Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 2. desember 1951 IMÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. B’.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. 500 milljónir í skatta í nsfndaráliti sínu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórn arinnar bendir Ásmundur Sigurðssön á það hversu óbæri- lega háar skatta- og tollabyrðarnar séu orðnar. Ríkis- tekjurnar eru nú áætlaðar 364 milljónir króna en sú upp- hæð er eflaust of lágt reiknuð. Af þeirri upphæð eru ó beinir nefskattar og tollar 228 milljónir, en 43 milljónir beinir skattar. 93 milljónir fást af tekjum ríkisstofnana og eru einkum gróði af sölu áfengis og tóbaks. Eru það einnig skatta og tollatekjur, og tóbaksskatturinn mjög almennur neýzluskattur. Ofan á þessa féheimtu ríkisins koma svo gjöld til bæjar- og sveitarfélaga, en heildarupp- hæð þeirra mun á yfirstandandi ári hafa numið um 105 milljónum króna og veröur sú upphæð eflaust mun hærri á næsta ári vegna síaukinnar dýrtíðar. Þungi opinberra gjalda, beinna og óbeinna skatta mun þannig nema um 500 milljónum króna á næsta ári. 500 milljónir króna eru ekki nein smávegis upphæð. Hagfræðingar í'eikna með því að þjóðartekjurnar séu nú 1700—1800 milljónir króna, þannig að opinber gjöld nema um 30% af öllum þeim verðmætum sem þjóðin aflar á einu ári! Af ríkistekjunum er meginhlutinn tekinn með nef- sköttum, sem leggjast þyngst á þá sem erfiðust hafa kjörin. Beinir skattar nema aðeins 43 milljónum króna. Óbeinu skattamir eru hins vegar eins og áður segir 228 milljónir. þótt ekki sé reiknað með sköttum á tóbaki og áfengi. Sé þeirri upphæð deilt niður á landslýðinn koma um 1600 kr. í hlut hvers einstaklings, frá reifabörnum til gamalmenna, eða sem svarar 8000 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Þetta sýnir glöggt að beinu skattarnir eru ekkert vandamál hjá hinum óbeinu, þótt ýmsir aðilar reyni að beina athyglinni að þeim. Hins vegar veit fólk ekki eins af þeim blóðpeningum sem teknir eru með nefskattinum, vegna þess að upphæðin er sjaldan tekin saman í heild, heldur hirt jafnóðum og einhver nauösyn er keypt til lífsframfæris. Ein meginundirrót dýrtíðarinnar eru þessir stór- felldu nefskattar. Dagsbrúnarmaður sem hefur vinnu allt árið, fær í kaup samkvæmt núgildandi kauptaxta um 30.000 kr.. Sé hann fjölskyldumaöur þarf hann að greiða meira en fjórðung launa sinna í ríkissjóðshítina. Þar viö bætast svo beinir skattar til ríkis og bæjar, þannig aö opinberu gjöldin nema eflaust að jafnaði þriðjungi eða tveim fimmtu af tekjunum, og stundum helmingi. Þegar sósíalistar hafa barizt gegn hinum síhækkandi sköttum á undanförnum árum, hafa þeir fengið þau svör að skattheimtan væri ill nauðsyp, óhjákvæmileg út- gjöld ríkisins væru orðin svo mikil að ekki yröi hjá álög- unum komizt. Þessi röksemd verður nú ekki viðurkennd lengur af nokkrum manni sem nokkuð fylgist með þjóð- málunum. Á þessu ári veröur tekjuafgangur ríkissjóðs a.m.k. 120 milljónir, eða sem svarar þriðjungi af heild- artskjum þeim sem ríkissjóði eru áætlaöar á næsta ári! Innheimta söluskattsins, sem nema mun 90 milljónum 1 ái’, hefur því reynzt gersamlega óþörf fyrir afkomu ríkis- sjóðs, og auk hans hefði verið hægt að lækka aði'a skatta aö mun, — án nokkurrar skuldasöfnunar fyrir ríkið. Þetta er staði'eynd sem hver íslenzkur þegn þarf að gera sér ljósa. Og þrátt fyrir þessar staðreyndir ætlar ríkisstjórnin aö halda áfram féflettingu sinni í auknum mæli á næsta ári. Hún hefur lagt fram fi'umvarp um áframhaldandi innheimtu söluskattsins, þótt hans gerist engin þörf. Á stæðan til slíkrar ráösmennsku getur ekki verið önnur en sá vilji valdhafanna að takmarka kaUpgetu almenn- ings sem allra mest, ræna alþýðuheimilin á sem eftir- minnilegastan hátt, gera yfirráð fátæktarinnar sem víð- tækust. Sú stefna bitnar af fullum þunga á verkalýð og millistéttum og verulegum hluta atvinnurekenda. Og aetla svo þessar stéttir enn að veita skattþjófunum áfram- þaldandi stuðning til iðju sinnaf? Bréf sem veldur tímamótum. Bæjarpóstinum hefur boi'izt bréf sem mun hafa mikil áhrif á stefnu hans í framtíðinni. Póstur þessi hefur hingað til verið allillyrtur, uppfullur með „þras og röfl“, og hann hefur stundum verið á fremur lágu „menningarstigi". Þetta mun nú breytast hægt og hægt. Hann mun leggja verulegar hömlur á geðvonsku sína, draga úr „þrasi og röfli“, og hann mun leitast við að hækka „menriingarstig“ sitt. Þessi væntanlega viðleitrii á rót sína að rekja til umrædds bréfs sem hér birtist nú „ó- breytt“, með stafsetningu og greinarmerkjum höfundar. Þetta bréf hefur fært Bæjai'póstinum heim sanninn um það á hve háu menningarstigi og glæsi- legu vitsmunastigi jafnvel ó- þekktustu andstæðingar haris standa. Og það hefur leitt hann í mjög mikilvægan sannleik um rökfimi og hugsunarsnilli sem hann átti alls ekki von á að finnast mundi svona neðarlega. í sorpinu. Og hór birtist bréfið á dýrð sirini, svo það geti orðið fleiri en Bæjarpóstinum einum til íliugunar og skilningsauka. m Þökk fyrir Radíó Keflavík. „Undirritaðan langar til þess að fá upplýsingar um hvað það á að þíða, áð Þjóðviljinn og kommúnistar yfii'leitt séu að reyna að fá Alþingi og ríkis- stjórnina til þess að láta loka útvarpsstöð hersins á Kefla- víkurflugvelli? — Utvarpsstöð þessi tók ekki til starfa fyrr en yfirvöldin á íslandi höfðu gefið sitt samþykki til þess og hún er í alla staði vel þegin af öllum Islendingum, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Þeim sem lík- ar efni stöðvarinnar, er ekki þröngvað til þess að hlusta á hana. Nei siður en svo, ekki frekar en þeim, sem ekki líkar íslenzka útvarpið, er ekki þröngvað til þess að hlusta á það.“ Um illindi og sprengikúlur. „Hvað meinið þið kommúnist- ar með því að vera alla tíð, sínkt og heilagt að reyna að stofna til illinda? Auðvitað ger- ir enginn það að gamni sínu að hafa erlendan her í landinu, en þetta megum við hafa, einungis út af ykkur sjálfum. Við viljum ekki að landið okkar verði eyði- lagt með rússneskum sprengju- kúlum. Það gerir heldur eng- inn ráð fyrir að þið munduð vilja það. Og þó veit maður ekki, hvað maður má halda, eftir því hvernig þið látið, alveg eins og ómálga börn. — Ef þið bara gætuð séð, hve það er kjánalegt að haga sér svona, eins og þið gerið!!! Þið ættuð að reyna að láta ekki alveg eins og fífl, því það eru ekki nema fífl sem eru sínkt og heilagt, sí og æ, að rífast, þrasa og röfla yfir því, sem ekki er hægt að komast hjá. — Það er nú kannski varla hægt að áfellast ykkur, greyin. Þið verðið auð- vitað að haga ykkur eftir þvi, sem yfirmenn ykkar í Moskvu vilja, en þeim er eins og gefur að skilja þvert um geð að fá ekki að eyðileggja landið okkar með sprengjum sínum.“ • Um föðurlandselsku og menningarstig. „Mig langar til að leggja eina spurningu fyrir Þjóðviljalesend- ur og hún er: — Þykir ykkur ekki vænt um landið ykkar? Landið, sem er bezta land í heimi og sem hefur upp á svo margt að bjóða? Viljið þið virki- lega selja það í hendur Rússa, með því að við verðum vai'nar- laus gagnvart óargalýðnum, að austan? Er ykkur ekki ljóst að ef Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli væri ekki þar, þá mundum við hafa Rússa, sem eru á allt öðru menningarstigi heldur en við. Þeir eru þannig að þeir víla ékki fyrir sér að drepa, ræna og rupla fólk. Ekki af því að þeir séu svo illa innrættir, heldur vegna þess að þeim hef- ur verið kennt að þetta væri það eina rétta, sem vert væri að hugsa um, og allir, aðrir en kommamir sjálfir væru, óupp- lýstur skríll, sem ætti engan tilverurétt í veröldinni. — Mig langar til þess ag biðja Bæjar- póstinn að birta þetta bréf, ó- breytt. Þó mundi ég verða hissa, ef það yrði gert, en það mundi einungis sýna, að ykkur er að fara fram, vesalingar, sem þið eruð nú. — Ég lýk svo þessu máli mínu, með ein- lægri ósk um það að þið megið snúast í trúnni, í ykkar einlægu rússatrú, og verða nýtir og góðir íslendingar. — Með verð- skuldaðri virðingu, yðar einlæg- ur, — Guðmundur IBjörn Jóns- sori. Reykjavík.“ bert. 20.45 Um daginn og veginn. (Jón Eyþórsson veðurfræðingur). 21.05 Einsöngur: Kristín Einars- dóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir: a) „Fífilbrekka. gró- in grund" eftir Svb.i. Sveinbjörns- son. b) „Drottningin í Sólheim- um“ eftir Heimi Sveinsson. c) „Demanten pa Marzsnön" eftir Sibelius. d) „Med en vandlilje“ eftir Grieg. e) „Lascia chiu pi- anga“, aría eftir Handel. 21.20 Dagskrá Kvenfélagasambands Is- lands. Érindi: Élísabeth Fry, eng- ill kvenfangarina (frú Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21.45 Búnaðar- þáttur: Er reynslan ólýgnust? (Ásgeir L. Jónsson ráðunautur). 22.10 „Fram á elleftu stund", saga eftir Agöthu Christie; XVI. (Sverr ir Kristjánsson sagnfræðingur). 22.30 Tónleikar: Benny Goodman og hljómsv. leika (pl.) 23.00 Dag- skrárlok. Málfundur Iðnnemasambands Is- lands, verður í dag kl. 8 í skrif- stofu INSI, Hverfisgötu 21. Um- ræðuefni: Stjórnarfrumvarpið. — FramsögUmenn: Sigmar Ingason og Magnús Geirsson. Listasafn ríkisins er opið kl. 1— 3 virka daga og 11 —4 á sunmi- dögum. Næturlæknir er i læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavikur- apóteki — Sími 1760. Hjónunum Ingveldi B7-’ Kjartanssyni og V /f Sigurði Jónssyni, I Æil ' Hverfisg. 34, fædd- ^ist 13 marka dótt- ir 30. nóvember. — Hjónununi Kristínu Jóhannesdótt- ur og Garðari Guðjónssyni, Hjalla- vegi 64, fæddist 15 marka dóttir 25. nóvember. Kvennadeild Siysavarnafélagsins heldur fund annað kvöld kl. 8.30 í Tjarnarcafé. Sjá augl. í blað- inu í dag. Bazar kvennadeildar Sálarrann- sóknarfélagsins verður í Góðtempl- arahúsinu mánudaginn 3. des. og hefst kl. 2 e. h. Skipadeild SIS Hvassafell losar síld í Stokk- hólmi. Arnarfell fór frá Bilbao 28. fm. áeiöis til Genova. Jök- ulfell fór frá Rvík í gærkv. til New York. Skipaútgerð ríkislns Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja er í Álaborg. Herðu- breið fer frá Rvik á morgun austur um land til Reyðárfjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun til Breiðafjarðar og Vest- fjarða. Þyrill var í Vestmannaeyj- um í gær. Ármann er í Rvík. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 11.00 Alessa í Dóm- kirkjunni (sr. Ósk- ar J. Þorláksson). 13.00 Erindi um málaralist; fyrri hluti (Hörður Á. gústsson listmálari). 15.15 Frétta- útvarp til Islendinga erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar: a) „Karneval í París" eftir John Svendsen (Sin- fóníuhljómsveitin í London leikur; Sir Landon Ronald stjórnar; pl.) b) Þrjú píanólög eftir Jörgen Jersild (Folmer Jensen leikur; pl.) c) 16.00 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur; Paul Pampichler stj. 18.30 Barnatími (Baldur Pálmason): a) Upplestur og tón- leikar. b) Erla Þórdís Jónsdóttir les kafla úr bók sinni: „Bernska í byrjun aldar“.> 19.30 Tónleikar: Alfred Cortot leikur valsa og mazúrka eftir Chopin (pl.) 20.20 Upplestur: „Konan úr Austurlönd- um“, sögukafli eftir Helga Hjör- var (höfundur les). 21.00 Óska- stundin (Benedikt Gröndal rit- stjóri). 22.05 Danslög: a) Ýmis danslög af plötum. b) 22.30 Út- varp frá Hótel Borg: Danshljóm- sveit Carls Billich leikur. 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.15 Framburðarkennsla í ensku. 18.25 Veðurfr. 18.30 Xs- lenzkukennsla; I. fl. 19.00 Þýzku- kennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. Tónleikar. 20.20 Ötvarpshljómsveit in; ÞÓrarinn Guðmundsson stj.): a) „La Palotoa" eftir Yradier. b) Lagaflokkur eftir Victor Her- 1 gær voru gef- ^ in saman í : hjónaband af sr. Emil Björns syni ungfrú Guðbjörg Jóns- dóttir og Arnfinnur Ingvar Sig- urðsson verzlunarmaður. Heimili ungu hjónanna verður í Her- skólakamp 66. Eyjólfur >1. Eyfelis, listmálari, sýnir nú um helgina nokkur mál- verk í glugga Málarans við Bankastræti. Dómkirkjan. Messað kl. 11 f.h. (altarisganga). Sr. Óskar J. Þorláks- son. — Messað kl. 5 Sr. Jón Auðuns. —Laugarneskirkja, Messa kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. (Aðal- safnaðarfundur að guðsþjónust- unni lokinni). Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f.h. Sr. Garðar Svavars- son. — Barnasamkoma verður í Tjarnarbíó á morgun kl. 11 f. h. Sr. Jón Auðuns. — Fríkirkjan. Messað kl. 2 e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson. — Haiigrímskirkja. Messað kl. * 111 f. h. Ræðuefni: Framtið Islands. Sr. Jakob Jóns- son. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30. Sr. Jakob Jónsson. Messa kl. 5. Sr. Magnús Runólfsson. — Nes- prestakall. Messað i kapellu Há- skólans kl. 2. Sr. Jón Thóraren- sen. — Óháði fríkirkjusöfnuður- inn. Fyrirhuguð messa í dag fell- ur niður vegna forfalla. Safnaðar- prestur. SÝNING ]%/■"■ um siðustu: fimm ára^'*.*-®-® áætlun Sov- étríkjanna er opin daglega kl. 4— 10. Sýningin er í ÞingholtsStræti 27. Ljósatími bifreiða og annarra öku- tækja er frá kl. 15,20—9,10. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriðju- dag 4. des. n.k. kl. 10—12 f.h. í síma 2781. Lausn: 1. Bg6f Kh7 2. Be5t Kh8 Ef g6. þá Df7t og Rg6 mát. '8. Bf7f Kg8 4. Rxh6+ Kh8 5. Dg8f Hxg8 6. Rf7 mát

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.