Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Samþjappað vín fyrir franska herinn Öldum saman hafa birgðafor- ingjar í franska hernum veri'ð í vandræðmn með að sjá her- mönnunum í bardögum fyrir bjóðardrykk þeirra, víni. Flösk- ur og ámur eru þungar og ill- meðfærilegar, en nú er vandinn leystur. Á sýningu í París hef- ur verið sýnt samþjappað vín, í geymum á stærð við sígarettu- pakka. Það er fengið með þvi nð kæla venjulegt vín þangað til vatnið frýs og sija svo ís- krystallana frá. Eftir eru þá öll önnur efni vinsins, þar á meðal vínandinn. Það er drukkið þynnt út með fimm hlutum af vatni og sagt einskis missa í bragði við meðferðina. 111 af 112 þorðu ekkí að skrifa undir stjórnarskrá og sjálfstæðisyfiriýsingu BorgarablaS sannreynir ábrif skoSanakúg- unarinnar i Bandarikjunum Eftir WiIIiam Weinstone, fréttar. Telepress í New York 111 af 112 manneskjum, sem spurð’ar voru á hátíð'a- höldum 4. júlí, sjálfstæðisdag Bandaríkjanna, þorðu ekki aö skrifa nafniö sitt undir „bænarskrá“, sem var ekkert annað en kaflar úr stofnskjali bandaríska lýöveldisins — sjálfstæðisyfirlýsingunni — og úr mannréttindaskrá bandarísku stjórnarskrárinnar. Frá þessu var skýrt næsta dag í frjálslynda borgarablað- inu „Capital Times“ í Madison, höjfuðstað Wisconsinríkis. Blaðamaður frá því gekk um með „bænarskrána“. í ræðu í Detroit 27. júlí vc\k Truman forseti að þessum at- burði og tók hann sem dæmi um óttann, sem hefur heltekið Bandaríkjamenn. „Hugsið þið ykkur“, sagði forsetinn „fjórða júlí voru góðir Bandaríkjamenn í höfuðstað Wis'consinsríkis Þjóðleikhúsi Dana bannað að sjna friðarleikrit Kominglega leikhúsið hafði tekið leikritið til sýningar, en stjórnmálamönnum þótti það ekki vera í samræmi við hervæðingarstefnu A-bandalagsins Af pólitískum ástæðum hefur Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöin hætt við að sýna leikritið „Gefið keisaranum duftið“ eftir Mogens Linck, sem ákveðiö hafði veriö a'ð skyldi veröa fyrsta verkiö, sem tekið yrði fyrir á leikárinu, sem hefst í haust. Orsök þess að leik- ritið, sem hefur hlotið einróma lof allra leikhúsmanna, sem þaö h£ufa séð. fæst ekki sýnt í þjóðleikhúsi Danmerk- ur, er sú aö þar er talað máli friðarins. Höfundurinn, Mogens Linck, er borgaralegur friðarsinni og hefur opinberlega snúizt gegn Friðarhreyfingunni. í blaðavið- tali segir hann um „Gefið keis- aranum duftið“: „Þetta er leik- rit, sem beint er gegn öllu víg- búnaðarkapphlaupi og hvetur til náunganskærleika“. Meðal þeirra, sem lokið hafa lofsorði á listagildi „Gefið keis aranum duftið“ eru Bröndsted leikhússtjóri við Konunglega leikhúsið, Jul leikstjóri og leik- arinn Ebbe Rcde, sem hætti við að sækja um frí frá Konung- lega leikhúsinu. vegna þess að honurr. stóð til boða að leika í verki Lincks. Hinir heimsfrægu frönsku leikstjórar, Louis Jouv- et og Jean Louis Barrault, hafa Skauf mann sinn fyrir fjarvistir Fyrir viku kom Pierrc Cliev- allier, borgarstjóri í frönsku borginni Orleans, heim til sín nýútnefndur menntamálaráð- herra í ríkisstjórn flokksbróður síns Plevens. Kona ráðherrans tók á móti honum með fimm skammbyssuskotum, sem leiddu hann til bana. Frúin segist hafa myrt mann sinn vegna þess að hann hafi verið- svo önnum kafinn við opinber störf að hún hafi ekki séð hann nema ein- stöku sinnum. látið í ljós mikimi áhuga á „Gefið keisaranum duftið“. Hver kippti í þráðinn? Eftir að Konunglega leikhús- ið var búið að taka þetta ágæta verk til sýningar, sýningartími hafði verið ákveðinn og tekið var að skipa í hlutverkin, var allt i einu hætt við að sýna það', og engin fullnægjandi skýring hefur fengizt á hvernig það at- vikaðist. Þingkjörin nefnd, sem hefur það hlutverk eitt að fylgj ast með fjárhagshliðinni á rekstri Konunglega leikhússins, og hafði áður fallizt á sýningu „Gefið keisaranum duftið“ frá fjárhagslegu sjónarmiði, tók sér allt í einu vald til að fram- kvæma pólitíska ritskoðun og ákvað, einsog sósíaldemókrata- foringinn Alsing Andersen, full- trúi flokks síns í nefndinni, komst að orði: „Það væri alveg ófært áð þjóðleikhúsið sýndi leikrit einsog þetta eftir Mog- ens Linck einsog ástándið er hjá okkur núna“. Gefið hefur verið í skyn í dönskum blöðum, og því ekki mótmælt, að frum- kvæðið í að banna sýningu „Gef ið keisaranum duftið“ á Kon- unglega leikhúsinu hafi komið frá bandaríska sendiráðinu. Kitskoðun er stjórnar- skrárbrot. Himmelstrup þingmaður, for- maður nefndarinnar, sem bann Framhald á 6. síðu. hræddir við að skrifa nöfn sín undir orð' sjálfstæðisyfirlýsing- arinnar". Hann kennd þetta „lygum, aurkasti og ógnunar- herferðum” sem erkiafturhalds cSiíic uMninu>u^~^ctfar<itk)n Geymsla blóðs til blóðgjafa i blóðbönkum er orðin mjög full- komin, en geymsla vefja í vefja bönkum hefur reynst torveldari. „New York Times“ skýrir nú frá því, að læknar bandaríska flotans hafi endurbætt geynislu aðferðina svo að búasf megi við að bein og æðastúfar geymt í lofttómum flöskum verði áður en langt um líður talið ómiss- andi í birgðageymslu sérhvers sjúkrahúss. Hingað til hafa bein vcrið geymd fryst, en kostnaður vic frystivélar og skammur geymsln tími hafa valdið því, að einung- menn á borð við McCarthy, öld ungadeildarmann frá Wisconsin voru upphafsmenn að. En mergur málsins er að forset- inn er sjálfur manna sekastur um þá þróun í áttina til lög- regluríkiskúgunar, sem veldur þessum ótta. Ófctuðust afleiðingarnar. Blaðamaðurinn, frá „Capital Times“ kemst svo að'orði: „Flestir þeir, sem ég sneri mér til, færðu fram sem á- stæðu ótta við afleiðingarnar Framhald á 7. síðu. sér til að koma sér upp beina- bönkum. Læknarnir Hyatt og Flosdorf hafa tekið upp þá að- ferð, að hraðfrysta bein, fengin við dauðhreinsaða krufninga eða aflimanif, niður í 196 stiga frost á Celsíus. 1 sérstakri vc'. er allur raki tekinn úr beininu og búið um það til geymslu í lofttómri fiösku. Læknarnir segja, að þessi þurrfrystu beiti séu aðeins örlítið lakari til notk unar við læknisaðgerðir en ný bein, þeir telja, að þurrfrystu beinin muni þola geymslu í allt Framhald á 6. síðu. Mcxikóborg að sökkva Síðustu átta mánuði hefur Mexíkóborg, höfuðborg Mexí- kó, sigið 37 sentímetra áð með- altali. Arturo Marin, yfirverk- fræðingur borgarinnar, hefur varað við því, að ef eltki sé að gert muni rennslið í megin skolpræsi borgarinnar snúast við og skolpið flæða yfir mið- bik hennar að þrem árum liðn- um. Mexíkóborg er byggð á kviksyndi og hefur veri'ð að sökkva smátt og smátt en með auknum hraða uppá síðkastið. Fæðingahömlur þáttur í fimm ára áætliui Indlands Áæthmarnefnd Indlands hef- ur undir forsæti Nehru forsætis ráðherra samið uppkast að fimm ára áætlun um að koma lífskjörum Indverja aftur á sama stig og var fyrir stríð með aukinni neyrzluvörufram- leiðslu og a!mannatryrggingum. Til þess að ná settu marki tel- ur nefndin óhjákvæmilegt að draga úr fóiksfjölgun í landinu, sem hún telur fimm milljónir á ári. Ríkið mun koma á fót upplýsingaskrifstofum um fæð- ingarhömlur, þar sem fólki verð ur veitt ókeypis fræðsla um getnaðarvarnir. Áætlunamefnd- in segir að vegna sívaxandi fólksfjölda sé hætta á hungurs neyð stöðugt yfirvofandi í Ind- landi, þar sem 115 mamis koma á ferkílómetra en mikið af land inu er ill- eða óræktanlegt. Sæsímn stolið á Kínnhnfi Þjófar hafa stolið nærri sex kílómetrum af sæsímalínu á Kínahafi milli borganna Hong kong og Amoj. Danska símafé- lagið Stóra norræna, sem á simalínu þessa hefur boðið 5000 Hongkongdollara verðlaun hverjum þeim, sem getur hjálp að til að upplýsa þjófnaðinn. — Símastuldur er ekkert einsdæmi við Kínastrendur. Fyrir fimm árum skáni sjóræningjar vænan bút af sæsímalínunni frá Hong- kong til Singapore, Kunnur vísinda- maður fremur sjálfsmorð með höggormseitri Bandaríski sýklafræðingurinn Malcolm H. Soule forseti sýkla fræðideildar Michiganháskóla, svipti sig nýlega lífi með því að sprauta í sig höggormseitri. Fáum klukkustundum áður hafði honum verið vikið úr stöðu sinni fyrir „óverjandi með ferð“ á lágri upphæð opinbers fjár. Soule vann sér fyrst frægð fyrir þátt sinn í að finna holds- veikisýkilinn, og komst hann að þeirri niðurstöðu að holds- veiki væri hörgulsjúkdómur. útbreiddur meðal þjóða, scm- lifðu á einhæfri fæ'ðu. f /JAmmen wrfaqr/tr fr,6 ti/n/lt jtJlhífíl ha\"f trrienr&l ibtrn u/M n-ns/Ait Ur aju*nt daaríitr é’upðiHH c/éíf tnj fjuei H nkicJi béun cf kd/u it a**si (jfa/ Ctt /itte a Jjcut/ 'tlþlt/ i#( epin/fiit* nf bi&nA itvi ixt/iu’K, tíuct ikty fkfiufd Jíi (4*þc* u-Har/ /t fi/roijAsu.• VKí ^cU Úlu éh/'fát tc óc ftfjf a£l >nþtc au O>£0/&/ (fftífil. s - MíflteíS, úlgft&HÍ xmHVKiKN, ,.W?AI>£ umáHiéTS'SXkftsrs •• r, ,, /*«, ’j/t j-rr/) 'Viír r. bl Vfir cftirmynd af frumriti bandarísku sjálfstseðisyfirlýsingarhm- ar, þar sem segir: „Við álítum það augljós sannindi, að allir menn eru skapaðir jafnir . . .“ lætur teilmarinn Gropper banda- ríska afturlialdið, stutt af péningavaldinu, mála „... nema rauð- liðar, svertingjar, gyðingar, frjálslyndir, fólk fætt erlendis, með- limir verkalýðsfélagá, listainenn, fylgismenn New Deal, stjórnarstarfsmenn, konur —“ Þurrfryst bein og œS®r munu þola geymslu órum soman Nýjar geymsluaðferðir auðvelda sjúkrahusum að koma sér upp vefjabönkum Fundin hefur verið geymsluaöferð, sem talin er rnuni auövelda sjúkrahúsum stórhga aö koma sér upp beina- og æöabcnkum, þar sem hægt veröur að grípa fyrirvaralaust til líkamsvefja, sem aö gagni rnega koma viö aö gera aö sarum ©lasaöra manna. is fá sjúkrahús hafa treyst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.