Þjóðviljinn - 09.02.1952, Page 8

Þjóðviljinn - 09.02.1952, Page 8
FeiSaskrifsiofan og kailakózinn Geysir: 20 daga Norðurlandaför i vor Karlakórinn Geysir á Akureyri og Ferðaskrifstofa ríkisins liafa ákveðið að efna sameiginlega til Norðurlandaferðar á vori kom- anda með m.s. Heklu Skipaútgerðar ríkisins. Verður þetta 20 daga ferð og lagt af stað 16. maí. Þeir Þorleifur Þorleifsson, forstjóri, Ferðaskrifstofunnar og Hermann Stefánsson, for- inaður Geysis, skýrðu blaða- mönnum frá þessu í gær. Karlakórinn Geysir hefur á n. k. sumri starfað um 30 ára skeið undir stjórn Ingi- mundar Árnasonar. I tilefni J>ess, ákvað kórinn á sínum tíma að efna til söngfarar til Norðurlandanna og leitaði í þessu skyni samvinnu við Ferðaskrifstofu rikisins. Ferða- skrifstofan var að sjálfsögðu 10 bílar í árekstri í fyrradag lentu 10 bílar í árekstri hér í bænum. Ekki urðu á þeim neinar meiri hátt- ar skemmdir, og engir mann- skaðar urðu. Eru árekstrar all- tíðir nú um sinn, og er orsök flestra þeirra að rekja til illr- ar færðar og hálku á götunum. Bandaríkja- nienn flytja Kuomintang- lier til Burma Blaðið Bangkok Post í Síam hefur það eftir embættismanni Burmastjórnarinnar, að Kuo- mintangher frá aðalstöðvum Sjang Kaiséks á Taivan streymi stöðugt yfir Síam til héraða þeirra í Norður-Burma, sem Kuomintangher hefur á valdi sínu. Fréttaritarar í Rangoon, höfuðborg Burma, skýra frá því að Bandaríkjamenn stjórni liðsflutningum Kuomintang- manna yfir Síam til Kengtong í Burma. mjög fús til samvinnu um fram gang þess máls og geta þar með orðið við áskorun fjöl- margra og fullnægt að ein- hverju leyti hinni miklu eftir- spurn eftir Norðurlandaferð- um. Forráðamerin Karlakórsins Geysis og Ferðaskrifstofu rík- isins leituðu til Fjárhagsráðs og Skipaútgerðar ríkisins um leyfi til fararinnar og farkost og fengu hvarvetna hinar beztu undirtektir. Leyfi hefqr nú fengizt og samningar tekizt við Skipaútgerðina um leigu á m. s. Heklu og samvinnu um ferð- ina. Ákveðið er, að ferðin hefjist frá Akureyri hinn 16. maí. Siglt verður austur fyrir land til Þrándheims, en þangað er komið eftir 2 Vé sólarhrings siglingu. Síðan verður siglt suð ur með Noregsströnd, innan skerja, og komið við á helztu höfnum á leiðinni til Osló. Frá Osló verður siglt til Kaupm,- hafnar með viðkomu í Gauta- borg og frá Kaupm.-höfn um Færeyjar til Akureyrar aftur, og komið þangað heim 5. júní. Eins og að framan segir og á- ætlunin ber með sér, tekur ferð in 20 daga. Um nánari tilhögun ferðar- innar skal þetta tekið fram: Kórinn mun hatda söngskemmt anir í flestum bæjum, sem kom ið verður við í, og ferðafólkinu séð fyrir skipuiögðum ferðalög- Framhald á 7. siðu. Henry Ford spáir miklu atvinnuleysi Forstjóri Fordverksmiðjanna miklu, Henry Ford yngri, hef- ur nú snúizt gegn hervæðing- unni, og er hann fimmti eða sjötti stórmilljónungurinn í Bandaríkjunum sem síðustu mánuðina hafa orðið áhyggju- fullir út af afleiðingum stríðs- stefnunnar. I viðtali við málgagn stór- auðvaldsins U.S. News and World Report, spáir Ford því að í aprílmánuði muni um 200. 000 verkamenn í bílaiðnaðinum í Detroit verða atvinnulausir. Sagði Ford að hinir bandarísku „varnar“-samningar gætu ekki sigrazt á þeim vandkvæðum er leiddi af samdrætti á bílaiðnað- inum, og hann vissi alls ekki hvar þetta ætlaði eiginlega að lenda. Er hann var spurður að því, hvort hann þekkti nokkurn r Washington, er væri líklegur til að vita það, svaraði hann: „I Washington virðist hver og einn gera sér sinar eigin hug- myndir um það. Við okkur blasa tvær leiðir, sem hægt væri að fara. Önnur þýðir styrjöld. Hin þýðir gjaldþrot. Sú þriðja verður að opnast". Hann bætti við: ,,Það verður að finna einhver ráð til að búa saman við Rússland — án þess að glata þó frelsi okkar — án þess að þurfi að koma til al- menns gjaldþrots eða þriðju heimsstyrjaldarinnar.“ $ Orðsendmg til Fylkingarfélaga Þið, sem tókuð til sölu Uppruna fjölskyldunnar, flýtið ykkur að koma ein- tökunum út og ná í fleiri á skrifstofunni, sem er opin seinni partinn og á kvöldin. Þið, sem ekki hafið náð í bækur, komið og sækið ein- tölc. Náum í sem flesta í síarfið. Lesið viðtalið, sem birtist um þetta mál, í sunnudagsblaðinu. — Fyrsti skiladagur er mánudags- kvöldið kemur. — Stjórnin. ÁRMANN LÁRUSSON Skjaldarglíma Armanns Skjaldarglíma Ármanns verð- ur háð í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar á sunnudaginn kemur kl. 3 e.h, Gliman er að þessu sinni haldin til lieiðurs og helguð 40 ára afmæli í- þróttasambands ísiands, sem var þann 28. f.m. Keppendur eru 15 frá þess- Framhald á 7. síáu. lÓÐVILIINM Laugardagur 9. febrúar 1952 — 17. árgangur — 32. tölublag Þjóðleikhúsið Leikrit Shakespeare’s — Sem yður þóknast — frumsýnt á þriðjudaginn Næsta viðfangsefni Þjóðleikhússins er gamanleikur eftir skáld- jöfurinn mikla, William Shakespeare. Nefnist hann í íslenzkri þýðingu Sem yður þóknast,en á ensku heitir hann As you like it. Eins og kunnugt er af frétt- um hefur undirbúningur sýn- ingar staðið alllengi j'fir, enda er hér um mikið verk að ræð-a. Leikrit þetta er eitt af æsku- verkum Shakespeares, og ekki í hópi fremstu leikrita hans, en það hefur alla daga verið mjög vinsælt og ber meistara sínum öruggt vitni í margri grein. Lárus Pálsson er leikstjóri, og fer með eitt hlutverkið í leiknum, fiflið og vitringinn Prófstein. . Hlutverk elskend- anna, þeirra Orlandos og Rósa- lindu, fara með þau Rúr- ik Haraldsson og Bryndís Pétursdóttir. Selíu, systir Rósa- lindu, leikur Steingerður Guð- mundsdóttir, og er það í fyrsta sinn sem hún kemur fram á sviði Þjóðleikhússins. Valur Gíslason leikur Adam, sem tal- ið er að Shakespeare hafi sjálf- ur leikið á sínum tima. Góða hertogann leikur Gestur Páls- Byggingarnefnd endursent brot hennar á byggingareglunum „Bæjarstjórnin samþvkkir að leyfa ekki að end'urbyggja húsið nr. 6 við Aðalstrseti, sem er 2ja hæða hús með risi, á lóðinni nr. 99 við Efstasiind.þar sem með því væru þverbrotnar þær reglur byggingarnefndar að leyfa aðeins aC byggja einhæða hús með risi í þessu bæjarhverfi, en þeim reglum hefur nefndin fylgt undantekningarlaust til þessa. Með |>ví að leyfa endur- byggingu hússins á þessum stað væri illt fordæmi skapað og stuðlað að glundroða í skipu- lagsmálum bæjarins. Ennfremur vítir bæjarstjórn- ir. það háttalag að setja um- rætt hús á grunninn án þess að fyrir lægi samþykki byggingar- nefndar.“ EsykjavíkRrllugvöllui 1951: Vöruflutningar nær tvöfölduðusl Á árinu 1951 lentu samtals 4602 flugvélar á Reykjavíkurflug- velli þar af lentu millilandaflugvélar 255 sinnum og farþegaflug- vélar i innanlandsflugi rúml. 2500 sinnum. Þessar flugvélar fluttu samtals 3910 faraþega, 498 lestir af farangri, 970 smálestir af vöruflutningi og 111 lestir af pósti. Hafa flutningar að og frá flu^vellinum auuiizt verulega frá fyrra ári, sérstaklega vöruflutningar er hafa því nær tvöfaldazt. I s.l. desembermánuði var umferð um flugvellina eins og hér segir: Reykjavíkurflugvöllur: Milli- landaflug 10 lendingar. Far- þegaflug, innaniands 101 lend- ing. Einka- og kennsluflug 75 lendingar. — Samtals 186 lcnd ingar. Með millilandaflugvélum fóru og komu til Reykjavíkur 237 farþegar, 5314 kg. af far- angri, 7343 kg af vöruflutningi og 2279 kg. af pósti. Með far- þegaflugvélum í innanlands- flugi fóru og komu 1166 far- þegar, 16568 • kg. farangur, 77105 kg. af vöruflutningi og 11812 kg. póstur. Millilandaflug 153 lendingar. Með þessum flugvélum fóru og komu til Kefiavíkur 83 farþeg- ar, 3147 kg. flutningur og. 1710 kg. póstur. Um völlinn fóru samtals 5432 farþegar, 181,S85 kg. af flutningi og 57.268 kg. af pósti. Á árinu 1951 lentu samtals 1972 flugvélar á Keflavíkur- flugvelli aðrar en herflugvélar. Farþegar méð inillilandaflug- vélum er fóru um völlinn voru 63931, vöruflutningar tæpl. 1752 smálestir og póstur tæpl. 404 lestir. Að og frá flugvell- inum voru fluttir 3349 farþeg- ar, 487 lestir af flutningi og 24 leétir af pósti. Flutningar um völlinn hafa aukizt veru- léga frá því áríð áður sérstak- lega farþegaflutningur. (Frá flugvallastjóra). Ingi R. Helgason flutti fram- anskráða tillögu á síðasta bæj- arstjómarfundi og í framsögu- ræðu sinni átaldi hann harð- lega að meirihluti bygginga- nefndar hefði í máli þessu haft að engu fyrri reglur um bygg- ingalag í þessu hverfi. I nefnd- inni greiddi Sigvaldi Thordar- son einn atkvæði gegn því að brjóta reglurnar um skipulagið. Þá átaldi Ingi og að verzlun er hann tilgreindi hefði einnig tekið til starfa í leyfisleysi. Borgarstjóri kvað bæjarráð hafa veitt eiganda hússins lóð- arleyfið með venjulegum hætti og hefði hann síðan flutt hús- ið á lóðina, án vitundar bygg- ingarnefndar. Breytingar á húsinu til samræmis við bygg- ingarlag hverfisins myndu kosta stórfé og því hefði meiri hluti byggingarnefndar ákveð- ið að láta sitja við það sem komið var. Hinsvegar kvaðst hann sammála því að slíkt gæti ekki gengið í framtíðinni og því myndi bæjarráð eftirleiðis krefj ast þess, að þegar sótt væri um ióð undir hús er ætti að flytja, að iýsing af húsinu fylgdi lóðarumsókninni. Lagði hann til að samþj'kkt bygginga nefndar um hús þetta og til- iaga Inga R. yr'ði sent bygg- inganefnd til að fjalla um mál- ið á ný, og var það samþykkt. son, en þann illa leikur Jón Aðils. Haraldur Björnsson leik- ur Jakob. Eru leikendur 18 tals ins, auk statista og aðstoðar- fólks, alls um 30 manns. Auk þess syngur 8 manna veiði- mannakór, og 14 félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni annast flutning tónlistar. Leikurinn fer fram í Norð- urfrakklandi, aðallega í Ard- ennaskógi, og sýndi þjóðleikhús stjóri biaðamönnum í gær hin miklu eikartré sem eru nú að vaxa á sviði leikhússins, og er víst óhætt að fullyrða að leik- tjöldin muni vekja mikla at- hygli. Lárus Ingólfsson samdi frumdrætti þeirra, en auk hans lögðu hönd að þeim þeir Loth- ar Grunt og Konráð Pétursson. Leikurinn er sem kunnugt er að mestu leyti í ljóðum. Hef- ur Helgi Hálfdánarson á Húsa- vík þýtt hann, en hann hefur áður þýtt nokkuð af enskum ljóðum, meðal annars sonnett- ur eftir Shakespeare. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn hefur lánað flesta karlabúningana, en kvenbún- ingarnir eru saumaðir á sauma- stofu Þjóðleikhússins. — Það er fagnaðarefni að hitta Shake- speare. 5 pnncl í stað 10 Samkvæmt tilkynningu frá brezka utanríkisráðuneytinu er upphæð sú, sem ferðamenn mega taka með sér í seðlum út úr Bretlandi, nú færð niður í 5 sterlingspund (í stað 10 sterlingspunda, eins og áður var leyft). Aftur á móti mega menn, sem til landsins koma enn hafa með sér 10 sterlings- pund í seðlum, og er það ó- breytt frá því sem áður var. (Frá utanríkisráðuneytinu). Námskeið ©g styrkir á vegum SÞ Dagana 31. marz til 23. maí verður haldið námskeið í New York um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið er ætlað embættismönnum á aldrinum 25 til 35 ára. Umsóknarfrestur fyr- ir námskeiðið er til 20. febrúar. Ennfremur verða veittir náms- styrkir á sviðum félagsmála og reksturs ríkis- og bæjarskrif- stofa. Er þess krafizt að um- sækjendur hafi reynzlu í þeirri greiu sem um er að ræða. Um- sóknarfrestur fyrir styrkina er til 1. mars. — Utanríkisráðu- neytið veitir nánari upplýsinga.r. Viðskip!ajölrr>iðiirma í jaaúai 1951: Ohagstæður um 40,5 milij. 1 janúar s.l. var flutt út fyrir 42 millj. 963 þús., en inn fyrir 83 millj. 446 þús., og var verzlunarjöfnuðurinn því óhag- stæður í mán. um 40 millj. 483 þús. — I janúar í fyrra var verzlunarjöfnuðurinn aftur á móti hagstæður um 22 millj. 946 þús., þá var útflutningur- inn 64 milij. 389 þús. en innfl. 41 millj. 443 þús. Til skýringar þessu segir Hag- stofan: Innfiutningurinn í jan- úar 1952 var svona mikill m. a. vegna þess, að þar með er mikið af vörum, sem innflytj- endur fengu afhentar á fyrra ári, þó að þær væru ekki end- anlegar tollafgreiddar fyrr en í janúar 1952. T. d. er innifal- ið í janúarinnflutningnum benzín og olía fyrir 17,3 mil!j._ kr., sem raunverulega var flutt inn á árinu 1951.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.