Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 1
mf FUNDIK veröa í öllum deildum Sósíalistafélags Beykjavíkur á morgun (Wánudag) á venjuleg. m stöðum og tíma. Bætt um starfsáætlunlna og vinnubrögðin skípulögð. — Félagar, fjölmennlð á fundina. — Stjórnirnar. Stinnudagur 17. febrúar 1952 — 17. árgangur — 39. bölublað Snorri Jónsson Járnsmiðir! Kjósið A-iistann! Kosning stjórnar og trúnað- arnnannaráðs I Félagi jámiðn- aðarmanna heldur áfram í dag og hefst kl. 10 f. h. og Iýkur kl. 6 í kvöld. Á kjörskrá eru um 270. — í gær kusu 131. Listi sameiningarmanna er A-Iisti. Hann skipa: Stjórn: Snorri Jónsson, formaður; Kristinn Ág. Eiríksson, vara- formaður; Hafsteinn'Guðmunds son, ritari; Tryggvi Kenedikts- scn, vararitari; Bjarni Þórar- insson, fjármálaritari; Loftur Ámundason, gjaldkeri (utan stjórnar). Trúnaðarráð: Kr. Huseby, Sigurjón Jóns- son, Stálsm.; A. Gunnar Guð- mundsson, Jón Bergsson. Varametin: Jón Erlendsson, Kristján Sig' urvinsson, Guðmundur Hall- gTjmsson. B-listi er skipaður Sigurjóni cg fleirum. Stuðningsmenn A-listans eru áminntir um að kjósa sem fyrst í dag. — XA Áskorun samnínganefndar s]ómannafélaganna: Sæjarfulltrúar Sósíalistaflokksins 01 ins beiti sér sameiginlega fyrir samningum bæjarútgerðanna og togarasjómanna Fyrir nokkrum dögum var eftirfarandi tillaga samþykkt ein- róma í hinni sameiginlegu samninganefnd sjómannafélaganna sem standa að togaradeilunni: ;,Sameiginleg nefnd sjómannafélaganna ákveða að skora eindregið á fulltrúa Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins í öllum þeim bæjarstjórnum, sem reka bæjarútgerðir eða eiga í útgerðarfélög- um, að beita sameiginlegum áhrifum sínum til þess að allar slíkar útgerðir komi sér saman um að gera samninga við sameiginlega nefnd sjómannafélag- anna og síðan við félögin hvert á sínum stað eða sameiginlega, ef samkomulag verður um það fé- laganna á milli." Þessi áskorun nefndarinnar var I fyrradag send símleiðis til fulltrúa Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins í öllum bæjar- stjórnum sem reka bæjarútgerðir eða eiga þátt í þeim. Bre/.ka flutningaverkamanna- sambandið beðið um aðstoð Að því er Þjóðviljinn fregnaði mun hin sameiginlega samninga nefnd sjómannafélaganna hafa í gær snúið sér með símskeyti til brezka flutningaverkamanna- sambandsins og farið þess á leit að það sæi um að togararn- ir, sem vinnustöðvunin nær til, fái ekkj afgreiddar í Bretlandi nauðsynjar til að halda áfram veiðum eftir að verkfallið er skollið á. RíMsstjórnin skipar sáttanefnd. Til viðbótar. Torfa Hjartar- syni sáttasemjara ríkisins, sem átt hefur marga fundi með deiluaðilum að undanförnu, hef- ur ríkisstjórnin skipað þá Gunn- laug Briem og Emil Jónsson í sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Hefur nefndin haldið nokkra fundi með samninganefndum sjómanna og útgerðarmanna. Samningafundur var í fyrrinótt og stóð til kl. 2,30. Mun enginn árangur hafa náðst á þeim fundi frekar en áður. Næsti fundur nefndarmanna og sátta- nefndarinnar hefur verið boð- aður kl. 2 í dag. Hernámsbrauf milli Kefla- víkur og Hvalfjarðar kostnaði". Munu þær kröfur einnig hafa verið bornar fram við rikisstjórnina að þjóðin kosti hernámsveg þennan að verulegu leyti og hefur sérstaklega verið bent á það sem eftir er í mót- virðissjóði í því sambandi. Enda var ríkisstjórnin ófá- anleg til að samþykkja til- lögur sósalista á þingi um framlög úr mótvirðissjóði til atvinnuaukningar. I síðasta tölublaði Land- vamar, málgagns Hriflujón- asar, sem er mjög nátengt ráðamönnum hernámsliðsins, er sagt frá því að ákveðið sé að leggja vandaðan veg í Fumar milli Hvalfjarðar og Keflavíkur, tveggja helztu hemájmsstöðvanna. — Og Hriflujónas bætir við frétt- jna: „Væntanlega sér lands- stjórnin sóma sinn í að leggja fram eitthvað af þeim Viija eiimig leggja iinclir sig Reykjavikurflugvöll 1 sama blaði skýrir Hriflu- koma upp byggingum á vell- jónas frá því að hernáms- inum í sambandi við starf- hðið hafi nú hug á því að rækslu sína. Hins vegar hafi leggja undir sig Reykjavík- þær kröfur til þessa strand- urflugvöll á sama hátt og að á vondum mönnum, Keflavíkurflugvöll og vilji ,,kommúnistum“! 1 35 togarar stoppa, ef til stöðvunar kemur. Eins og áður hefur verið skýrt frá standa sjómannafé- lögin í Reykjavík, Hafnarfirði, Patreksfirði, Siglufirði, Akur- eyri, Vestmannaeyjum og Kefla vík að uppsögn samninga. Hafa öll félögin nema Jötunn í Eyj- um boðað verkfall frá 21. þ. m. ef samningar hafa þá ekki tek- izt. 1 Jötni var samþykkt að fresta verkfalli fyrst um sinn. Komi til verkfalls mun stöðv- unin ná til 35 togara. Franska stjórnin þorði ekki í atkvœðagreiðslu Tók aftur tillögu sína vegna hætt- unnar á að stjórnin félli Eítir mjög heitar umræður í íranska þinginu til- kynnti þingforsetinn Herriot á kvöldfundi í gær að ííkisstjórnin hefði tekið tillögu sína um Evrópuher aftur, og mundi síðar bera hana fram í breyttri mynd. Fyrr í umræðunum hafði Faure forsætisráðherra lýst yfir að hann óskaði eftir lengri fresti til að ræða afstöðu leið- toga sósíaldemokrata til máls- ins. Hér væri hvorki meira né minna í húfi en framhaltl utanríkismálastefnu margra franskra ráðuneyta. Áður hafði Faure lýst yfir að stjórn hans gerði það að frá- fararatriði ef tillagan yrði felld. Þykir það tiltæki að taka tillög- una til baká úndir þessum kringumstæðum bera vott um að stjórnin hafi talið líklegt eða víst að tillagan yrði felld. Hafi hún því gripið til þessara óvenjulegu ráðstafana til að fresta þeirri atkvæðagreiðslu sem hefði getað reynzt örlaga- rík fyrir Atlanzhafsbandalagið og allt hervæðingarbrölt Banda- ríkjanna í Evrópu. Sósíalistafélagið setur sér starfsóœtlun fram til 1. maí n. k. Ákveður að safna 200 kaupendum að Þjóðviljanum — 300 kaupendum að Rétti og vinna skipulega að eflingu og stækkun flokksins Á fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur s.I. fimmtudag var sam- þykkt einróma að félagið setti sér það mark fram tif 1. maí n.k. að safna 200 nýjum kaupendum að Þjóðviljanum og 130 kaupendum að Rétti. Jafnframt samþykkti fundurinn að lögð skyldi rík áherzla á eflingu flokksins og unnið skipulega að inngöngu nýrra meðlinm í flókkinn á þessu sama tímabiii. 1 félagið gengu 20 nýir með- limir á fundinum. Á fundinum kom fram mikill og almennur áhugi fyrir flokks- starfinu og voru fundarmenn á einu máli um nauðsyn þess að halda áfram af fullum krafti starfinu að útbreiðslu Þjóð- viljans og Réttar og setja sér það takmark er að framan get- ur. Á s. 1. ári safnaði flokkur- inn um 700 nýjum áskrifend- um að Þjóðviljanum og margir nýir kaupendur bættust að Rétti. Sýnir þetta vaxandi út- breiðslumöguleika málgagna flokksins og að auðvelt er að ná þessu nýja marki fyrir til- settan tíma, leggist allir flokks menn á eitt í því efni. Þá var rætt ýtarlega um náuðsyn þess að efia Sósíal- istaflokkinn og afla nýrra flokksmeðlima. Voru fundar- menn einhuga um að vinna jafnhiiða áskrifendasöfnun- inni að inngöngu nýrra með- lima í flokkinn. Eins og fyrr segir gengu 20 nýir félagar í Sósíalistafélagið á fund- inum. Sýnir það einnig vax- andi áhuga fyrir eflingu flokksins, en íslen/.kri alþýðu hel'ur sjaidan verið brýnni nauðsyn á því en einmitt nú að efla og styrkja flokk sinn, svo veigamikii og ör- fagarík verkefni sem hann þarf nú að inna af hendi í baráttu hennar og þjóðar- innar allrar. Sósíalistafélagið heitir á alla meðlimi sína að vinna ötul- lega að því að settu marki verði náð. Ársliátíð Dags- brúnar 23. f ebr. Verkamannafélagið Dagsbrún heldur árshátíð sína í Iðnó laugardaginn 23. febrúar n. k. Verður árshátíðin . með svip- uðu sniði og verið hefur und- anfarin ár. Árshátíðir Dagsbrúnar eru jafnan vel sóttar og vinsælar skemmtanir. Þarf ekki að efa að svo verði einnig að þessu sinni. Ættu félagsmenn að at- huga að tryggja sér aðgang að árshátíðinni í tíma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.