Þjóðviljinn - 09.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.02.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. febrúar 1952 Bæjarpcstiirinn Framhald af 4. sí5u. uota m‘ttarb;öl, því annars vinna fagiarnir ekki á því. Grjón eru einnig góð, en þa.u eru n'okkuð dýr og jafnve.i óþörí, ef annað er til. Eitt er það, sem flestir geta aflað það er hjartaarfinn. Hann allsta^ar. Að áliðnu sumri hann hið versta illgresi og cngum til ama að reyttur se. Bezt er að safna honum grn.i um og þmrka hann á ruið- stöðvarofnum. Leggið pappír undir og hrærið við og við í honurn. Eftir nokkra daga er hann orðinn þurr og þá má geyma hann til vetrar. • ÞANNIG er hægt að safna miklum forða, sem er smáfuglunum jafnvel hollari en grjón eða haframél. Stundum hefi ég gefið snjótittiingunum úrgang af soðnum hrognum . með öðrum mat. Sólskríkjan lifir jöfnum höndum á skor- dýrum og er því líka kjöt- æta. Annað hefi ég stundum gert. Ég hefi tekið eggjaskum og malað hana smátt. Notað til þess gömul sultuglös, velt þeim yfir og svo blandað kaik- sallann matnum. Fuglar þarfn- ast mikils kalks og þeim er það mesta lostæti. — Ég á skrautfugla í búrum og vegna þess að þeir nýta ekki nærri allt fræ, sem þeim er gefið, safna ég því og blanda öðrum mat. Það er eins og jólin hjá smáfuglunum, þegar þeir fá þennan úrgang. • JÆJA, góðir hlustendur. Ég vona, að þessi ráð, sem ég toefi flutt ykkur, komi að nokkru haldi. Þið skuluð láta börnin ykkar safna hjartaarf- anum (haugarfinn er ekki eins góður) og þurrka hann. Þau eiga svo að gefa smáfuglun- um og þið skuluð sjá, að fugl- amir launa ykkur með þvi að gera bömin betri. Sá ma'ður, sem gefur soltnum fugli mat, verður meiri lánsmaður en hinn, sem myrðir hrafn. Raímagnsveiðar Framhald á 6. eíðu. farið að fá auðug fyrirtæki eyðilegðu fiskistofninn og gerðu sjóœannastéttina atvinnulausa. Dr. Vedel Táning telur að eikki megi 'íoma til þess að hafin verði veiði með rafmagnsveiðar- færum nema fyrst séu gerðar alþjóðlegar samþykktir um þær veiðar. Krossgáta 23. Lárétt: Jdultka — kraftar — fallsending merki. skóflan — 4 býli — 5 7 tóls — 9 húð — 10 11 labb — 13 eignar- 15 sögn — 16 Lóðrétt: 1 kný — 2 fraus — 3 strax — 4 ási — 5 sveifiar — 7 skel — 8 sekt — 12 stjórna — 14 orðflokkur — 15 sama og 15 lárétt. kausn 22. krossgátu, Láré.tt: 1 hrottar — 7 rá — 8 tófa — 9 ósa — 11 mas — 12 ró 14 rp — 15 amma — 17 ál — 18 ark — 20 storðin. I/óðrétt: 1 hróf — 2 rás — 3 tt 4 tóm — 5 afar — 6 raspa — 10 ami — 13 ómar — 17 ás — 19 ki. 96. DAGUR yður í þetta starf eða nokkurt annað yfirmannsstarf í verk- smiðjunni, fyrr en við hefðum kynnzt eiginleikum yðar betur. En þótt þér séuð skyldur okkur, þá skuluð þér ekki láta yður detta í hug að við gerum yður ekki ábyrgan fyrir öllu því sem gerist þarna uppi og hegðun yðar sjálfs. Það gerum við, og ekki síður vegna þess að þér eruð í ætt við okkur. Þér skiljið það — er það ekki? Og gleymið ekki livaða þýðingu Griffiths- nafnið hefur hér.“ „Nei,“ svaraði Clyde. „Jæja þá,“ hélt Gilbert áfram. „Áður en við setjum menn í ábyrgðarstöðu hér í verksmiðjunni, verðum við að tryggja okk- ur það að þeir komi fram sem heiðursmenn — komi vel og kurteislega fram við konumar sem vinna hér. Ef ungur maður eða gamall, kemur hingað í þeirri trú að hann vanræki vinnu sína og daðri við stúlkumar, þá verður hann ekki langlífur í starfinu. Fólkið sem hjá okkur vinnur á að vita það, að það er fyrst og fremst veiikafólk — og það má ekki gleyma því utan verksmiðjunnar heldur. Að öðrum kosti er starfi þess hjá okikur lokið. Við viljum ekki hafa fólk af því tagi og við sjáum um að það fari sína leið. Og það í éitt skipti fyrir öll.“ Hann þagnaði og einblíndi á Clyde eins og hann vildi segja: „Nú vona ég að ég haíj talað nægilega skýrt og greinilega, og ennfremur að við þurfum aldrei að komast i vandræði með yður.“ Og Clyde svaraði. “ Já, ég skil yður. Ég býst við að þér hafið rétt fyrir yður. Já, ég veit að .þannig þarf það að vera.“ „Og verður að vera,“ bætti Gilbert við. . „Og verður að vera,“ endurtók Clyde. En um leið var hann að velta fyrir sér, hvort Gilbert hefði rétt að mæla. Hann hafði einmitt heyrt óvirðulega talað um verksmiðjustúlkurnar. En þótt liann gæti þessa stundina ekki hugsað sér að hafa neitt saman við verksmiðjustúlkurnar að sælda, ákvað hann samt vegna veiklyndis síns gagnvart kven- fólki að skipta sér aldrei neitt af þeim, ávarpa aldrei neina þeirra, vera kuldalegur og fráhrindandi í framkomu við þær eins og Gilbert var við hann. Þannig varð hann að minnsta kosti að vera ef hann ætlaði að halda stöðu sinni hér. Og hann var staðráðinn í að reyna það og haga sér samlivæmt óskum frænda síns. „Jæja þá,“ hélt Gilbert áfram eins og til að undirstrika hugs- anir Clydes. „Það sem mig langar til að vita er þetta: Ef ég ákveð nú að .setja yður í þetta starf, þó ekki sé nema til bráða- birgða, get ég þá treyst yður til að gæta breytni yðar, vinna samvizkusamlega og láta það engin áhrif á yður hafa, að þér vinnið innan um fjölda kvenna og stúlkna?“ „Já, ég veit að yður er ótoætt að treysta mér,“ svaraði Clyde, hrifinn af þessum tilmælum frænda síns, en þó var hann á báð- um áttum eftir það sem gerzt hafðj milli hans og Rítu. „Ef mér er ekki óhætt að treysta yður, þá er enn tími til stefnu,“ hélt Gilbert áfram. „Þér eruð tengdur okkur ættar- böndum. Og í stöðu sem þessari eruð þér fulltrúi okkaj. Við getum ekki þolað að þér gerið yður sekan í neinu ósæmilegu hér. Og þv! ætlast ég til að þér séuð á verði og gætið yðar vel upp frá þessu. Ekkert má gerast í sambandi við yður sem gæti komið illu umtali af stað. Þér skiljið mig, er það ekld?“ „Jú,“ svaraði Clyde hátíðlega. Ég skil yður fullkomlega. Ég mun annaðhvort gæta skyldu minnar í hvívetna eða fara að Öðrum kosti.“ Og þessa stundina trúði hann því að hann gæti það og vildi það. Kvennaskarinn uppi á lofti virtist afar fjarlægur og lítils virði. „Gott og vel. Og nú skal.ég segja yður hvers ég æski annars. Ég vil að .þær hættið vinnu í dag, farið heim, sofið á þessu óg hugsið yður vel um. Og í fyrramálið skuluð þér koma og hefja vinnu, ef yður hefur ekki snúizt hugur. Laun yðar verða hér eftir tuttugu og fimm dollarar á viku og ég ætlazt til að þér klæðið yður smekklega og snyrtilega, svo að þér getið verið öðrum ungum mönnum gott fordæmi." Hann reis á fætur, kuldalegur og hátíðlegur í bragði, en Clyde var svo glaður og hrifinn yfir hinni skyndilegu kauphækkun og hvatningunni um að ganga vel klæddur, að hann var gagntekinn þakklæti til frænda síns og langaði til að vera vingjarnlegur við hann. Að vísu var hann hörkulegur, afundinn og hégómlegur, en eitthvert álit hlaut hann og faðir hans að hafa á honum, fyrst þeir hækkuðu hann svona skyndilega í tigninni. Og ef honum tækist að á/vinna sér vináttu hans og traúst — hvílíkur ávinn- ingur yrði það fyrir toann, hvílík sæla og velmegun myndj falla honum í skaut. Hann var svo himinlifandi þessa stundina, að hann skálmaði út úr verksmiðjunni, staðráðinn í því, að hverju sem fram yndi, myndj hann upp frá þessu laga líf sitt eftir óskum föðurbróður síns og sonar hans — vera fálátur, jafnvel kuldalegur og strang- ur ef þörf krefði gagnvart konunum og stúlkunum í deild hans. Hann ætlaði ekki framar að umgangast Dillard, Rítu eða neinn. af..því tagi, — og minnsta kosti ekki fyrst um sinn. TÓLFTI KAFLI Tuttugu og firnrn dollarar á viku! Yfirmaður tuttugu og fimm. stúlkna. Ganga aftur vel til fara. Sitja við skrifborð í horni með útsýni yfir fagra á og finna loks eftir tveggja mánaða strit í þæfingasalnum, að hann var einhvers virðj í þessari stórkostlegu stofnun. Og Whiggam og Liggett voru á þönum í kringum hann að leiðbeina honum með ráðum og dáð, vegna hins göfuga ætt- ernis hans og þessa nýja frama. Og öðru hvoru komu deildar- stjórar og menn af aðalskrifstofunni og köstuðu á hann kveðju. Og þegar hann var búinn að ná tökum á starfinu, hafðj hann öðru hverju tíma til að líta kring um sig, gefa gaum að starf- semi fyrirtækisins, framleiðslu þess, birgðum, sem létu í té allt léreftið og bómullina, hvemig strangamir voru sniðnir í geysi- stómm sal uppi á efstu hæð, þar sem fjölmargir toálaunaðir starfsmenn unnu. Þarna var einnig ráðningarskrifstofa, verk- smiðjulæknir, verksmiðjusjúkrahús, sérstakur borðsalur í aðal- byggingunni, þar sem yfirmennimir máttu borða — en engir aðrir — og nú leyfðist honum sem deildarstjóra að snæða í þess- um borðsal ef honum sýndist. Ennfremur komst hann brátt að " oOo— —oOo— —oOo— ——oOo— oOo— —0O0— —oOo— BARNASAGAN „Kerliog vill hafa nohkuð fyrir snúð sinn6í 1. DAGUR Einu sinni var karl cg kerling í koti sínu; þau voru svo snauð, að þau áttu ekkert fémætt til í eigu sinni nema snúð einn af gulli á snældu kerlingar. Það var siður karls, að hann fór dag hvern á veið- ar eða til fiskfanga til að afla þeim lífsbjargar. Skammt frá koti karls var hóll einn mikill; það var trú manna, að þar bygcti huldumaður sá, er kallað- ur var Kiðhús, og þótti hann nokkur viðsjálsgripur. Einu sinni sem oftar bar svo við, að karl fór á veiðar, en kerling sat heima, eins og hún var vön. Af því gott veður var um daginn, settist hún út með snældu sína og spann á hana um hríð. Brá þá svo við, að gullsnúðurinn aatt af snældunni og valt nokkuð til, svo að kerling missti sjónar á honum. Hún undi þessu allilla og leitaði dyrum og dyngj- um; en allt kom fyrir ekki; hún fann hvergi snúo- inn. Eftir það kom karl heim, og saaði hún honum ófall sitt. Karl kvað Kiðhús hafa íekið snúðinn, cg væri það rétt eftir honum. Bjóst karl enn að heiman og segir kerlingu, að hann ætlaði að fara að krefja Kiðhús um snúðinn eða eitthvað fyrir hann. Við bað brá heldur af kellu. Karlinn gengur nú sem leið lá að hólnum Kiðhúss og ber þar lenqi á og óþyrmi- lega með lurk. Loksins svarar Kiðhús. ,.Hver bukkar mín hús?“ Karl segir: „Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuö fyrir snúð sinn.“ Kiðhús spurði, hvað hann vildi hafa fyrir snúðinn. Karl bað hann um kú, sem mjólkaði fjórðungsfötu í mál ; og veitti Kiðhús honum þá bæn. Fór svo karl heim með kúna til kerlingar. Daginn eftir, er hún hafði mjólkað kúna um kvöldið og morguninn og hafði fyllt alla dalla sína með mjólk, kom henni til hugar að búa til graut, en þá nian hún eftir því, að hún á ekkert ákasí á grautinn, Fer hún þá til karls og biður finna Kiðhús og biðja hann um ákast. Karl fer til Kiðhúss, ber á hólirin með lurknum sem fyrr. Þá segir Kiðhús; „Hver bukkar mín hús?“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.