Þjóðviljinn - 09.02.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1952, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. febrúar 1952 — 17. árgangur — 32. tölublag Mannakjöt á veitingahúsi Lögreglan í Casablanca í Marokkó hefur handtekið veit- ingamann, sem er sakaður um að hafa borið mannakjöt fyrir gesti sína. Upptök málsins voru þau, að gestir á veitingahúsinu tóku að kvarta yfir einkenni- legu bragði af matnum. Rann- sókn leiddi ótvirætt í ljós, að í kjötinu voru leyfar af fingr- um og kynfærum manna. Veit- ingamaðurinn sver og sárt við leggur að hann botni hvorki upp né niður í málinu. Verið er að reyna að hafa uppi á slátraranum, sem seldi honum kjötið. Brunamálastjóri bófaforingi James Moran, fyrrverandi aðstoðarbrunamálastjóri í Nevv York, hefur verið sakfelldur fyrir að beita fyrirtæki, sem selja olíukyndingartæki, skipu- lagðri fjárkúgun. Moran veitti forystu bófaflokki, sem píndi á ári hverju á tíundu milijón króna Út úr fyrirtækjunum með því að hóta, að Moran skyldi ella beita valdi sínu til að fá vörur þeirra lýstar ónothæfar. Bandaríkjasfjém bfður Franco um herstöðvar Innan skamms hefjast í Madrid samningar um banda- rískar flug- og flotastöSvar á Spáni. Talsmaður bandaríska utau- ríkisráðuneytisins tilkynnti í gær, að sendinefnd bandarískra liðsforingja myndi bráðlega leggja af stað til Madrid. Þar eiga þeir að hefja samninga við fasista- stjórn Francos um afnot ÍBanda ríkjamanna af spönskum flota höfnum og flugvöllum. Bandarísk hem- aðarsendinefndi Franco er búin að vera á Spáni síðan í fyrrasumar. Er- indi hennar var að kynna sér, hvaða stoðvar Bandaríkjamenn gætu notfært sér. Sendinefnd þessi er komin heim fyrir nokkru og skýrsla hennar er nú til athugunar í landvarna- ráðuneytinu í Washington. Bandaríkjastjórn hefði helzt viljað fá Franco-Spán tekinn í A-bandalagið en það hefur ekki þótt framkvæmanlegt vegna al- menningsálitsins í Vestur- Evrópu. Nú hefur stjórn Trum- Sigrar kommúnista skjóta Nehru skelk í bringu Þjóðþingsílokkurinn í miklum minnihluta meðal indverskra kjósenda Þjóðþingsflokksstjórn Nehrus í Indlandi er mjög ugg- andi yfir ósigrum flokksins í fyrstu almennu kosningun- um í landinu. Um síðustu helgi kallaði Nehru flokksstjórnina saman á fund í Nýju Dehli. Robert Trumbull, fréttaritari New York Times í Indlandi, segir að fundarefnið hafi verið þær stjórnmálaaðstæður sem skapazt hafa við kosninga- ósigra Þjóð- þingsflokks- iins. Trumbull segir það álit indverskra blaða, að þeg- ar til lengdar íætur muni það reynast alvarlegast fyrir Þjóð- hve vel komm- bandamönnum þeirra hefur tekizt að safna til sín þeim kjósendum, sem snú- ið hafa baki við Þjóðþings- flokknum. Hingað til hefur Þjóðþings- flokkurinn mátt heita eini stjórnmálaflokkur Indlands, en Nehru þingsflokkinn, únistum og Faore skrimti í fyrrinótt fékk stjórn Faure í Frakklandi traust þingsins með einungis sautján atkvæða meirihluta. Með stjórninni greiddu atkvæði 292 þingmenn en 275 á inóti. ans tekið þann kost að lauma Franco inní „samtök vestrænna lýðræðisrikja" um bakdyrnar, því að auðvitað verða hinar bandarísku stöðvar á Spáni hluti af hernaðarkerfi A-banda- lagsins þó svo verði látið heita að þær séu einkastöðvar Banda- Grímubali á Elísabet srer að rerja trúna Elísabet Bretadrottning lýsti því yfir í gær frammi fyrir 200 meðlimum leyndarráðsins, að hún væri mótmælendatrúar, að hún skuldbindi sig til að sjá um að rikið gengi að erfð- um til mótmælanda og að hún skyldi halda stjórnarskrá Bret- lands (sem er engin til). Eftir þessa athöfn lýstu kallarar yf- ir, að Elísabet væri orðin þjóð- höfðingi Bretlands og hjálenda þess og verndarvættur trúar- innar. Að minnsta kosti níu þjóð- höfðingjar hafa tilkynnt, að þeir muni koma til Uondon til að fylgja Georg konungi til grafar. í kosningum til ríkisþings og fylkisþinga hefur komið í ljós, að meirihluti kjósenda er hon- um andsnúinn. Talning atkv. í kosningunum, sem fara fram smátt og smátt, er um það bil hálfnuð. Af því atkvæðamagni hefur Þjóðþingsflokkurinn að- eins fengið 38%. Atkvæðin gegn Þjóðþings- flokknum dreifast þó svof að hann mun halda miklum meiri- hluta á rikisþinginu og meiri- hluta á flestum fylkisþingun- um. Búið er að telja atkvæði í 236 ríkisþingskjördæmum. Af þeim hafa Þjóðþingsflokks- menn náð kosningu í 160, kommúnistar og bandamenn þeirra í 21 og auk þess eru margir af 26 óháðum þing- mönnum á þeirra bandi.. Kommúnistar hafa fengið mikið fylgi í fylkjunum Trav- ancore, .Madras, Hyderabad, og Vestur-Bengal. 1 fylkjun- um, Orissa, Punjab, Mysore, Patiala, Tripura og Austur- Punjab hafa þeir einnig feng- ið ítök á fylkisþángumim. Kommúnistar og bandamenn þeirra verða greinilega megin stjórnarandstöðuflokkurinn í Indlandi. íhaldssamir flokkar hafa fengið nokkuð fylgi í nyrðri fylkjunum en fiokkar ofstækisfullra bramatrúar- manna hafa litið fylgi fengið. Bandarísk þingnefnd í Was- hington hefur tekið sér fyrir hendur að „rannsalia“ morð þúsunda pólskra liðsforingja í Katínskógi í Hvíta Bússlandi. Á stríðsárunum var það um tíma eitt helzta áróðursnúmer nazista að Rússar hefðu myrt liðsforingjana en síðar var full- sannað að nazistar höfðu verið það sjálfir að verki. Bandarísku þingskörungarn- ir gera sér eins og við var að búast alit far um að feta dyggi- lega í fóíspor Göbbels en þó liafa þeir bætt við nokkrum áug lýsingabrögðum frá eigin hrjósti. I gær leiddu þeir til dæmis fram grímuklæddan ná- unga, sem þeir sögðu að væri „pólskur flóttamaður“, sem hefði liorft á Rússa troða munn pólsku liðsforingjanna full- an af sagi og skjóta þá síð- an. Grímumanninum var auð- vitað sjónvarpað, hann kvili- myndaður og mynd hans kemur á forsíðum allra bandarískra btaða í dag. Þingmenn afsök- uðu þetta auglýsingabragð með því, að „vitnið“ þyrfti að dul- búa pig svo að ættingjar þess í Póllandi yrðu ekki látnir sæta afarkostum. Sameiginlegur fundur Full- trúaráðs og trúnaðarmanna- ráðs Sósíalistafélags Reykjavílt- ur verður haldinn n.k. mánu- dag kl. 8.30 síðdegis að Þórs- götu 1. Skorað er á fulltrúana að fjölmenna á fundinn og mæta stundvíslega. — Stjórnin. Hverjir neituðu krifam atvimiu- leysingjanna? Þjóðviljamim bárust í gær margar fyrirspurnir um það hverjir hefðu setið bæj- arstjórnarfund í fyrradag fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins. Er bæjarbúum greini- lega nokkur forvitni á að vita hverjir þeir bæjarfull- trúar eru sem neita 'með öilu að uppfylla þá aug- Ijósu skyldu bæjarstjóm- ar að forða atvinnulausum mönnum og f jölskyldum þeirra frá hungri og kulda. Bæjarfulltrúarnir sem hunds uðu kröfur atviiuiuleysingj- anna voru þessir: Jóhann Havsteen fram- kv.stj. Sjálfstæðisflokksms, r Guðm. H. Guðmundsson,; I húsgagnasmíðameistari, Hall guímur Benediktsson, heild- sali, Guðrún Guðlaugsdótt- ir, frú, Sigurður Sigurðsson, berldayfirlæknir, Pétur Sig-| urðsson, sjóliðsforingi, Guð- mundur Ásbjörnsson, kaup- maður, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Ekki er líklegt að neitt af þessu fólki hafi nokkurn- tíma af eigin raun kynnst;; örðugleikum og böli at-l; vinnuleysisins og skortinum sem fylgir í kjölfar þess, Væri svo er ekki ólíklegt að afstaða þess hefði orðið meði! ! öðrum hætti. Þriðji hver Vestur-Þjóðverp á opinheru framfœri segir íréitaritari New York Times í Bonn Hvorki meira né minna en þriðji hver maðm’ í Vestur- Þýzkalandi dregur fram lífið á opinberu framfæri. Að sögn Jack Raymond, frétta ritara bandaríska blaðsins New York Times í Bonn, er ein og þrír fjórðu milljónar Vestur- Þjóðverjar atvinnulaus og fimmti hver maður er á eftir- launum eða örorkubótum. Til samans segir hann að þetta sé þriðjungur landsmanna. Raymond bendir á að undir fægðu yfirborði trausts gjald- To-lÞýækiilsiMiI ekki A-Itastda- lagshæfÉ segir Schunan Vesturþýzka þingið setur upptöku í bandalagið að skilyrði íyrir Hervæðingu Utanríkisráðherra Frakklands segir ekki koma til mála að taka Vestur-Þýzkaland í A-bandalagið. eyris og hagstæðs viðskipta- jafnaðar Vestur-Þýzkalands leynist sárasta fátækt og skort- ur almennings. Hafa ekki efni á að borða kjöt. Fjórðungur milljónar manna býr í herskálum. Fjöldamarg- ar fjölskyldur hafa ekki efnl á að borða kjöt nema í hæsta lagi einu sinni í viku. Almennt borða Vestur-Þjóðverjar korn- mat úr pökkum í kvöldmat til að spara brauð og feitmeti. Ekta kaffi er ekki örukkið nema á tyllidögum og kökur og kakaó eru hátíðamatur. Stjórnendur Vestur-Þýzka- lands virðast láta sér kjör fólksins í léttu rúmi liggja. Þeir lita ekki á annað en að gengi vesturmarksins fer stöð- ugt hækkandi á frjálsa mark- aðinum í Sviss. Á sameiginlegum fundi utan- ríkismála- og landvarnanefnda franska þingsins í gær komst Schuman svo að orði, að það myndi „breyta hreinu varnar- eðli A-banda- lagsins; ef í það væri veitt upptaka nokkru ríki, sem borið hef- ur fram landa- kröfur á hend- ur öðrum ríkj- um“. Tals- maður þing- ■ nefndanna Schuman Sagði eftir fundinn, að Schuman hefði eng- in nöfn nefnt en engum hefði blandazt hugur um að hann, hefði átt við Vestur-Þýzkaland og kröfur vestur-þýzku stjóm- arinnar til land3væða, sem nú eru hluti af Póllandi. Schuman tók það fram, að hann væri að- eins að skýra frá persónulegri skoðun sinni en ekki að gefa stéfnuyfirlýsingu fyrir hönd frönsku stjórnarinnar. Umræðum um endurhervæð- ingu Vestur-Þýzkalands lauk á vestur-þýzka þinginu í gær. Samþykkt var með 204 atkvæð- um gegn 156 tillaga frá stjórn- arflokkunum, þar sem lýst er yfir fylgi við hervæðingu að því tilskildu að ýmsum tilgreindum skilyrðum sé fullnægt. Meðal þessara skilyrða eru upptaka Vestur-Þýzkalands í A-banda- lagið, algert fullveldi Vestur- Þýzkalands og að „lýðræðisleg- ir stjórnarhættir verði teknir upp í Saar.“ Melgir meita Fréttaritari Reuters í Briissel skýrir fráþví, að belgiska stjém in hafi ákveðið að þverneita á fundi A-bandalagsins í Lissa- bon að verða við kröfu fulltrúa Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um að hækka her- væðingarútgjöld Beigí’j u*u 150%. Belgir halda því frym, að slík hervæðingarbyrðj myndi sliga þjóðina. Tilkynnt var í gær, að ákveð- ið hefði verið að fresta fundin- um í Lissabon umf jóra daga til 20. febrúar vegna fráfalls Bretakonungs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.