Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. desember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 h Málleysingjar Málleysingjar eru „ævintýri um dýrin“. Höfundur þeirra er Þorsteinn Erlingsson. Þau ger- ast flest suður og austur í ó- þekktum löndum. Til samræmis við það getum við nefnt þau perlur og gimsteina. Elnda er það sannnefni. 1 Málleysingjum eru sex ævintýri, rituð á árunum 1893 —1914. Birtust þau fyrst í Dýravininum; sum undir nafni hcfundar, önnur nafnlaus og Jcölluð spænskar persneskar og indverskar sögur. En á bók ■komu þau fyrst árið 1928, á sjötugsafmæli höfundar síns sem þá var raunar látinn fyrir fjórtán árum. Nú eru þau kom- in í annarri útgáfu, sem ísa- flcdarprentsmiðja hefur látið gera. Þetta er ekki stór bók að ytri gerð, um 150 bls. í smáu broti. Útgáfan er skraut- laus, en afarsmekkleg og við- feldin. Málleysingjar er ein bernsku- bóka minna, en það var svipur- inn einn og blærinn sem ég mundi. Efni ævintýranna var ég búinn að gleyma, en einstöku sinnum hef ég í svefnrofum séð sökkvandi hús í göidróttum dal bak við fjöll. En það komst allt upp á yfirborðið aftur, og ég vissi ekkert hvaðan ég hafði Tvœr nýjar bœkur Það er komin skáldsaga eftir Símon Dalaskáld. Hún heitir Árni á ArnarfeHi og dætur hans, er meira en hálfrar aid- ar gömul, og fjallar að veru- legu leyti um giftingar og kvonbænir. Nokkur kaflaheiti gefa bendingu um efnið; Frá Kvcnna-Grími, Bónorðs- ferð Gríms, Grímur biður E’.ín- Framhald á 6. síðu. þessa sýn. En þegar ég las um daginn fimmta ævintýri Mál- leysingja, Bondóla kasa, þá var sú gátan ráðin. Ævintýrið hafði tekið sér bólfestu í vitund minni, án þess mér væru ljós upptök þess. Síðan las ég alla bókina á góðu dægri, og hvert nýtt ævin- týr sem ég las þótti mér betra hinu fyrra. En þegar þau voru öll búin gat ég ekki framar tekið eitt fiam yfir annað — og mun aldrei geta. Málleysingjar kallast ævintýri um dýrin. En þeir eru lika ævin- týri um menn og mannlíf, og meira að segja miklu fremur, sum þeirra. Þó eru þau allra helzt ævintýri um ást og feg- urð. En áhrif sín eiga þau að þakka þeirri list sem þeim er lagin. Það er vafamál að saga hafi nokkru sinni verið betur sögð á Islandi en í Iþessum ævin- týrum. Og hafi íslenzkur rit- höfundur einhvern tíma ritað þokkafyllri stíl eða snurðulaus- ara mál, þá er mér a. m. k. ó- kunnugt um það. Lýtalaus snilli er höfuðeinkenni þesearar litlu bókar. Hún eykur veg ljóða- ljúflingsins okkar mikla. Hún vekur manni aukið traust á íslenzkri tungu og fegurðinni í heiminum. B.B. Fjallkirkjan komin ut Merkir Islend- ingar Fimmta bindi ritsafnsins Merkir íslendingar er nýkomið út. Efni bókarinnar er þetta; Ævisaga Odds lögmanns Sig- urðssonar, eftir Jón Óiafsson úr Grunnavík. Skúli Magnús- son, eftir Jón Jakobsson sýslu- mann. Ævisaga Bjarna Pálsson ar landlæknis, eftir Svein lækni Pálsson. Ævisaga Jóns Espó líns, eftir sjálfan hann. Ævi saga Ó'.afs prófasts Sívertssens í Flatey. Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar, eftir síra Hafstein Pétursson. Ævisaga síra Þor kels Eyjólfssonar. Ævisaga Jóns sýsiumanns Thoroddsens, eftir Jón Sigurðsson. Ævisaga Kristjáns skálds Jónssonar, eft- ir Jón Ólafsson. Ævisaga Bjarna Jónssonar frá Vogi, eft- ir Benedikt Sveinsson skjala- vörð. Ritstjóri þessa safns hefur frá upphafi verið Þorkell Jó- hannesson, prófessor. Segir hann svo í Formála: „Vera má að ýmsir örðugleikar, sem nú steðja að bókagerð í landi voru, vaidi því, að bið verði á fram- haldi þess (ritsafnsins), eða það hætti alveg að koma út“. En nóg efni mun þó vera fyrir hendi i mörg bindi enn. Aftast i þessu bindi er prent- uð efnisskrá um öll fimm bind- in. — Bókin er röskar 450 bls. í myndarlegu broti. Útgef- andi er Bókfellsútgáfan, og er frágangur aliur vandaður. AukiS orBaforSann III hauður: A) haf, B) himinn, C) land, D) straumur, brimi: A) eldur, B) brotsjór, C) gimsteinn, D) fressköttur. storð: A) skógur, B) land, C) tröllkona, D) uppspretta. fúr: A) mór, B) steinn, C) eldur, D) fúinn viður. stirna: A) frjósa, B) harðna, C) glitra, D) kólna. skjarr: A) skógarrunnur, B) uppstökkur, C) styggur, D) harður. láð: A)'land, B) sjór, C) loft, D) logn. gagl: A) tík, B) gæsarungi, C) kjúklingur, D) varta. riðill: A) flokkur, B) hnútur, C) reiðmaður, D) hestastrákur. gagar: A) montinn, B) brattur, C) hundur, D) gætinn. Manntail Svo nefnist ein af félagsbók- um Menningarsjóðs í ár, og geymir þrjár smásögur eftir Stefan Zweig, í þýðingu Þór- arins Guðnasonar læknis, Stefan Zweig er frægur höf- undur hér á landi. Fjölmargar bækur hans eru þýddar á ís- lenzku, þar á meðal ævisögur hans af Maríu Stúart og Maríu Antoinette; - sterkar bækur, rit- aðar fallþungum stíl og breið- um. Zweig var austuriskur Gyð- ingur, og varð landflóttamaður fyrir Adolf Hitler. Hann féll í miðri heimsstyrjöldinni — fyrir sjálfs sin hendi. Hann var einn þekktasti höfundur Evrópu um sína daga. Þessi bók dregur nafn af fyrstu og lengstu smásögunni. Það liggur við að hún sé kennslusaga í skák, og vakti hún sem slík mikinn áhuga undirritaðs sem er gamall heim- ilisskákmeistari. En á innra borði er hún veraldarsaga, heimsstríð og örlög. Menningin, andinn, teflir skák við hinn blinda frumkraft valdsins: nær jafntefli í fyrstu lotu, sigrar af snilld í annarri, bíður ósigur í þriðju. Endanlegan ósigur, skilst manni. Dr. B., fulltrúi menningarinnar, gengur ekki heill til skógar. Hann er kominn úr fangabúðum nazista, sjúkur maður. Lýsingin á vist hans í fangelsinu er stórkostleg. Sag- an öll er skrifuð af mikilii leikni og tækni. En ramminn er því miður fullþröngur þessu mikla efni. Það er hægt að reikna út ætlun höfundar með sögu sinni. En það er ekki óhjákvæmilegt að láta sér sjást að nokkru yfir hana. Hinar sögurnar, Bréf í stað rósa og I mánaskímu, f jalla um ást og harm. Þær eru báðar sterkar og átakanlegar, og sál- fræðilega sannar. Manntafl er einkennileg bók. Og iþegar maður hefur lagt hana frá sér heldur maður á- fram að lesa — það sem stóð á milli línanna og aftan við niðurlagið. Þýðing Þórarins Guðnasonar mun vera með •nestu ágætum. Það er fengur að bókinni. B.B. SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Hin mikla skáldsaga Gunn- ars Gunnarssonar, Kirkjan á fjallinu, er komin út í nýrri útgáfu, nieð styttu nafni: Fjallkirkjan. Er allt verkið í einu bindi, nær 800 bls. á lengd, prýtt mörgum teikning- um eftir Gunnar yngra Gunn- arsson. tlígefandi er Helgafell. Fjallkirkjan kom fyrst út í Danmörku á þriðja áratugi ald- arinnar, í fimm bindum. Hlaut -sagan þá þegar afburða við- tökur, bæði í Danmörku og annars staðar þar sem hún var þýdd. Sumir ritdómarar kváð- ust aldrei hafa lesið þvílíka sögu. Landar skáldsins höfðu þó af henni lítil kynni fyrst um sinn. En um 1940 var stofnað útgáfufélag til að gefa út verk Gunnars, flytja þau heim. Eru í þeirri heildarútgáfu nú þeg- ar komin 11 bindi, og eru 3 hin fyrstu Kirkjan á Fjallinu, í þýðingu Ilalldórs Kiljans Lax- ness. Fjallkirkjan er lengsta skáld- saga Gunnars Gunnarssonar, og almennt talin ágætasta verk hans.. Ber að fagna þessari rausnarjegu útgáfu Helgafells á sögunni. Einnig er ástæða til að vekja athygli á teikningum Gunnars yngra, sem virðast kostulega smellnar og samlífar sögupersónunum. Bókin er prentuð á ágætan pappír, og þótt letrið sé smátt, eins og gefur að skilja, er það einkar áferðarfallegt. Þess ber að geta að þýðandi mun í þessari útgáfu hafa gert ýmsar breytingar á þýðingu sinni. I vel gerðri leynilögreglusögu botnar lesandinn ekki neitt í neinu, finnst ýmist þessi eða hinn líklegastur til glæpsins. En hetjan í leiknum fetar sína slóð, rekur sig áfram eftir vísbendingum, sem óvönum athuganda sést gersam- lega yfir. Enginn glæpur er £ull- kominn, ávalt er eitthvað sem bendir til hins seka, hversu vel sem hann þykist hafa búið um sína hnúta. Svipað er þessu farið um skák- dæmi. Ávallt er eitthva-5, sem bendir til lausnarinnar, hversu vel sem það kann að vera falið. Óvanur leysandi raðar mönnum upp, byrjar svo strax að hreyfa þá fram og aftur í leit að lausn- inni. Þjálfaður leysandi lætur mennina síanda kyrra, virðir tafl- stöðuna fyrir sér eins og hún er og leitar þar orsaka þess sem gerast skal. I-Iann veit að enginn maður stendur á borðinum án til- gangs, hver á sitt hlutverk. Fredrik Storm Aukaverðlaun í skákdæmakeppni hjá Scliackvarlden 19-10. ABCDEFGH Ekki þarf lengi að horfa á þetta dæmi tii þess að grunur falli á Hh3. Aðrir menn hvíts standa skeleggir umhverfis svarta kóng- inn, ræna hann reitum, eða eru reiðubúnir að máta hann, ef ménn svarts hréyfa sig úr sporunum, en þessi hrókur stendur einn 1 sér og utanveltu. Hvert hlutverk getur honum verið ætlað? Get- ur það átt sér stað, að honum sé ætlað að veita banahöggið? Tveir menn standa á milli hans og kóngsins, peðið á einn leik, biskupinn marga. 1. f3—f4 strand- ar bersýnilega á exd5 til dæmis. Ef tilgátan um hrókinn er rétt, er það biskupinn sem flytja á i 1. leik. En hvert á hann að fara? Hann verður að færa sig eftir línunni e3—a7, svo að hann haldi áfram að valda d4— Fari bisk- upinn til c5, b6 eða a7, nær svartur nýjum flóttareitum handa kónginum með exd5. Hér þarf því nýja hótun tii viðbótar, en hún fæst með 1. Be3—d4. Þá hótar hvítur ekki einungis f3—f4, held- ur einnig Dc3 mát. Nú er að at- huga tilraunir svarts til að forða sér frá máti. Be3—d4 Bf6xd4 Hb4xd4 Rc6xd4 Ha2—c2 Ral—c2 Be4 mát (f4? Rf4?) f4 mát (Be4? Rf4?) Rf4 mát (Be4? f4?) De3 mát (Ddl?) Ddl mát (De3?) Þessi tilbrigði eru innihald dæm- isins, en það mætti nefna mát- ginningar. Ginningarnar standa innan sviga. í hverju tilbrigði er aðeins ein leið senr til mátsins leiðir, hitl eru ginningar. I fyrstu þremur tiibrigðunum eru ieikirn- ir Be4,f4 og Rf4 ginningar tii skiptis, og svo skal vera, ef dæmið er vel úr garði gert. • Haustmót Taflféiagsins Nú er lokið haustmóti Taflfé- iggsins og hefur úrslitum verið lýst í biöðunum, svo að eipi er þörf að rekja þau hér. Þessi keppni fór fram með nokkuð öðr- um hætti, en tíðkazt hefur und- anfarið, og var stærsta breytinn- in sú, að hverri skák skyldi lokið á einu kveldi. Menn urðu að ljúka að minftstá kosti 40 léikj- ufn á tveimur stundum, en skák- inni allri á 2(4 stundar, þannig að engin skák tók meira en 5 stundir. Sennilega hefur ein- hverjum þótt þessi algera útrým- ing biðskákanna helzt til róttæk, en ég hygg að þetta spor sé í rétta átt. Undanfarin ár hefur umhugs- unartíminn við taflið frekar lengzt en hitt. Reynslan hefur þó sýnt, að sú lenging kemur eigi að til- ætluðum notum. Menn lenda í tímaþröng nú engu síður en fyrr, meðalskák tekur lengri tíma en góðu hófi gegnir fyrir þá sem iðka tafl sér til skemmtunar að loknu dagsverki, og biðskákirnar vaða uppi. Ætla má að meira verði um yf- irsjónir eftir styttingu umhugsun- artímans, en reynsla þessa móts bendir til þess að menn tefli djarflegar og skemmti sér fullt eins vel. Haustmót Taflfélagsins 26. okt. Jón Einarsson Ól. Einarsson 1 d2—d4 d7—d5 2 c2—c4 d7—d5 3 Rbl—cS Rg8—f6 4 Bcl—g5 Bf8—e7 r; e2—c3 c7—c6 6 Rgl—f3 Rb8—d7 7 Bll—d3 0—0 3 0—0 d5xc,4 9 Bd3xc4 Rf6—d5 10 Bg5xe7 Dd8xe7 11 Hal—c7 Rd5xc3 12 Hclxc3 e6—e5 13 Hdl—c2 e5xd4 14 e3xd4 Rd7—f6 15 Hfl—el He7—dG 16 Rf3—g5! h7—h6? Þetta er ekki í fyrsta skii: bessi taflbyrjun sést hér á þingi, fáar eru kunnari. Síðasti leikur hvíts var snjall að því leyti, að hann lokkar svart til fiftgurbrjóts. Dxd4 var vitaskuld sízt betri leikur en sá er svartur valdi, en Bg4 eða g6 voru boðlegir leikir. 17 RgKxf 7'. Hvítur er ekki seinn á sér að grma tækifærið. Örlög svarts éru ráðin. Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.