Þjóðviljinn - 24.01.1952, Qupperneq 6
f
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. janúar 1952
tf.
Rafmagnstakniörkun í dag.
Straumlaust verður í das frá
kl. 10.45—12.15 í Hafnarfirði og
nágrenni og á Reykjanesi. —•
Rafmagnstakmörkun í kvöld
Austurbærinn og miðbærinn
milli Snorrabrautar og Aðalstræt-
is, Tjarnargötú, Bjarkargötu að
vestan óg Hringbrautar að sunn-
an.
Dagsbrún mun svara
Framhald af 8. síðu. '
Ihilluna til að þveitast út vm
allan bæ og telja Dagsbrúnar-
menn á að samþyk'kja smánar-
tilboð sáttasemjara.
En man Bjarni, hvaða svar
Iiann fékk, þegar meir en 1400
Dagsbrúnacmenn afgreiddu
hann með hinu kröftugasta
neii?
Og man Bjarni, hvernig það
mæltist fyrir, einnig meðal
hans eigin flokksmanna, að
hann, ráðherrann skyldj sletta
sér á svo áberandi ruddalegan
hátt fram í málefni verka-
ma nna?
Ræða Bjarna á flanfundin-
um vakti vonbrigði og jafnvel
gremju hjá ýmsum Sjálfstæðis-
mönnum. Þeir hóldú að hann
myndi ræða á ábyrgan hátt um
liagsmuni verkamanna, en ræða
hans varð samsetningur stráks-
legra gífuryrða um efni, sem
eikki koma Dagsbrúnarkosning-
unmn við.
Ræðg Bjarna var tilraun til
að æsa til sundrungar meðal
verkamanna sem hann sjálfur á
drýgstan þátt í að búa 1 fanga-
búðir atvinnuleysis, dýrtíðar og
örbirgðar.
Dagsbrúnarmenn munu svara
honum um næstu helgi.
Og borgarstjóii atvinnuleys-
isins!
Hann hvatti fundarmenn
beinlinis til að rógbera Dags-
•bi-únarstjómina!
,,Þetta eigið þið, verkamenn,
að láta berast út“ — sagði
hann.
Hann hvatti fundarmenn ekki
til að segja frá atvinnuleysinu,
nýju sköttunum hans, dýrtíð-
inni.
Nei, liið eina, sem hann sagði
þeim að gera var að rægja fé-
lagsstjóm í einu verkamannafé-
lagi!
Finnst mönnum iþetta elcki
borgarst jóralegt!
En einnig Gunnar Thorodd-
sen má vita, Dagsbninarmenn
munu taka upp hanzkann
fyrir félag sitt og stjóm sína
í kosningunum um næstu helgi.
Krossgáta
l.árétt:
1 yfirhöfnum — 7 slá — 8 drepa
9 von — 11 með tölu 12 hvíldist
— 14 tveir eins —- 15 varta — 17
sögn i nútið — 18 beita — 20
líffærinu.
Hóðrétt:
1 heiðarleg — 2 æð — tveir eins
— 4 stafa — 5 voru valdandi —
6 fæða — 10 nögl — 13 þungi —
15 á læk — 16 siða — 17 fæði —
19 1 ónefndur.
I.ausn 9. krossgátu.
láiétt:
l skrif — 4 fá — 5 ás — 7 ost
— 9 orf — 10 ósk — 11 nál —
— 13 al — 15 áa — 16 ólinu.
Róðrétt:
i sá — 2 rós — 3 fá — 4 froða
~ 6 sökka — 7 ofn — 8 tól —
12 ári — 14 ló — 15 da.
Eftír .
BANÐARfSE HARMSASA THEODORE ÐREISER
83. DAGUR
ferð þeirra, þegar hann var búinn að spyrja Clyde spjörunum
úr og var einskis vísari. Sjálfur ihafði hann lagt til nokkra
þættj úr ævisögu sinni. Hann sagði að faðir sinn ætti nú ný-
lenduvöruverzlun. Hann væri hingað kominn til að kynna sér
önnur verzlunarmálefni. Hann ætti frænda lióma — sem ynni
hjá Stark og Co. Hann væri búinn að hitta ýmsa — ekki mjög
marga — merka menn héma, en hann var svo til nýkominn
hingað, liafði aðeins dvalizt hér fjóra mánuði.
En frændfólk Clydes!
„Frændi yðar hlýtur að eiga yfir milljón, er það ekki? Allir
segja það. Þessi hús í Wykeagy Avenue eru stórglæsileg. Þau
slá allt út í Albany, Utica og Rochester. Eruð þér annars bróð-
ursonur Samúels Griffiths sjálfs? Að hugsa sér. Ekki spillir
það fyrir yður hér í bænum. Ég vildi ó&ka að ég ætti einhverja
álíka máttarstólpa að. Ég skyldi svei mér gera mér mat úr því.“
Hann horfði geislandi aúgum á Clyde og Clyde varð enn
betur ljóst hversu mikils virði þessir ættingjar lians voru. Það
leyndi sér ekki á framkomu þessa piltú.
„Eg veit nú ekki,“ svaraði Clyde hikandi, og þó var hann upp
með sér af því, að Dillard skyldi halda að samband hans við
fjölskylduna væri svona náið. ,,Ég lcom hingað til að læra flibba-
framleiðsluna. Ekki til að leika mér. Frændi minn vill að ég helgi
starfinu alla krafta mína.“
„Já, auðvitað, auðvitað. Ég þekki það,“ svaraði Dillard. „Þetta
segir frændi líka. Hann vill að ég sé með allan liugann við vimi-
una og ekki við skemmtanir. Hann er innkaupastjóri hjá Stark
og Co. En maður er ekki alltaf að vinna. Það er stundum nauð-
synlegt að lyfta sér upp.“ s
„Já, það er alveg satt,‘,‘ sagði Clyde — í fyrsta skipti á æviimi
rneð talsverðum stórlxtkkaskai).
Þeir gengu saman þegjandi nökla*a stimd. Svo sagði Dillard:
„Dansið þér?“
„Já,“ svaraði Clyde.
„Og ég líka. Það eru margir ódýrir dansstaðir hóma, en ég
fer aldrei þangað. Það á. ekki við, þegar maður umgengst betri
borgara. Það er mikil þröngsýni í iþessum bæ ,er mér sagt. Fína
fólkið afneitar manni nema inaður sé í góðum félagsskap. Svona
er iþetta líka í Fonda. Maður verður að tilheyra réttum hópi,
annars kemst niaður ekkert áfram. Og ég býst við að það sé
prýðilegt. En samt eru hér margar ágætar stelpur, sem hægt
er að umgangast — stúlkur af góðum heimilum — elcki úr yfir-
stéttinni að visu — en þó stúlkur sem hafnar eru yfir allan
kjafthátt Og þær eru ekkert blávatn. Sumar þræltfjörugar. Og
það er ekki nauðsynlegt að kvænast þeim.“ Clyde var farinn að
óttast að pilturinn væri helzti léttúðugur. En þó geðjaðist honum
vel að honum. „Meðal annarra orða,“ hólt Dillard áfram,-„Hvað
ætlið þér að gera á sunnudaginn lcemur?“
„Ekkert sérstakt mér vitanlega,“ ^svaraði Clyde, sem sá nú
nýtt vandamál skjóta upp kollinum. „Ég veit ekki hvað getur
orðið, en eins t>g er er ég Iaus og liðugur."
„Heyrið þér, hvernig Jitist yður á að koma með mér, ef þér
’iafið ekki öðru að sinna? Ég hef kynnzt nokkrum stúlkum,
síðan ég kom hingað. Ágætum stúlkum. Ég get kynnt yður fyrir
fjölsSkyldu frænda míns, ef yður langar til. Það er prýðisfólk.
Og á eftir — ég þekki tvær stúlkur sem við getum heimsótt —
reglulegar perlur. Önnur þeirra vann í verzluninni, en hún gerir
það ekki lengur — nú vinnur hún ekkert.. Hin stúlkan er vin-
kona hennar. Þær eiga grammófón og geta dansað. Ég veit að
það þykir ekki viðcigandi að dansa á sunnudögum, en enginn
þarf að vita neitt um iþað. Foreldrum þeirra stendur líka á sama.
Og á eftir gætum við farið með þeim í bíó eða eiíthvað — ekki
bíóin í nánd við verksmiðjurnar, heldur fímni bíóin -r- skiljið þér?“
I hjafta sínu Var Clyde á báðum áttum, hvernig hann ætti að
snúast i þessu máli. Upp á síðkastið í Chicago hafði hann reynt
að vera eins hlédrægur og varlcár og hann gat, vegna þ-ess sem
gerzt hafði í Kansas City. Eftir þann atburð og eftir að hann
hafði fengið stöðu í klúbbnum, hafði hann fengið þá hugmynd,
að hanu þyrftí að lifa í samræmi við þær hugsjónir sem honum
virtust ríkja í þessum stranga klúbb — íhaldssemi — vinnusemi
— sparsemi — snyrtimennska og fáguð framkoma. Það var eins
og Evulaus Paradís.
En þrátt fyrir hinn rólega svip, virtist andrúmsloft þessa
bæjar gefa til kynna einhvern siðferðisvei'kleika, sem pilturinn
var einmitt núna að mirmast á — enhvers konar skemmtun, sem
var sjálfsagt saklaus, en stóð þó í sambandi við kvenfóík. og
fólagsskaj' þess — og héma var mikið af kvenfólki, það var hann
þegar búinn að sjá. Á kvöldin voru götífmar fullar af fallegum
stúlkum og sömuleiðis glæsil(:gúm piltum. En hvað mýfldu hinir
nýju ættingjar hans hugsa um hann, ef iþeir llcæmust að ráun um.
að hann eyddí tíma síniuu á svo léttúðanfullan liátt? Var hann
ekki nýbúinn að segja, að hér væri mikil þröngsýni og allir vissu
allt um alla? Hann hikaði. Hann varð að taka ákvörðun núna.
Og af því að liann var einmana og þráði félagsskap, svaraði
han^. „Já — jú —ég býst við að það sé allt í lagi.“ En svo bætti
hann hikandi við: „Að vísu eru ættingjar mínir —
„Já, ég skil,,“ svaraði Dillard með liandaslaejtti, „Þér verðið auð-
vitað að fara varlega. En það verð ég líka að gera.“ Ef hann
gat aðéins verið samvistum við mann af Griffithsættinni, þótt
hann væri grænn og þekkti fáa — þá íkom það honum að miklu
haldi.
Og strax bauð hann Clyde sígarettur — ísdrjkk — hvað sem
hann vildi. En Clyde var enn á báðum áttum, og eftir nokkra
stund dró hann sig í hlé vegna þess að hin ódulda aðdáun pilts-
ins á yfirstétt og ætt þreytti hann lítið citt, og hann fór lieim
á herbergi sitt. Hann hafði lofað að skrifa móður sinni, og liann
áleit skynsamlegast að ljúka þvi af og íhuga um leið nánar þenn-
an nýja kunningsskap.
ÁTTUNDI KAFLI
Daginn eftir var laugaixlagur, sem var hálfur frídagur allt árið
í þessari verksmiðju, og herra Whiggam útbýtti launUhum.
„Gerið iþér svo vel, herra Griffiths." sagði hann éins og hann
4jl»,
bæri milkla virðingu fyrir Clyde og stöðu hans.
Clyde tók við umslaginu, hreykinn yfir að vera kallaður heiTa,
gekk beina leið að skáp sínum, opnaði umslagið og stakk pen-
ingunum í vasann. -Síðan tók hann hatt sinn og frakka og gekk
heimleiðis ogiþarsnæddi hann hádegisverð. En hann var einmana,
•—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—- —oOo—
BARNASAGAN
Búkolla,
1. DAGUR
Einu sinni var karl ok kerlinq í qarðshorni; þau
áttu þrjár dætur; þær hétu Sigríðu-r, Signý' og. Helga
Karli og kerlingu þótti vænt um Sigríði og Sianýju,
én ekkert þótti þeim vænt um Helgu, og lá hún
ávallt í öskustó. Það er mælt, að karl og kerling
ættu engan grip í eigu sinni nema kú eina, sem
Búkolla hét. Hun var sá dánumannsgripur, að þó
hún væri mjólkuð þrisvar, þá mjólkaði hún ekki
minna en íjörutíu merkur í hvert sinn. Karl reri til
fiskjar á degi hverjum og reri alltaf á keraldi, og
á hverjum degi flutti Sigríður dóttir hans honum
mat á fiskimið og flutti hann einnig á keraldi.
Það bar einu sinni til í garðshorni, að kýrin Bú-
kolla hvarf, svo enginn vissi, hvað af henni varð.
Ræða þau nú um það karl og kerling, hvað úr skuli
ráða, og verður það, að Sigríður er send á stað að
leita og látin hafa nesti og nýia skó. Hún gengur
lengi, þar til hún kemur á einn hól; bar borðar hún
og mælti: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna
þig." En ekki baular kýrin. Nú gengur hún á ann-
an hól, borðar þar og mælti: „Baulaðu, kýrin Bú-
kolla, ef ég á að finna þig." En ekki baular hún að
heldur. Hún gengur á þriðja hólinn, borðar þar qg
mælti síðan: Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að
finna þig." Þá baular kýrin langt frá uppí í fjalli.
Sigríður gengur upp í fjallið, þar til hún kemur að
hellisdyrum. Hún gengur í hellinn. Þar sér hún að
eldur logar á skíðum, kjötpottur er yfir eldi og
kökur á glóðum. Þar er og Búkolla og stendur við
töðustall og er bundin með járnhlekkjum. Sigríður
tekur köku af eldi og kjötbita úr pottinunuog snæð-
ir. Hún ætlar að leysa Búkollu, en getur ekki, og
sezt hún þá undir kverk hennar og klórar henni. Að
litlum tíma liðnum fer hellirinn að skjálfa,j..og.kem-
ur tröllskessa mikil í hellinn. Hún mælti: „Þú ert
þá komin hér, Sigríður karlsdóttir, þú §kalt ekki lifa
lengi, þú hefur stolið frá mér." Skessan tekur hana
þá, snýr úr hálsliðnum og hendir búknum í gjótu í
hellinum.