Þjóðviljinn - 17.01.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1952, Blaðsíða 3
Fjmmtudagur 17. janúar 1952 — ÞJ ÓÐVILJINN — (3 YIÐ KONUR 1470 atvinnulausir menn og kcnur í höfuðborg Islands um áramótin 1952! Þeir sem skynja hvað liggur á bak við þessar köldu og þurru töiur, sjá hina gömlu vofu fátæktar og örbirgðar setjast aftur að á alþýðuheimilum landsins, því dýrtíð og atvinnuleysingjatölur eru ekki orð, heldur kaldar staðreyndir í ætt vi'ð hafísinn sem fyrrum lagðist að land- inu. Hinar mörgu plágur, sem herjað hafa islenzku þjóðina síðustu sex árin, hafa vissu- lega verið forspil að því á- standi sem við búum við í dag. Hemaðarbandalag, Marshall- MATAK- FPP- SKRIFTIB Kálbögglar með fiskideigi Þótt fiskurinn haldi áfram að hækka í verði eins og allt annað, er hann eigi að síður enn sem komið er ódýrasta fæðutegundin, sem völ er á. Kálbögglar með fiskideigi er ljúffengasti réttur og góð til- breytni í fiskiréttum vikunnar. 1 meðalstórt kálhöfuð 6C0 gr. hreinsaður fiskur 60 gr. kartöflumél 65 gr. hveiti 1- egg 2% dl. mjólk pipar salt 25 gr. laukur. Losið biöðin af meðalstóru kálhöfði. Sjóðið þau í saltvatni í 20 mínútur. Færið þau upp og látið renna vel af þeim. Kælið blöðin. Hreinsið fiskinn og saxið hann 3—4 sinnum, mjölið og laukurinn er saxaður með. Hrærið deigið vel með eggi og mjólk og kryddi. Ein matskeið af fiskideiginu er lát- inn á hvert kálblað og vefjið blaðinu utan um Ef vill má bibda utan um með seglgarni Sjóðið bögglana í saltvatni um % klukkustund, þá á káj og deig að vera soðið. Brauðbúðingur. Sjóðið þrjá stóra bolla af braúðsúpu. Látið út í hana 3 matsk. af strásykri, rifinn si- trónubörk, safa úr hálfri sí trónu, svolítið af sultu, t d. ribsberjasultu og saft. 1%—2 tlöð af matarlími er leyst upp i dálitlu af heitu vatni og lát- ið út í. Búðingurinn er látir.i kólna og borinn fram með þeyttum rjórna Rjómann má drýgja með þeyttri eggjahvítu. — Loks er hér ágæt uppskrift aí síldatsalati á kvöldborðið. Síldarsalat. 1 reykfc, 'sölfuð síld 75 gr. kai-töflur 100 grf! r^pðrófur 100 gr.epli ' 20 ■gV.'''átnj'ov!íki • ■ !20'tt«J 'hvbiti ■ esjftíWÍ9uC^ - ;'Sy^®rófulÖRUr ■•isdil!'”i'íftnn! lkukur; ■ 'c Ht;feiti'‘'4g', smjör er bakað úpþi Þýfíút mcð soðinu oe krýddíb ’ til bragðbætis. Allt anúúð skorið smé t niðu’’ og áett:iðt,;í. Skreyfcið saíatið með söxuðum eggjum. hjálp, vöruskortur, biðraðir og síhækkandi skattar og dýrtfð og loks aimennt atvinnuleysi. Það má vissulega segja að stjórnarferill núverandi vaJd- hafa sé glæsilegur. Kreppu og atvinnuleysisárin frá 1932—’40 eru áreiðanlega margri húsmóður þessa bæjar í fersku minni. Til hvers hefur alþýðan unnið að þetta ástand skuli vera leitt yfir hana aft ur ? Ég segi leitt yfir því nú- verandi stjórn hefur gert það þótt við blindir kjósendur ber- um okkar ábyrgð. Við höfum kosið skammsýna og óhæfa menn til að stjórna á örlaga tímum og seyðið af því súpum við í dag. En konnr, er ekki kominn tími til ‘að athuga hvar við stöndum áður en okkur er ýtt lengra út í örbirgð og öng þveiti? Það verður ekki of oft brýnt fyrir okkur að við erum helmingur kjósenda og ábyrgð um stjómarfar hvílir því okkur að nokkru leyti meðan við veljum óhæfa rfíenn til að fara með landsmálin og sætt- um okkur við allt sem yfir dynur. Áramót enj venjniega tími heitstrenginga og góðra á- forma. Ef við alþýðukonurnar í landinu strengdum nú þess heit sameiginlega að hætta að taka möglunarlaust við öllum þeim álögum og byröum, sem lagt er á herðar okkar af því opinbera, hétum því hátt og í hljóði að beygja okkur ekki i auðmýkt undir böl atvinnu- leysisins, í landi með stærstu fiskimið heims og nýjan stóran fiskiskipaflota og sem eftir síð- ustu hagskýrslum hefur flutt út verðmæti á siðast liðnu ári fyrir 600 millj. kr., heldur taka höndum saman við alla þá sem sjá aðra útvegi fyrir landsfólk- ið en atvinnuleysi, hækkandi skatta og dýrtíð. Náttúruhamfarirnar ráðum við mennimir ekki við að neinú leyti, enn sem komið er, við getum ekki boðið hafísbreið unum byrginn, ef þær leggjast upp að landinu, en hinar köldu staðreyndir atvinnuleysis og dýrtíðar eru. hamfarir þeirra afla sem stjóma landinu í dag, þar getum við, þú og ég, tekið í taumana. 1 dag eru 1470 skráðir atvinnulausir, á morgun geta þeir verið orðnir 2000. Alda atvinnuleysisins er skoll- inn á. I dag er það mitt heim- ili, á morgun þitt. Fylkjum okkur allar til baráttu móti ó- stjórninni i landinu. S. P. Kcna skipnð héraðslæknir í annað sinn á íslandi. Nokkru fyrir áramót var frú Inga Bjömsdóttir skipuð hér- aðslæknir í Bakkagerðislæknis- héraði i Norður-Múlasýslu. En fyrsta konan sem skipuð var í héraðslæknisembætti var Kat- rín Thoroddsen. Hún var hér- aðslæknir í Flateyjarhéraði á Breiðafirði frá ársbyrjun 1924 til miðsumars 1926. Heimilishjáip í viðlögum ný lög afgreidd frá Alþingi Eitt af þeim málum sem kvenfélög landsins hafa rætt um áram saman á fundum sín- um og þingum er skipulögð hjálp til heimilanna í veikinda- forföllum húsmóðurinnar, eða þeirra sem annast heimili, gegn greiðslu eða án greiðslu eftir efnahag. Á Norðurlöndum hafa kven- félögin beitt sér af miklu kappi fyrir þessum málum, með þeim árangri að nú er komin löggjöf um þessi mál hjá öllum nágranna þjóðum okkar, nema Finn'.andi. Á áttunda þingi Kvenfélaga- sambands Islands var kosin nefnd til þess að undirbúa þetta mál og á alþingi 1949 var svo samþýkkt eftirfarandi þingsályktunartillaga. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undir- búa löggjöf um vinnuhjálp húsmæðra með svipúðu sniði og nú tiðkast annars- staðar á Norðurlöndum og leggja frumvarp um, þetta efni fyrir Alþingi á árinu 1950“. Frumvarp þetta flutt af Rannveigu Þorsteinsd. hefur nú verið samþykkt og er orðið að lögum, í þeim segir meðal annars: Síðar blnssur og prjónaðar síðar peysur eru mikið í tízku. A fyrstu myndinni eru brjóst og mjaðmastykki prjónuð með garða- prjóni en annað er saumað úr mjúku ullarefni. Á næstu mynd sjá'um Við blússu úr þykku ullarefni. Blá biússa og dökkbrúnt pils fer vel saman og brúnar leggingar eða kantar á blússunni gefa fallegan heildarsvip og viðar crmar eru alltaf klæðileg- ar þótt þær séu ef til vill ekki hentugar á blússu sem nota á hversdagslega. Á þriðju mynd er blússa úr röndóttu efni og rand- irnar látnar liggja þversum sem gefur vídd I blússuna. Egypzkar konur risa gegn erlendu valdi 1 baráttu þeirri sem ný- lenduþjóðir heyja um allar. heim fyrir frelsi sínu og sjálf- stæði eru konurnar allstaðar fremst í fýlkingu. I Viet-Nam, á Malakkaskaga og í Kóreu eru allstaðar konur sem hafa getið sér ódauðlegan orðstír. I Egypta iandi þar sem alþýðukonan hefur verið einna mest kúguð í heiminum, hafa nú allar kon- ur landsins teki’ð höndum sam- an í baráttunni móti hinum er- lendu yfirdrottnurum og yfir- gangsseggjum. Erlend yfirdrottnun i land- inu um 70 ára skeið hefur staðið í vegi fyrir allri eðli legri þfóun og velmegun. Land- ið hefur dregizt algerlega aft- urúr á sviði landbúnaðarfram- leiðslu. Hinir auðugu jarðeig' endur framleiða að mestu bóm ull, sem þeir selja enskum og amerískum auðhringjum. Tok,‘Uieskur kristall og post- ulín hafd æíin lega vs’.'fc e’.t- irsóttar ''öj-ur — en eigi a' .s’ó ur munaður er efnað fólk iief- ur aðeins get- að veitt sér. — Ferðamenn ei ferðast um la,ndið í dig undrast stór- lega yfir hve hægt sé viða að fá fegurstu hluti á þcssu sviði fyrir lágt verJð. . „Sveitastjórnum og sýslu nefndum er heimilt að ákveða að setja skuli á fót í umdæm- um þeirra heimilishjálp í við- lögum samkvæmt lögum þess- um. Hlutverk hennar er að veita hjálp á heimilum, þegar sannað er með vottorði læknis eða ljósmæðra á annan hátt, sem aðilar taka gilt, að hjálp- arinnar sé þörf um stundasak- ir vegna sjúkdóma, barnsburð- ar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. Framkvæmd heimilishjálpar má fela sérstakri nefnd sem sveitastjórn eða sýslunefnd kýs og skal að minnsta. kosti ein kona sem hefur þekkingu á heimilisstörfum yera i nefnd- inni. Heimilt er ennfremur að fela framkvæmd heimilishjálp- ar sjúkrasamlögum, kvenfélög- um eða sérstakri stofnun undir yfirstjórn hlutaðeigandi sveita stjórnar eía sýslunefndar. Á þeim tímum sem-hús- mæðraskóiarnir starfa, skulu þeir halda uppi kennslú, ef húsrúm og aðrar aðstæður leyfa, til leiðbeiningar konum sem taka vilja að sér að stunda heimilishjálp samkv. lögum þessum. Fer kostiraður við Fiamhald á 7. síðu. Af þjóðinni sem telur 19 milljónir em fullar 12 milljón- ir sem þræla á jörðum ann- arra. Konur þessara verka- manna vinna ásamt börnum sínum á hinum víðáttumiklu baðmullarekrum 10—12 stund- ir á dag og fá í laun 6 piast- res yfir daginn. Um 60% af þjóðinni þjáist af malaríu. 80.000 konur vinna í iðnaðin- um, 60 stundir á viku, fyrir helmingi lægri laun en karlar. Eitthvað um 63% af börnum sem fæðast deyja innan tveggja ára aldurs og 82% af þjóðinni er ólæs. Ef við þetta ríkjandi ástand er bætt ofsóknum, og fangelsunum á konum jafnt sem körlum, er nokkurn veginn hægt að gera sér í hugarlund hvaða kjör allur þorri egypskra kvenna á við að búa. En nú hefur þjóðin risið upp og sameinast um að hrinda af höndum sér hinu erlenda drottnunarvaldi. Um allt land- ið rísa upp mótspymuhreyfing- ar kvenna og mörg hundmð þúsundir kvenna úr öllum stétt- um tóku þátt í hinum voldugu kröfugöngum 14. nóvember síð- astliðinn í Kairo og Alexand- ríu. Samtök egypskra kvenna krefjast þess að hið erlenda herlið fari tafarlaust burtu úr landinu. Þær heita á brezkar konur að hefja baráttu fyrir því að enska stjórnin sendi syni þeirra heim aftur. „Við vitum að tími arðráns og kúg- unar er að renna sitt skeið á enda og getur ekki lengur hald- ið þjóðunum á klafa. Við vit- um að friður, sem grundvallast á rétti hverrar þjóðar að ráða málefnum sínum sjálf, er það eina sem getur bjargað heim- inum“. Egypska konan í hinu forna menningarríki Faraóanna er risin upp úr djúpi kúgunar og niðurlægingar og sjá, land hennar er ríkt og fagurt og á örfáum mánuðum hefur orðið ljóst hið mikla hlutverk sera bíður hennar. (Lausl. þýtt), 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.