Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. ágúst. 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Rúllugardínur ávallt fyrirliggjandi. Einnig dívanar frá kr. 375,00 stykk ið. Dívanaviðgerðir. Bólstraraverkstæðið ÁFRAM, Laugaveg 55 (Bakhús) Umboðssala: Verzlunin Grettisgötu 31 Sími 3562 Daglega ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. Herraíöt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt o. m. fl. Sækjum — Sendum Söluskálinn, Klappastíg 11 — Sími 2626 Karlmannaföt Kaupum karlmannafatnað, útvarpstæki, hljóðfæri, notuð tsl. frímerki o. fl. Sími 6682. Fornsalan Laugaveg 47. IÐIA H.F.! Lækjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argjöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. %*o or áá Samúðarkort Slysavarnafélags Isl. kaupa flestir. Fást hjá slysavarna- deildum um allt land. I Reykjavík afgreidd í síma 4897. Myndir og málverk til tækifærisgjafa. Verzlun G. Sigurðssonar, Skólavörðustíg 28. Almenna Fasteignasalan, Ingólfsstræti 3. Sími 81320. Munið kaffisöluna i Hafnarstræti 16. Framköilun Kopering — Stækkanir. Aðalbúðin, Lækjartorgi. Amper h.f., raftækjavinnustofa, Þingholtsstræti 21 sími 81556 Sendibílastöðin h. f., Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján Eivíksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús- gögnum. — Húsgagnaverk- smiðjan Bergþórugötu 11. Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: — Lögfræðistörf, endurskoðun og fasteignasala. — Vonar- stræti 12. Sími 5999. Utvarpsviðgerðir Kvulí ó vinnustof an, Laugaveg 166. Nýja sendibílastöðm Aðalstræti 16. Sími 1395 Saumavélaviðgerðir- skrifstofuvélaviðgerðir S y 1 g j a, Laufásveg 19. Sími 2656. Vill Alþýðuflokkurinn af- nema einingarbannið? lElAQSI]* Handknatt- leiksstúlkur Þróttarar! Æfing í dag kl. 8—9 a Grímsstaðarholtsvellinum. — Áríðandi að allar mæti. — Stjórnin Skíðadeild KR Fundur verður haldinn 23. þ.m. kl. 8,30 í Félagsheimili KR við Kaplaskjól. — Rætt verður um vetrarstarfið, æf- ingatíma og önnur mál, er fram kunna að koma. — Stjórnin Fetðafélag íslands fer 2 skemmtiferðir um næstu helgi. Aðra 2(4 dags ferð í Landmannalaugar. Lagt af stað kl. 1,30 e.h. á laugardag og ekið austur í Landmannalaugar, ef dagur vinnst til, annars gist í tjöldum við Landmannahelli. Á sunnudag verður umhverfi lauganna skoðað, ef til vill ,farið austur í Kýlinga, inn i Jökulgil og nálæg fjöll. Á heimleið, ef veður verður bjart verður gengið á Tjc.Tfa fell. Komið verður heim á mánudagskvöld. — Farmiðar séu teltnir fyrir !kl. 4 á föstu- dak. — — HIN ferðin er gönguferð á Esju, lagt af stað kl. 9 á sunnudagsmorg- uninn og ekið að Mógilsá, gengið þaðan á fjallið. Nán- ari upplýsingar í skrifstof- unni í Túngötu 5. Sigurjón Jóhannsson hefur nýlega birt í Alþýðublaðinu svar grein tii mín og fer hann þar nánar út í tiltekin atriði. Ég þakka honum það bróðerni, sem hann vill ræða málið í( og lang ar til að athuga lítillega ein- stök atriði. Sigurjón lýkur grein sinni með því að segjast vera reiðu búinn til að rifja upp stjórn- málasögu síðustu tveggja ára- tuga. Ég rengi það ekki Ég fyrir mitt leyti gæti vel hugsað mér hið sama, en ég er hins- vegar ekki sannfærður um nota gildi slíkrar upprifjunar fyrir alþýðuna og einingarmál hennar í dag. Það kemur nefnilega í Ijós i greinum okkar beggja, að við erum mjög ósammála um ýmsa viðburði þessara ára- tuga og alveg sérstaklega varð andi stofnun Kommúnistaflokks íslands árið 1930. Ég hugsa, að ef við leggðum aðaláherzluna á deiiur um þessi atriði, þá gæti það orðið óendanlegt rifr- ildi og torveldaði allar tilraun- ir til þess að brúa það bil, sem fyrir hendi er innan verkalýðs- stéttarinnar. Þess vegna vona ég, að Sig- urjón taki það ekki illa upp þótt ég snúi mér að því atriði, sem mér finnst skipta öllu máli og sem horfir fram á við: Er hægt að skapa einingu alþýð- unnar á íslandi í baráttu henn- ar við hið „miskunnarlausa og gíruga“ auðvald og ef svo er. hvernig væri það hægt? Við segjumst báðir vera fylgj andi einingu alþýðunnar í þess- ari baráttu. Sósíalistaflokkurinn hefur margsinnis lýst þvi yfir, að hann sé einnig fylgjandi einingu alþýðunnar. En hvað um Alþýðuflokkinn ? 1 grein minni benti ég á þá staðreynd, áð Alþýðuflokksfor- ystan hefði þrásinnis lýst sig andvíga allri sameiningu við Sósíalistaflokkinn. Og meir en það. Forysta Alþýðuflokksins hefur lýst sig algerlega andvíga öllu samstarfi við Sósíalistafl. Málin standa þá þannig, að meðan annar þeirra tveggja flokka, sem hér um ræðir, lýs- ir sig reiðubúinn til samvinnu og einingar um baráttumál ís- Ienzkrar alþýðu, þá segist hinn flokkurinn aldrei að eilífu vilja samstarf við hann. í grein minni bað ég Sigur- jón að reyna að finna samræmi á milli hans eigin einingarvilja og banns Alþýðuflokksforyst- unnar við öllu samstarfi og ein ingu hinna tveggja flokka. Ég bað hann m.a. að sýna fram á samræmi milli hans eigin vilja til einingar og þeirr- ar staðreyndar að Alþýðuflokks forystan hefur samningsbundna samvmnu við stjórnmálaflokk „höfuðpaursins" um stjórn Al- þýðusambandsins, sem á að vera aðalvígi alþýðunnar. Sigurjón kaus að ganga fram hjá því i svargrein sinni. að Al- þýðuflokkurinn skuli vinna með „höfuðpaurnum" í sjálfum verkalýðsmálunum. Þögn hans um þetta segir ekki svo lítið. 1 staðinn fyrir að segja af eða létta banninu við samvinnu flokkanna, fer Sigurjón út í þá sálma, hverskonar einingu ég eigi við. Þetta kalla ég að víkja sér undan svari. Því hvaða gildi hefði það fyr- ir alþýðuna, þótt við Sigurjón færum t.d. að bollaleggja um ,,vestræna“ eða „austræna" einingu eða eitthvað þar á milli og kæmumst kannske að sameig inlegri niðurstöðu, en Alþýðu- flokkurinn svaraði síðan með sínu alkunna banni, við allri samvinnu ? Nema þá að við fær um að ræða málið án tillits til þess. hvað Alþýðuflokkurinn segði eða gerði? Sigurjóni hlýtur að vera það Ijóst, að á núverandi stigi máls ins, er bann Alþýðuflokksforyst unnar við öllu samstarfi hvað þá einingu alger þröskuldur í vegi alþýðunnar til að sameina krafta sína. Þess vegna er mín niðurstaða þessi: Sá sem vill af einlægni ein- ingu alþýðunnar, hlýtur að krefjast þess, að Alþýðuflokkur inn efnemi bann sitt við eining unni. Og nú vil ég Ijúka þessum orðum að sinni með þessari spurningu til Sigurjóns: • Viil hann, að Alþýðuflokkur- inn nemi úr gildi ákvörðun sína um að banna allt samstarf við Sósíalistaf lokkinn ? Með félagskveðju. Sósíalisti. Stádeiitamótið ( Framhald af 8. síðu. 400 m grind: Litujeff (Rússi) á 52,3 sek. 4X100 m hl: Rússneska sveit- in á 41,4 sek. I-Iástökk: Lansky (Tékki) 1,97. Þrístökk: Serbakoff (Rússi) 15,09 m. Kúluvarp: Federoff (Rússi) 16,09 m. Sleggjukast: Sorín (Rússi) 54,84 m. Kringlukast: 50,82 m. Klies (Ungverji) VeFkstjórasamb. á um það, hvort Atþýðuflokkur inn se tilleiðanlegur til að af- Framhald af 8. síðu. sambandi Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, og tel- ur nú allt að 70 þús. meðlimi. Norræna verkstjórasambandið vinnur markvisst að aukinni mennt.un verkstióra. bæði með verklegri og bóklegri fræðslu. Verkstjórasamband Islands gerir sér miklar vonir um vin- samlega samvinnu við ríkis- stjórn, alþingi og vinnuveitend- ur. um sérstaka löggjöf er tryggi framgang þessa máls hér á landi, með sem líkustu fyrir- komulagi og bezt er talið á Norð urlöndum. Að sjálfsögðu vinnur Verk- stjórasamband íslands einnig að hagsmunamálum verkstjóra- stéttarinnar. Þá hefur Verkstjórasamband- ið einnig um nokkur ár gefið út blað er nefnist „Verkstjór- inn“. Er útgáfa þess fyrst og fremst miðuð við áð þar geti verkstjórar fengið ýmsan fróð leik er snertir störf þeirra, frétt ir af stéttarbræðrum sínxim á Norðurlöndum o. fl. Stjórn Verkstjórasambands- ins skipa nú þessir menn: Jón G. Jónsson, Jóhann Hjör- leifsson, Adolf Petersen og Jón as Eyvindsson, allir búsettir Reykjavik,. — og ennfremur Þórður Þórðarson verkstjóri í Hafnarfirði, Valdimar Eyjólfs- son verkstjóri Akranesi og Gísli Gottskálksson verkstjóri Skaga- firði. KONUR: 100 m hlaup: Preibiseh (Þjóð- verji) 12,0 sek. 80 m grind: Isúdína (Rússi) 11,4 sek: 400 m hlaup: Petrova (Rússi) 56,0 sek. 800 mhlaup: Solopova (Rússi) 2:15,0 mín. 4 X100 m hlaup: Rússneska. sveitin 48,3 sek. 4X200 m lilaup: Þýzka sveit- in 1:41,5 mín. Kúluvarp: Totsénova (Rússi) 14,4S m. Fimmtarþraut: Isúdina (Rússi) 3999 stig. SUNÐ: KARLAR: 100 m frj. aðf.: Kadas (Ung- verji) 57,6 sek. 200 m frj. aðf.: Kadas (Ung- verji) 2:11,8 mín. 400 m frj. aðf.: Csordas (Ung- verji) 4:42,9 mín. 1500 m frj. aðf.: Csordas (Ung verji) 19:21,0 mín. 100 m bringusund Giera (Þjóð- verji) 1:15,5 mín. 200 m. bringus.: Gold (Þjóð- verji) 2:47,5 mín. 400 m bringus. Bodinger (Þjóð- verji) 5:54,6 mín. 100 m flugs.: Tumpek (Ung- verji) 1:10,0 mín. 200 m flugs.: Tumpek (Ung- verji) 2:40,9 mín. 200 m baks.: Nyeki (Ungverji) 2:36,7 mín. 400 m baks.: Nyeki (Ungverji) 5:26,1 mín. 4 X 200 m frj. aðf.: Ungverska sveitin 8:56,1 mín. KONUR: 400 m frj. aðf.: Gyenge (Ung- verji) 5:15,0 mín. 1000 m f.rj. aðf.: Szekely (Ung- verji)^14:04,7 mín. 100 m bringus.: Killermann (Ungverji) 1:22,1 mín. 200 m bringus.: Killermann. (Ungverji) 2:54,4 mín. 100 m flugs.: Szekely (Ung- verji) 1:20,0 mín. 100 m baks.: Temes (Ungverji) 1:18,0 mín. 200 m baks.: Temes (Ungverji) 2:45,6 mín. 400 m baks.: Temes (Ungverji) 5:50,3 min. 4 X100 m frj. aðf.: Ungverska. sveitin 4:34,1 mín. Japan Framhald af 1. síðu. Japan. Blaðið ræðir í ritstjórn- argrein fregnirnar um að Ind- land muni neita að senda full- trúa á ráðstefnuna í San Fran- cisco og.ályktar: .,Ef Indland heldur sig í burtu, kunna önnur Asíuríki einnig að senda afboð. Hættulegast væri, ef samningur inn yrði ekkert annað en samn ingur milli Japans og Vestur- veldanna. Gjáin, sem skilur As- íu og Vesturveldin að myndi þá enn breikka“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.