Þjóðviljinn - 17.10.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1951, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. október 1951------ s-----:---------------------------------------------N HiöeviuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson Cáb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Biaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V_________________________________________—---------•' Sögufölsun í forustugrein Alþýðublaðsins í gær er m.a. komizt þannig að orði um hvíldartíma togarasjómanna: ,.En alþingi lét bæði síðastliðið haust og vetur líða án þess að hafast nokkuð að í hvíldartímamálinu, enda þótt'Alþýðuflokkurinn bæri þá ENN fram frumvarp sitt um lögboðna ' tóif stunda hvíld á togurunum á öllum veiðum.“ Með einu litlu orði — ENN — er rsynt að halda þeirri skoðun að lesendunum að Aiþýðuílokkurinn hafi borið fram tiilögu um tóif stunda hví.ld árum saman á alþingi og ENN einu sinni í fyrra. Sannleikurinn er sá að Alþýðuflokkurinn bar fram þá tillögu í fyrsta skipti á síðasta þingi, og hann bar hana fram eftir að frum- varp sósíalista haföi ENN einu sinni- verið lagt fram, því það var upþhaflega flutt 1942. Einnig í ár báru Al- þýðuflokksbroddarnir fram tillögu sína eftir að frum- varp sósíalista hafði verið lagt fram, og prentararnir í Gutenberg þurftu ekki að leggja á sig mikið erfiði vegna tillögunnar því hún var orðrétt samhljcða frumvarpi sós- íalista! Þetta eru staðreyndir, en Albýðublaðið er að reyna að fá staðfesta sögulega föl -un. í gær voru rifjaðar upp hér 1 blaöinu nokkur sannindi um afstöðu Alþýðu- flokksbroddanna og í dag skal minnt á atburð sem gerðist fyrir þremur árum og sett hefur smánarblett á sögu íslenzkra alþýðusamtaka. ★ Það er áliðið kvölds 19. nóvember 1948. Það er verið aö ljúka Alþýðusambandsþingi. og leiðtogar Alþýðuflokks- ins eru gleiðir og gle.nntir, því þeim hefur tekizt í sam- fylkingu við fulltrúa atvinnurekenda að sölsa til sín völdin í heildarsamtökunum með lögleysum og ofbeldi og vopnaða lögreglu að bakhjarli. Alþýðuflokksbrcddarnir eru svo glenntir að þeir nenna ekki að halda uppi láta- látum, heldur koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, aldrei þessu vant. Fyrir fundinum liggur svohlióðandi tillaga: ,.Legg til að 21. þing Alþýðusambands íslands skori á Alþingi þaö er nú situr að samþykkja frumvarp þeirra Hermanns Guðmundssonar og Sigurðar Guðnasonar um hvíldar- tíma háseta á togurum er flutt var á Alþingi 1946.“ Flutn- ingsmaðurinn er togarasjómaður. Elías Guðmundsson. en hann er ekki viðstaddur afgreiðsluna vegna þess að hann stendur í sínu 16 stunda striti á hafi úti. Einn af fyrstu ræðumönnum er Sæmundur Ólafsson, varaformaður Siómannafélags Reykjavíkur. Hann lýsir yfir því'að ekki komi til mála að samþykkja þessa tillöau, frumvarpið um 12 stunda hvíld sé fjarstæöa meðan ekki ®é búið að setia lög um hvíld annarra siómanna og verka- manna í landi! Á eftir honum kemur Ólafur Friðriksson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, og lýsir yfir því .meö hita að þeir sem vilji 12 stunda hvíld sjómanna séu , ,sendi- tíkur kommúnista“, og frumvarp þsirra Hennanns og Sig- urðar sé borið frarn sa.mkvæmt erlendum fyrirskipunum! Og síðan koma agentar Alfoýðublaðsklikunnar einn af öðrum og segja hug sinn allan í sigurvímunni og skora á menn að reísa nú Kóminform eftirminnilega með því að fella tillöguna um 12 stunda hvíld. Fortölur og rök- semdir sameiningarmanna hafa engin áhrif á Alþýðu- flokksbroddana. Síðan fer fram atkvæðagreiðsla að viðhöfðu nafna- kalli. Úrslit hennar verða þau að það sr FELLT að skora á alþingi að samþykkja frumvarpið um lengingu hvíldar- tímans á togurum. Það er fellt með 121 atkvæði gegn 117. ★ Alþýðublaðið sem talar um að Alþýðuflokksbrodd- arnir berjist ENN fyrir þessu mikla nauðsynjamáli sjó- manna, heldur að þessi atburður og aðrir slíkir séu gleymdir. Og einhverjir af lesendum blaðsins kunna aö hafa gleymt þeim. En sjómenn hafa ekki gleyrnt þekn og þeir munu ekki gleyma þeim. Sjómenn muna hrein- skilni Alþýðubláðsklíkunnar 1943 og þeiy vita fullvel að afstaðan nú er mótuð af hræðslu cg cngu cðru. Þegar sigur vinnst í barátíunni uxn 12 stunda hyíld fá sjómenn sigurlaun sín þrátt fyrir fjandskap Aiþýðuflokksbrodd- a’ina meöan þeir megnuðu og þorðu. Sláturkaup Reykvíkinga Gömul sveitakona skrifar: -— ,,Sláturfélag Suðurlands rekur umfangsmikla sölu á slátur- vörum til bæjarbúa á hverju hausti. Reykvíkingar eru marg- ir gamlir sveitamenn og kunna vel að meta það að geta birgt sig upp af slátri fyrir veturinn. En eins og annað sem kaupa þarf til heimilanna er slátrið dýrt og neyðist almenningur þvi til að takmarka kaup sín á þessum ágætu matvælum meir en en annars væri og æski- legt er. Eigi að síður kaupa bæjarbúar mikið af þessari vöru og munu þau heimili ekki mörg sem neita sér með öllu um sláturkaup á haustin. ★ Slátrin rýrð ,,í mínu úngdæmi var alltaf reiknað með 1 potti af blóði úr lambinu og 2 pottum úr fullorðinni kind. Þá þekktist heldur ekki annað en allt tii- heyrandi fylgdi hverju siátri. Nú er hér orcin breyting á, sem engin ástæða er til að taka með þögn og þolinmæði, sízt þegar verðið á slátrinu er tekið með í reikninginn. Hjá Slátur- félaginu fær msður aðeins % úr potti af blóði með hverju slátri, engin nýru, enga fætur og ekki ,,gollurhús“. Með þessu hafa slátrin verið rýrð allmik- ið og fólk er neytt til að kaupa sérstaklega viðbót af blóði vilji bað fá fullan skammt út úr kaupunum. Svona er á öllum sviðum reynt að hafa fé út úr fólkinu. Það virðast engin takmörk fvrir því sem talið er fært að bjóða almenningi. — Gömul sveitakona". Gróðafýsnin . að verki Gamla sveitakonan hefur rétt fyrir sér. Það er gömul venja að reikna með 1 potti af blóði úr lambi og 2 úr fullorðnu fé. Og áður fyrr þekktist ekkí annað en fætur og nýru fylgdu hverju slátri. Það er óver.j- andi með, öllu áð rýra slátfir. á þann hátt sem nú tíðkast hjá slátursölunum hér. Fólkið greið- ir vissulega fullt verð fyrir siátrin og á kröfu til að fá þau óskert. Og vitanlega er það gróðafýsnin ein sem liggur ao baki svona verzlunarháttum. — Slátursalarnir draga t. d. fæt- urna undan til þess að selja þá sérstaklega til sultugerðar. Sala á sviðasultu gefur áreið- anlega kjötbúíunum góðan arð, því ekki er bitinn gefinn af þeirri vöru fremur en öðru. Það virðist lítil takmörk fýrir því sem neytendum er talið bjóðandi en lítt er það. skii.i- anlegt að Sláturfélagið og aðr- ir sem slátursöluna arínast skuli telja sér sæmandi að við- hafa slíka pretti sem þessa í viðskiptum við almenning. ★ Aðeins í smásölu Húsmóðir skrifar: ,,Ég varð ekki lítið undrandi í fyrradag þegar ég ætlaði að kaupa tvo kjötskrokka í Búrfelli og fékk þau svör að nú væri kjöt ekki selt lnar lengur í heilum skrokk- um heldur aðeins í smásölu. Ég ski! ekki þessa ráðstöfun. A sama tíma og verulegt magn kjötframleiðslinnar e” selt úr landi til Ameríku og Islending- ar búa við tilfinnanlegan kjöt- skort mikinn hluta ársins virð- Í3t nú eiga að stefna að þvi að gera fólki sem örðugast og dýrast að birgja sig upp af kjöti til vetrarins. Ég héit satt að segja að fólki væri ekki of gott á þessum tímum vaxandi dýrtíðar og erfiðleika , að eiga kost á að kaupa kjöt i heilum skrokkum eins og verið hefur á undanförnum árum. — Húsmóðir". ★ Sláturfélagið hefur ekki enn tekið upp hinn nýja sið Eftir að ég fékk bréf hús- móðurinnar hringdi ég í slát- ursölu Siáturféiags Suðurlands og spurðist fyrir um hvort það hefði einnig tekið upp sama sið og Búrfell að neita að selja almenningi kjöt nema í smásölu. Svo er ekki. Slátur- félagið selur kjötið í heilum skrokkum eins og verið hefur, og væntanlega sér félagið sér fært að halda þeirri venju á- fram öllum almenningi til hag- ræðis. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. — Sími 7911. Allt um íbróttir, septemberheftið, 1951, er komið út. Efni: Tugþr.aut Reyk j avíkurmóts- ins. Pressu’iðið lék mun betur en landsliðið. Val- ur bar sigur úr býtum á Reykja- víkurmótinu. B-mótio. Merkasti hnefaleikaviðburður ársins. Sept- embermótið. Bezti árangur Is- lendinga í frjálsum íþróttum sum- arið 1951. Pyrsta frjálsiþróttamót Norðurlands. Ra.bbað um hitt og þetta. Góður árangur Arnar Clau- sen í Aþenu og Frakklandi. Meist- aramót Akureyrar. Iþróttamót UIVB. Frjálsíþróttamót á Isafirði. Myndir frá tugþraut meistara- mótsins. Islenzkir iþróttamenn XII. Eiríkur Haraldsson. Svíar unnu drengjalandskeppnina milli Svíá, Finna og Norðmanna. Is- lendingar sigruðu í samrorrænu sundkeppninni. Áhugi æskunnar fyrir iþróttum og líkamsrækt verð ur að vera lifandi og almsnnur. Reykvikingar unnu utanbæjar- menn í sundkeppni. Akranes vann Val 2:1. Frjáisíþróttamót á Siglu- firði. Utan úr heimi. Ágústu Pálsdóttur og Valtý Nikulás- fe—'" iy —■ sýni,' Sörlaskjóli 54 \ jtt'l fæddist 14 marka r M v sonur . í -gær (16. október). Áheit til Sólheimadrengsins frá S og G. og E. kr. 50.00. N. N. kr. 50.00. Eimskip Brúarfoss kom til Grimsby 14. þm.; fer þaðan til Amsterdam og Hamborgan, Dettifoss er í Rvik. Goðafoss er í New York. Gullfoss er í Leith; fer þaðan k'. 2 í dag til Khafnar. Lagarfoss fer frá Akureyri í dag til Húsavík ur. Reykjafoss er í Hapiborg. Sel- foss er í Reykjavík. Tröllafoss fór væntanlega frá New York í gser til Halifáx og Reykjayikur. Bravo lestar í London og Hull til Reykjavíkur. Vatnajökull fór frá Antwerpen í gærkvöld til Rott- erdam og Reykjavíkur. Skipadelld S.I.S.: Hvassafell er væntanlegt til Gd- „ansk i kvöld, frá Helsingfors. Arnarfel! kemur væntanlega til Ib- iza í kvöld frá Genova. yps j 19,30 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Út varpssaganr „Epla tréð“ eftir John Galsworthy; I. (Þórarinn Guðna- son læknir). 21.00 Tónleikar: Lög eftir Karl O. Runólfsson (plötur). 21.20 Erindi: Um starfsemi geð- veikraspítalans á K’eppi (Helgi Tómasson dr. med.). 21.45 Djass- tónleikar. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Danslög. 22.30 Dag- skrárlok. Loftleiðir I dag verður flogið til Akureyr- ar, Hólmav., ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Á mcrgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestm,- eyja. > Nýlega voru gefin saman i hjónaband af sr. Gísla Brynj- ólfssyni, ung- frú Jóhanna Sveinsdóttir frá Dynjanda í Nesj- um og Jóhann A’bertsson, hafn- sögumaður frá Lælcjanesi í Nesj- um. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Siglufirði, ungfrú Árdís Jónsdóttir, Siglufirði, og stud. med. Birgir Jóhannsson (héraðslæknis Kristjánssonar í Ólafsfirði). — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Húsavík, ugfrú Iljördis Sævar og Helgi Árnason, vélstjóri á e.s. Brúar- fossi. -— Heimili þeirra er á Öldu s’óð 1, Hafnarfirði. g- Fundur kl. 8,30 í kvöld á venjul. stað..Stundvísi. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Skemmtun Skotlandsfara, sem Ferðaskrifstofan gengst fyrir, er í kvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðishús- inu. Meðal skemmtiatriða er revýa úr Skotlandsför og einnig koma þar fram skemmtikraftar frá Sjó- mannadagskaþarettinum. Níræð er í dag ekkjan Sólveig Magnúsdóttir frá Votamýri á Skeiðum, nú til heimilis á Selja- vegi 9, Reykjavík LESSTOFA mf fit Þin^- holtsstræti ® B ® 27, opin daglega frá kl. -5—7 og 8—10 e. h. Komið með kjólinn til okkar capressa Grettisgötu 3 Hveríisgötu 78

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.