundssonar. Utanfarir. Biskup komst ekki að stóli sínum um skeið, en var á hrakningum um landið og átti helzt griðarstað á Vestfjörðum. Erkibiskup boðaði hann og helztu höfðingjana utan árið 1211, og hélt biskup til Noregs 1214, en nokkrir hinna höfðu farið utan árið áður, flestir þó í óskj'ldum erindum. Þeir af- fluttu Guðmuiid við erkibiskup,. svo að hann tók honum þung- lega, þegar þeir fundust. En það er eftirtektarvert, að Guð- mundi tekst oftast að vinna erkibiskupana á sitt mál. 1 Guðmundar sögu Arngríms á- bóta er greint allmikið frá orð- ræðum Guðmundar í garði erki- biskups, og verður eigi af þeim lesið annað en það, ,,að Guð- mundur þessi hafi fá menn sér líka yfir mold, bæði til höfð- ingsskapar og mannkosta". Hann hélt því til Islands í fullri sæmd árið 1218 og settist að Hólum og hafði þar rausn mikla sem áður og setti skóla á staðinn. Honum auðnaðist ekki að sitja lengi í kyjrsæti því að Arnór fór með her manns á staðinn, tók biskup hilndum og rak burt heima- menn hans, skólameistarann og skólasveinana. Það er eftir- tektarvert sökum þessara at- burða, að ein af kærum-erki- biskups á hendur Guðmundi er sú, að hann vígi menn til prests, áður en þeir hafi aldur eða lærdóm til þess að gegna því starfi. Guðmundur réttlætti sig með því, að sig skorti mjög presta, því að sumir klerlcar sínir hefðu verið drepnir eða gerðir útlægir, en nokkrir hefðu staðið í óvinaflokk sínum og samneytt bannsettum mönnum. Skóli Guðmundar gæti þess vegna verið tilraun af hans háifu til þess að koma upp sér hlýðinni prestastétt. Þess vegna bregður Arnór e.t.v. svo brátt Rit Fegrunarféfagsins er komið út. Efni eftir V. Þ. Gíslason, SigurS Guð- mundsson, Alexander Jóhannesson, Þór Sandholt, Kristmann Guðmundsson, Niels Dungal. — Fjöldi mynda. Ritið er aöeins aflient meðlimum, gegn greiðslu árgjaldsins fyrir 1950 og 1951, kr. 20,00. RITIÐ AFIIENT í llelgaféli, LAUGAVEG 1 00 Og AUSTURSTRÆTI 1 SKÖLAVÖRÐUSTÍG ■ ■ K v- , ■'* "'•• '» --• ....r ™ . við og hefur biskup í haldi á heimili sínu um veturinn. Um vorið kom greinilega í ljós, að höfðingjar hafa talið framferði Guðmundar mjög hættulegt. Hinn gamli keppi- nautur hans, Magnús Gissurar- son, var nú orðinn biskup í Skálholti, og hélt hann norður að Hólum til þess að ráðgast við Arnór um málefni emb- ættisbróður gíns. Arnór flutti Guðmund með sé<r suður að Hvítá um sumarið og ætlaði að flytja hann utan með sér, en þar bjargaði Eyjólfur Kárason úr Flatey, tengdasonur Hrafns Sveinbjarnarsonar honum úr höndum óvina hans, og var biskup síðan á hrakningum um landið í þrjú ár. Arnór frestaði utanför sinni til ársins 1221 og varði biskupi að komast í kyrr- sæti á Hólum. Yfirleitt átti biskup ekki náðuga daga eftir þetta, því að liöfðingjar sáu svo um, að hann fékk aldrei tækifæri til þess að búast um á biskupsstólnum, stofna skóla og koma skipan að sinni vild á málefni kirkjunnar. Arnór andaðist úti í Noregi, en Tumi, sonur Sighvats Sturlusonar, gerðist forystu- maður Skagfirðinga gegn Guð- mundi biskupi. Biskup hrökkl- aðst með lið sitt undan Tuma út í Málmey, en Tumi bjóst um á Hólum. Aðfaranótt 4. febr. 1222 komu biskupsmenn á stað- inn og drápu Tuma. Eftir það flýði Guðmundur til Grímseyj- ar, því að hann átti vísa von greypilegrar hefndar af hálfu Sighvats Sturlusonar. Sighvat- ur fór til eyjarinnar um vorið með um 360 manna, en biskup hafði um 70 vígfærum mönnum á að skip'a. Það varð snarpur bardagi og féll margt af mönn- um biskups, en liann var sjálf- ur tekinn höndum og rekinn ut- an um sumarið „harðlega leik- inn af óvinum sínum.“ Þá stefndi erkibiskup lielztu höfð- ingjum á sinn fund, en enginn þeirra gegndi stefnunni. Biskup sat nú í fjögur ár í Noregi að nýju, en sama ára- bil var liðið, síðan hann hafði kvatt Guttorm erkibiskup. Erkibiskupi þóttu mál hans horfa þunglega og skaut þeim undir dóm páfa, en nú eru að- eins kunn fjögur orð úr páfa- bréfinu: ,,Si vult cedere, cedat“, ef vilji hann víkja, víki hann. Þessi ummæli munu þýða það, að páfi taldi eðlilegast, að Guð- •mundur léti af embætti. Svo fór þó sem áður, að honum tókst að vinna hylli erkibiskups, þegar hann hafði kynnzt ttllum málavöxtum. Erkibiskupsskipti voru tíð í Niðurósi um þessar mundir, og tafði það allan má!a- rekstur. Árið 1226 hélt Guð- mundur til Island með bréf erkibiskups þess efnis, að emb- æti var tekið af Magnúsi Skál- holtsbiskipi og honum og Þor- valdi, bróður hans, Sighvati Sturlusyni og Sturlu, syni hans, stefnt utan. Erkibiskup lézt sama ár, svo að enginn þeirra gegndi utanstefnunni. Þegar nýr erkibiskup kom að Niðar- ósi, voru stefnurnar eridurnýj- aðar, og fór Magnús utan og sat þar í fjögur ár. Því miður er lítið vitað um málaferlin í Niðarósi, en þeim lauk á þann veg, að hann hélt æmb- ættiriu og kom út riieð nýjar ritefririr á hendur höfðingjurri, oér' efnbættí var t'e'kið cif' Guð- mundi Arasyni. Hann var nú kominn á áttræðisaldur, svo að höfðingjum gat ekki staðið framar mikil ógn af honum. Kolbeinn ungi gerði honum þó atför á staðinn 1232 og rak burt allt lið hans, en hneppti hann sjálfan í varðliald. Þetta var síðasta ofbeldisverk norð- lenzkra höfðingja við biskup sinn. Þegar Magnús Skálholts- biskup kom út, var Guðmundi sleppt úr haldi, en embættinu hélt hann, þótt aldrei næði hann fullum staðarforráðum á Hól- um eftir þetta. Tvö síðustu ævi- ár sín sat hann á staðnum og lifði þá líkar „hljóðlyndum og hæglátum einsetumanni en harðlyndum biskupi sem óvinir hans höfðu orð á“. Hann and- aðist 1237 og hafði verið nær blindur síðasta árið. Skoðanakúgun Framhald af 5. síðu. a.f því, ef þeir skrifuðu nafn sitt á skjalið. Margir sögðust ekki þora að skrifa undir neina bænárskrá". Blaðamaðurinn hefur eftir- farandi ummæli eftir þeim, sem hann ræddi við: Tuttugu af þeim, sem hann ávarpaði og bað að skrifa nafn sitt' á skjalið spurðu blaðamann inn, hvort hann væri kommún- isti. Maður nokkur, sem sagðist vera lögfræðingur, las skjalið gaumgæfilega, fékk blaða- manninum það aftur og sagði: „Þér eruð að reyna að gabba mig — þetta stendur ekki í stjórnarskránni' ‘. Annar sagði hranalega: „Farðu til helvítis með þetta Kommúristabull". „Eg get ekki skrifað undir, af því að ég vinn hjá því op- inbera“, sagði ung kona. „Ég vil gjarnán skrifa und- ir, en þá yrði ég rekin úr vinnunni strax á morgun“, sagði önnur. Roskinn maður sagði: ,,Ég sé að þú notar gamla komma- bragðið — að gera guð róttæk- an“. Kona nokkur, sem las „bæna- arskrána“ upphátt, hrópaði, þegar hún kom að frægri máls- grein í sjálfstæðisyfirlýsing- unni: „Þetta kann að vera rússneska sjálfstæðisyfirlýsing- in, en þú þarft ekki að reyna að telja mér trú um að það sé okkar“. Málsgreinin, sem er tekin orði til orðs úr sjálfstæð- isyfirlýsingunni, sem Thomas Jefferson samdi og samþykkt var á fyrsta þingi Bandaríkj- anna í Philadelphia 4. júlí 1776, liljóðar þannig: „Að hvenær sem nokkurt stjórnarfar gerist skaðlegt þessum markmiðuin, sé það réttur fólksins að breýta því eða afnema það og setja nýja stjórn, grundvalla hana á þeim meginreglum og skipa valdi hennar á þann hátt, sem því finnst líklegast til að veita því öryggi o ghamingju“. Eini maðurinn, sem fókkst til að undirrita var sölumaður tryggingafélags, sem sagði: „Svo sannarlega vil ég skrifa undir sjálfstæðisyfirlýsinguna og mannréttindaskrána — Við höfum aldrei verið komnir nær því að glata þessum hlutum og því sem þeir tákria helöur en ■riúí dág“: ! ' •'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.