Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1951, Blaðsíða 8
Vöntun hælis fyrir til skammar ríki Eina drykkjumannahæli landsins gert að „jarðarhúsi“ alþingismanns — Nýff stór hneyksli: Miklu fé helt í 6—7 manna hæli að Olfarsá en hætt við allt saman! Framkoma íslenzkra stjórnarvalda undanfarandi ár varöandi framkvæmd á hælisrekstri fyrir áfengissjúk- linga er samfelld hneykslissaga, saga um stjórnmála- spillingu á háu stigi, saga um fyrirlitningu fyrir lögum landsins. Kristinn Stefánsson stórtemplar hafði ekki þessi orö er hann rifjaöi upp sögu málsins á blaöamannafundi aö Jaðri nú fyrir helgina, en enginn sem kynnir sér staö- reyndir málsins efast um aö þetta er rétt. Enn er í fersku minni hneykslið alræmda með Kaldaðarnes, þar sem fyr ir tilstuðlan ríkisvaldsins var gert að engu braut- ryðjandastarf sjálfboða- liða úr templarahópi og það kórónað með því aö ráðherrar gefa flokksbróð ur sínum, alþingismanni sem ,.jarðarhús“ eina drykkj umannahæíi lands- ins, hús sem eytt hafði verið til hátt í milljón króna til að gera það að hæli. Sömu ráöherrar þóttust bæta fyrir brot sitt meö því aö gangast fyrir löggjöf um meðferð drykkj usj úklinga, og skyldi samkvæmt þeim varið miiljónnm árlega til byggingar og reksturs drykkjumannaheimila. Lög þessi liafa ekki ver- ið framkvæmd, nema að því leyti að keypt hefur verið jörð, Úlfarsá í Mos- fellssveit. hús þar útbúið sem hæli, en ekki ætlað að taka nema 6—7 manns, og nú hætt viö allt saman, svo engin lik- indi eru til að Úlfarsá verði notuð í þessu skyni — en miklu íé. sennilega hundruðum þúsunda kr. íleygt af almannafé í ráð- leysi og stefnuleysi stjórn- arvaldanna. Menningarheimili og félagsstarf. Þetta er sagan, umbúös : laus, og l)ó einungis aöal- drættir hennar. Stórtempl- ar vék aö máli þes?u vegna blaöaskrifa um aö breyta Jaöri, liinu fyrirhugaða menningarheimili íslenzkra góðtemplara, í drykkju- mannahæli, og taldi þaö meö öllu fráleitt. Eins væri urn húsnæði þaö scm Regl- an he.föi í Reykjavík og raunar væri ekki annaö en kjallarinn á Fríkirkjuvegi 11 og gamla Góðtemplarahús- ið, en þaö væri jafnfjölmenn um fé.lags-kap lífsnauðsyn til aö viðhalda starfsemi sinni. Jaöri heföi veriö kom- iö upp af sjálfboöastarfi inn- an Reglunnar og engir opin- berir styrkir veriö til þess veittir, og væri þar fyrir- hugaö . menningarheimili reykviskra templara. Nú væri húsiö leigt ríkinu 8 mánuöi ársins til skólahalds en sumannánuöina væri þar gistihús öllum opiö og mik- iö sótt. lCkki meglnverkefni Reglunnar. Stórtemplar lagði áherzlu á að Reglan teldi þaö ekki meg- inverkefni sitt að koma upp hæl um fyrir drykkjusjóklinga, held ■ur beindist starf hennar að því að liindra að menn yrðu drykkjumenn. Ríkið stuðlaði hinsvegar beint og óbeint að því með áfengissölu sinni að gera menn að drykkjumönnum og á- fengissjúklingum og > bæri því siðferðileg skylda til að sjá slík um mönnum fyrir hæli og væri sú skylda viðurkennd með lög- unum um meðferð drykkju- sjúkra manna. Góðtemplararegl an hefði krafizt þess að þau lög yrðu framkvæmd og mundi fylgja því máli eftir. Núverandi ástand er Reykjavíkurbæ og rík inu til sk&mmar. Ula farið með'þarft verk. Stórtemplar lýsti allýtarlega brautryðjandastarfi templara í þessum hælismálum, stofnun drykkjumannahælis í Kumbara- vogi er flutt var í Kaldaðarnes. Ríkið tók viö því hæli og var brátt fyrir atbeina trúnaðar- manns þess Helga Tómassonar stillt svo til að þeir templarar sem stjórnað höfðu hælinu voru látnir hætta með öllu afskiptum sínum af því. Þangað til var aðsókn mikil að hælinu og á- rangur, þrátt fyrir byrjunar- mistök og örðugleika, talinn af landlækni og fleirum dómbær- um sambærilegur við hliðstæðar stofnanir erlendis. En þegar templarastjórnin var látin hætta afskiptum brá- svo við áð að- sókn að Kaldaðarnesi dvínaði og stofnunin látin lognast út af. Síðan var hælishúsið afhent sem „jarðarhús“ nýja óðalsbóndan- um í Kaldaðarnesi. Stórtemplar og nokkrir aðrir forgöngumenn reykvískra templ ara skýrðu blaðamönnum frá mörgu fleira varðandi starfsemi Góðtemplarareglunnar. Lögðu þeif áherzlu á að Reglan þvrfti engu að leyna um starfsemi sína, hún birti árlega reikningá sína og skýrslur, og gséti hver kynnt sér sem vildi. þlÓÐUILIINHI Sunnudagur 19. ágúst 1951 -— 16. árgangur — 187. tölublað Eítir þrjátíu ára stríð „bændaflohksins'1: 1124 bœndur fó minni töðu- feng en 100 hesfa - Meðalbú hefur 4,5 kýr og 42 œr Þau rúmlega 30 ár sem Framsóknarflokkurinn hefur komið við islenzka stjórnmálasögu hefur hann talið sér það helzt til gildis að hann væri flokkur bændastéttarinnar, og þau ca. 20 ár, sem hann hefur stjórnað landinu, ýmist einn eða í félagi við aðra flokka, þótzt gera hvert átakið öðru meira til að lyfta íslenzkum bændum upp úr kotbúskap og basli. Hvað sem lýðskrumarar Framsóknar segja um árangur þessa 30 ára stríðs er sannleikurinn sá, að afurðageta meðal bús er enn sára lítill, og með gengisfellingum og „viðreisnarráð- stöfunum“ Eysteins fer afkoma bændastéttarinnar sífellt vei-sn- andi. Jartar, íyrirhugað menningarheimili templara. 289 hvalir velddir í sumar Búnaðarskýrslur hreppst jór- anna, sem Framleiðsluráð land- búnaðarins vinnur úr. tala skýru máli um hvernig ás+n.ndið er í þessum efnum. Samkvæmt skýrslum, sem gerðar vorú um áramótin 1949—’50 voru bænd- ur í sveitum, utan kauptúna og kaupstaða, þá samtals 6141. Búfé Jiessara 6141 bænda var að meðaltali á livern hóiula sem liér segir: Iíýr og kelfdar h\ íg- ur 4,5, aðrir nautgripir 1,9, ær 42.00, aðrar saufkindur 11,6, hross 5,5, alifuglar 11.4. Á árinu 1949 fjölgaði þó kúm um tæplega 1 þúsund, en öðrum nautgripum fækkaði nokkuð. einkum kálfum, sauðfé fækkaði um rúm 37 þúsund og Inoss- um hátt á 2. þúsund. Samkvæmt sömu skýrslum er töðufengur meðalbús i laiulinu 205 hestar. 1124 bændur hafa ininui töðufeng en 100 hesta, en 63 bændur meiri cn 800 hesta. Stærð og afurðagc/a meðal- bús er talsvert mikið mirni en gert er ráð fyrir í verðhigs- grundvellinum. n Frá fréttaritara Þjóðv. í Hvalfirði. I sumar hefnr verið ágæt veiði li.já hvalveiðiskiptmum. Hófust veiðarnar upp úr I. júní og liöfðu alls veið/.t 289 hvalir í íyrradry . Aðallega eru það langreyður sem veið/.t hafa, en einnig 10 ste.vpireyðir og 0 búr- hveli. Skiptist veiðin jtannig á skip: Oimdeilan Framhald af 1. síðu. hans væru þær hagstæðustu, sem hann gæti boðið Irans- mönnum. Hann gæti aðeins samið um einstök atriði innan ramma þeirra. Stokes lagði á- herzlu á, að samkvæmt tiilögum hans myndu olíutekjur Irans- stjórnar hækka en véky ekki að því, að samkvæmt þeim yrðu yfirráðin yfir olíuiðnaðinum í raun og veru áfram í höndum Breta. Hvalur I. hefur veitt 67 hvali, Hvalur II. 68, Hvalur III. 81 lival og Hvalur IV. 73. Er þetta 24 hvölum meira en veiddist þá f jóra mánuði er veiðarnar voru stundaðar í fyrra. Gert er ráð fyrir :i 5 veiðar þessar verði stundaðar ca. 1 '/•> mánuð enn, eða til septemberloka. Skipin þurfa misjafnlega langt til að komast í færi við hvalina, eða 80 til 140 mílur út a.f Garðskaga. Nokkuð hefur borið á því í seinni tíð að hval urinn hafi verið smærri. Stærsti hvalur, sem veiðzt hefur í sum- ar, var 81 fet og var hann dreg inn á land 8. ágúst sl. Megin hluti aflans er bræddur og hafa vcrið flutt út 850 tonn af lýsi af þessa árs vinnslu, en ennþá hefur ekki verið flutt út neitt af mjöli. íslenzkar skipshafnir eru á Hval 1. og Hval IV., en skipstjóri og stýrimaður á Hval I. og Hval III. c-ru báðir norsk- ir. Faxarnir“ hafa áætlunarflug til 19 staða I .iiilíniánuði fluttu flugvélar Flugfélags ÍsIíuuIs alls 4919 far þega, þar af voru 4075 í ínnan- landsflugi og 844 ferðuðust með „(Jullíaxa“ á milli landa. Vöruflutningar með „Föxun- um“ voru óvenju miklir í s.l. mánuði. Námu þeir 90.077 kg„ en það er um sexfalt meira J magn en flutt var um sama I leyti í fyrra. Birgðaf 1 utningar í „Gullfaxa” inn yfir Grænlands- i jökul námu um 35 smálestum, [ en hann fór alls 10 ferðir í júlí I Þá fluttu „Faxarnir" 7139 kg. af pósti, 5442 '.ig. innan lands og 1697 kg. á milli landa. Flugvéla.r Flugfélags Islands fljúga nú 54 rcglubundnar flug- ferðir til 19 staða á landinu í viku hverri. Auk þess eru oft farnar aukaferðir, svo flug- ferðirnar verða all miklu fleiri. Grumman flugbátur félagsins, sem aðsetur hefur á Akureyri, flaug meira í júlí en nokkru sinni fyrr, og var hann mik- ið notaður til síldarleitar. Flugveður var yfirleitt gott í júlí enda var flogið alla daga mánaðarins að einum undan- teknum. Fegriinarlé- lagl^l þakkat* Stjórn Fegrunarfélagsins sendi í gær blómaverzluninni Flóru, Austurstræti 8 hér í bæ svohljóðandi bréf: „Stjórn Fegrunarfélags Reykjavíkur hefur undanfar- in ár fylgzt með því mikia og góða starfi, sem fyrirtæki yðar hefur lagt í það, að skreyta búð og sýningar- glugga verzlunarinnar. Félagsstjórnin telur að með þessu hafi verzlunin lagt mikilsverðan skerf til fegrunar í miðbænum og sé til fyrirmyndar öðrum verzi- unarfyrirtækjum um smekk- vísi og framtakssemi á þessu sviði. Þetta ágæta fegrunárstarf yðar vill félagsstjórnin hér með þakka yður“. Ennfremur hefur Fegrunarfé- lagið sent þeim Ingólfi Davíðs- syni, mag., Ingimar Óskarssyni, grasafræðingi og Gunnari Ein- arssyni, prentsmiðjustjóra sér- stakt þakkarbréf fyrir bókina Garðagróður, sem félhgið telur að muni eiga mikinn þátt í því að auka áhuga fyrir garð- og blómarækt og stuðla þannig að framgangi eins aðaláhugamáls félagsins. Fegrunarfélagið vill benda bæjarbúum á að skoða blóma- sýninguna í Skólagörðunum við Lönguhlíð, Sérstaklega geta garðeigendur haft mikla á- nægju og gagn af að sjá sýning una. Ærbok landbánað- arins 2. hcfti komið út Nýlega er komið út annað hefti Árbókar landbúnaðarins fyrir árið 1951. Þar er birtur útdráttur úr búnaðarskývs’um 1949 og skýrsja um mjólkur- framleiðsluna 1. ársfjórðung 1951. Benedikt Gíslason frá Hof teigi rítar þar-um sauðfjárrækt Islendinga. Ennfremnr er þar ritgerð um samhjálp bænda í harðindunum í vetur eftir rit- stjóra Árbókarinnar, Amó- Sig- urjónsson bónda. að Þverá, og nokkrar smágreinar um land- búnað í öðrum löndum. — Gert er ráð fyrir að alls komi út 4 hefti af Árbókinni á þessu ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.