Þjóðviljinn - 17.01.1952, Blaðsíða 1
Fimmtudag’ur 17. janúar 1952 — 17. árgangur — 13. tölublað
Tillogur atvinnumálanefndar fluttar á Alþingi af sósíalistum:
» sférauklð reksfrarfé
Brezk árás
egypzk þorp
Brezkt lið búið skriðdrekum
og brynvörðum bílum hertók í
gær tvö þorp á Súessvæðinu í
Egyptalandi og gerði þar leit
aff vopnum. Segjast Bretar hafa
fundið miklar birgðir af vopn-
um og skotfærum, mestallt af
brezkri gerð. Þeir handtóku 150
egypzka lögregluþjóna og skipt-
I ust á skotum við skæruliða.
Nýjar tillögur sósíalista til að bæta úr atvinnu-
leysi og framleiðslubanni
Sósíalistar neyta nú hvers færis á Alþingi að knýja ríkis-
stjórnina til aðgerða sem afnemi það neyðarástand sem af
atvinnuleysinu hefur hlotizt. Á mánudag fluttu sósíalistar tillögu
um að 136 milljónum af fé því sem ríkisstjórnin ræður yfir verði
varið til atvinnulífsins. Þær tillögur voru felldar á þriðjudag. I
gær lögðu sósíalistar svo enn fram tillölgur um stóraukið frelsi
til framkvæmda innanlands og breytta lánsfjárstefnu bankanna
— og myndj samþykkt tillagna þessara ekki kosta ríkið einn
eyri! Ér nú að sjá hvernig þeim reiðir af, en þær eru allar
baráftumál atvinnumálanefndar verklýðsfélaganna. Tillögurnar
eru svohljóðandi: T :
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þegar eftir-
farandi ráðstafanir til þess að bæta úr atvinnuleysi því og fram-
leiðsluminnkun, sem orðið hefur:
1;. Geía frjálsan innflutning á öllum hráefnum til
íslenzks iðnaðar.
2. Gefa frjálsa byggingu íbúðarhúsa,miðað við hóf-
legar íbúðir, og frjálsan innflutning byggingar-
efnis.
3. Hefta innflutning á þeim útlendum iðnaðarvör-
um, sem hægt er að framleiða innanlands sam-
bærilegar.
4. Hlutast til um það við bankana, að veitt sé
stórum aukið rekstrarfé:
a. til sjávarútvegsins til að gera mögulega sem
fyllsta hagnýtingu aflans innanlands til að
auka útflutningsverðmæti hans;
b. til iðnaðarins til að tryggja kaup hans á
hráefnum og úrvinnslu;
c. til íbúðarbygginga."
1 greinargerð segir:
Atvinnuleysið er nú orðið
gífurlegt um land allt. Það
hefur verið landiægt úti um
land síðustu árin, en er nú
orðið ægilegt í Reykjavík líka.
Nú eru í höfuðstaðnum 1471
atvinnulausir í 13 verkalýðsfé-
lögum. Ef taldir eru með þeir.
sem atvinnulausir eru í öðrum
verkalýðsfélögum, meðal hand-
verksmanna og verzlunar- og
skrifstofufólks, er óhætt að
fullýrða, 'áð um 2500 manns
séu atvinnulausir í Reykjavík.
Þetta atvinnuleysi er afieiðing
af stefnu ríkisstjórnarinnar í
atvinnu- og fjármálum. Sum-
part hefur ríkisstjórnin gert
beinar ráðstafanir" til þess að
skapa atvinnuleysi, svo sem
með hindrunum sínum á inn-
flutningi hráefna til innlends
iðnaðar, byggingarefnis og
höftum sínum á byggingum.
Enn fremur hefur hún aðstoð-
að við að skapa atvinnuleysi
með fyrirmælum sínum til
bankanna um að draga úr út-
lánum. Sumpart hefur svo
ríkisstj. látið undir höfuð leggj
ast að beita ríkisvaldinu og því
mikla fjármagni. sem það hef-
ur yfir að ráða, til þess að
auka atvinnu og framleiðslu.
Þessi tillaga miðar ein-
vörðungu að því að fá rík-
isstjórnina til að hætta þeim
aðgerðum sínum, sem skapa
atvinnuleysi, og gefa lands-
fólkinu frelsi til að mega
reyna að bjarga sér sjálft.
Virðist ekld til mikils mælzt.
Framkvæmd þessarar til-
lögu mundi ekki kosta rík-
Framhald á 2. síðu.
^ílokkunnni
SAMEIGINLEGUB fundur
fulltrúaráðs og trúnaðar-
mannaráðs Sósíalistafélags
Keykjavíkur verður haldinn
að Röðll í kvöld, fimmtu-
dag, og hefst klultkan 8.30.
Áríðandi mál á dagskrár.
Skorað er á alla fulltrúa
og trúnaðarmenn að mæta.
' ' Stjórnin.
Fyrirtœki sett
á svartan lista
Bandaríska hernámsstjórnin
í Vestur-Þýzkalandi tilkynnti í
gær, að hún hefði sett 42
vesturþýzk fyrirtæki á svartan
lista fyrir að verzla við Aust-
ur-Evrópu. Þessi fyrirtæki fá
ekki framar vörur, sem fluttar
eru inn fyrir Marshallfé og
þau fá ekki að kaupa hráefni
í Bandaríkjunum.
Nýir kosningasigrar kom-
múnista á
Stöougt berast fréttir af nýjum og nýjum sigrum
kommúnista í fyrstu almennu kosningunum í Indlandi..
Kosningar hófust í desember
í fyrstu fylkjunum og lýkur í
þeim seinustu í næsta mánuði.
Tölur eru nú faxnar að berast
úr þeim fylkjmn, sem fyrst
gengu til kosninga. Bæði ér kos-
ið til fylkisþinga og alríkis-
þingsins.
Þjóðþingsflokkurinn tapar.
Þjóðþingsflokkurinn, sem
stjórnaði baráttunni gegn yfir-
ráðum Breta í Indlandi, hefur
hingað til mátt heita eini flokk-
urjnn, sem nokkuð hefur kveðið
að í stjórnmálum landsins. Kosn
ingarnar, sem nú fara fram,
eru þær fyrstu síðan landið
fékk sjálfstæði, og það kemur
á daginn, að fylgj hefpr hrunið
af Þjóðþingsflokknum en Komm
Fallbvssur í stað smjörs
boðskapur Trumans
Hervæðing Bandaríkjastjórnar verður framkvæmd und-
ir sama kjörorðinu og árásarundírbúningur nazista á
sínum tíma.
Aðalfundur á sunnudágmu
Félagsstjórnln rsynir að hluimíara sjémemi
í hosmnguimm
HinsaiS tll hefur stjórn Sjó-
mannafélags Beykjavíkur og kjör-
stjórn ekkl viljað láta neitt uppi
um það hvenær kosningum myndi
Ijúka í félag-inu, en samkvæmt
lögum þess skal halda aðalfund
fyrir 1. febrúar og daginn eftir
að kosningu lýkur.
Hefur verið auðfundið, að fé-
lagsstjórnln ætlaði sér að vera
ein um að ákveða hvenær kosn-
ingunum lyki, án þess að fé-
lagsmenn fengju um það að vita
fyrr en aðalfundur væri auglýst-
Ur. Og nú hefur hinn sanni tll-
gangur þessarar launungar komið
í ljós.
Framhald á 6. sí3u.
Herópið: „Fallbyssur heldur
en smjör!“, sem Hermann Gör-
ing gaf Þjóðverjum forðum
daga, gerðd Truman Banda-
ríkjafors. að sínum orðum í boð-
skap þeim um
útlitið í efna-
hagsmálum er
hann s e n d i
þinginu í gær.
Hann segir
þar að Banda-
ríkjamenn eigi
tvö mögur ár
í v æ n d u m ,
þeir verði að
fórna lífsþægindum fyrir her-
væðinguna.
Truman boðar, að hervæðing-
arútgjöldin, sem nú eru 45.000
milljónir dollara á ári, verði
komin upp í 65.000 milljónir
við næstu áramót. Ekki séu
neinar líkur til að þau lækki
fyrr en í fyrsta lagi 1954. Á
yfirstandandi ári muni um
18% af þjóðartekjum Banda-
ríkjanna fara til hernaðarþarfa
og hvorki meira né minna en
þriðjungur af framleiðslu
þungaliðinaðarins. Hervæðingin
Truman
mun gleypa ýmis hráefni svo
algerlega, að fyrirtæki, sem
unnið hafa úr þeim friðartíma-
vörur munu verða að hætta
rekstri.
Truman boðaði hækkun
skatta um 5000 milljónir doll-
ara á ári en kvað þó myndi
verða greiðsluhalla á fjárlög-
um.
únistaflokkur Indlands og önn-
ur vinstrisinnuð samtök, sem
ganga til kosninga saman undir
nafninu Lýðræðisbandalagið,
hafa safnað um sig fjöldafylgi
og eru víðasthvar hálfdrætting-
ur á við Þjóðþingsflokkkinn eða
vel það . Horfur eru á að Þjóð-
þingsflokkurinn haldi meirihluta
sínum á alríkisþinginu en hann
missir meirihluta á mörguin
fylkisþingum.
Kosningaúrslit hafa til þessa
einkum borizt úr suðurfylkjuin
Indlands.
í Maclras, hinu fjölmenna og
iðnþróaða fylki á austurströnd
Indlandsskaga, hefur Þjóðþings
flokkurinn misst meirihluta
sinn. Hann hefur fengið 50
menn af 120 á fylkisþinginu en
kommúnistar og banda.menn
þeirra ganga nsestir að fylgi.
í Hyderabad á Indlandsskaga
miðjum er kunnugt um .að Þjóð-
þingsflokkurinn hefur fengið 30
menn kjörna á fylkisþingið en
kommúnistar 17. I Hyderabad
hefur kommúnistaflokkurinn.
verið bannaður árum saman og
stjórn Þjóðþingsflokksins sendi
herlið gegn smábændum þar,
sem teknir voru að skipta stór-
jörðum á milli sín undir forystu
kpnimúnista.
I Travancore á suðurodda
Indlandsskaga hefur Þjóðþings-
flokkurinn fengið 39 menn á
fylkisþhiginu en kommúnistar
og bandamenn þeirra 22.
Enn er ókunnugt um 80 til
90% úrslita í kosningunum í
1 heild.
Frakkar óffssf sfórsókn Viet
um
365.300
í síðasta mánuði fjölgaði at-
vinnuleysmgjum í Vestur-Þýzka
landi um 365.000 uppí 1.653.553
Yfirvöldin kalla þessa aukn-
ingu „árstíðaratvinnuleysi“ ogj
télja hana í alla staði eðiiiega.
Franska herstjórnin í Indó Kína óttast að sjálfstæðis-
hreyfing landsbúa hefji stórsókn innan skamms.
Yfirhershöfðingi franska ný-
lenduhersins sagði í gær, að
her sjálfstæðishreyfingarinnar
Viet Minh hefði dregið að sér
100.000 manna íið, sem byggi
sig undir árás á stöðvar Frakka
í óshólmum ; Rauðár nyrzt í
Indó Kína. Sag'ði hann, að at-
lagan gegn frönskir setuliðs-
borginni Hoabin væri upphafið
að þessari sókn en búast mætti
við að hún yrði hafin af full-
um krafti fyrir lok yfirstand-
andi mánaðar. — Á úrslitum
þeirra bardaga, sem nú færu í
hönd, gæti oltið allur gangur
‘stríðsins í Indó Kína.
í Saigon, aðsetursstað
frönsku nýléndustjórnarinnar í
Indó Kína, var í gær varpað
þemur sprengjum að samkomu-
stöðum Frakka samtímis og
jarðarför Lattre de Tassigny;
sem í lifandi lífi var yfirhers-
höfðingi í Indó Kína, fór fram
. í París.
árás á
Ridgway, yfirhershöfðingi
Bandaríkjamanna í Kóreu, ját-
aði í yfirlýs-
ingu í gær,
að bandarísk-
ar flugvélar
hefðu gert á-
rás á bæinn
Kaendong í N-
Kóreu á sama
t í m a o g
sprengjur
f é 11 u þar á.
stríðsfanga-
búðir. Samningamenn novðan-
manna við vopnahlésviðræðurn-
ar skýrðu frá því í gær að tala
þeirra stríðsfanga, sem létu iíf-.
ið í árásinni, væri komin upp
lí 20.