Þjóðviljinn - 22.01.1952, Page 3

Þjóðviljinn - 22.01.1952, Page 3
R1TSTJÓR1: FRÍMANN HELGASON w ' uMikill skiSaáhugi er á Islandi og menn- ing þar á m)ög háu stigi" Viðtal við norska skíðakennarann J. Tennmann Eins og frá hefur verið sagt fylgdist norski skíðakennarinn J. Tennmann með skíðagöngu- mönnunum til Noregs til frek- ari þjálfunar undir Olympíu- leikina /en Tennmann hefur sem kunnugt er verið hér und- anfarna mánuði og í fyrra líka um nokkurt skeið. Er flokkurinn kom til Nor- egs, hafði „Sportsmanden“ við- tai við -þjálfarann um dvöl hans hér heima. Þar sem um- sögn Tennmanns er hin skemmtilegasta og vinsamleg- Olymp- íufrétt- ir Þar sem frestur rann út um tilkynningu um þátttöku 1. jan., liggur nú fyrir hvaða lönd taka þátt í vetrarleikjunum og í hvaða greinum. Alls taka 30 lönd þátt i leikjunum. Aðeins 3 þeirra taka þátt í öllum keppn- isgreinum sem á leikjunum eru, en það eru Noregur, Svíþjóð og Þýzkaland. Þar er þó ekki meðtalin bandy-keppnin, sem aðeins er sýning, og í henni taka þátt aðeins Noregur, Sví- þjóð og Finnland. Flestar þjóð- ir senda í Alpa-greinarnar, eða 27 alls. Næst kemur 18 km ganga, en þar keppa 18 þjóð- ir, og í 4x100 km eru það 17 þjóðir sem eigast við. 16 þjóð- ir keppa í sameinuðu göngu og stökki, listhlaupi, alpa-greinum kvenna og stökki, í hraðhlaup- um á skautum 14 þjóðir, og í 10 km göngu kvenna og bob- sleðakeppni keppa 11 þjóðir, en í íshokey 10. Norðmenn senda flesta þátt- takendur á vetrarleikina, eða a.lls 120, sem skiptast þannig: 50 í skíðagöngu, 30 skauta- hlauparar, 17 íshoceykeppendur 12 bobsleðamenn og 15 bandy- keppendur. Einhver einn þess- ara manna fær það heiðurs- starf að vinna hinn olympiska eið fyrir hönd hinna ca. 1000 keppenda sem koma til leikj- anna. Það gerir alltaf íþrótta- maður frá því landi sem sér um leikina. Til viðbótar við þessa tölu Norðmannanna eru svo leiðtogarnir, og þeir eru ekki svo fáir, eða um 31 tals- ins. Áður hefur verið sagt frá því hér að komið hafði til greina að _ákveðin yrðu 3 stökk í stökk’keppninni á Holmenkoll en á Olympíuleikjunum. Urðu állharðar deilur um þetta mál. — Alþjóðasambandið hefur nú fyrir nokkrum dögum tekið á- asta verður greinin og viðtal- ið birt hér í lauslegri þýðingu: „Fyrir nokkrum dögum komu sex af hinum sterka islenzka 11 manna ólympíuhóþ til Nor- egs. Um leið kom J. Tennmann heim. Hann hefur tvo s. 1. vetur verið ]skíðagöngukenji- ari á Sögueyjunni, og á nú að sjá um síðustu -,,fínpússningu“ piltanna, sem halda til,í Turn- hytta á Norðurmörk. — Þetta hefur verið ákaflega skemmti- legt starf, segfr Tennmann og ég á erfitt með að trúa að nokkur þjálfari hafi haft betra og ánægjulegra fólk að starfa með. — Er skipulögð íslenzk skiða íþrótt ekki tiltölulega ný? Eiga þeir sem tilkýnntir hafa verið í ólympíuleikina að taka þátt i öllum greinum ? Fyrsta Islands-meistaramót- ið fór fram 1937, og ég held tæpast í öllum greinum. Hóp- urinn sem tekur þátt i vetr- aríeikjunum skiptist þannig: 4 í 18 km göngu, 3 í 50 km, 4 í alpagreinarnar (brun og svig) og 1 maður i stökki, og hann hefur annars dvalið hér í Noregi síðan í fyrra. Islenzkar íþróttir hafa sýnt styrkleik i öðrum greinum, en vér getum sjálfsagt ekki vænzt þess að íslenzkir skíðagöngu- menn standi sig í svona harðri keppni? Nei, það væri í rauninni til of mikils ætlazt. Enginn af þessum piltum hefur keppt ut- an Islands nema skíðastökkv- arinn, en þeir geta auðvitað lært mikið og flestir þeirra hafa árin framundan. Tveir þátttakendanna í 18 km göng- unni eru aðeins 20 og 21 árs. Hvernig er áhuginn fyrir skíðaíþróttinni á Islandi svona yfirleitt ? Það er mikill áhugi. Á svæð- inu kringum Isafjörð er ákaf- lega mikill áhugi fyrir svigi, en miðpunktur skíðagÖngunn- ar er í Mývatnssveit. Hér og þar eru til skíðastökkbrautir. Sú stærsta er á Siglufirði, og þar er hægt að stökkva 50—60 metra. Liggur skíðaganga vel fyrir íslendingum? Það er vont að svara því almennt séð, en í Mývatns- sveit, sem er langt fyrir aust- an Akureyri, býr fólk sem kynslóð eftir kynslóð hefur barizt við erfið lifskjör, og meðal þess er engin hræ'Osla við kíiómetrana. Og snjóskilyrðin? Þau eru mjög sérstæð. Ann- an daginn getur snjórinn ver- ið hálfur meter, en daginn eft- ir er hann allur fokinn. Svo líða nokkrir dagar og enn lief- ur snjóaþ hálfan meter. kvörðun um að aðeins skuli stokkið tvisvar eins og verið hefur. . Argentína sendir 7 keppend- ur til Vetarleikjanna. Hafa þeir nú dvöl í St. Moritz í Sviss og æfa þar. Meðal þeirra er 19 ára stúlka sem talin er mjög efnileg. Þeir koma til Osló 3. febrúar. Þriðjudagur 22. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Einkennilegur brott- \ f v. V '' rekstur úr vinnu Þessar aðstæður gera það að verkum að við getum ekki umsvifalaust notað norska smurningu á íslenzku færi. Mað ur verður að reyna að finna samsetningu sem hentar. Hvernig eru æfingarskilyrðin fyrir svig og brun — alpa- greinarnar á Islandi? Landið er annaðhvort flatt eða snarbratt. Það siðara hent- ar vel svig- og brun-fólki. Að- eins ein skíðadráttarbraut er til á íslandi, 20—25 km frá Reykjavík, en það er nokkuð dýrt að fara þangað og þjálfa. Það er því erfitt að finna tilvalið landslag fyrir skíða- göngu? Já, það er vont að finna og ég bíð með eftirvæntingu að sjá einmitt hvernig piltarnir standá sig í hæðótta landslag inu í Norðurmörk. Þeir fá nú nokkurn tima til að venjast loftslaginu og aðstæðum, og það hjálpar vonandi til. Hvað skíðaleikni snertir er sjálfsagt óruddur akur á Is landi ? Það má nú kannski segja en það hefur ekki verið minna verkefni að fá íslenzka göngu- menn til að skilja að þeir verða jafnframt að hafa nákvæma þolþjálfun að baki sér. Hvernig býr ísland sig undir sumarleikina ? Mér skildist að þeir undir- búi sig mjög vel. Þáð voru nefndar mismunandi tölur á þátttökufjölda er senda á til Helsingfors, en þeir hafa hug á að senda stóran hóp frjáls- íþróttamanna, knattspymulið og nokkura sundmenn. Hvað með Gunnar Huseby ° Að því er mér skildist hef- ur hann sennilega glatað sínu síðasta tækifæri sem íþrótta- maður. Kynntist þú annars nokkuð hvernig fólk yfirleitt lifir líf- inu á íslandi? Jú, ég ferðaðist um hér og þar og á þann hátt kynntist ég fólkinu. Dag nokkurn tók ég að mér póstferðir, gekk nokkrar mílur á skíðum með bréfin á bakinu. Sem dæmi um gestrisnina vil ég segja frá því að mér var boðið inn á hverjum einasta bæ, til að drekka kaffi. í annað skipti hafði ég verið á ferð í bíl og tókst að ná til lítils bóndabæj ar þar úti í auðninni. Þegar ég opnaði dyrnar á stofunni þar, var ein veggurinn þakinn bókahillum fullum af bókmn, þar fann ég mikið af okkar sí- gildu bókmenntum, bæði á ís- lenzku og norsku, sem fólkið átti í engum erfiðleikum með að lesa. Yfirleitt voru kynni mín þau að menning standi á mjög háu stigi á íslandi. Var nokkuð annað sem þú minnist sérstaklega ? Já, ég gleymi ekki dansleik sem ég var boðinn til langt inni í Mývatnssveit. Þangað komu um 40 æskumenn, karl- ar og konur, allt á skíðum og höfðu sparifötin með sér í ferðatösku, og sumir komu langt að. Þegar skemmtunin var búin kl. 4—5 um morg- uninn steig það á skiðin aftur og héit heim. Það sem ég man Ég undirritaður sem hef keyrt á Bifreiðastöð Steindórs siðan snemma í vor veit ekki annað en ég hafi talizt rækja starf mitt vel af hendi, að minnsta kosti lief ég ekki feng- ið neinar ákærur af hendi for- stöðumanns stöðvarinnar, og vildi ég ef þetta yrði rengt, vísa til starfsfélaga minna og afgreiðslumanna stöðvarinnar. Auðvitað hef ég, sem aðrir starfsmenn stöðvarinnar, orðið fyrir ýmsum óþægindum þegar skapsmunir stöðvareiganda hafa farið úr skorðum, eins og oft vill brenna við, sérstaklega þeg- ar íbúar höfuðborgarinnar vilja ekki heiðra stöðina með við- skiptum sínum. Ég býst ekki við að það þyki nein tíðindi þó bílstjóri sé rekinn af stöðinni, en mér þótti tilefni þess að cg var gerður þaðan burtrækur svo einkennilegt, að mig lang- aði til að það kæmi fyrir al- menningssjónir. Laugardaginn 12. þessa mán- aðar týndi ég keðjugarmi af einu hjóli bifreiðarinnar sem ég hef lengi ékið. Keðja þessi var að vísu svo léleg að mörgum hefði fundizt hún frekar eiga heima vestur á öskuhaugum en á biíreiðarhjóli. Mér er ekki kunnugt um annað en þeir starfsmenn verkstæðisins, sem keðjuna létu á hjólið, ræki störf sín vel og samvizkusam- lega af hendi, svo ekki er að efa að þeir hafi gengið eins vel frá henni og frekast var hægt. En hvernig sem það nú er, þá tók eigandi stöðvarinnar þetta mjög nærri sér. Ég veit ekki hvort það var af því að hann taldi keðju þcssa svo mikils virði eða hvort hún hefur verið einhver sérstakur minjagripur hans (vel getur vcrið að hann hafi verið búinn að ráðstafa henni á minjagripasafnið). Þegar ég kom vestur á við- gerðarverkstæði gafst mér strax að líta þar eiganda stöðvarinn- ar. Krafðist hann þess að ég legði bílnum eða kæmi með aðra keðju, sem óg átti auðvitað að borga sjálfur. Svaraði ég því neitandi. Skipaði hann mér þá að hætta vinnu og koma að viku liðinni til viðtals. Að þeim tíma liðnum fór ég á fund stöðv- areiganda. Tilkynnti hann mér þá, að ég yrði ekki le'ngur í þjónustu sinni. Varð ég þá held- ur undrandi og spurði hann hver ástæðan fyrir þessu væri, því mér gat varla dottið í hug að það kostaði atvinnumissi að týna gamalli og margslitinni keðju. Brást karl nú illur við, og sagði mér að koma með sér nið- ur á neðri liæð stöðvarinnar og ná í fulltrúa Bifreiðastjórafé- lagsins Hreyfils. En þegar við vorum komnir út fyrir dyr einkaskrifstofu Ivns, sneri þessi holdugi stöðvareigandi sér skjótlega við inn á skrifstofuna aftur og aflæsti dyrunum mjög snögglega. Ég varð nú enn meira undrandi. Hvað var að óttast? Var málstaður hans þannig að hann þyrfti að læsa sig inni? Nei, grunur minn er sá, að karlgreyið hafi orðið hræddur, haldið að óg ætlaði að nota sömu aðferð og einn bifreiða- stjóri hafði gert hér í gamla daga (að ég hafði heyrt) ,sem tók karl, bögglaði tvöföldum saman og stakk niður í sorp- tunnu, sem stendur á stöðvar- planinu. Vildi ég benda honum á það að fjarlægja tunnu þessa eða hafa hana það stóra að hún valdi ekki miklum óþæg- indum ef einhver jum skyldi koma til hugar að láta hann þar. Góðir Reýkvíkingar! Ef þið finnið gömlu keðjuna, þá komið henni til skila til eig- andans, því honum þykir áreið- anlega mjög vænt um hana. Guðmundur Guðjónsson. þó bezt eftir frá samkvæmi þessu var, að enginn gestanna hvorki reykti né bragðaði vín. Ég hreint og beint skammaðist mín þegar ég við og við kveikti mér í vindlingi. Ferð þú til Islands aftur? Vona að fá tækifæri til þess. Ég hef löngun til að þramma þvert yfir landið einhverntíma aftur og komast í nánari kynni við hinar mörgu sagnir og fornu sögur sem alltaf lifa, og ég er líka ákaflega hrifinn af hinni stórbrotnu náttúru- fegurð sem þar má sjá“. Prentvillur og „Stefnumark mannkyns66 Það er alkunna nú á síð- ustu árum, að heita má dæma- laust að finna prentvillulausa bók á markaðinum. Mig hafði langað til, alð „Stefnumark mannkyns" yrði prentvillulaust. Ég las fyrstu próförkina með aðstoð annars manns og ætlað- ist til þess að hún yrði villu- laus er hún færi úr mínum höndum og hélt' að óþarft yrði að senda prófarkir oftar hing- að suður, því að bókin er prent- uð á Akureyri og þar eru til ágætir prófarkalesarar. Þegar g las svo bókina fullprentaða í júlí síðastliðið sumar, rak ég mig á ekki færri en 22 prent- villur. Ég fékk þá ekki öðru á- orkað en gera leiðréttingar, sem prentaðar voru á miða, sem límdur var á öftustu síðu orðaskrár bókarinnar. En á sjálfum leiðréttingamiðanum eru meira að segja prentvill- ur. Þar stendur: „Bls. 267, 12. dína að ofan“, en á að vera':112. 1. áð neðan; og „bls. 300, 6. línu að ofan“, á 'að veraj: 6. 1. að neðan. En sú villan, sem leiðinlegust er þó, er ekki leið- rétt á miðanum og er mér ein- um um að kenna. Hún er á bls. 140 í bókinni, 13. og 14. línu að ofan og er þessi: „og munn- vatnskirtillinn“, og á það alveg að strikast út. — Merkur og skilorður maður lét í ljós við mig, að ekki dygði að lesa prófarkir sjaldn- ar en átta sinnum. Nú efast ég ekki um að svo sé, En þessi orð áttu einlcum að benda les- öndum „Stefnumarks mann- kyns“ á ofannefndan leiðrétt- ingamiða. Ég veit nefnilega ekki til þess, að nokkur mað- ur hafi tekið eftir miðanum fyrr en honum hefur verið bent á hann, enda varla von. Mér hefur verið sagt, að dr. Björn Guðfinnsson hafi verið vanur að spyrja nemendur sína, hvort þeir vissu, hvernig þeir ættu að lesa bælcur. „Nei“, sögðu þeir. „Ég ekki heldur“, sagði hann. „En ég veit á hverju á að byrja: Að leið- rétta allar prentvillur í bók- inni, ef þess er kostur“. Nú vil ég biðja yður, lesendur góðir, að gera „Stefnumark mannkyns“ sömu skil og biðja enn fremur afsökunar á því, að ekki skyldi betur takast. .InUnh Kristinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.