Þjóðviljinn - 17.10.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1951, Síða 3
Miðvikudagur 17. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Lagt af staiS Klukkan hálf níu að kvöldi föstudagsins 21. sept. lögðu Reykjavíkurfulltrúarnir á 10. þing Æskulýðsfylkingarinnar af stað héðan úr bænum. -— Áætl- unin var að aka alla.nóttina og koma til Siglufjarðar fyrir há- degið daginn eftir, en þar átti að halda þingið laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. sept. í , bílnum okkar var hvert sæti skipað og baráttusöngvar og ættjarðarljóð glumdu við er hann rann léttilega inn Suðnr- landsbrautina. Mikill hluti full- trúanna hafði tekið þátt í ai- þjóðamóti æskuiýðsins í Berlín. á síðasfliðnu sumri, og þeir höfðu greinilega flutt me’Ö sér bjartsýnina og baráttugleðina sem þar ríkti. Þeir tóku þegar til óspilltra málanna að kenna okkur heimalningunum söngv- ana sem mest vcru sungnir á mótinu. — Ég verð að segja það, að þetta söngnámskeið gekk von- um framar. Það er annars merkilegt hvað íslendingar eru söngelskir þegar þeir koma í rútubíl. Þá syngja allir, Jíka þeir sem aldrei annars reka upp bofs. Þar sást Páli Is-álfs- syni yfir þegar hann, hér á árunum var að leggja sig fram um að kenna okkur að meta gildi fiöldasöngsins. Liklega væri þjóðkórinn við líðí enn ef Páli hefði hugsast að hagnýta sér rútubílaha. fyrir fólkið. Og eins og Sjosta- kovits og fleiri gó’ðir menn höfðu áður gert baðst „títt nefndur dúett' afsökunar og hoppaði inn á línuna, Nú var komin þoka og ferðin gekk heldur hægt. Margir voru líka orðnir rámir óg fóru þá að hugsa fyrir morgundegin- um og lögðu sig. Steikin á Blönduósi Á Blönduósi hafði lambasteik beðið okkar lengi nætur, og höfðum við hlakkað til hennar jafn lengi. Það versta var, að steikin reyndist ekki steik, þeg- ar til kom, heldur einhver sér- kennileg kjötsúþutegund, með soðnu kjöti og kartöflum á eft- ir. Og ekki get ég ímyndað mér hvar þessar aflóga-skjátur liafa verið grafnar upp, sem ætlað var að seðja þessa bar- áttusveit æskunnar þennan morgun. Það vildi hótelinu til happs að við vorum orðin ær- lega soltin. En kaffið á eftir varð stórum til að breta mann- orð hótelstjóran's. Enn lögðum við af stað. — ■ Sungum nokkra baráttusöngva, svona eftir matinn og fengum okkur svo morgunbiund. Ævlntýrið í ÆsustaSaskriðum En þessi sæti morgunblund- ur stóð ekki lengi og við vökn- uðum við vondan draum. Bíll- inn var allt í einu kominn á hvolf fyrir utan veg. Við lág- um í einni kös niðri í þakinu með sætin og annað sem laus- legt var'bfan á okkur og glér- brotin úr rúðunum á allar hlið- ar. Ég vaknaði ekki fyrr en velt- an var um garð gengin, og biíl- inn hafði stöðvazt á toppnum, og svo mun einnig hafa verið um flesta aðra. Þó voru nokkr- ir sem urðu veltunnar varir þegar hún hófst, og reyndu þeir eftir megni að skorða sig og þá sem næstir þeim voru, tii að forða slysum. Það liggur við að maður geti sagt að það sé gaman að ienda í bílslysi með svona fólki. — Það sýndi sig greinilega þarna að forustusveit verklýðsæsk- unnar á Islandi er ekki tauga- veiklað fólk. Ég hygg að það sé einstakf að af 25 manns sem í bílnum voru, skyldi enginn NUMIÐ STAÐAR í ÆSUSTAÐASKRIÐUM segja eitt einasta æðrunarorð. Það eina sem félagarnir höfðu að segja meðan þeir voru að átta sig, óg ’koma sér út úr bílnum var: bara að vera ró- leg. Það var ekki fyrr en allir voru komnir út úr bílnum og bú- ið var að búa um þá sem mest höfðu meiðst að hokkur fór að hugsa um hvað valdið hefði slysinu. Eini maðurinn sem ég gat séð nokkra svipbreytingu á, var félaginn sem ók bílnum þegar óhappið skeði. Hann var ómeiddur, en þótti þetta leið- inlegt, sem vonlegt var. Þó var ekki á neinn hátt hægt að ásaka hann. Það sem hann gerði var ekki annað en það sem allir aðrir mundu einnig- háfa gert í háns sporum. Svarta þoka var á og ekið með Ijósum. Hross var á veginum, og hafði hlaupið góðan spöl í Ijósgeisl- anum á undan bíinum. Er auð- séð af því, að ferðin hefur ekki verið mikil. Síðan fer hrossið út á vinstri vegarkantinn og þá syeigir hann bílnum út áð hægri kantinum til að komast framhjá því. Fyrir ókunnuga var ekki hægt að sjá að í því gæti falist mikil áhætta. En. bíllinn var þungur og kanturihn. fúinn og illa gerður og spraklí. Það var annars mikið lán að ekki skyldi verr fara, því að þannig hagar til þarna að Framha’d á 7. siðu. About our Protectors Á3 við Ferstiklu Hvalfjörðurinn er langur og leiðinlegur, og vegurinn herfi- lega illa lagður. Svo illa að það er ekki með öllu hægt að gleyma honum við fjörugan fjöldasöng. Auk þess er hann auðvitað holóttur og grýttur og kantar og brýr í niðurníðslu eins og lög gera ráð fyrir um vegi á Islandi. En nú er hann loks að baki. Á Ferstiklu fær bíllinn að drekka, og margir félaganna drekka honum til samlætis. Áðrir fá sér súkkulaði, sígar- ettur eða neftóbak, svo er hald- ið af stað. Vegurinn er betri og breið- ari, hér eru það bara brýrnar sem halda á lofti minningu vegamálastjórans. En þær gera það líka. Það er eins og hann hafi sett þær þarna af bölvun sinni, og í þeim eina tilgangi að skaprauna vegfarendum. Þær eru nefnilega allá ekki hluti af veginum, og eiga eiginlega ekkert skylt við hann. - Brýrnar í Borgarfirðinum standa allar langt fyrir utan ’veg, 'svo að það Verður að krækja langar leiðir til að kom- .ast á þær. Svo eru þær auðvic- að þvengmjóar, með brotin handrið og diúnar gryfjur við báða enda. Ekki vildi ég vera í sporum veslings vegamála- stjórans ef hann heyrði hvert or’ð sem íslenzkir vegfarendur seg.ia um hann á bak. Söngurinn hljómaði um víð- ar byggðir Borgarfjarðar. Við vorum búin að marg syngja öll okkar baráttuljóð og mikið af öðrum söngvum er ,.títt nefnd- ur dúett' frá Berlínarmótinu fór út af línunni og upphóf aríusöng. með tilheyrandi form- dýrkun. Dúettinn fékk auðvit- að ám’inningu og var bent á að samkvæmt línunni væri listin Montrcisscir knúnir þrýstilofti I Bandaríkjunum eru ýmis- konar furðulegar myndasögur vinsælast efni dagblaða. Og ein vinsælasta persóna þessara sagna er Superman. Supérman getur allt. Hann lyftir heilum skýkljúfum. Hann stekkur yf- ir heimshöfin. Hann hoppar upp til tunglsins. Hann þýtur i gegnum þykkustu steinveggi án þess að fá svo mikið sem kú’ú á hausinn. Og allt þetta gerir hann í þeim óeigingjarna til- gangi að ná í allskonar vafa- sama karaktera og berja bá. Hann mundi áreiðanlega ekki hika við að grafa sig með höndunum inn í miðju jarðar, ef þar væri einhver von í slags- málum. Hann hefur slegið stærstu beljaka svo fast undir hökuna að þeir hurfu út í tómið, bókstaflega púlveríser- uðust. — Ekki veit ég til þess að látin hafi verið í té nein skýring á þessari ógurlegu orku hans. En það virðist hæpið að hún sé þessa heims. — Og eins og gefur að skilja um svo vinsæla persónu, þá hefur Sup- erman haft mikil áhrif á sálar- lífið vestur þar. Er í því sam- bandi á það bent hversu am- erískir vald’amenn lialaO ríka tilhneigingu til að sýnast miki- ir karlar með ,því að v.eifa stórum atómsþrengjum eins og fylliraftar veifa brennivíns- flöskum; þeim finnist þeir þá vera orðnir Superman sem get- ur látið óvini sína púlveríserast, þegar honum sýnist. ★ Það hafa stundum komið aukamyndir með Superman í Gamla bíó. Að öðru leyti hafa Islendingar ekkert hgft af hon- um að ségja. Þangáð til núna. Eftir hið nýja her'nám bregður allt í einu svo við að áhrifanna frá Superman er farið að gæta hér allmikið, og þá einkum í loftinu yfir höfuðstað lands- ihs. Fyrirbærið birtist okkur í þrýstiloftsflugvélum. Það skal viðurkennt, áð við Islendingar höfum gaman af að kynnast nýungum vísindanna, og ekki neita ég því að mér þótti sá atburður eftirtektar- verður þegar fyrsta þrýstilofts- flugvélin fór hér j’fir bæinn. En þegar þessar flugvélar fara að venja komur sínar hingað dag eftir dag með tilheyrandi gauragangi, þá finnst okkur ekki lengur gaman, heldur frá- biðjum okkur prógrammið. Því að við erum fljótir a’ð verða leiðir á tívólíum. — Auk þess fáum við ekki séð að ástæð- an fyrir þessum endurteknu loftheimsóknum sé annað en það vanþroskamerki sem kall- ast mont; — og montrassar hafa aldrei gert lukku á Islandi. Annars skiptir það í raun- inni litlu máli hvað okkur full- orðnum Reykvíkingum finnst um þrýstiloftstívólíin þeirra Ameríkananna. Hitt er aðal- atriðið, hvaða áhrif-þau hafa á börnin okkar. — Ég vaT' staddur hjá einum leikvelli hérna um daginn þegar fimm þrýstiloftsflugvélar steyptu sér þaiv aTlt "í féinu riiður, og þá sá ég að málið er alvarlegra en ég þgfði halaið. Eldri börnin vir’t- ust að vísu fles't taka þessu með ró, en hin yngri stóðu stirð af hræðslu meðan flugvéí- arnar fóru framhjá, og á eftir setti að þeim ákafan grát. Nú veit ég ekki skil á mór- ölskum kenningum í ameríska flughernum; má vera að þar sé nokkuö upp úr því lagt að menn kunni vel þá list að koma litlum börnum til að gráta; svo mikið er vist, að flugmönnum þessum hlýtur að vera kunnugt livaða áhrif heim- sóknir þeirra hafa á minnsta og saklausasta fólkið í bænum. En það skulu þeir vit'a, að á Islandi hefur það aldrei talizt til frægðarverka að hræðá smá- börn. Við íslendingar höldum yfirleitt í heiðri þá reglu að börn okkar þurfi aldrei að verða hrædd. Það eru þess- vegna tilmæli okkar að þau fái að vefa í friði fyrir þess- um þrýstiloftsknúnu montröss- um frá Ameríku. Já, auðvitað er þetta ekkert annað en mont. Og þá kemur maður aftur að honum Super- man. — Ég sé hann í anda þar sem hann situr við stýrið þarna uppi vfir okkur ameríski flug- maðurinn, nýbúinn að lesa um seinustu viðburði myndasagn- anna í blöðunum að heiman; þrýstiloftið knýr hann áfram með meiri og meiri hraða, unz honum finnst að í rauninni sé sáralítill munur á sér og hon- um Superman sem stekkur yfir heimshöfin og hoppar upp til tunglsins. Og þá dettur houum í hug að pípúliö í Rinlcydink hafi nú eiginlega gott af að vita hváð We Americans erum yfirleitt allir miklir Supermen, skrúfar þrýstiloftið upp í topp og steypir sér síðan niður að húsþökunum okkar, aftur og aftur, þangað til|hann er gjöf- samlega búinn að gleymá ájálf- um sér; orðinn -áð- .hetjunpi sem allir dá í blöðunum back home. — En hann er alltaf að misreikna sig varðandi viðbrögð okkar ísiendinga. Því að okk- ur er ómögulegt áð skilja hetju- skap af þessu, tagi. Okkar hetja er Grettir Ásmundarson sem lét sér nægja sverðið eitt í stöðugri baráttu við ofurefli, og varð samt ekki unnin fyrr en beitt h'afði verið við hann göldrum og fordæðuskap. Við metum mannmn eftir því serö hann er sjáífur, en ekki eftir því þrýstilofti sem hann kann að geta látið afturúr sér. Að lokum vildi ég þessvegna koma á framfæri fáeinum orð- urn til athugunar fyrir I-am- Brigadier-General-McGaw. (Það. þarf varla að þýða þau, þár sem í hlut á slíkur menningár- berserkur og elskhugi íslehzkra fræða); Blessaðir gerið það nú fyrir okkur að tempra ofurlítið trekkinn í þessum montrössum. sem starfa í flugsveitum yðar. Jafn víðfrægur stríðsmaður og æambrigadiergeneráll eins og þér hlýtur að geta fundið handa þeim eitthvert verðúgra verk- efni en að hræða varnarlaus smábörn hér í Rinkydink, Við höfum þegar sannfærzt um áð þeir eru allir helvítamiklir þrýstiloftskallar. Nú vildum við helzt vera lausir við heimsóknir þeirra, thank you. Já, hvernig væri að láta þá snúa sér að einliverjum þeim hlutum sem valda því að „káit vatn rennur inilli skinns og hörunds“ á Mr. John Hughes frá Daily News? Ég get til dæmis bezt trúað því að ef rússnesku síldveiðikallarnir fengju ofurlítið að kynnast þrýstiloftinu ykkar Ameríkan- anna, þá mundu þeir fara áð veiða síld eins og heiðarlegt fólk í staðinn fyrir að stríða ykkur daginn út og daginn ina eins og Mr. Hughes hefur iýst á svo átalcanlegah hýtt. Og mundi sannarlega ekki vei’tá af slíku, iþví að okkar 4- milli sagt, Mc Gaw, þá eru-lýsingar Mr. Hugh- es á góðri leið með að eyði- leggja yðar brigadiergenerölsku. frægð og respekt meðal þeirrar þjóðar sem þér af náð og lítil- læti hafið tekið að yður að Vernda. I stuttu máli: Látið Super- man hafa eitthvað annað að gera en djöflast yfir höfðinu á okkur íslendingum. — Við érum gamáldags 'þjóð. Við gét- um aldrei l'ært að meta Super- man. Við munum framvegis, eins og undangengin þúsund ár, komast af með hann Gretti sterka Ásmundarson á þess- um „ömurlegasta stað í heimi“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.