Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. október 1951 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Kjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. . B Sókn ti! sigurs Það er ekki hægt að staldra við 15 ára afmæli Þjóðviljans nema með óþolinmæði, svo aflþungur straumur knýr verkalýðs- hreyfingu og sósíalisma fram á við um miðja tuttugustu öld. Hugsjón sósíalismans um bræðralag og frið á jörðu, um afnám fátæktar og vitandi vald mannsins yfir örlögum sínum er að rætast í löndum 800 milljóna þjóða, nýr heimur rís að unnum úrslitasigrum alþýðu á braut sósíalismans, með fagnandi átökum frjálsra manna færast þjóðir alþýðuríkjanna í fang risavaxnari verkefni en nokkru sinni hafa verið tekin til úrlausnar. Að baki þessum sigrum er aldalöng barátta fyrir frelsislausn mannkyns- ins, kynslóð eftir kynslóð vann þrotlaust svo hægt yrði að vinna þessa úrslitasigra. Milljónir alþýðumanna unnu við hin örðug- ustu kjör, þoldu hatur og ofsóknir, kúgun og harðrétti af hendi valdamanna hins feiga þjóðskipulags, f jöldi manna vann lýjandi, fórnfrek störf að sköpun verkalýðsfélaga, skipulagningu verk- falla, kaus sára fátækt og atvinnuleysi fremur en verzla með sannfæringu sína. Margir létu lífið er þeir unnu að útgáfu lítilla leyniblaða, svo hægt væri að glæða von fólksins um framtíð og sigur, flytja því fyrirheit um þá stund er fólkið heimtar föður- land sitt viðstöðulaust af harðstjórum. Og þótt brautryðjendur og baráttumenn verkalýðshreyfingar og sósíalisma fórnuðu heilsu sinni og tímanlegri velferð, létu jafnvel lífið í þágu hug- sjónar sinnar, þá réttu þeir kyndilinn með skærari blossa ungri kynslóð, er bar hann næsta áfan.ga til framtíðarlandsins. Þegar baráttusaga Þjóðviljans verður rakin, má ekki stanza nema snöggvast við 31. október 1936. Þar eru einungis áfanga- skil, þá rætisþ draumurinn um dagblað. En handan þess dags vákir sex ára óslitin hetjusagða: Verklýðsblaðið, sem íBrynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og félagar þeirra gerðu að vopni og málsvara hins nýja tima í verkalýðshreyfingunni og þjóðlífi Is- lendinga. Ekkert blað á Islandi hefur verið gefið út af minni veraldlegum efnum, en það átti hreinni rödd og hvassari en «11 þeirra sem fyrir voru. Og þar að baki er sagan um tilraun- irnar, sem alþýða Islands hafði áður gert til að eignast blað, vopn í sókn og viírn: Alþýðublaðið (sem brást), Verkamaðurinn, Dagsbrún, Verkmannablað, Alþýðublaðið (eldra), Nýja Island. Öll þessi nöfn, og fleiri, munu alþýðukynslóðir framtíðarinnar geyma sem dýrgripi sögu sinnar, hverju atriði sem grafið verður upp varðandi sögu þeirra og tilveru, baráttuna um líf þeirra og áhrif, mun haldið til haga er alþýða íslands hefur sigrað og saga hennar, saga hinnar sósíalistísku verkalýðshreyfingar, er orðinn meginstraumur Islandssögunnar. Sigrar Þjóðviljans á fimmtán ára ferli, útbreiðsla hans og áhrif nú á afmælinu, eru sönnun þess, að hin sósíalistíska al- þýðuhreyfing Islands ætlar sér ekki lítinn hlut, sönnun þess að einnig hér á landi sækir alþýðan fram, afsláttarlaust, til þeirra áhrifa og valda sem henni ber. Ofsóknirnar sem Þjóðviljinn hefur orðið fyrir frá innlendum og erlendum fulltrúum hins feiga auðskipulags sýna, að óvinir alþýðunnar telja það hættu- legt arðránsvaldi sínu og skipulögðu forheimskunarstarfi að íslenzk alþýða eigi Þjóðviljann. Verkamenn hafa fundið lið- styrk Þjóðviljans ekki hvað sízt á þeim stunaum þegar átök- in um kaup og kjör eru hörðust, í verikföllum er mestallur blaðakostur Reykjavíkur öskrar níð um verkamenn. En hvert blað hans, alit frá því fyrsta, hefur verið helgað málstað ís- lenzkrar alþýðu og baráttu liennar fyrir bættum lífskjörum. Og það hefur orðið hlutskipti Sósíalistaflokksins.og blaðs hans Þjóð- viljans að hafa forystu í sjálfstæðisbaráttu Islendinga gegn er- lendri ásælni og hernámi og halda á lofti merki íslenzks þjóðar- metnaðar og sjálfstæðislundar, einmitt þessi ár sem ein'kennast af uppgjöf borgaraflokkanna og blaða þeirra fyrir stórvelda- mútum og stórveldahótunum. Auðsætt er að héðan af tvinnast æ nánar sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar og sókn alþýðunnar. Þjóðviljinn þarf náinn og þróttugan stuðning alþýðu og allra annarra þjóðhollra afla til þeirrar baráttu. Þar er teflt um líf og framtíð íslenzku þjóðarinnar. Baráttan verðúr hörð. Bezta afmælisgjöfin til Þjóðviljans er heitstrenging um sókn til sigurs. ! kynnir djassmúsik. 23,00 Dagskrár- i' lok. K Nýlega voru J gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thór- Iíljómlistarflutningur útvarpsins H1 jómlistarunnandi skrifar: „Kæri Bæjarpóstur! Þú býður þeim rúm í d'álkum þínum, sem ekki eru sammála R. M. á laug- ardag um tónlistarflutning í út- varpinu, og mig langar að not- færa mér það tækifæri. — Mér finnst þeir aðdáendur harmon- iku og jass sífellt vera að am- ast við þeim stundum sem okk- ur aðdáendum sintoníu eru ætl- að’ar í dagskrá útvarpsins. Þó man ég ekki til þess að hafa nokkurntíma séð á prenti kvört- un yfir jassi eða harmoníku- spili, og þykir mér það benda til þess að síðari hópurinn sé mun umburðarlyndari en sá fyrrnefndi. Heilræði til R. M. Það er alrangt að sinfóníur séu leiknar alla daga vikunnar, þó hins vegar megi fá þá út- komu ef öll musik sem ekki er leikin á harmoniku er kölluð sinfónía. — Sinfónískir tónleik- ar eru fastur dagskrárliður á fimmtudögum og oft á sunnu- dögum, og þykir mér það ekki mega minna vera. — Vil ég gefa R. M. það heilræði að loka fyrir útvarpið þau kvöld. Það geri ég alltaf þegar harm- oniku- og jassmúsík er í útvarp- inu, og hefi ég þó ekki fundið hvöt hjá mér til að æða með bréf til blaðanna af þeirri sök. — H!jómlistarunnandi“. Akademið Skipulagsleysið á útgáfu kennslubóka Nemandi skrifar: ,,Kæri Bæj- arpóstur! Á hvei’ju ári kemur út svo mikill fjöldi kennslu- bóka, samkyns, að fæstir nem- endur, nema pabbabörn, stand- ast undir ölium þeim kostn- aci. Nú í haust kom út kennslubók í þýzku eftir Jón Gíslason, og býst ég ekki við að hún sé kennd neinstaðar. I byrjun skólaársins var okkur sagt að kaupa kennslubók í þýzku eftir Jón Ófeigs, með viðbæti eftir Jón Gíslason. — Sumir í bekknum voru svo óheppnir að ná í bókina áður en hún seldist upp og þar á meðal var ég. Nú, þegar auðsýnt var að bók Jóns Ófeigssonar, Ijós- prentuð, kæmi út fyrir nýár var afráðið að kenna bókina með endurbót Jóns Gislason- ar. Nú var okkur sagt að kaupa Ijósprentunina, og er ég ætl- aði að fá þessari bók skipt, sem ég hafci lceypt áður harð- neitaði Guðmundur Gamalíels- son að kaupa hana aftur, og segir, að Jón Gíslason banni að kenna hana og sé hún þar með úr sögunni. Þarna stend ég uppi með bækur, sem kosta um 70 kr„ og e. t. v. vercur okkur sagt að kaupa bók Jóns Gísla- sonar næsta ár. Sama sagan er um stærðfræðina. Hefur reynslan ekki sýnt að bækur Ólafs Dan. séu hentugastar? Hvers vegna er þá alltaf þessi kennslubókahringiandi ? — Vill ekki fræðsiumálastjórnin koma einhverju skipulagi á þetta, svo nemendur þurfi ekki alltaf að sitja uppi með hundruð króna, fastar í ónýtum bókum á hverju arensen, ; ung- frú Heiðrún Helgadóttir, Mávahlíð 16 og Ein- ar M. Þorsteinsson, húsgagnasmið- ur, sama stað. Heimili ungu hjón- anna verður í Camp Knox E 8. —• Nýlega voru gefin saman í hjóna- band, ungfrú Þórhildur Guðjóns- dóttir, bónda að Marðarnúpi í Vatnsdal og Jón Isberg, sýslufull- trúi á Blönduósi. H-eimi’i ungu hjónanna er á Blonduósi. Loftleiöir h. f.: í dag verður flogið til Akureyr- ar, Hólmavxkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og V estmannaeyja. Fundur kl. 8,30 í kvöld á venjul. stað. Stundvísi. Gjafir til Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Gjafir til Krabbameinsfélags Reykjavíkur afhent frú Sigr. J. Magnússon, til kaupa á ’jóslækn- ingatækjum: Rut Pétursdóttir, kr. 100. M.J. kr. 100. S. A. til minning ar um Margréti og Stefaníu Arn- órsdætur kr. 5CÖ. J.Þ.S. kr. 500. Sigríður Bjarnadóttir, til minning- ar um Sigriði Guðmundsdóttur kr. 200. G. Einarsson til minningar. um Sigrlði Guðmundsdóttur kr. 100. Sigurður Sigurðsson kr. 100. Jón Bjarnason kr. 4.000. —■ Áheit, kr. 200. B.Ó. kr. 100. N.N. kr. 50. Karel Guðmundsson kr. 100. Guðný kr. 40. Axel Svein- björnsson, kr. 200. Guðm. Hraun- dal kr. 1000. Bergþór Vigfússon, kr. 150. Sig. Guðnason, kr. 100. Ónefnd kr. 100. Starfsmenn Hús- gagnaverzlunar Reykjav.kur kr. 210. Arinbjörn Guðbjörnsson kr. 100. — Beztu þakkir, Stjórnin. Jón Leifs skrifar: Leitt þyk- ir undirrituðum að vinir hans og ágætismenn, Kristján Al- bertsson, Jón Helgason o. fl. skuli vería til þess að vilja ryðja braut orðinu ,,akade-mía“. Aílt þetta ,,mía“, „míu“, eins og sinfó-nía, hljómar ekki vel 'á voru máli og mjög illa í eyr- um þess manns, er hlusta vill gaumgæfilega á tónrænan hátt eftir hljómföllum tungunnar. Því ekki að segja „Akademi íslands“ — svo sem ,-,eindæmi“ eða ,,endemi“ o. s. frv. ? — Jón Leifs“. ári ? Nemandi“. Gerpir, 8.—9. tbl., 1951, er kominn út. Efni: Vor, I kvæði eftir Árna í G. Eylands. Dýrk- j un falsguðanna, eftir Gunnlaug Jónasson. Tvö ’jóð: Ströndin okkar og Lítið vor- ljóð, eftir Sigurð Óskar Pálsson. Um strönd og dal: Jökulfell. —- Búnaðarsam'oand Austurskaftfell- inga. Minningar frá. Landsspítalan um, eftir Sigurjón Jónsson. Bæjarfélagina íil skammar Vegfarandi skrifar: Ilörrnu- legt finnst mér að horfa upp á drykkjusjúklingana, sem eru daglega á flækingi víðsvegar í bænum, í Hafnarstræti, á Arn- arhóli, inn við Nýborg og víð- ar. Útlit margra þessara manna er ömurlegt og líðan þeirra eftir því. — Þeir erti hungr- aðir og óhreinir, með glóðar- augu, sprungnar varir. rifnar kinnar og reifnð höfu'ð. Þeir era sníkjandi. og snapandi utan í vegfarendum, biðjandi um 2 kr„ 10 kr. og svo framvegis. Getur það verið að þessi ömurlega sjón fari með öllu fram hjá . bæjaryfirvöldunum-? Ilvers vegna hirca þau ekki þessa, sjúklingá af götunni, koma þeim fyrir á hæli, þar sem þeim getur liðið sæmilega. Margir þossara manna myndu hafa sig upp úr vesajdómnum væri þeim hjúkrað og hjálpað, og gætu þá unnið landi cg þjóð gagn. Sýnist slík björgnnar- starfsemi ‘ samfélagsins ólíkt mannúðlegri og skynsamlegri en að láta f jölmennan hóp fclks halda á.fram að vera sér og sín- um til skaða og skapraunar og bæjarfélaginu ti] háborinnar skamMar. — Vegfarandi“. Ríkisskip Hekla var væntanleg til Reykja víkur í nótt að vestan úr hring- ferð. Esja fór frá Akureyri í gær á austurieið. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærdag til Breiðafj. Skjaldbreið fer frá Réykjavik á morgun til Skagafjarðan- og Eyja- fjarðar. Þyri'l er á leið ti! PJoi- iands. Ármann fer frá Reykjavík siðdegis i dag til Yestmannaeyja. Sliipiideild SXS Hvassafell losar kol á Akureyri. Arnarfell fór frá Malaga 26. þm. áleiðis tii Rvíkur. Jöku'fell fór frá Cardenas á Cubu 29, þm. áieiðis til New York. Elmskip Brúarfoss fór frá Gaútaborg 29. þm. til Rvíkur. Dettiíoss fór frá Isafirði i gærkvöld til Flateyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Goða- foss, Guilfoss, Tröliafoss og Bravo eru í Rvík. Lagarfoss fór frá Rvik i fyrrinótt til New Yorlc. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fór frá Húsávík 26. þm. til De'f- zyl i Hoilandi. Bernskuminning, eftir Kristján Benediktsson. Siðu-Hallur (niður- lag), eftir Sigurð Vi’hjálmsson. Kynnisför til Noregs (framhald), oftir Árna Vilhjálmsson. Samtíöin, 9. hefti þessa árs, er lcomið út. Efni: Ógnar sjónvarp kvikmynd- um? 7. nóvember, kvæði eftir ICnút Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Xs- lenzka undrabarnið í Londón, grein um Þórunni Jóhannsdóttur. Minningarsiitur um lausingja ,frá 1925! eftir Sigurð Slcúlason. Um börn og blóm og sitthvað fleira, eftir Sonju B. He’gason. Islenzkir lampar, sem vekja athygli. Merki- legt heimilisbókasafn, o. m. fi. Xþróttabiaðið, októberheftið 1951, er komið út. Efni: Þjóðarsigur, grein um samnorrænu sundkeppn- ina. Minnisvert frá sundkeppninni. Tugþraut Meistaramóts. Reykja- víkur og utanbæjarmanna. 20 ára starfsafmæli. ICjartan Bergmann lætur af störfura hjá I.S.l. Kal- staðsmótið. Jesse Owens, hinn tigni íþrótamaður. Ráðstefna rík- isíþróttasambands Norðurlandá. Iþróttamót úti um ’and. Dómara- námskeið í handknattleik, o. fl. » I f Iljónunum Guð- V’7 rúnu R. Einars- .'VyT Kl. l»fUU 17l I kennsla. 18 lenakulienns w............. Tónleikar. ,,Ep'atréð“, 18,00 Frönsku- 18,30 Is- ennsla; L fl. 19,00 Þýzkus- kennsla; II. fl. — 19,25 Þingfréttir. 20,30 Útvarpssagan: cftir John Galswort- hy; V. (Þórarinn Guðnason lækn- ir). 21,00 Tónleikar: Lög úr óper- unum ,.Faust“ og „Rómeó og Júlia“ eftir Gunod (pi.) 21,35 Vett- vangur kvenna: Frú Sigriður J. Magnússon o. fl. ræðast við um skattamál hjóna. 22,10 „Fram á elleítu stund“, saga eftir Aghöthu Christie; II. (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 22,30 Svavar Gests _ /7) dóttur og Sigurði í ' Guðgeirssyni prent f W t ara, Brautarhoiti 22, fæddist 11 marka sonur í fyrradag, mánu- daginn 29. október. Sýning Ásmundar Sveinssonar í Listvinasalnum, Freyjugötu 41, er opin daglega kl. 1—10 e. h. Ungbavnavernd Líknar Templara sundi 3. Opið þriðjudaga 3,15—4 og fimmtudaga 1,30—2,30. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Simi 5030.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.