Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 1
Miðvlkudagur 31. október 1951 — 16. árgangur — 246. tölublað rnir fyrir kjöfið? Mépgaitga stsífleiiÉa í Telterait Fimm þúsund síúdéntar í Te- hcran buðu í g:sr byrginn banni Iransstjórnar við hópgöngum og útifundum. Fóru þeir í hðp- göngu til torgsins fyrir fram- an þinghúsið og þar var hald- inn fundur til að lýsa yfir stuðningi víð baráttu Egypía gegn Bretum. Fyrir fundinum stóð vinstriflokkurinn Tudeh, scm er bannaður. McGhee, sá aðstoíarutanríkis ráðherra Bandaríkjanna, sem fjaJlar um mál Miðausturlanda, rceddi í gær við þá Mossadegh, forsætisráðherra Irans, og Franks. sendiherra Bret’ands, hvorn í sínu lagi um oiíudeil- una. | X gær — daginn 9e.S' .BL 'Sj' fyrir afmæliÞjóð viljans' —. bárust honum að gjöf lir. 2S85, þar af 1000 kr. frá íbú- uia i Kópavogi, og þakkar þlaði'ð þessar rausnarlegu gjafir. 1 dag cru liðin 15 ár frá þvi að fyrsta Þjóðviljablaðið kom út, og í dag cr lokasprettur söfnunarinnar. Verður tekið á móti gjöfum til kl. 10 í kvö'd á Þórsgötu 1. Margir hafa viljað bíða með gjafir sínar þar til á sjálfan afmælisdaginn og má því búast við að gestkvæmt verði á skrifstofunum í dag. 19 nýir áskrifendur bættust við í gær,. og er heildartalan nú 277. Vantar þá aðeins 23 upp á að markið sé tvöfaidað — hvað vant- ar mikið til þess kl. 10 í kvöid? Sérstök athygii skal vakin á því að kl. 10 í kvö d verður gert upp hverjir hljóta skuli verðlaun í söfnununum þáðum, og verður það sem síðar berst ekki reiknað með við úthiutun verðlaunanna. S.iálfs afmælisins verður minnzt með samsæti sem haldið verður í Listamannaskálanum laugar- dag í næstu viku, þegar flokks- þingið stendur sem hæst. Er þeg- ar haflnn undirbúningur að fjöl- þættri sáemmtun og veröur nánar skýrt frá tiihögun liennar síðar hér í blaðinu. Þennan fagra púða hefur góð "vinkona Þjóð- viljans í Reyk- javik saumað og fært honum í afmælisgjöf með ósk um að púðinn verði Seldur hæstbjóð , anda eða kom- ið í vcrð á ann- an hátt til á- góða, fyrir blað- ið. Blaðið þakk ar þessa góðu gjöf, og mun síðar frá því skýrt, hvar og hvernig mönnum ASvarleg ákæra á kaupfélagssíjérann í Bergarnesi - ffjölsendingin sem ekki mátfi bóka - Síoan sem var rilin úr békinni - Kynlegar krékaleiéir pening- anna - 5 fonna rfrýrnunr' á ári ÞórSur Pálmason, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og einn aðalforsprakki Framsóknarmanna í Mýrasýslu, ligg'- ur nú undir mjög alvarlegri ákæru. Er kæran borin fram af Stefáni Halldórssyni, fyrrverandi starfsmanni Kaup- félagsins, og var hún send stjórn kaupfélagsins fyrir hálf- um mánuði. Meginefni kærunnar er það að kaupfélags- stjórinn hefur afhent frá kaupfélaginu vcrulegt magn af clilkakjöti — án þess að það væri skráð í bækur kaupfé- lagsins, þannig að afhendingin kom fram sem rýrnun — og án þess að verðmæti kjötsins rynni til kaupfélagsins. Er sú isaga rakin ýtarlega í bréfi Stefáns sem birt er í heild hér á eftir, en verðmæti þeirrar kjötsendingar scm þar greinir frá mun vera um 20.000'kr. Hvort um fleiri slíkar sendingar hefur verið að ræða ér enn ekki kunn- ugt, en þaö er athyglisvert í þessu sambandi að 5 tonna rýrnun varð a kjöti því sem frystihús kaupfélagsins tók við haustið 1949. Þótt stjórn kaupfélagsins hafi fengið bréfið’ fyrir hálfum mánuði er enn ekki kunnugt aö nein réttarrann- sókn sé hafin. Getur þó varla farið hjá því aö dómstól- arnir fái mál þetta til meöferöar tafarlaust og að stjórn kaupfélagsins sendi frá sér opinbera gneinargeró' hið bráðasta. Síðai’i hluta sumars ger'ðust þau tíðindi í Borgarnesi að kaupféiagsstjórinn þar, Þórð- ur Pálmason, einn lielnti for- ustumaðui Framsóknarflokks- ins á staðnum, sagði upp ein- um starfsmanni kaupfélagsins, Stefáni Halldórssyni. — Hafði Stefán verið starfsmaður kaup- félagsins alllengi og áður hafði hann starfað hjá kaupfélaginu í Stykkishóimi. Hann var þvi reyndur samvinnúmaður og hafði getið sér liið hezta orð sem mjög traustur og samvizku- samur starfsmaður. ÁstæSan til brottreksturs Stefáns var al- mennt talin sú i Borgarnesi að hann var vinstrisinnaður Fram- sóknarmaður og hafði stutt framboð Bergs Sigurbjörnsson- ar i kjördæminu mjög ötullega, barna væri sem sagt um pólit- íska atvinnuofsókn aö ræða af versta tagi. Ástæðan til brottrckstursins En hin pólitíska atvinnuof- sókn Framsóknarforsprakkans hefur auðsjáanlega ekki verið aðalatriðið. Aðalástæðan hefur verið hin að hann vildi ekki hafa í fyrirtækinu traustan og heiðarlegan samvinnumann af þeim ástæoum sem að framan voru groindar. Hinir sérkenni- légu verzlunarhættir kaupfé- lagsstjórans hafa auðsjáanlega verið þess eðlis að hann hefur ekki talið þorandi að slíkur ma'ður gæti fylgzt með þeim. Þess vegna fyrst og fremst var Stefáni Halldórssyni sagt upp starfi. En Þórður Pálmason varð of seinn fyrir. Fyrir hálfum mán- uði sendi Stefán stjórn Kaup- félags Borgfirðinga bréf það sem hér f er á eftir: Bréfið til stjórnarinnar „Borgarnesi 15. okt. 1951. Um leið og tjg læt af störfum hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, finn ég mig knúðan til að láta stjórn félagsins í té upplýsing- ar um það í rekstri félagsins, er ég í starfi mínu hefi rekið mig á að athugunar þarf við. Ég hafði hugsað mér að hafa va-k- andi auga á því, sem fra.m færi í félaginu með tilliti til lag- færingar og úrbóta er frá liði, en gefst nú ekki lengur kostur á því og vil því að stjórn félags- ins séu kiinnar þær athuga- scmdir er ég vil gera. Framha’d á 7, síðu. stofiia frelsunai’ sveitir gegn Bretiun Fyrrverandi yfirhershöfðingi Egyptalands skipu- leggur nú frelsunarsveitir óbreyttra borgara. Yfirlýst markmið þeirra er að hrekja brezka herinn frá Súessvæö- inu og Súdan. Menn úr sveitum þessum brezkra herstöðva í löndunum gefst kostur á að eignast púðann. hafa þegar stöðvað bíla með matvæli til brezka setuliðsins við Súesskurð og lagt hald á farm þeirra. Blaðamenn í Kairo spurðu innanríkisráðherrann þar í gær, hver afstaða egypzku stjórnarinnar til frelsunarsveit- anna væri. Hann sagði, að með- an þær brytu engin lög sæi stjórnin enga ástæðu til að skipta sér af þeim, Ráðherr- ann neitaði að stjórnin sæi sveitunum fyrir vopnum en benti á að egypzkum borgurum væri heimilt að bera vopn. Brezka hermáiará'ðuneytið til- kynnti í gær, að nýrri brezkri herdeild, um 18.000 manns hefði verið skipað að halda til við Miðjarðarhafsbotn. Winston Churchill lauk í gær skipun manna í ráðuneyti sitt. Harry Crookshank verður heilbrigðismálaráðherra, Har- old Macmillan húsnæðismála- ráðherra, Leathers lávarður hefur yfirumsjón með flutning- um, eldsneyti og raforkumálum, James Stewart er Skotlands- ráðherra, Peter Thorneycroft viðskiptamálaráðherra, Simm- ons lávar'ður dómsmálaráðherra og Chorwell lávarður sér um vísindarannsóknir og hagnýt- ingu vísindalegra nýjunga. Að- stoðarutanríkisráðherra án sæt is í ráðunéytinu verður Selwyn Lloyd. Vegna annríkis hefur Eden utan ríkisráðherra ekki getað tekið að sér að vera málsvari stjórn- arinnar í neðri deildinni og fær Crookshank það embætti. Eft- ir fyrsta stjórnarfundinn í gær var tilkynnt, að laun ráðherra yrðu fyrst um sinn lækkuð úr 5000 pundum í 4000 pund nema Churchills, sem lækka úr 10. 000 í 7.000. Er þetta upphaf á sparnaðaráætlun stjórnarinnar. Tvö herskíp sköfin i kaf Hcrstjórn alþýðuhersins í Kóreu tillk.ynnti í gær, a.ð tvö lierskip, sem reyndu að skjóta á liafnarborgina Wonsan, hefðu verið skotin í kaf og það þriðja laskað. Talsmaður bandarísku full- trúanna við vopnahlésviðræð- urnar sagði eftir fund í gær, að enginn árangur hefði orðið en of snemmt væri að komast svo að orði að viðræðurnar væru staðnaðar. Njósnamál í SvíþjóS Verkfræðingur í þjónustu sænska flotans játaði í gær fyr- ir rétti í Stokkhólmi að hafa njósnað fyrir Sovétríkin. Opin- beri ákærandinn sagði, að þetta væri stórfelldasta njósnamál í sögu Svíþjóðar. Ætvinmikófavmna á Mureyíi Akureyrarbær hefur tekið bráðabirgðalán hjá útibúi j-andsba.nkans þar á staðnum að uppliæð 200.000 kr. og verð- ur fénu varið til atvinnubóta- vmnu í vetur, en allverulegt at- vinnuieysi liofur gert vart við síg á Akureyri i liaust eins og i rðar út um land. 18 ára þjónn myrfi Eandstjóra Frakka meS hnífi Landstjóri Frakka í Kambodsíu, öðru fjölmennasta ríki Indó Kína, var myrtur í fyrrakvöld. Öryggislögregla Frakka í Kambodsíu segir, að morðing- inn hafi verið 18 ára þjónn landstjórans, sem hafi stungið hann með hnífi í landstjóra- höllinni í Pnom-Pneh, höfu'ð- borg Kambodsíu. Frakkar segja, að þjónn þessi hafi komizt undan og leiti hans nú mikill liðsafli. Fyrst var til- kynnt, að morðið myndi hafa verið framið af persónulegum ástæðum, en í gærkvöld hélt franska lögreglan því fram, að þjónninn hefði haft samband við sjálfstæðishreyfingu lands- búa, sem hefur svarað morð- um Frakka á föngum me'ð til- ræðum við ýmsa æðstu embætt- ismenn þeirra. 15.000 fang- eísaSir í Indó- , i nesiu Sukinam forsætisráðherra rcyndi í fyrradag að réttlæta á þingi Indónesíu fangelsun 15. 000 manna undanfarna mánuði. Játaði hann áð handtökurnar væru pólitískar en bar því við að komizt hefði upp um sam- særi um að myrða Sókarnó forseta og steypa stjórninni. Meðal hinna handteknu eru tólf vinstrisinnaðir þingmenn, sem að lögum eru friðhelgir. AFMÆLISSÚFNUN' ÞJÚÐVMLJANS LÝKUR 1 KVÚLR KL. IO 277

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.