Þjóðviljinn - 23.08.1951, Page 5

Þjóðviljinn - 23.08.1951, Page 5
Fmrnitudagur 23. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 „Vitneskja um sannleikann er óhjákvæmileg fyrir sktln- ing milli þjóða, en það er aðeins hægt að komast að sannleikanum, ef frelsi er til að hlýða á mismunandi sjón- armið“. (Herbert Morrison í „Pravda" 1. ágúst 1951.) Síðan grein eftir brezka utanríkisráðherrann Morrison birtist í sovétblaðinu ,,Pravda“ fjrrsta þessa mánaðar, hefur hún og svar ritstjórnar ,,Pra- vda“ verið endurprentað í hundruðum blaða og timarita víðsvegar um heim. Þessi orða- skipti hafa þótt svo athyglis- verð, að þau hafa hvarvetna verið birt í heild en ekki í stuttum fréttaúrdrætti. Af is- jenzkum blöðum hefur þó Þjóð- viljinn einn orðið til að fljdja greinarnar báðar. Alþýðublaðið birti grein Morrisons en þorði ekki að sýna lesendum sínum svar ,,Pravda“. Morrisonsgrein- in kom einnig í Morgunblaðinu, að vísu í nokkijð skrítnum búningi. En næsta dag 15. á- gúst, gat að líta á sjöundu siðu blaðsins f yrirsögnina: „Svar Pravda við grein Herberts Morrison“ (svo). Ekki var þó svarið þarna allt, því að i inn- gangi segir Morgunblaðsrit- stjórinn: -,Hefur verið sleppt úr nokkrum málalengingum, sem eru fulikomlega utan við efnið“. Eru það eitt útaf fyrir sig einstæð vinnubrögð af ein- um ritstjóra, að brytja niður að geðþótta sínum höfúð inn- legg í timræðum, sem vakið hafa heimsathygli og úrskurða á sitt eindæmi, hvað af þvi beri að telja ,,utan við efnið“. Hitt er þó enn fáheyrðara, að frá upphafi til enda er ,.þýðing“ Morgunblaðsins á grein „Pra- vda“ ein óslitin runa af fölsun- um og rangfærslum. Grein Morrisons og svar ,,Pravda“ hefur verið birt í hundruðum blaða í flestum löndum heims. Sumum þessara blaða er stjórnað af skoðana- bræðrum ráðherrans. öðrum af mönnum, sem hallast á sveif með ritstjórn ..Pravda". En hvcrgi hefur þess heyrzt getið á byggðu bóli, nema hér á ís- landi. að- ritstjórnir hafi fals- að þá greinina, sem þeim var ckki a'ð skapi, með úrfellingum eða beinum rangfærslum. Einn allra ritst.jóra í heimimim hef- ur Valfýr Stefánsson yre.vnzt standa á því siðferðisstigi, sem þarf ti! að frem.ia slíkan verkn- að Hann einn hefur haft svo veika trú á málstað sínum, að þora ekki að láta lesendum eft.- ir að dæma á milli deilimðria, heldnr falsar nf ráðnum hug málsgögnin, sem hann leggur fyrir þá. ★ En Morgunblaðið lætur eér ekki nægja að. falsa ummæli „Pravda“. Það falsar einnig grein brezka utanríkisráðherr- ans. Skal hér látið nægja að taka fyrstu málsgreinina í skrifi Morrisons sem dæmi. Hún hljóðar þannig á ensku (sam- kvæmt >,New York Times“): ,,In a speech last month I asked for this opportunity to have a message of mine repro- duced in the Soviet press. I did so because I felt that, vvhile our papers were always ready to publish declarations by your leaders, British Government spokesmen were not properly reported in your nevvspapers." 1 réttri þýðingu er þetta: „í ræðu í síðasta mánuði bað ég um þetta tældfæri til þess að fá boðskap frá mér birtan í blöðum Sovétríkjanna. Ég gerði þetta vegna þess að mér fannst að þó að blöð okkar væru ávallt reiðubúin til að birta yfirlýs- j Svarið við „Pravda^-grein || * Morrisons ram-; Ifalsað í Morgun-i: blaSinu i ingar frá leiðtogum ykkar, væri ekki réttilega skýrt frá ummæl- um talsmanna brezku stjómar- innar í ykkar blöðum.“ Valtýr afbakar hinsvegar orð ráðherrans á þessa leið: „I ræðu, sem jeg flutti í s. 1. mánuði, skoraði jeg á róssneska valdamenn að birta í blöðum hjá sjer grein eða orðsendingu eftir mig. Jeg fór fram á þetta, vegna þess að rússnesk blöð ým- ist þögðu yfir eða rangfærðu það sem brezkir stjómmála- menn sögðu. meðan að blöðin hjá okkur hafa jafnan verið fús á að birta yfirlýsingar rússneskra stjóramálamanna.“ (Leturbr. Þjóðviljans). Einsog menn sjá finnst Valtý, að brezki utanríkisráðherrann sé ekki nógu illorður, í grein hans verður að bæta stóryrð- um til þess að hún verði Morg- unblaðshæf. Þar að auki er þýðingin með venjulegum moð- hausbrag, þýðandinn hefur ein- hverja hugmvnd um að enska orðið „while“ getur þýtt „á meðan“, en er alls ófróður um að það getur einnig verið sam- tenging, „þó að, þar sem“. svo að í viðbót við að vera fölsun er þýðingin endileysa. 'k En þetta skal látið nægja um meðferííina á Morrison. Hún er einsog vænta má barna- leikur hjá þeim tökum. sem óhræsis Rússinn er tekinn. Er bað skemmst frá að segja, að varla nokkur setning í svari „Pravda“ er óbrengluð og skulu nú tekin nokkur dæmi því til sönnunar. Blaðið ræðir um heimildar- menn Morrisons og segir: „he prefers to draw his data from complainís coming from repre- sentatives of the Russian capit- alists and landlords, who wcre driven out of the U.S.S.R. by the will of tlie Soviet people“. í réttri þýðingu er þetta: „hann kýs að afla sér upplýsinga úr umkvörtunum, sem eiga upp- haf sitt hjá fulltrúum þeirra rússnesku aúðmanna og lands- drottna, sem voru reknir á brott úr Sovétríkjunum að vilja sovétþjóðarinnar.“ — Afbökun Morgunblaðsins er þannig: „hann kýs heldur að draga staðreyndir af harmakveinum þeirra fulltrúa rússneska auð- valdsins og stóreignabænda, sem voru útreknir og útskúfað- ir úr Sovétríkjunum af vilja þjóðarinnar." Að afla sér upplýsinga verð- ur hjá Morgunblaðinu ,,að draga staðreyndir“, umkvartanir verða að harmakveinum. Enska orðið „landlord“ á við stór- jarðeigendur, sem ekki búa sjálfir en hafa tekjur sínar af leiguliðum. Siíka menn er því aldrei hægt að nefna bænd- ur, ekki einu sinni „stóreigna- bændur“ og því síður ,,Iand- eignarmenn“, eins og Mbl. ger- ir í næstu málsgrein. Loks er orðinu „útskúfaðir“ bætt inní ,.þýðinguna“ án þess að text- inn gefi nokkurt minnsta til- efni, líklega til þess að ljá greininni þann blæ glötunar og heimsendis, sem Mbl. finnst endilega að þurfi að vera á öllu, sem um Sovétríkin fjall- ar. ★ I næstu málsgrein, sem í Mbl. er feitletruð og inndregin, ægir saman fölsunum: „incorrigibie" (óforbetranlegir) er „þýtt“ með „óalandi“, subversive ag- ents“ (undirróðurserindrekar) verður »,skemmdarvargar“ á tveimur stöðum, svo nokkuð sé nefnt. En svo kemur rúsínan í pyisuendanum. sú setning í „Pravda“-greininni, sem oftast hefur verið vitnað til í skrif- um Mbl. um hana. ,,Pravda“ er að ræða um ýmiskonar illþýði, sem erlendar leyniþjónustur hafi gert út gegn Sovétríkj- unum og leiðtogum þeirra, og segir: „The prisons and labor camps exist for these gentlemen. and for them only.“ í réttri þýðingu er þetta: ..Fyrir þessa sóma- menn og þá eina eru fangelsin og vinnubúðirnar.“ En í afbök- un Mbl. verður það á þessa leið: „Fangabúðirnar í Sovct- ríkjunum eru fyrir þessa herra.“ 1 þessari stuttu setningu er tvennu sleppt, fangelsin eru ekki nefnd á nafn og því siður það, að þau og búðirnar séu aðeins fyrir illræðismenn. Þýð- andinn hefur gerzt hófsamari síðan hann var að fást við grein Morrisons, þvi að þar var ,,lab- or camps“ látið merkja , ,þrælafangabúðir.“ k: En nú færist ,,þýðandinn“ í aukana. „Pravda“ segir: „Sur- ely it is not for these gentle- men that Mr. Morrison seeks freedom of speech, freedom of the press and personal free- dom? Surcly Mr. Morrison does not think that the peoples of the U. S. S. R. would consent to grant these gentlemen free- dom of speech, freedom of the press, personal freedom and, hence freedom to exploit the working people.“ Það þýðir: „Ekki getur það verið fyrir þessa sómamenn, sem mr. Morrison sækist eftir málfrelsi, prentfrelsi og persónufrelsi? Vissulega getur mr. Morrison ekki komið til hugar að þjóð- ir Sovétrfkjanna myndu veita þessum sómamönnum málfrelsi. prentfrelsi og persónufrelsi og þar með frelsi til að arðræna verkalýðinn.“ Hinsvegar stend- ur í Mbl.: „Mr. Morrison ósk- ar víst ekki eftir því, að þess- um herrum verði veitt mál- frelsi, prentfrelsi og persónu- frelsi ? Hann er þó elíki svo vit- laus að halda, að Sovétríkin sætti sig nokkurn tíma við, að þessum herrum verði veitt. mál- freisi, prentfrelsi og ’ persónu- frelsi og þar af ieiðandi frelsi til að arðræna verkafólkið ?“ Auk þess áð setja „Sovétrík- in“ í staðinn fyrir „þjóðir So- vétríkjanna" og „víst“ í stað .,vissulega“ þýðir Morgunblaðs • maðurinn „Surelv Mr. Morrison does not think that. ...“ með „líann er þó ekki svo vitlau-. að halda. .. .“ Rækilegri fölsun er varla hægt að hugsa sér. ★ Þegar ,,Pravda“ fer að ræða hvað Morrison hafi forðazt að nefna segir blaðið: „Specific- ally lie does ndt say anything about freedom from exploitation for the people, about freedom from economic crises, from un- employment, from poverty.“ Rétt iþýtt er þetta: „Sérstaklega minnist hann ekld á frelsi fólksins frá arðráni, frelsi frá atvinnukreppum frá atvinnuleysi, frá fátækt“. Hins- vegar verður það í munni Mbl.: Valtýr Stefánsson „Hann minnist ekki sérstakíega á freisi frá arðráni, frá efna- hagsörðugieikum, frá atvinnu- leysi, frá fátækt“. * Og nú er komið að því, sem Mbl. telur „málalengingar, sem eru fullkomlega utan við efnið“. Af eftir farandi kafla úr grein Pravda birtir það eklci orð: „Er mr. Morrison máske ó- kunnugt, að allar þessar grein- ar frelsisins bafa le'agl \ erið vi>‘ lýði í Sovétríkjunum ? Og að einmitt þessar greinar frelsisins erit undrstaða allra annarra greina þess. Þegir el;ki mr. Morrison feimn'tslega um þessar grundvallar greinar frelsisins vegna þess að þær eru því mið- ur ekki til í Bretlandi og bresk- ir verkamenn eru enn undirorpa ir arðráni auðmannanna, þrátt fyrir þá staðreynd, að Verka- mannaflokkurinn hefur nú verið við völd í Bretlandi í sex ár? Mr. Morrison staðhæfir, að Vcrkamannaflokksstjórnin sé sósíalistísk stjórn og að út- varpsdagskrár, sem eru skipu- lagðar undir eftirliti slíkrar ríldsstjórnar, ættu ekki að mæta neinum hindrunum af hálfu Sovétrikjanna. Því miður getum \ið ekki ver- ið mr. Morrison sammála. Fyrst rétt eftir Verlíamannaflokkur- inn komst til valda, var hægt að álíía að Verkamannaflokks- stjómin myndi stcfna að sósí- alisma. En síðar kom í ljás að Verkamannaflokksstjórnin var í fáu frábrugðin venjulegum borgaralegum ríkisstjómum sem leggja allt kapp á að varð- vcita aaðvaldsskipulagið og tryggja auðmönnunum ríkuleg- an gróða. Vissulega vex gróði auðmann- anna í Bretlandi ár frá ári með an kaup verkamanna er bundið og Verkamannaflokksstjórnin heldur verndarhendi með öllum mögulegum ráðum yfir þessu arðránsfyrirkomulagi og geng- ur svo langt aö handtaka og of- sækja verkamenn. Vissulega er ekki hægt að kalla slíka stjórn sósíalistíska. Ástæða hefði verið til að ætla, að með valdatöku Verka- mannaflokksins yrði bundinn endi á arðrán auðmannanna, að ráðstafanir yrðu gerðar tii að tryggja skipulagða verðlækkun á neyzluvörum almennings, að lífskjör verkalýðsins yrðu bætt stórlega. £ stað þess höfum við fyrir augunum í Bretlandi vax- andi gróða auðmannanna og bindingu kaups verkamanna, hækkandí verð á nezluvöruni almennings og svo framvegis. Nei, siíiia stefnu getum við ekki nefnt sósíalistíska". Kversvegna skyldi Valtýr „þegja feimnislega“ um þessi at riði ? (Framhald) Ármann fer til Vestmannaeyja á morg- un. Teldð á móti flutningi alla virka daga. Til iiggnr lciðiri |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.