Þjóðviljinn - 25.10.1951, Qupperneq 5
Fimmtudagur 25. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN —- (5
if Alþýðublaðið hefur hafið hatraman áróður gegn þeirri
tilíögu sósíalista á þingi að ríkisstjórnin verji 15 milljónum
króna úr mótvirðisjóði til lánveitinga út á smáíbúðir sem bygg-
ing var hafin á 1947 eða síðar. Er í tillögunni miðað 'við íbúðir
sem eigi séu stærri en 100 fermetrar að góiffleti, og lánin mega
nema 25 þúsundum króna út á hverja íbúð til 10 ára með 4%
érsvöxtum.
★ Alþýðublaðið segir nú dag eftir dag um þessa tillögu að
liún sé „káiktillaga", „vanhugsuð“, „hrein sýndartillaga“ — og
beitir sem sagt öllum orðaforða sinum til að berjast gegn því
að þeir sem ráðizt hafa í byggingu smáíbúða af eigin ramm-
leik en með litlum efnum geti fengið nokkra opinbera hjálp
í sjálfsbjargarviðleitni sinni. Hafa margir af lesendum Al-
þýðublaðsins komið að máli við Þjóðviljann og bent á þessa
furðulegu afstöðu blaðsins. Þjóðviljinn sér ekki ástæðu til að
ræða við Alþýðublaðið um frumvarp þetta, það hefur þegar
vakið mjög almenna athygli og vinsældir og mun verða fyigzt
af eftirtekt með afdrifum þess á þingi. Auk þess sakar ekki þó
Alþýðublaðið haldi áfram að hamast gegn samþykkt þess, það
afhjúpar enn einu sinni Alþýðublaðsklikuna og skilning hennar
á hagsmunamálum alþýðunnar.
★ Eina. lausnin sem Alþýðuflokkurinn sjálfur sór er bygg
irg verkamannabústaða, og er eina tillaga hans á þingi i hús-
næðismálum um það efni. - Er áframhaldandi bygging verka-
mannabústaða auðvitað mesta nauðsyn og sjálfsagt að styðja
það mál, en hitt vita allir að sú framkvæmd er engin heildar-
lausn á húsnæðismálunum og aðeins lítið brot húsnæðisleys-
•ingjanna hér í Reykjavík tengir nokkrar vonir við þær fram-
iívæmdir. Alþýðublaðið lýsir tillöigu sósíalista um lán til smá-
íbúða og veii'.;amannabústaðatillögu Alþýðuflokksins sem alger-
um andstæðum og sé nauðsynlegt að drepa tilléjgu sósíalista ef
samþykkja eigi tillögu Alþýðuflokksins! Sódalistar líta hins
vegar á tillögur þessar sem hliðstæður, báðar eru nauðsynjamál
sem sjálfsagt er að samþykkja.
i( Alþýðublaðið segir að tillaga sósíalista um lán til smá-
íbúða sé eina tillaga þeirra í húsnæðismálunum. Þetta eru vís-
vitandi ósa.nnindi. Aðaltillaga sósíalista 'hefur verið borin fram
ú hverju þir.gi undanfarið og iiggur enn fyrir. Hún er sú að lög-
in um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis taki fullt gildi á ný.
Samlcvæmt þeim lögum sem samþykkt voru 1946 fyrir atbeina
sósíálista áttu bæjar- og sveitarfélög annarsvegar og ríkissjóð-
ur hins vegar að gera samstillt átak um að útrýma að fullu
öllu heilsuspillandi húsnæði, bröggum, saggakjöllurum, hana-
bjálkaloftum og skúrum með byggingu ódýrra leiguibúða í stór-
um stíl. TJpphaflega átti að framkvæma þessa áætlun á fjórum
árum, og ,hún var miðuð við þarfir þess fólks sem verst er statt,
þcss fclks sem getur ekki ráðizt í byggingar sjálft, sem getur
tkki einu sinni keypt ibúð í verkamannabústöðum vegna peninga
leysis. Kjör þessa fólks eru langbrýnasta viðfangsefnið í hús-
næðismálum — en Alþýðublaðið þykist ekki einu sinni vita
að frumvarpið liggur fyrir þingi, slí’.tur er áhugi þess á málefnum
þeirra sem verst eru staddir.
★ Og þögn Alþýðublaðsins um þetta mál er einnig skiljan-
Jeg. Lcgin voru upphaflega samþykkt 1946 í tíð nýsköpunar-
stjórnarinnar. Framkvæmd samkvæmt ákvæðum þeirra var haf-
in næsta ár í Reykjavík og á ísafirði — en síðan ekki söguna
meir. Á þingi 1947—48 var flutt á þingi tillaga um að l%in
skyldu úr gildi felld, •— og hverjir voru flutningsmenn þeirrar
tillögu ? Það var fyrsta stjórn Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann
Stefánsson og Emil Jónsson, og allir þingmenn Alþýðuflokksins
greiddu abkvæði með þeirri tillögu, gegn hagsmunum hinna bág-
stöddu. Og Alþýðuflokksklíkan hélt sömu afstöðu í húsnæðis-
málunum alla tíð meðan 'hún var í ríkisstjórn. Og þá bar ekki
heldur mikið á áhuganum fyrir verkamannabústöðunum. Þvert
á móti var stofnað fjáransráð til að banna fólki að byggja og
öll byggingarstarfsemi varð brot af því sem áður var.
-k Skrif Alþýðublaðsins um húsnæðismálin þessa dagana sýna
að þrátt fyrir lýðskrumið skortir fullkomlega allan skilning á
þörfum liúsnæðisleysingjanna Blaðið hamast gegn því að smá-
íbúðafólkið fái nokkra hjálp, blaðið berst með þögninni gegn því
að lögin um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis taki gildi á ný. Al-
þýðublaðsklíkan var svo lengi í opinskáum faðmlögum við auo-
mannastéttina og kunni svo vel við sig þar að undir hinni nýju
sauðagæru ,,stjórnarandstöðunnar“ glit.tir hvarvetna í úlfshárin,
gnmla fjandskapinn gegn öllum nauðsynjamálum alþýðunnar.
Athugasemd
Á sunnudaginn var birti Þjóð-
viljinn dálítið einkennilega frétt
um Kensington-steininn marg-
ræmda. Vcgna þess að sumir
muna skammt aftur og rang-
hermi eru stundum lífseigari
en sannleikur er rétt að benda
á.þessar staðrevndir:
William Thalbitzer er ekki
rúnafræðingur, heldur fyrrver-
and; nrófessor í gi'ænlenzku.
2) Ker.ningar hans um .Kens-
ington-steininn eru engan veg-
inn nýjar' heldur þriggja ára
gamlar og hafa fyrir löngu ver-
ið hraktar lið fyrir lið af rúna-
fræðingum. Má um það lesa
m. a. ritgerð eftir einn fremsta
rúnafræðing Norðurlanda, dr.
Sven B. F. Jansson, í Skírni
1950.
3) Mjög vil’andi er að haga
svo oröum að ætla megi að að-
eins einhver einn . „afbi’igði-
leiifi“ hafi valdið því að fræði-
menn hafi talið Kensington-
steininn falsáðan. Til þess ligg-
ur fjöidi raka, sem hvert um
ojrr qt'o. fulU‘'?2rr'ancli, rjotur
hver sem vill sannfærzt um þao
af ritgerð Jansson.
Jakob Benediktsson.
r
Hörður Agústsson og Orri
I Morgunblaðinu í dag, þriðju-
daginn 23. október, birtist
greinarstubbur eftir Jón Þor-
leifsson, alias Orra, um mál-
verkasýningu Harðar Ágústs-
sonar. Er grein þessi með slík-
um ólíkindum að skilningsleysi
og óvilja í garð ungs og fram-
sækins málara, að hana má
ekki grafa með þögninni.
Um hið fuilkomna skilnings-
leysi Orra á eðli nútím^ mynd-
listar vitna þessi orð hans bezt:
„Það veldur nokkrum vonbrigð-
um að hann hefur að mestu
lagt á hilluna að mála sam-
stæður með fólki og húsum,
eða hliöstæðu efni, sem íslenzk
list er alls ekki ofhlaðin af“.
Það veldur vonbrigðum, segir
liann, þegar málari, sem er
staddur á frjósamasta slceiði
ævi sinnar, hjakkar ekki í sama
farinu til lengdar, heidur þrosk-
ast og ræðst á ný viðfangsefni.
Og ein gildasta ástæðan til þess
ara vonbrigða er sú, að íslenzk
list er „alls - ekki ofhlaðin“ af
myndum með fólki og húsum.
Þvílík ástæða! Hversvegna seg-
ir hann Herði ekki frekar aö
fara að mála myndir af stræt-
isvögnum eða fíium í Cirkus
Zoo, — slíkt hlýtur að vanta
alveg tilfinnanlega í íslenzka
list!!
Siðan segir Orri: „Hinsvegar
er bráðum nóg komið af hug-
mynda samsetningum alóhlut-
ræns viðhorfs (?), sem hinir
ungu menn virðast keppast við
að taka hver eftir öðrum, og er
náttúrlega framamli áhrif, og
þá fyrst og fremst frönsk á-
hrif, sem samrýmast varla ís-
lenzkum hugsunarhætti, enda
nauða ósjálfstætt og bein-
línis íekið eftir öðrum lista-
mönnum“. (Lbr. mín). Hér er
með. öðrum orðum fárast yfir
því, að Hörður noti hugsýnir
og drauma sína sem ívaf mynd-
anna og fylli þær sinni eigin til-
finningu gagnvart umheiminum.
Hann á bara að nota hús og
kannske smáskammt af fólki,
svo Orri þurfi ekki að velta
vöngum vfir því „hvað það eigi
áð vera“. Og svo þessi óguð-
lega synd, að það séu „náttúr-
lega framandi áhrif“. Hvað
hefur gefið íslenzkri iist á þess-
Hörður Ágústsson: Ancllitsmynd
(Teikning)
ari öld gróðurmagn sitt, ef það
eru ekki framandi áhrif ? Hvar
væru hinir gömlu meistarar
okkar staddir, þeir Árgrímur,
Jón Stefánsson og Kjarval, ef
þeir hefðu aldrei komizt út fyr-
ir landsteinana til þess að bergja
af brunni erlenarar listar? Og
svo bætir Orri við þessari furðu
legu setningu, að „framandi á-
hrif, og þá fyrst og fremst
frönsk áhrif, samrýmist vnrla
islenzktim hugsunarhætti". —
Hvað er „íslenzkur hugsunar-
háttur“ í mynd’.ist? Er það ,.ís-
lenzkur hugsunarháttur" öðru
fremur að mála Þingvelli eða
kerlingu í peysufötum? Og
hlýtur hitt að teljast glæpsam-
lega óþjóðlegt að mála útiend
epli í útlendri skál e£a danskt
landslag, eins og Jón Þorleifs-
son hefur iðulega sjálfur gert?
Eða er það inntakið, tilfinning-
in í myndinni, sem Orri 'á við?
Er það þá „óísienzkur hugsun-
arháttur" þegar Hörður Ágústs-
son málar eina mynd sína í
hrifningu ..erlends" sólarlags ?
Hann hefði eflaust frekar átt
að má'a „íslenzka" þjóðlega
sól! Eða er bað tæknin, sem
hann á við? Ef svo, þá væri öll
islenzk myndlist þessárar aid-
ar ósamræmanieg „íslenzkum
hugsunarhætti“, því hún bygg-
ir öll á tiieinkun erlendrar
myndtækni, og hafa fáir máiar-
ar okkar gengið þar lengra en
Jón Þorleifsson sjálfur.
Og loks segir Orri, að við-
horf ungra máiara sé „oft bein-
línis tekið eftir öðrum lista-
mönnum“. Af hverju ætti ung-
ur máiari að læra, ef hann
tæki ekkert eftir öðrum ? Eru
það tilmæli Jóns, að ungir mái-
arar loki sig inni, snúi sér und-
an, þegar þeir sjá mynd, brynji
sig gegn nýjum áhrifum ? Öðru-
vísi verður setning hans vart
skilin. Hvar. væri framvindan í
menningu heiinsihs, ef hún
frjóvgaðist ekki sífelldum víxl-
áhrifum manna, tileinkun nýrra
hugmynda og nýrrar tækni ?
Hvers vegna kostum við íslend-
ingar kapps um áð koma sem
flestum úngum menntamönnum
okkar og málurum utan til
náms? Einmitt til þessa: að
þeir geti drukkið af nýjum
straumum, fiutt heim með sár
ný viohorf. Ef við gætum það
ekki, þá væri ísienzk menning
cg þarmeð íslenzk myndiist
dauðadæmd. Síðan er það verk-
efni listamannsins að gera á-
hrifin, sem hann hefur orðið
fyrir, að efnisvið sjálfstæðrar
myndsköpunar. og það finnst
mér Herði Ágústssyni hafa tek-
izt vel.
Ég læt þá útrætt um þessá
grein Orra. En mér finnst hin-
um eldri málurum okkar liggja
nær að örva yngri starfsbræðúr
sína og reyna að mæta þeim
með skilningi en að bera á þá
sakir og kasta að þeim hnút-
um. Islenzk myndiist á við nóg-
an misskihiing að stríða. þótt
málararnir beri ekki eid að hon-
um innbyrðis.
Að lokum vil ég skora á alla,
sem hafa ekki enn séð sýningu
Harðar, að nota þessa síðustu
ciaga til þess að kynnast myud-
um hans. Þær búa yfir djúpum
litatöfrum, það er eins og litirn-
ir vaxi innan frá og eigi ræt-
ur sínar í gróðurreit langt að
baki yfirborðsins, magnaðir
heitri hræringu og innilegum
draum.
23.10. ’51.
Björn Th. Björnssoa.
Nefnd skipuð til aS endnrskoSa
án þess að minnzt sé á máliS vi
8 Alþingi
jöfina
Eikisstjórnin hefur meö bráöabirgöaíögum afnumiö
þær hömlur sem voru í bankaiöggjöfinni við því a3 ríkis-
stjórnir megi vaöa í seölabanka landsins og taka þax
ótakmörkuö lán.
Engin blaóaskrif hafa orðið um málið né skýringar
veriö á því gefnar, og þegar ríkisstjórnin lagði frumvarp
fyrir Alþingi til staðfestingar þessum bráðabirgðalögum.
létu ráðherrarnir ekki svo lítið aö fylgja málinu úr hiaði
með nokkrum orðum (svo notað sé þingmannamál).
Hefði málið farið umræðulaust til 2. umr. og nefndar
cf Einar Olgeirsson heföi ekki bent á hve óviðkunnanleg
ráöstöfun þaö væri að ríkisstjórn næmi úr gildi með
braðabirgðalögum elnmitt þau atriði bankalcggjafarinnar
sem ostt heföu verið til aö veitá ríkisstjórnum nokkurt að-
hald á þessu 'sviði.
Greinm úr lögum um Lands-
banka Islands fr,á 15. apr. 1928
scm ríkisstjómin nam úr gildi
með brá ðabirgðalögum nú rnilli
þinga, er þannig:
„Seðlabankinn niá eígi veita
ríidrsjóði önnur lán cn bráfa-
birgðalán til allt að þriggja
mánaða í einu og ckki hærri
upphæð e:i svo að nemi þ. af
stofnfó bankans. Allar ciíkar
skulcUr rikissréðs r1rrlu ‘ir^ldd-
ar að fullu fyrir lok hvers
reii’rningsárs." %
Einar átaldi þessa aðferð
ríkisstjórnarinnar til að veita
sjáifri sár ótakmarkafia heimild
til lántöku í seðlabanka lands-
ins. Það sé ákaflega óviðkunn-
anlegt að gera slíkt með bráð'a-
hirgðalögum.
Nú hefði verið skipuð nefnd
til að endurskoða aila banka-
lcggjöf landsins, án þess að
minnzt væri á þá nefndarskipun
við Al’pingi. Þessar aðferðir
ríkisstjómarinnar gegn banka-
löggjöf landsins bentu eindregið
til að hér væri framandi hönd
rð ver'ú, ríki.vctjórninni væri
fyrirskipað nf erleíidum hús-
bændum að breyta þar til, svo
þeir ættu hægara með' eftirlit
og stjórn á þessum málum Is-
lendinga.