Þjóðviljinn - 17.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1952, Blaðsíða 6
6) — Þ J ÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. janúar 1952 e» Anna Ohristie Framhald af 8. síðu. ar gætti of lítils í leik Rúriks, og ekki er framsögn hins efni- lega leikara enn nógu hnit- miðuð og skýr, og fremur ó- eðlilegar sumar hreyfingar hans og geðbrigði. — Þá er að að geta Mörtu, lagskonu Chris gamla, en hún birtist aðeins i fyrsta þætti. Þa'ð er sanr.ar- lega eftirminnileg mynd sem Inga Þórðardóttir dregur upp aí þessari einföldu og góðfúsu útigangskonu; gerfi hennsr, ar, málrómur og framkoma er í ágætu samræmi, og hjartnæm- ur og kostulegur samlei.kur þeirra Vals er leiðir hlýtur að skilja. Inga leggur ríka á- berzlu á hið mannlega í fari hennar, gerir hana hvergi að athlægi. Baldvin Halldórsson og Róbert Amfinnsson eru veitingamenn á hafnarknæpu, mjög lítil hlutverk. ★ Valur Gíslason varð fimm- tugur frumsýningardaginn, en í fyrravor var aldarfjórð.ing- ur liðinn frá þvi hann kom íram á sviðið í fyrsta smn. Honum var oftsinnis og mjög hjartanlega fagnað af :e;k- liusgestum, þeir þökkuðu hor.- um fyrir Chris gamla og ö’) þau mörgu hlutverk sem hanr. hefur leikið með ágætum fyrj og síðar. Ræður voru ha’dnar til hejðms hinum merka leik- ara og hann umkringdur blcm- um, siðan þakkaði hann fvrir sig með stuttri ræðu, Iýsti rokkuð leikferli sínum og tor- scttri leið til listar og Crama, og hét bví að vígja alla krafta sína Þióðieikhúsinu og íslenzkri leiklist; við vitum nð Valur Gís.asoi: bregst ekki þ\n heiti. A. Ilj. Fatakostnaðar skattfrjáls Frambald af 3. síðu. •um kr. 2000.00“. — Þegar síð- an við þennan byrjunarkostnáð bætist endurnýjunar- og við- haldskostnaður af fötunum, þá mun varla ofmælt, að saman lagður viimufatakostnaður full- starfa,ndi togarasjómanns sé aldrei undir 5 þús. kr. á ári. Dæmið um togarasjómenn ef að vísu þungvægast í rökstuðn- ingi fyrir nauðsyn þessa máls, en fleiri dæmi mætti nefna, og þykir því flm. fara bezt á því að láta ákvæði frumvarpsins ná til alls verkafólks. Hér er á ferðinni réttlætis- mál, sem óskandi er, a'ð A1 þángi beri gæfu til að sam þykkja". Krossgáta I gær birtist skökk krossgátu- mynd við réttan texta. Nú birtist rétta myndin við textann í gæ1". Lárétt: 1 ekki kvenkyn — 7 umfram 8 óska — 9 skemmd — 11 vá — 12 rolla — 14 tveir samhljóðar — 15 stjórn — 17 eldsneyti — 18 ak 20 vel vakandi. Lóðrétt: 1 matreiðslumann — 2 áa —3 lúrði — 4 stía — 5 gert yngra — 6 bæjarstjórnarfuiltrúi — 10 gef — 13 rifta — 15 lofaði — 16 kom á land — 17 hef ieyfi til — 19 eins. 77. DAGUR „Já, það bezta sem við getum gert fyrir yður,“ hélt hann á- fram, rétt eins og faðir hans kæmi ekkert nálægt þessu máli, er sjálfsagt að setja yður í hráefnadeildina. Þar hefst sjálf framleiðrian, og það er réttast að þér lærið hana frá byrjun. Gg síðarmeir, þegar við sjáum hvemig yður gengur, getum við áttað okkur betur á því, hvað við eigum að gera við yður. Ef þér hefðuð einhverja reynslu af skrifstofuvinnu, þá gætum við ef til vill notað yður héraa uppi.“ (Skugga brá á andlit Clydes og Gilbert tók eftir því. Hann gladdist yfir því). „En það er al- veg eins heppilegt fyrir yður að læra sjálfa iðnina, hvað sem öðru líður,“ bætti hann við dálítið kuldalega, ekki í því skyni að hugga. Clyde, heldur vegna þess eins, að þetta var staðreynd. Og þegar Clyde svaraði engu, hélt hann áfram: „Áður en þér byrjið að vinna, er bezt fyrir yður að fá yður einhvern sama- stað. Þér eruð ékki búinn að taka herbergi á leigu, er það?“ „Nei, ég kom með hádegislestinni," svaraði Clyde. „Ég var dá- lítið óhreinn, svo að ég fór beint upp á hótelið til þess að laga mig tíl. Ég ætlaði að leita að herbergi seinna.“ „Ég skal láta verkstjórann okkar sjá um að þér fáið hæfi- legan samastað. Hann er kunnugri í borginni en þer.“ Hann var að hugsa um það, að Clyde væri þrátt fyrir allt náfrændi hans, og það væri ekki alveg sama hvar hann byggi. Eln um leið var hann dauðhræddur um, að Clyde fengi þá hugmynd að fjölskyldunni stæði ekki á sama hvar hann ætti heima. En lokaálit hans var á þá leið, að hann ættj auðvelt með að halda Clyde í hæfilegri fjarlægð, svo að hann skyggði ekki á hann sjálfan á neinn hátt — hvorki gagnvart foður hans, fjölskyldu né starfsfólkinu í verksmiðjunni. Hann teygði handlegginn að bjöllu á skrifborði sínu og þrýsti á hnappinn. Snyrtileg stúlka, alvarleg og hátíðleg í framkomu, í grænum bómullarkjól, kom inn í herbergið. „Biðjið herra Whiggam að koma hingað.“ Hún hvarf og eftir skamma stund kom meðalhár, en allsterk- byggður maður inn. Hann virtist vera um fertugt — fálátur og undirokaður — horfðj forvitnislega og tortryggnislega í kringum sig, eins og hann óttaðist að ednhver vandræði væru í vændum Clyde tók strax eftir því að hann setti í sífellu undir sig haus- inn, um leið og hann skotraði augunum upp á við, e5n& og hon- um væri mjög óljúft að líta upp. „Whiggam," sagðj Griffiths ungi með myndugleik. „Þetta er Clyde Griffiths frændi okkar. Þér munið að ég hef- minnzt á hann við yður.“ „Já, herra.“ „Já, hann á að vinna í hráefnadeildinnj fyrst um sinn. Þér getið sýnt honum hvað hann á að gera. Svo er bezt að þér sjáið um, að frú Braley finni handa honum herbergi.“ (Gilbert og Whiggam höfðu ráðið þetta með sér fyrir viku, en nú lét hann eins og /þetta væri ný hugmynd). „Og það er bezt að vörðurinn fái nafn hans og boð um að hann byrji að vinna. á morgun.“ „Já, herra,“ sagði Whiggam og hneigðj sig lotningarfullur. „Er það fleira?" „Nei, fl.eira er það ekki,“ sagði Gilbert snöggur í bragði. „Þér skuluð fara með Whiggam, herra Griffiths. Hann segir yður hvað þér eigið að gera.“ SJÖMANNAEOSKINGAR Framhald af 1. síðu. l'rátt fyrir þögn félagsstjórnar- innar, hefur það sannspurzt, a3 lialila á aSalfundlnn n. k. sunnu- dag og að kosningum á a3 ijúka á Iaugardaginn kemiir. Þetta var þegar ákveSið fyrir nokkru síðan, þótt átt Iiafi aö íeyna félagsmepnina því. Hernaðarásétiuii' Sæmundarklík- unnar er í fátím1 owSum þessi: Láta félág'g.menhihá:ll'ékki vlta, hvenær .k'eáflhitíuAv 'lýkur, fyrr en á seinustu stundu, en nota sjálf tímann, sem eftír er, til allshérj- arsmalamennsku. Það er ku^nugt, að í fyrradag las Stefán Jóliann Sæmundununi í Sjóniahfikiplaglhu fyrir ur.i sið- asta sprettiiin. Og nu ér búið að setja hella hersingu í gang til að srnala á kjörstað í þeirri voli, að hægt verði að konia,: sjómönnunum að óvörirm. MeðaJ, annarra hef ur starfsmaður Fhlltrúaráðs verka- lýðsfélaganna, undlrmaður Sæ- mundar, feriýíð það veglega hlut- verk að sniaía landliðinu á kjör- stað gegn sjómönnum með Vífil- staði og FlIiheimUið sem fyrstu viðkomustaði. I gær skrifaði umboðsmaður Fi-listans kjörstjórn fclagsins og óskaði upplýsinga um, hve lengi kosið yrði, en ekki hafði fengizt neitt svar síðast er til fréttist. Sæmundarklíkunni þykir sem sagt ekki nóg að gert. Nú á einnig að svíkjast aftan að sjó- mönnum um tilhögun kosning- anna, hlunnfara þá með Ieyni- ráðstöfunum, samkvæmt fyrirmæl- um Stefáns Jóhanns. En þesai Iíðilega framkoma Sjóniannaféiagsstjórnarinnar mun koma henni sjálfri I koll. Hún mun verða til þess að allir þeir félagsmenn, sem ciga eftir að kjósa og sem vilja sjómanna- stjórn til valda í félaginu, fari nú þegar á kjörstað og kjósi XB. Og þetta þarf líka að ske. Ifver einasti sjómamiaíélagi, sem ekki hefur kosið, þarf strax í dag að svara hinni lubbalegu framkoniu Sæmundanna og kjósa með sjóinönnunum, kjösa XB. Enginn má líggja á liði sínu. Næstu 2—3, dagar þurfa að vera dagar sjómannanna, þar sem þeir fulikomna það verk, að gefa Sæ- mundarklíkunni frívakt að eilífu. Whiggam sneri sár við, „Viljið þér gera svo vel að jcoma með mér, herra Griffiths," sagði hann auðmjúklega, þrátt fyrir hroka fulla framkomu frændans, og svo gekk hann út og Clyde á hæl- um hans. Og Gilbert ungi sneri sér aftur að skrifborði sínu og hristi höfuðið um leið. Hann áleit að Clyde væri hreint ekkert greindari en vikapiltar almennt. Hvaða erindi hafði hann átt hingað að öðrum kosti. „Mér þætti gaman að vita, hvað hann heldur að hann getj orðið hér hjá okkur?“ hugsaði hann, „og hvað hann ætlast fyrir ?“ Og meðan Clyde gekk á eftir herra Whiggam, var hann að hugsa um hvað heira Gilbert Griffiths væri dásamlega vel sett- ur. Eflaust kom hann og fór þegar honum sýndist — kom seint á skrifstofuna, fór snemma, og einhvers staðar í þessum nýstár- lega bæ bjó hann með foreldrum sínum og systrum í glæsi- legu húsi. Og hann sjálfur — náfrændi Gilbert, bróðursonur þessa auðuga föður hans — var í þann veginn að hefja vinnu sem alger undirmaður í einnj deild þessarar umfangsmiklu verk- smiðju. En um leið og þeir voru komnir úr návist herra Gilberts Griffiths snerast hugsanir hans inn á aðrar brautir og hann fór að taka eftir umhverfi sínu. Á þessari sömu hæð, hinum megin við hina geysistóru skrifstofu, sem hann hafði gengið um áður, var annar enn stærri salur, fullur af hilluröðum með göngum. á millj sem voni aðeins fimm feta breið, og á hillunum sá Clyde ótrúlegt magn af flibbum í litlum pappakössum eftir stærðum. Þessar hillur var ýmist verið að fylla eða tæma. „Þér hafið víst aldrei unnið í flibbaverksmiðju fyrr, herra Griffiths," sagði herra. Whiggam dálítið upplitsdjarfari, þegar Gilbert Griffiths var hvergi nærri. Clyde tók eftir því, að hann sagði herra Griffiths. „Nei," svaraði hann. „Ég hef aldrei starfað við neitt þessu líkt fyrf-,"! „En þér ætlið sjálfsagt að læra allt sem viðkemur þessari íram meðan hann talaði, en Clyde tók eftir því að hann skotraði augunum útundan sér í ailar áttir. oOo— -■ ■ oOo— — oOo— • oOo-- oOo ■ 0O0-— ■ 0O0— BARNASAGAN Sagan af Kolrössu krókríðandi 4. DAGUR Um kvöldið, er risinn kom heim, var Helga mál- hreif við hann og tasvíg, meðan hann situr að snæð- ingi. Meðal annars spyr hún hann, hvernig honum geðjist umsýslun sín og hirðing á hellinum, og lét hann vel yfir því, og þar kemur, að hún spyr hann að, hvernig honum hugnist að sér. Risinn lét vel yf- ir því, enda kvaðst hann hafa sótt hana, af því hann hefði vitað, hver kvenkostur hún væri. Helga mæltii ,.,Ef þér hefði verið nokkuð meira í huga með mig en að ég væri ambátt þín, bá mundir þú ekki hafa tortryggt mig um að ganga frjálslega um allan heHi þinn, híbýli og hirzlur, svo að ég mætti njóta yndis af auðlegð þinni með þér; en þú hefur lokað öllu fyrir mér og skammtað mér í hendurnar og ekki leyft mér umgöngu um eigur þínar.” Risinn kvað bað satt vera, að hann hefði ekki fengið henni lykla sína; „en það gjörði ég, af því að ég vildi reyna þig. Nú skal ég ekki draga lengur dul á það, að ég ætla bráðum að halo.a brúðkaup okkar, og því skaltu nú taka við lyklum að öllum hirzlum mínum og híbýl- um og geyma alls þess, er ég á. Þó er það ein hirzla er þú mátt ekki upp ljúka, þótt einn lykillinn í kipp- unni gangi að henni, og býð ég þér þar sterkan varn- að á." Helga tók við lyklakippunni og mælti: „Vel Hefur þú nú gjörí, að þú vilt ekki gjöra neina sví- virðingu til mín, og það annað, að þú trúir mér fyrir að ganga frjálslega um allt þitt; enda nálgast sá tími, að betra mun, að ég kynnist híbýlaháttum þín-f um fremur en o.rðið er. En með því að þú sí^féfij^áð] um munir gjöra brúðkaup til mín, held éá.mer veiti ékki af að þrifa til og koma betur fyrir í helíinuin en nú er, og skal ég byrja það.starf þegar á mpjqun.1* Síðan leggjast þau til svefns og sofa af um nóttina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.