Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 1
Greiðið flokksgjöld upp fyrir
flokksþingið.
Flokksþing Sósía'istaflokksins
verður háð um næstu mánaðamót.
Sósialistafélag Reykjavikur hefur
sett sér það markmið að allir fé-
lagar þess verði skuldlausir fyrir
flokksþing og viil stjórnin þess
vegna heita á alla fó’agsmenn að
koma á skrifstofu félagsins Þórs-
götu 1 og greiða flokksgjöld sín
að fullu fyrir þann tíma.
' 'töku í her.
Uppsögn samninga viS Breta samþykkt
Egypzki innanríkisráðherrann, sem er hinn
sterki maður stjórnarílokksins, Waídista, tilkynnti
á þingi í Kairo í gær, að stjórnin hefði ákveðið að
hafna boði Vesturveldanna um þátttöku í hernaðar-
bandalagi við þau. Þingmenn tóku tilkynningunni
með áköfum fagnaðarlátum.
í Tilboð Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands og Tyrk-
lands var á þá leið, að Egypta-
land tæki ásamt þeim þátt í
stofnun sameiginlegrar her-
stjórnar fyrir svæði fyrir botni
Miðjarðarhafs. Buðust Bretar
þá til að samþykkja niðurfell-
ingu samningsins frá 1936, sem
veitir þeim rétt til hersetu á
Súessvæðinu og flytja þaðan
brott lið sitt annað en það sem
hin sameiginlega herstjórn sam-
Úrslit í bæjarstjórnarkosning
unum í Elverum í Noregi í síð-
ustu viku bera því glöggt vitni,
live óánægðir óbreyttir flokks-
menn eru með stefnu Verka-
mannaflokksins. — Óánægður
Verkamannaflokksmaður, Olav
Sæter, bauð fram sérstakan
lista í Elverum og kom að 14
mönnum eða jafn mörgum og
hinn opinberi flokksiisti, sem
áður hafði 23 bæjarfulltrúa.
þykkti að væri kyrrt. Egypzka
stjórnin kveðst ekki geta sam-
Framhald á 3. síðu.
51
Fulltrúaráðsfundur í Sósía’istafé-
lagi Reykjavíkur verður í kvöid
kl. 8.30 á Þórsgötu 1. Áríðandi að
allar deildarstjórnir mæti.
Stjórnin.
með yfirgnæfancli meirihl. aíkv.
Sjómenn á togurunum liafa nú samþykkt með yfir-
gnæfandí meirihluta atkvæða að segja upp samningum
þeim sem stjórn Sjóinannafélags Reykjavíkur neyddi upp
á þá eftir togaravcrkfallið í fyrrahaust og hefja á ný
þaráttu fyrir sæinilegum kjörum og 12 stunda hvíld. Eru
samningarnir uppsegjanlegir með máuaðar fyrirvara 15.
livers mánaðar frá og með deginum í gær.
I Reykjavík var uppsögnin samþykkt með 204 atkvæð-
gegn 17, en 6 skiluðu auðu.
í Hafnarfirði var uppsögnin samþykkt með 45 atkv.
gegn 3.
Á Sigiufirði var uppsognin samþykkt nieð 37 atkv.
gegn 1.
I Vesímannaeyjuin var uppsögnin samþykkt með
öllum atkvæðum.
KMÓÐViyiNN
Glæsilegur árangur í afmælissöfnuninni:
155 áskrifendum náð hálfum
mánuði fyrir afmœiið
Á fundi
Reykjavíkur 21. sept. var a-
kveðið að minnast 15 ára af-
mæiis Þjóðviljans 31. október
n. k. með því að tryggja hon-
um 150 áskrifendur fyrir þann
tima og var heitið þrem verð-
launum fyrir bezt afrek í söfn-
uninni, m. a. ferð til Austur-
Þýzkalands. Þessi ákvörðun
hefur fengið svo glæsilegar
undirtektir að markinu var náö
á þremur vikum — hálfum
mánuði fyrir afmælið — og
raunar farið- fram úr því. Um
síðustu helgi bættust Þjóðvilj-
anum 25 nýir áskrifenaur, og
er heildartalan þá orðin 155.
Þessi glæsilegi árangur sýnir
að vinir Þjóðviljans telja að
Sósíalistafélag Reykjavíkur
hafi sett markið allt of lágt
og að Þjóðviljanum beri stærri
hópur áskrifenda í tilefni af
15 ára afmælinu.
• Árangurinn í áskrifendasöfn-
uninni er þeim mun athyglis-
verðari sem þega.r er búið að
safna 331 áskrifanda í söfnun
Sósíalistafélags fyrr á þessu ári. Þjóðviljanum
hafa því bætzt 486 áskrifendur
í þessum söfnunum báðum, auk
þeirra sem komið hafa utan
þeirra. Þessi staðreynd er óvé-
fengjanlegur vottur um aukið
fylgi og vinsældir Þjóðviljans
og Sósíalistaflokksins.
1 dag er fitjað upp á nýju
striki á spássíunni hér fyrir
neðan. Það er enn stutt, en
mun halda áfram að lengjast
jafnt og þétt ekki síður en það
fyrra. En hvað verður það orð-
ið langt á 15 ára afmæli Þjóð-
viljans? Því munu lesendur og
vinir Þjóðviljans svara næsta
hálfa mánuðinn.
E»Msuiid&i‘ far-
ast og slasast
í fellifoyl
Hrikalegur fellibylur gekk í
fyrradag yfir Honshu, hina
stærstu Japanseyja. 1 gær var
vitað að 358 menn höfðu beð-
ið bana og yfir 1000 særzt
liættulega en yfir 200 var sakn-
að. 130.000 hús eyðilögðust.
Herflutningaskip með hundruð
Bandaríkjahermanna á leið til
Kóreu strandaði en þeir kom-
ust allir af.
Óttast var í gær, að fellibyl-
urinn ætti eftir að geisast á
land upp á öðrum stað á
Honshu.
Gömul kóresk kona, með barnabarn sitt á handleggnum for-
mælir bandarísku fluginorðingjuniim, sem Iagt hafa heimili
hennar í rústir.
Bandaríska herst|órnin játar
ntorSárásir á Kaesong
Bandaríska herstjórnin hefur játað tvö ný griðrof
flugmanna sinna f hinni friölýstu borg Kaeeong.
I Kaesong er enginn vophað-
ur maður og enginn herbúnað-
Kommúnistar
hafa mest fylgi
1 fyrradag fór fram í Frakk-
landi síðari umferð kosninga
til héraðsráða. Kommúnistar
urðu enn sem fyrr langhæsti
flokkurinn að atkvæðamagni,
fengu rúma milljón atkvæða.
Næstir komu sósíaldemókratar
með tæp 700.000 og gaullistar
með 600.000. ' Kosningafyrir-
komulagið gerði það hinsvegar
að verkum, að kommúnistar og
sósíaldemókratar töpuðu full-
trúum til íhaldsflokkanna.
Eftirlitsferð
til herstöðrti
Finletter, flugmálaráðherra
Bandaríkjanna, kom í gær til
Casablanca. Hann er í Mar-
okko þeirra erinda að kynna
sér hvernig gengur að reisa
þar fimm miklar flugstöðvar
fyrir bandaríska flugherinn.
6650
Hins vegar gekk
peningasöfnunin i til
efni afmælisins dræmar um helg;
ina. Bættust aðeins við 60 kr. Er
nú ekki seinna vænna að hefja
þá söfnun af kappi, og með kappi
er einnig hægt að ná mik’um
árangrí á hálfum mánuði. Hver
hreppir ferðina til Austur-Þýzka-
lands fyrir bezt afrek í þessari
söfnun?
Iransstjóm ræðir ekki við
Breta um olíuiðnaðinn
Iransstjórn hefur ákveðið, að eiga ekki frekari við-
ræður við Breta um framtíð iranska olíuiðnaðarins.
Mossadegh forsætisráðherre
skýrði frá því er hann flutt
mál landte sín's fyrir öryggisráð-
inu í New York í gærkvöld, ac
ekki iæmi t.il greina að gera
rétt Iransmanna til sinnar eig-
'n olíu að samningsatriði vif
erlend ríki. Það eina, sem hægt
væri að ræða við Breta, væru
skaðabætur fyrir iþjóðnýtt
mannvirki brezka oliuféla^sins
Framhald á 3. síðu.
ur. Er þvj ljóst að loftárásir
þessar, einsog reyndar megnið
af lofthernaði Bandaríkjamanna
i Kóreu, hafa haft þann til-
gang einan að myrða varnar-
lausa, óbreytta borgara. I ann-
arri árásinni náðu Bandaríkja-
menn líka því markmiði, því að
tólf ára drengur var drepinn
með véibyssuskothríð flugvél-
anna.
Viðræður héldu áfram í gær
milli sambandsforingja stríðs-
aðila um undirbúningsatriði
undir endurupptöku vopnahlés-
viðræðanna í Panmunjom. Varð
ekki samkomulags um víð.áttu
frjðlýsts svæðis við aðseturs-
stað samninganefndar norðan-
manna. Nýr fundur verður
haldinn í dag.
Bandaríska herstjórnin ját-
aði í gær, að árásir liðs henn-
ar á vígstöðvunum hefðu lítinn
árangur borið.
-N
Tillaga om
æskulýðshöll
ílutt á Alþingi
Jónas Árnason flytur í
sameinuðu þingi tillögu til
þingsályktunar um æsku-
lýðshöll í Reykjavík, og er
hún þannig:
Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að hlutast
til um, í samvinnu við
Reykjavíkurbæ og Bandalag
æskulýðsfél. í Reykjavík,
að liaíin \erði hið bráðasta
bygging æskulýðsliallar í
Reykjavík.
Tillögu þessari fylgir
greinargerð þar sem flutn-
ingsmaður rökstyður þörf
reykvískrar æsku á aðlað-
andi tómstundaheimili. —
Vérður hún birt í heild.
155